Morgunblaðið - 04.01.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.01.1963, Qupperneq 3
Fostuðagur 4. janúar 1963 MORGI’NBLAÐIÐ 3 HJÁLPARSVEIT skáta í HaÆnarfirði hefur gengizt fyr ir kaupum á sporhundi, og kom hann flugleiðis til lands- ins á gamlársdag. Hundurinn, sem heitir Nonni, er ættaður frá vesturströnd Bandiaríkj- anna og er tæpra þriggja ára gamaJl. Hann er vel vaninn, enda alinn upp á þek'ktri stofnun í Washington fylki. Jón Guðjónsson, rafvirkja- meistari, var um langt skeið einn höfuðáhugamanna um starfsemi sveitarinnar og stjórnaði leitarflokikum henn- ar. Hann hafði samstarf við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík, og gætti sporibundis iimii ÍlHtú. ■: X." ■ . Sporhundurinn Nonni. (Ljós m. Svavar Jóhannesson.) Nýr sporhundur í vörzlu Hafnfirðinga hennar, enda hafði hann kynnt sér meðferð spor- hiunda í Danimörku. Jón lézt skyndilega 1960, en áður en það varð hafði hann unnið að því, að keyptur yrði nýr hundur í stað þess, sem hann hafði gsett. Reykjavík- urbong lagði fram 16 þús. kr. til kaupa á hundinum og einn ig lögðu fleiri fram nokkrar fjárhæðir. Gotfred Bernhöft, stónkaupm. hafði milligöngu um kaupin, og Loftleiðir fluttu Nonna endungjaldslaust fná New Yonk. Pál'l A. Pálsson, yfirdýra- læknir hefur á hendi eftirlit með heiilsu og velferð hunds- ins, en Hjálparsveitin annast gæzlu hans og hefur í því skyni reist yfir hann kofa Loftur Bjarnason, forstj. hefur heitið öllu því kjöti, sem Nonni getur í sig komið, og fleiri stofnanir hafa boðið að stoð sína við eldi hans. Þó mun gæzla hundsins hafa nokkurn kostnað í för með sér, og er því ætlunin að hefja fjársöfnun. Nonni hefur pósthólf nr. 100 í Hafnarfirði. Sponhundinn má nota við hvers konar leit, og er hann öllum landsmönnum til reiðu, ef á þarf að halda. Þeir sem hans þarfnast, geta snúið sér til lögreglunnar í Hafnarfirði eða Reykjavík, Slysavarnafé- lag fslands eða Flugbjörgun- arsveitarinnar og mun þá skjótt brugðið við og með hann flogið hvert á land sem er. Hjálparsveit sfcáta í Hafn- arfirði var stofnuð 1951. Til- dröig þess voru þau, að nofckrir skátar úr Hafnarfirði tóku þátt í leitinni að Geysi, sem týndist á Vatnajökli 1950. Helztu stofnendur voru Guð- jón Sigurjónsson, Jón Guð- jónsson, Gunnar Bjarnason og Eiríkur Jóhannesson. Félagar í sveitinni eru nú um 50, og hefur hún bækistöð í hinu nýja félagsheimili sfcátafélags ins Hraunbúa. Til dæmis um starfsemi Hjálparsveitarinnar má geta þess, að hún hefur verið kölluð út 30-40 sinnum á undanförnum árum. Fonmað ur hennar er Marínó Jó- hannsson, flugumsjónarmaður — Kafanga Framhald af bls. 1, Kipushi, Kamina og Jadotville. Eina mikilvæga borgin, sem enn er á valdi Katangahers er Kol- wesi, en þar er þýðingarmikil flugstöð. Talið er að Tshombe, fylkisstjóri Katanga, hafi haldið til Kolwesi, þegar liðssveitir SÞ nálguðust Jadotville í morgun. Er gert ráð fyrir, að Katangaher muni verja Kolwesi með öllum ráðum. Skemmdarverk Þær fregnir bárust frá Salis- bury í S-Rhodesíu í dag, að starfsmenn námufélagsins Union Miniére hefðu framið skemmdar- verk á hinum stóru verksmiðju- byggingum félagsins í Jadotville. Aðalskrifstofa Union Miniére í Brussel bar þéssar fregnir til baka í kvöld, en sagði að menn úr Katangaher hefðu framið skemmdarverk á raforkuveri ná- lægt Jadotville áður en liðssveit- ir SÞ náðu borginni á sitt vald og þar af leiðandi hefði vinna lagzt niður í verksmiðjum fé- lagsins, en þær fengju rafmagn frá orkuverinu. í Jadotville eru árlega framleidd um 100 þúsund tonn af kopar og 6 þúsund tonn af kobolt. Brú eyðilögð í gærkvöldi voru liðssveitir Sameinuðu þjóðanna um 6 km fyrir utan Jadotville og í morg- un hófu þær sókn til borgarinn- ar undir stjórn indverska hers- höfðingjans Reginalds Norhona. Katangaher hafði framið skemmd arverk á brú yfir ána Lufira í nágrenni Jadotville, en yfir ána urðu liðssveitir SÞ að fara á leið sinni til borgarinnar. Skemmd- irnar á brúnni komu þó ekki í veg fyrir það, að hermenn SÞ gætu gengið yfir hana, en þeir urðu að skilja öll flutningatæki sín eftir nema jeppa, sem þeir gátu flutt yfir ána á flekum. — Einnig fluttu þeir fallbyssur sín- ar og sprengjuvörpur yfir ána á sama hátt. Liðssveitir SÞ mættu tals- verðri mótspyrnu af hálfu Kat- angahers, þegar yfir brúna kom. í Jadotville voru til varnar um 3000 Katangahermenn og 100 er- lendir málaliðar, en liðssveitir SÞ brutu mótspyrnu þeirra á bak aftur á nokkrum klukkustund- um. Ekki er vitað um mannfall í liði Katangahers, en nokkrir Katangahermenn og fjórir mála- liðar voru teknir til fanga. Til- kynnt hefur vérið, að mannfall hafi orðið í liði SÞ, en ekki hve margir hafa fallið. Á meðan liðssveitir SÞ voru að ná Jadotville á sitt vald, hélt ein herdeild til raforkuversins, sem veitir rafmagn til starfsemi Union Miniére til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdar- verk af hálfu Katangahers. Fregnir herma, að allt sé nú með kyrrum kjörum í Elizabeth- ville, og fréttum frá Salisbury, þar sem segir, að 75 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í Elizabethville, hefur verið mót- mælt. Flugmaður grun- aður um njósnir látinn laus Róm; 3. janúar (NTB) — Búlgarskur flugmaður, sem nauð lenti flugvél sinni nálægt einum af flugvöllum Atlantshafsbanda- lagsins á Ítalíu fyrir tæpu ári og grunaður var um njósnir, hefur verið látinn laus. Flugmaðurinn, Milusj Solakov, sem flaug sovézkri flugvél af gerð inni MIG-17, hefur verið í fangelsi í tæpt ár. Dómstóllinn, sem fékk mál hans til rannsókn ar fann ekkert tilefni til þess að höfða mál gegn honum og var hann því látinn laus. Alsírsöfnunin nam á oðro milljón kr. DR. JON Sigurðsson formaður R.K.Í., skýrði blaðamönnum frá því í gær að Alsírsöfnunin hefði gengið mjög vel og hefðu alls safnazt til hennar kr. 967.764,00, en áður en söfnun Rauða kross- ins hófst hafði Alþýðublaðið safn að kr. 304.810,00. Hér væxi þó um bráðabirgðatölur að ræða þar sem enn hefðu ekki borizt skýrslur frá öllum deildum úti á landsbyggðinni. Sagði dr. Jón, að sér hefði ný- lega borizt bréf frá Henrik Beer, aðalforstjóra Alþjóða rauða krossins, þar sem Beer skýrði frá því, að hann væri sjálfur á leið til Alsír til þess að taka þátt í uppbyggingu þar. Léti hann í bréfinu í ljós þakklæti sitt og hrifni yfir framlagi ís- lendinga, og þó sagði dr. Jón, að enn væri ekki kominn til Alsír nema lítill hluti þess, er safnazt hefði, en allt hefði féð hingað til verið notað til kaupa á matar- birgðum og væri þeim úthlutað í sérstökum matargjafastöðvum, er nýlega hefðu verið reistar. Einnig minntist dr. Jón sér- staklega á það, hve margir skól- ar hefðu gefið myndarlegar upp- hæðir til söfnunarinnar nú fyrir jólin. Þá hefði sér og borizt bréf frá sóknarprestinum í Súðavík, séra Bernharði Guðmundssyni, ásamt kr. 4105,00. Skrifaði séra Bernharður, að þessu fé hefðu einkum safnað börn og unglingar í frystihúsunum með því að gefa vinnu sína og auk þess hefðu börnin í þorpinu haldið skemmt- anir, teiknað jólakort, safnað flöskum og jafnvel gengið í sæl- gætisbindindi til þess að geta komið börnunum í Alsír til hjálpar. Að lokum gat dr. Jón um þann vísi, er myndazt hefði að Hjálparsjóði Rauða krossins. Með sjóði þessum væri ætlunin, að geta veitt skjóta hjálp er voða bæri að höndum hér á landi, eða stórslys eða aðrar hörmungar dyndu yfir erlendis. Bæri þá að veita fé úr sjóðnum strax er á þyrfti að halda, en framlögum í hann væri alltaf veitt stöðug móttaka. Sagði dr. Jón, að slíkt tíðkaðizt mjög hjá deildum Rauða krossins erlendis, og væri það von sin, að bráðlega yrði sjóðurinn einnig orðinn hægilega stór hér á landi til þess, að hann gæti komið til hjálpar, ef á þyrfti að halda. — 32 Rússar Framh. af bls. 1. ráðuneytis Sovétríkjanna komu til bandaríska sendiráðsins áttu þeir langar viðræður við sendi- herra Bandaríkjanna og sendi- ráðsfulltrúa. Hinir sovézku full- trúar sögðu, að enginn íbúi Sovétríkjanna væri ofsóttur vegna trúar sinnar og lofuðu þeir, að flóttafólkinu yrði ekkert mein gert. Þegar flóttafólkið var flutt út í bifreið rússneska utanríkisráðu neytisins, sem beið fyrir utan bandaríska sendiráðið, neitaði einn af mönnunum að yfirgefa sendiráðið og hrópaði: — Við krefjumst þess að þið, sem trúið á Guð og Jesús Krist ,hjálpið oikkur. Ungur maður, í hópnum brast í grát og hann hrópaði: — Við viljum vera hér. Þeir skjóta okk- ur. SIAKSII1NAR Stjórn og árferði Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein undir þessari fyrirsögn og ræðir þar stjórnarstefnuna og ástand íslenzkra efnahagsmála. Kemst blaðið m. a. að orði á þessa leið: „Eitt er mjög athyglisvert í þessum efnum. Núverandi stjórn hefur, eftir að árferðið batnaði, gert ráðstafanir til að þjóðin eyði ekki öllu jafnóðum, heldur leggi eitthvað fyrir til að mæta and- streymi og tryggja búskapinn betur en áður. Þetta hefur hún gert innanlands með því að hvetja til stóraukins sparifjár með vaxta- og fjármálapólitík sinni og um árangurinn verður ekki dei't. í öðru lagi hefur stjórnin safnað gjaldeyrisvara- sjóði, sem nú nemur um þúsund milljónum, og veitir þjóðinni ómetanlegan styrk og öryggi. Þessar ráðstafanir eru eitt það bezta og skynsamlegasta sem rík- isstjórnin hefur gert, en svo merkilega bregður við, að ein- mitt þetta ræðst stjórnarandstað- an mest á. Það hefur komið góð- æri fyrr, m. a. á stjórnartímum Framsóknarmanna, en þeir hafa aldrei séð ástæðu til að reka þjóð arbúskapinn á þennan skynsam- lega og ábyrga hátt. Það má þjóðin eiga víst, að komist Fram- sóknarmenn og kommúnistar til valda, mundu þeir fljótlega eyði- leggja þennan árangur og er það ærin ástæða til að halda þeim ábyrgðarlausum enn um sinn“. Sýður á keipum undir kosningar Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, minntist í áramóta- ávarpi sínu m. a. á aiþingiskosn- ingar þær, sem fyrir dyrum standa á þessu ári. Komst for- setinn þá m. a. að orði á þessa leið: .Þinghelgin er mikil og rik og þó stendur jafnan nokkur styr um störf Alþingis. Er það að vonum um þá stofnun, sem sker úr um helztu hagsmuna- og hug- sjónamál þjóðarinnar. Nú standa kosningar fyrir dyrum um næstu sólstöður á sumri og mun sú bar- átta að sjálfsögðu setja sinn blæ á þjóðlífið á næstu misserum hækkandi sólar. Enginn fárast um það þó að sjóði á keipum undir kosningar. Kosningar eru kapp- sigling og áróður. Það er hinn sífelldi stormbelgingur heillangt kjörtímabilið, sem er þreytandi fyrir þjóðina og mætti vafalaust spara á þeim lið ríflega, frá því sem verið hefur um langt skeið. En hvað sem því líður, þá ósk- um vér öll, að komandi kosning- ar verði þjóðinni til heilla, og sú stjórn sem þar eftir fer með völd, megi sem bezt njóta sín, og þjóð- in hennar“. Hafrekið sprek á annarlegri strönd Hannibal Valdimarsson hefur verið kallaður „hafrekið sprek á annarlegri strönd“, síðan hann gerðist handbendi Moskukomm- únista á íslandi. Þegar hann var í Alþýðuflokknum þóttist hann vera mikill og einlægur lýðræð- issinni og átti ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á kommúnistum. Svo gerist það að hann er kosinn formaður Al- þýðuflokksins en fellur skömmu síðar í kjördæmi því, sem lengst- um hafði verið höfuðvígi Alþýðu- flokksins á íslandi. Þá hleypur Hannibal yfir á fjörur kommún- ista og lætur þá elta sig eins og hrátt skinn og nota sig til hvers konar óþurftarverka. Síðasta af- rek þessa ólukkufugls er flutn- ingur rótlausra ósanninda um ís- land og islenzku þjóðina í er- lendu blaði. Þar er því haldið fram, að allt gangi á trófótum í íslenzku efnahagslífi, allur al- menningur búi við sívernandi lífskjör og ríkisstjórnin beiti þjóð ina harðræði og ofbeldi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.