Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 12
12 Otgefandi: - amkvæmd ast j óri: Ritstjórar: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Sigfús Jónsson. Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Æt Matthías Johannessen. rme~ Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. L.-.-P HVERSVEGNA SNERUST FRAM- SÖKNARMENN GEGN AUKAAÐILD? FMns og kunnugt er hafa " stjómarflokkarnir frá upphafi gert Framsóknar- ir-önnum grein fyrir því, sem var að gerast í Efnahags- bandalagsmálinu og haft sam ráð við leiðtoga þessa stjórn- arandstöðuflokks. Er þetta sjálfsögð ráðstöfun, því að lýðræðissinnar eiga í lengstu lög að hafa samstöðu í þýð- ingarmiklum milliríkjamál- um. Þess vegna vakti það mikla athygli, þegar formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í i^hgræðu, að flokkur hans telji ekki koma til greina neins konar aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, heldur eingöngu viðskipta- samning við það. Eí ástæða til að ætla, að Eysteinn Jóns- son hafi þar gefið yfirlýsingu, sem ekki var í samræmi við vilja flokks hans, en það skal látið liggja á milli hluta. Yfirlýsing Eysteins Jóns- sonar var þeim mun ein- kennilegri, sem Framsóknar- menn höfðu sjálfir mikið tal- að um aukaaðild og í mál- gagni flokksins hafði meira að segja staðið eftirfarandi: „Hinu er svo ekki að neita, að því geta fylgt verulegar torfærur, ef við höfum ekk- ert samstarf og engin tengsl við bandalagið. Jafnvel þótt við reiknum með því að vina- þjóðir okkar, sem eru í banda laginu, beiti okkur ekki við- skiptaþvingunum, ættum við samt á hættu að dragast út úr þeirri eðlilegu þróun, sem nú er að verða á samstarfi vest- rænna þjóða. Þess vegna er eðlilegt að við leitum eftir að hafa gott samstarf við banda- lagið, t. d. með því að tengj- ast við það á þann hátt sem bandalagssáttmálinn ætlast til að hægt sé fyrir þær þjóð- ir, sem ekki telja sig hafa að- stöðu til að verða beinir að- ilar. Þetta er sú leið sem Grikkir hafa valið og Svíar, Svisslendingar og Austurrík- ismenn ætla sér að fara.“ Þama er berum orðum sagt, að við eigum að leita eftir aukaaðild. Óeðlilegt sé að við höfum engin tengsl við bandalagið, jafnvel þótt ná- grannaþjóðirnar hyggist ekki beita okkur viðskiptaþving- unum, með öðrum orðum lát- ið að því liggja, að viðskipta- samningur sé ekki nægilegur, því að við eigum „á hættu að dragast út úr þeirri eðli- legu þróun, sem nú er að verða á samstarfi vestrænna þjóða“. Með hliðsjón af þessum um mælum ér eðlilegt að menn spyrji, hvernig á því geti stað ið, að Framsóknarmenn rjúfa samstarf við hina lýðræðis- flokkana í þessu máli, á sama tíma sem þeir lýsa því yfir, *að þeir telji, að við getum ekki leitað eftir fullri aðild, heldur beri okkur að bíða átekta og hugleiða hvort heppilegri sé aukaaðild eða tolla- og viðskiptasamningur. Við þessari spurningu er því miður aðeins eitt svar. Kommúnistar hafa krafizt þess af Framsóknarmönnum, að þeir lýstu því skýrt' og skorinort yfir, að þeir mundu aldrei fallast á neins konar aðild að Efnahagsbandalag- inu, annars þýddi ekki fyrir þá að hugsa um samstarf við kommúnista að afloknum kosningum. Fyrir þessari kröfu hafa leiðtogar Fram- sóknarflokksins beygt sig og enn einu sinni fórnað mikil- vægum hagsmunum íslenzku þjóðarinnar fyrir ímyndaða ílokkshagsmuni. Ef einhver önnur skýring er til á þessu máli, væntir Morgunblaðið þess að Tíminn geri grein fyrir hemii. FYLGJUMST VEL MEÐ Camhliða yfirlýsingu Fram- ^ sóknarleiðtoganna um það, að við ættum þegar í stað að ákveða að gerast ekki auka aðilar að Eínahagsbandalag- inu, jafnvel þó allar aðrar Vestur-Evrópuþjóðir tækju þátt í þessari „eðlilegu þró- un, sem nú er að verða á sam starfi vestrænna þjóða“, lýsa þeir því yfir, að við eigum ekki undir neinum kringum- stæðum að hafa samband við áhrifamenn Efnahagsbanda- lagsins til þess að reyna að kynna málstað okkar. Þessi afstaða er svo fárán- leg að engu tali tekur. Það orkar ekki tvímælis, að vegna þess að íslenzkir aðilar hafa rætt við ráðamenn nágranna- þjóðanna og Efnahagsbanda- lagsins er nú aukinn skiln- Ný stjórnarskrá í Monaco RAINIER fursti af Monaco hefur afsalað sér rétti sínum til þess að ríkja sem einvaldur „af guðs náð“ í fyrstadæminu. Fyrir skömmu fékk fursta- dæmið nýja og frjálslyndari stjórnarskrá, sem sviptir Rainier rétti til þess að snið- ganga stjómarskrána eða láta ýmis ákvæði hennar falla úr gildi, ef honum sýnist svo. Einnig veitir hin nýja stjórn- arskrá konum furstadæmisins kosningarrétt og dauðarefsing er afnumin. Monacobúar fögnuðu hinni nýju stjórnarskrá ákaft og að kvöldi dagsins, sem hún gekk í gildi, var mikið um dýrðir í furstadæminu. Göturnar voru fánum prýddar og menn döns uðu framundir morgun. Samkomulagið um stjórnar- skrána batt endi á deilur Raniers fursta við stjórnmála- menn í Monaco, en fyrir þrem ur árum rauf hann þing og sendi hina 18 þingmenn fursta dæmisins heim. Ríkti furstinn með tilskipunum þar til í marz s.l. en þá kallaði hann þingið saman aftur til þess að fjalla um kröfur Frakka þess efnis, að erlendum fyrirtsekjum yrði bannað að reka starfsemi sína í furstadæminu án þess að greiða skatta. Það, sem varð til þess að Raniers rauf þing fyrir þrem- ur árum, var það að þingmenn irnir gagnrýndu stjórn háns á fjármálum furstadæmisins, en samkvæmt hinni nýju stjórn- arskrá getur hann ekki gripið til slíkra aðgerða. Deilurnar, sem risu milli Monaco og Frakklands s.l. vor stöfuðu fyrst og fremst af því, að Rainier gerði sitt ýtrasta til þess að laða erlend fyrirtæki til þess að flytja starfsemi sína til Monaco, en þar eru þau skattfrjáls. Einnig vakti það Rainier fursti og kona hans, Grace Kelly, fyrrv, kvikmynda leikkona. gremju í Frakklandi, að Raini er tók hlutabréf í útvarps- stöðinni Evrópa I af markað- inum í Frakklandi, en þessi útvarpstöð gefur góðan arð og Frakkar höfðu gert ráðstafanir til þess að kaupa meirihluta hlutabréfanna ! henni. Viðræður standa nú yfir um I ágreining Frakka og Monaco- { búa og standa vonir til þess / að þeim lykti með samkomu- I lagi innan skamms. 1 ingur á hinum sérstöku þörf- um okkar og þess vegna miklu meiri von til, að við getum náð viðunandi sam- komulagi við Efnahagsbanda lagið. Full nauðsyn er hins vegar að halda áfram að vinna málstað okkar skiln- ing, ekki sízt þar sem enn hefur ekki verið tekin á- kvörðun um viðskipti með fisk- og fiskafurðir, sem okk- ur varðar mestu. Ráðstefnan um fiskveiði- málefni nálgast nú og þurf- um við að gera allt, sem unnt er, til að kynna málstað okk- ar, áður en endanleg ákvörð- un verður tekin í þeim mál- um. Okkur hefur líka verið sýnd sú velvild að leyfa okk- ur að koma sjónarmiðum okkar að, þótt við ekki höf- um sótt um aðild að banda- laginu. MIKLAR FRAM- KVÆMDIR SÍS IJramsóknarmenn eru öðru * hvoru með mikinn bar- lóm út af því, að ekkert sé hér gert, hér ríki „samdrátt- ur“ og „móðuharðindi af manna völdum“ o.s.frv. Jafn- framt halda þeir því svofram, að stjórnarvöldin séu sérstak- lega vond við SÍS og kaup- félögin. Með hliðsjón af þessum fullyrðingum er fróðlegt að rifja það upp, að í ársskýrslu SÍS, sem út kom í sumar og fjallar um framkvæmdir á síðasta ári, er meðal annars að finna þessi orð: „Framkvæmdir voru með meira móti hjá Sambandinu á árinu. Eins og kunnugt er hafa framkvæmdir verið mjög litlar undanfarin ár. Það liggur hins vegar í aug- um uppi, að stofnun eins og Sambandið verður að halda áfram uppbyggingu, ef hún á að gegna hlutverki sínu í þjóðarbúskapnum. ísland er á bernskuskeiði við að byggja upp atvinnuvegi sína. Sam- bandið verður að leggja hér á virka hönd og verkefni skortir ekki, heldur fjármagn, og af þeim sökum hefui orðið að fara gætiiega í fram- kvæmdir undanfarin ár.“ Þarna er.umbúðalaust sagt, að á síðasta ári hafi fram- kvæmdir mjög aukizt, þær hafi hins vegar verið litlar á árunum á undan, þ.e.a.s. á stjórnarárum vinstri stjórn- arinnar og fyrstu árum á eft- ir Þetta hafi stafað af fjár- magnsskorti. Er þetta í samræmi við það, sem Morgunblaðið hefur hald ið fram, að á tímum vinstri stjórnarinnar hafi sigið á ó- gæfuhliðina, ekki eingöngu fyrir einstaklingum heldur líka fyrirtækjum, meira að segja Sambandinu, sem þó var engin hornreka á tímum vinstri stjórnarinnar. Þá var ekkert fjármagn til fram- kvæmda, allir lánasjóðir voru á barmi gjaldþrots, er stjórn- in gafst upp o.s.frv. SÍS-herrarnir lýsa þannig yfir, að skoðanir Morgun- blaðsins á þessum málum séu réttar, en barlómur Fram- sóknarmanna sé þvættingur einn. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.