Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 23 Lauritz tlstrup Minningarorð GÓÐVIÐRISKVÖLD sumarið 1947 kom heim til mín danskur maður og falaði eftir vinnu hjá mér. Hann sagði nafn sitt, og að hann væri skipasmiður, en væri vanur húsasmíðum. Hann var fremur lágur vexti, en þéttur á velli, fríður og vel á sig kominn. Það samdist svo á milli okkar, að hann kæmi í vinnu til mín og hefur það samkomulag, er við gerðum sumarkvöldið 1947, stað ið þar til nú að leiðir skilja án þess að hvorugur við sjái. Maður þessi var Laurits Us trup frá Vejle í Danmörku. Faðir han hafði í mörg ár rekið skipa- smíðastöð þar og unnið mest- megnis að smíði á skemmtiskip- um til siglinga. Laurits hafði numið handverk sitt hjá föður sínum. Fljótlega kom að því, að Laur- its vann að mestu á verkstæði. Kom þar margt til. Hann var töluvert vanur trésmíðavélum og féll einnig betur að vinna sama stað. Þar að auki var hann hagur svo af bar. Hann var það sem kallað er dverghagur. Hann var jafnlyndur. glaður og skemmtilegur við vinnufélaga sína. Það var viðkvæði félaga hans, ef eitthvað þurfti að vinna. er reyndi meira á hagleik en endra nær, „þessu mun vera bezt borgið í höndum Laurits“ Svo fjölhæfur og nettvirkur smiður, sem Laurits var, hlaut hann að eignast marga vini viðskiptahópnum, sem oft vildu njóta verka hans. Vegna glað- lyndis og ljúfrar framkomu varð hann vinur allra barna, er hon- um kynntust og hafði hann lag á að gera góðan hlut úr litlu efni, er gladdi næmt auga barn- anna. Ég vil í því sambandi minnast þess, hvað hann var mikill aufúsugestur á heimili mínu og þá ekki hvað sízt hjá dætrum mínum, smáum. Laurits var fæddur 25. maí 1910, en andaðist 13. desember 1962. Hann gerðist íslenzkur ríkisborgari og undi sér með af- brigðum vel hér. Hann naut þess að ferðast um Island með sinni ágætu konu, Guðrúnu Helgadótt- ur, og þá eigi sízt til æskustöðva hennar, Skagafjarðar. Ég veit, að hann hefur hlakk- að til jólanna, hlakkað til hátíð- arinnar, sem er ekki hvað sízt hátíð barnanna, hugsað til þess með gleði að mega hvílast og njóta ljósadýrðarinnar með fjöl- skyldu sinni hér á íslandi, hitta kunningja sína og eiga með þeim glaðar stundir. Nú hefur það ekki orðið á þann veg, sem við hefðum óskað En engu er þar um að þoka. Úti í Danmörku harma hann syst kini og venzlafólk. Þó er harm- urinn mestur hjá konu hans, stjúpdóttur, manni hennar og börnum þeirra. En góðar minn- ingar milda sorgina. Fyrir hönd okkar allra vinnu- félaganna og fjölskyldu minnar þakka ég samveruna og öll störf- in og votta vandamönnum hans fjær og nær og öðrum ættingj- um samúð okkar. T. V. Skuldir verði greiddar New Yodk, 19. desemfoer — NTB AlLsherjarþing SÞ samþykkti í kvöld tillögu, þar sem skorað er á öll meðlimaríkin að greiða framlag sitt til samtakanna. Er hér einkum um að ræða vangold- in framlög vegna aðgerða SÞ í Kongó. TiMagan hlaut atkvæðd allra fulltrúa nemia 17, þeirra á með- al Rúsisa oig Frak'ka. Rússar skulda nú þegar uim 30 milljó'n- ir dala tM samtakanna. Fyrr um diaginn var samlþykkt í fjárveitingarnefnd samitakanna að halda aukaaLlsherjariþinig að ári tM að ræða fjárhagsvand- ræðin, og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðiiniu. Jarðhitarannsóknir á Norð-Vesturlandi s-' — Eg mun . . . Framlh. af bls. 1. flutti í dag sagði hann, að sam- bandsstjórnin í Kongó og fylgis- menn hennar — þá fyxist og fremist Bandaríkin — hefðu hyggju að knýja Katanga til undirgefni með valdi. Hins vegar a kvaðst hann vona, að það væri eklki ætlunin að beita ofbeldis aðgerðum gegn Katanga. Þó sagði hann afskipti Bandaríkj- anna nú hafa komizt á það stig, að í raun réttri vœri ekki hægt að tala lengur um Kongódeil una, nær saríni væri að nefna hana deMuna við Bandaríkin. Tsihombe kvað það vera til- gang Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna að hafa sem mest af skipti af innaniandsmáium Kat- anga, tM þess að auka sín eigin álhrif í landinu. Bandaríkin vildu eyðiieggja Katanga, þannig, að peir gætu sjálfir náð tökum auðlindum landsins. Parísarblaðið „Le Monde“, sem telur sig óháð, lýsti því yfir í ritstjórnargrein í dag, að Banda- rikin muni nú í fullri aivöru vera að íhuga hvort þau eigi ekki að grípa tM hernaðaraðgerða til að fá fram sameinrngu Kat- anga og Kongó. Kveður blaðið ekki ósennilegt, að Kennedy Bandarikjaforseti myndi njóta stuðnings „hlutlausra" landa, þ.e landa, sem ekki eru í neinum hernaðarbandalögum, grípi hann tii slíkra ráða. Hins vegar telur blaðið, að með því myndi Kenn edy ganga í berhögg við þjóðir Vesturlöndum, vinveittar Bandaríkj unum. Talsmaður frönsku stjórnarinn ar, sem í dag ræddi mád þetta, segir það mjög vítavert, að U Thant, aðalframkvæmdastjóri S.Þ., skuli styðja þær aðgerðir, sem hér um ræðir. Dakar, 19 desember — NTB Þrír af fyrrverandi ráðherrum í stjóm Mamadou dia voaru í dag Ihandteknir. Sjálfur var forsæt- isráðherrann handtekinn í gær, en á mánudag hafði hann reynt að taka völdin í landinu í sínar Ihenduir. Porseti landsins, Leopold Senglhor, sem nú hefur myndað nýja stjórn, hefur lýst því yfir, að hann ætli að reyna að ná sætt um við stjórnarandstöðuna. Seg ist hann vilja bæta sambúðina við nágrannaríkin og lönd Evrópu. — Schweitzer Framlh. af bls. 1. ar dögum halda uppi baráttu gegn Katanga, til þess að reyna að neyða landið til að greiða skatt til annars lands Það er undravert, að menning arríki skuli geta staðið að slik um aðgerðum". Þessi ummæli Schweitzers hafa vakið mikla athygli, ekki sízt fyrir þær sakir, að hann hlaut friðarverðlaun Nob els 1952. Síðar í viðtalinu segir Schweitzer, að það hljóti að vekja furðu, að SÞ skuli geta stutt aðgerðir „erlends ríkis í þessu máli. Það sé ekki verk efni samtakanna að eiga í styrj öld. Segir Schweitzer enn frem ur, að sjálfstæði Katanga byggist fyrst og fremst á því, að Belgiska Kongo sé ekki lengur til, og því hafi fortíðin engin áhrif á réttarstöðu Kat- anga. Segir Schweitzer það litlu máli skipta, hvaða skoðun Paul Henri Spaak, utanríks- ráðherra Belga, hafi á þessu máiL EINAR INGIMUNDARSON og aðrir þingmenn Norðurlandskjör dæmis vestra hefur lagt fram á A1 þingi þingsályktunartiliögu þess efnis, að svo fljótt sem auðið er, verði hafin á vegum jarðhitasjóðs rannsókn á þeim jarðhitasvæðum, sem vitað er um á Norðurlandi vestra og hafa ekki enn verið rannsökuð og nýtt. Einnig, að leitað verði á þeim stöðum, sem ætla má að jarðhiti finnist og mögulegt sé að nýta hann og loks gerð áætlun um hagnýtingu jarð hitans á hverjum stað. Heitar uppsprettur víða að finna. í greinargerS segir svo m.a.: Á Norðurlandi vestra, allt frá mynni Eyjafjarðár til Hrútafjarð ar, er víða að finna heitar upp sprettur ofanjarðar. Margt bendir og til þess, að á þessu svæði leynist víða heitt vatn í jörðu, þótt lítt eða ekki verði þess vart á yfirborði jarðar. Á nokkrum stöðum á þessu svæði hefur yfirborðshiti verið nokkuð hagnýttur til upphitunar íbúðarhúsa, rekstrar gróðurhúsa o. fl. Annar kaupstaðurinn á Norð urlandi vestra, Sauðárikrókur, lét fyrir allmörgum árum hefja bor anir eftir heitu vatni í nágrenni kaupstaðarins, og hefur það vatn, sem þannig hefur fengizt, jafnóð- um verið virkjað til hitunar íbúð arhúsa í kaupstaðnum. Þegar á heildina er litið, hafa þó ekki enn farið fram rækilegar rannsóknir á jarðhitasvæðunum í þessum landshluta né áætlanir gerðar um hagnýtingu hans, nema á éinstaka stað. — Er það í því skyni að fá úr þessu bætt, að til- laga þessi er flutt. Adenauer og De Gaulle hittast París, 19. desember — AP TILKYNNT var af opinberri hálfu í París í dag, að ákveðið hefði verið, að þeir DeGauille, FraJkklandsforseti, og Adenauer, kanzllari V-Þýzkalands, muni hitt ast eftir áramótin. Munu þeir ræða heimsmálin. Ekkd hefur ver ið ákveðið um stað og stund, en að öMium líkindum verður fund- urinn haidinn síðustu dagana í janúar. — Macmillan Framlh. af bls. 1. ínn, er varðar vígbúnað þéirra. það setja stórt strik í reikning- Er þeir Macmillan og Kennedy gerðu hlé á viðræðum sínum, síðar í dag, hafði enn ekki náðzt neitt samkomulag um þetta atriði. Hins vegar var þá svo skýrt frá, að ræddur hefði verið sá möguleiki, að Bretar framleiddu sjálfir Skybolt-flaugar, fyrir eigin reikning, þó e.t.v. með ein- hverri aðstoð frá Bandaríkjun- um. Kennedy er sagður hafa sýnt skilning á málstað og vilja Breta, og var tekið fram, að hann muni ekki hafa lagt til, að Bretar hætti kjarnorkuvopna- smíð sinni. Báðir leiðtogarnir eru hdns vegar sagðir fylgjandi þeirri hugmynd, að stefnt verði að því, að sameina kjarnorkuheri land- anna undir eina stjórn NATO. Hins vegar er ekki ljóst, hvort um er að ræða áætlun um að gera einn kjarnorkuher úr herj um Breta og Bandaríkjamanna. Talið er þó víst, að Kennedy vilji fá Breta til að axla stærri hluta þeirra fjárhagsbyrða, er leiðir af smíði kjamorkuvopna Duglegir krukkur eðu unglingur öskast til að beia blaðið út í eftirtalin hveifi: Fjólugata — Laufásvegur — Sólheimar lHttguit&iðfrifr HiigstæAir afborgunarskilmálnr 5 ára ábyrgd SNORRABRAUT 44 - SIMI 16242 KJARE\10RKUHELLAR[\IIR er ný bók um uppfinningamanninn unga Tom Swift og vin hans Bud Barday, sem kunnir eru orðnir af áður útkomnum bókum um „Ævin- týri Tom Swift“. Ein þeirra, Sækoptinn, varð metsölubók síð- astliðið ár. Kjarnorkuhellarnir er ein þeirra drengjabóka, sem ekki verður lögð frá sér fyrr en hún er fullesin. Ný ævintýri kjarnorku- aldarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburðahröðum og spennandi sögum. — Verð kr. 67,00 + 2,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.