Morgunblaðið - 04.01.1963, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. janúar 1963
Páll Líndal, skriístofustjóri borgarstjórcu
Samband var haft við
forráðamenn V.R.
Mótmæli félagsins gegn tillögum um
lokunartima eru byggð á röngum
forsendum
Komið heim til Eyjts
„Félagið mótmælir eindregið...“
Það eru ekki fáar fundarsam-
þy.kktir, sem maður hefur séð
á liðnium árum og hefjast á þess-
um orðum. Nú er það Verzlun-
armannafélag Reykjavíkur, sem
hefur orðið.
Flestum lesendum blaðsins
munu að meira eða minna leyti
kunnar þær tillögur, sem við Sig
urður Magnússon höfum samið
um afgreiðslutíma verzlana í
Reykjavík, en tillögur þessar
voru samdar að ósk borgarráðs
Reykjavíkur, og voru þær lagðar
þar fram á fundi 4. des. s.l. Þá
var ákveðið að biðja um umsögn
ýmissa aðila, m.a. Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. Við-
brögð félagsins eru nú kunn orð-
in: „Félagið mótmælir eindreg-
ið , .
Mörg sjónarmið koma til greina.
Um efni þessara tillagna má
að sjálfsögðu deila endalaust, en
eitt er þó víst, að ekki munum
við Sigurður mælast undan því,
að tillögurnar verði gagnrýndar
efnislega, enda gengið út frá því
við samningu þeirra, að ýmsir
fengju þær til umsagnar. Hefur
okkur aldrei dottið í hug annað
en ýmsar athugasemdir kæmu
fram, bæði frá þeim, sem bein-
línis hafa fengið tiilögurnar
sendar, og þá ekki síður frá al-
menningi, sem sannarlega á
ré'tt á að láta til sín heyra um
þetta mál. Okkur er alveg ósárt
um það, þó að tillögunum verði
breytt á einhvern veg, sem heppi
legri verður talinn. Við verðum
líka að una því, að þær verði
skv. efnislegri gagnrýni, taldar
ónothæfar og þar með lakari en
núverandi skipun þessara mála.
Aðalatriðið er það, að við höf-
um gert tillögur, sem við teljum
að séu til bóta frá því, sem nú
er; hafi það mistekizt, þá verður
að fá svart á hvítu í hverju það
sé fólgið, og við reynum að gera
betur, nema öðrum verði fadið
það verk.
llæpin vinnubrögð.
Það er aftur annað mál, og því
er erfitt að una, að stór félags-
samtök eins og V.R. geri ályiktan-
ir um tillögurnar og sendi þær
frá sér með alls konar órök-
studdum fullyrðingum, þegar auk
þess er haft í huga, áð ályktan-
irnar eru að verulegu leyti mót-
aðar af röngum forsendum. Lát-
um vera, þó að einstakir menn,
maelskir og gamansamir, reyni
að snúa út úr tillöigunum á
fundi. Gamansemin er vel þegin
í svartasta Skammdeginu.
Það er aftur ámælisvert, svo
að ekki sé meira sagt, þeg-
ar ályktanir eru að verulegu
leyti fengnar fram með mjög
vafasömum málflutningi, svo
sem virðist þessu sinni.
Rangar forsendur.
Fundarsamþykkt V. R. ber
með sér, að tillögunum er vísað
á bug — ekki af því, að þær séu
óthæfar í sjálfu sér (fyrir því eru
a.m.k. engin rök færð í „frétta-
tilfcynningu" V.R.) — heldur af
formsástæðum, sem sagt þeim, að
V.R. hafi ekfci fengið að fylgjast
með undirbúningi málsins. En
þetta er rangt. Þessar ávítur eru
tilefnislausar með öllu og út í
hött, þvi að ég ræddi mál þetta
við forráðamenn V.R. um miðj-
an nóvembermánuð oftar en einu
sinni, m.a. einu sinni með borg-
arstjóra. Þá höfðu þeir haft
drög að tillögunum undir
höndum nokkra daga, ekiki vil
ég fullyrða hve marga. Á fund-
inum með borgarstjóra var sér-
staklega eftr því gengið, hvort
forráðaménn félagsins hefðu at-
hugasemdir að gera og þá hverj-
ar. Að beiðni þeirra var frestað
að leggja tillögurnar fram, um
tvær vikur. Forráðamenn V.R.
báðu að vísu um lengri frest, en
með því að svo til engar tillögur
til efnisbreytinga komu fram
eða voru boðaðar, þótti ekki
annað fært en leggja þær fram,
enda var þá farið að gera efni
tillagnanna að blaðamáli.
Nánar um undirbúning tillagn-
anna.
Ég hef alltaf litið svo á, að
efnið væri aðalatriði tillagnanna,
en ekki það, hvernig þær hafa
orðið til, en þar sem það virð-
ist nú í huigum sumra orðið aðal
atriðið, kemst ég ekki hjá að
rekja það í örstuttu máli.
Þar er til máls að taika, að í
febrúarmánuði s.l. bárust borgar
ráði frá Kaupmannasamtöfcum
íslands drög að reglum um af-
greiðslutíma sölubúða. Rorgar-
ráð fó'l mér í framhaldi af því |
að ræða við samtökin, og var
til þess ætlazt, að samdar yrðu
tillögur að nýjum reglum um
mál þetta í heild, enda gildandi
reglur brotakenndar í meira
lagi. Samtökin tilnefndu Si'gurð
Maghússon til viðræðna um mál-
ið. Tíminn í sumar reynd-
ist ódrjúgur til þessara starfa, en
í haust var málið tekið til með-
ferðar að nýju, hafði ég þá átt
þess kost að kynna mér nokkuð
reglur nágrannalanda um þessi
efni, og var m.a. eftir því beðið.
Það kom fljótlega í ljós, að
okfcur sýndist ekki alltaf
hið sama, en töldum þó
hyggilegra að reyna að ná
samkomulagi en skila tvenns
konar tillögum, þar sem hvort
tveggja var, að okkur greindi
ekki á um meginatriði, og eins
hitt, að við höfðum báðir að-
stöðu til að koma á framfæri
sérsjónarmiðum okkar við borg-
arráð. — Þegar þetta langt var
komið var það næst að
móta hugmyndirnar í reglu-
gerðarform. Þá gátum við
fyrst farið að ræða við aðra
aðila, en þar var V.R. efst á
blaði. Forráðamenn V.R. fengu
þá sem trúnaðarmál drög okkar,
og var þess sérstaklega óskað,
að bent yrð á efnisatriði, sem
þeir teldu betur mega fara. Þetta
var síðan áréttað á fundinum
með borgarstjóra, sem áður seg-
ir. Óformllegt samband var síð-
an haft við fleiri aðila, sem mál-
ið skiptir sérstaklega. Kemur
þetta fram í greinargerð okkar
Sigurðar, þótt ekki séu nefnd
nöfn.
Á fundinum með borgarstjóra
var af hálfu forráðamanna V.R.
minnzt á eitt atriði í tillögunum,
sem talið var að haga maetti á
annan veg. Það var um fram-
kvæmd þeirrar hugmyndar að
hafa svokallaðar hverfisverzlan-
ir opnar til kl. 22.00. Annað kom
þá ekki fram, svo að ég minnist,
varðandi tiilögurnar sjálfar. Hins
vegar töldu þeir vissa ert'iðleifca
almennt á því að fá verzlunar-
fólk til fylgis við tillögur, er
hefðu að geyma ákvæði um
lengdan afgreiðslutíma, en bent
var á, að tillögurnar segðu ekk-
ert um vinnutíma verzlunar-
fólfcs. Afgreiðslutími og vinnu-
tími þurfa ekki að fara saman.
V.R. hefur nú þegar samið við
verzlunarfólfc, sem vinnur á
kvöldsölustöðum til kl. 23.30.
Virðist ekki óeðlilegt að hafa
hliðsjón af slíkum samningum,
ef horfið yrði að því ráði að
breyta fyrirkomulagi í það horf,
sem tillögurnar gera ráð fyrir.
Átti að hafa annan hátt á?
Sú spurning kemur vissulega
til álita, að mátt hefði hafa ann-
an hátt á vegna tillits til V.R.
Það hefði þá getað verið á þann
hátt, að við Sigurður vísuðum
tillögum okfcar formlega ti'l V.R.
Það hefði að minni hyggju ver-
ið alramgt. Þetta verk var unnið
að beiðni borgarráðs. Rorgarráðs
menn eiga að sjálfsögðu rétt á
að fá fyrstir til meðferðar til-
lögur, sem þeir fela starfsmönn-
um borgarinnar að semja. Það
væri í meira lagi einkennileg
vinnubrögð, ef allir, sem teldu
sig þetta mál skipta, ættu að fá
það til formlegrar umsagnar, áð-
ur en það væri lagt fyrir borgar-
ráð. Ekki stóð heldur á því, að
V.R. fengi tillögurnar. Ég ætla,
að þær hafi borizt félaginu til
umsagnar næsta dag. Nú virðist
„umsögn“ félagsins liggja fyrir,
ef hægt er að nota slíkt orð um
plaggið, sem V.R. lætur birta.
V.R. verður að taka efnislega
stöðu til málsins. *
Það er erfitt að skilja, hvaða
ástæður liggja til þess, að for-
ráðamenn V.R. láta frá sér fara
plagg á borð við umrædda „frétta
tilkynningu“ og ýmsar yfirlýs-
ingar í svipuðum anda í blöðum
um mál þetta nú undanfarið.
Ekki get ég séð, að nokkur á-
stæða geti verið til þess að segja
frá undirbúningi málsins eins og
gert hefur verið. Hvaða ástæður
liggja tiil þess, að forráðamenn
V.R., sem telja sig reiðubúna „til
sanngjarnra viðræðna" um mál-
ið nota þann vettvang, sem þeir
hafa á félagsfundi, til að rang-
túlka stórlega efni tillagnanna,
eins og fram kemur í umræddri
tilkynningu?
Þá er það ekki síður íhugunar
efni, hvernig viðbrögðin eru,
þegar haft er í huga, að tillögur
okkar Sigurðar eru aðeins um-
ræðugrundvöllur. Ef tillögurnar
eru eins fráleitar og þeir vilja
vera láta, af hverju er þá ekki
hægt að gagnrýna þær efnislega
í stað þess að grípa til fullyrð-
inga eins og þeirra, að vinnu-
dagur verzlunarfólks hljóti að
lengjast ef tillögurnar verða sam
þykktar? Um slíkt stendur alls
ekki neitt í tillögunum. V.R. virð
ist byggja sína afstöðu á því, að
afgreiðslutími verzlana og vinnu
tíma einstafclinga sé hinn sami.
Ekki er nú gert ráð fyrir mdfc-
illi dómgreind fólks, ef lesa á
þetta út úr tillögunum.
Ekki er hægt að líta á fundar-
ályktun V.R. sem efnislega um-
sögn um málið. Eftir sem áður
hlýtur það að vera skylda fé-
lagsins að fjalla um tillögurnar-
efnislega, og er ég ekki í nofckr-
um vafa um það, að allar tillög-
ur félagsins um breytingar verða
athugaðar af fullum skilningi.
Mér er það mjög fjarri skapi
að vilja standa í jagi í blöðum
við forráðamenn V.R., sem ég
hef fram til þessa ekfcert átt
nema gott við, en eins og ég
benti á hér í upphafi, þá er
ástæðulaust að una, að mál séu
rangtúlkuð svo sem hér hefur
gert verið.
Fyrir síðustu borgarstjórafcosn
ingarnar varð mönnum fátt tíð-
í VESTMANNAEYJUM kvaddi
gamla árið með einum mesta síld
ardegi, a. m. k. á þessu síldar-
úthaldi, sem þekkist í Eyjum. Þá
komu 14 bátar inn með góðan
afla. Myndin hér að ofan er af
Ófeigi II. frá Vestmannaeyjum,
sem inn kom með 1100 tunnur,
enda sést það á myndinni, að
báturinn er vel hlaðinn. Aðrir.
AÐALFUNDUR Félags fslend-
inga í London var haldinn 1. des.
1962 í húsakynnum „The Danish
CIub“ við Knightsbridge. Um 70
félagar og gestir voru mættir.
Formaður félagsins, Jóhann
Sigurðsson. setti fundinn. Karl
Strand var kjörinn fundarstjóri
og Ragnar B. Guðmundsson fund
arritari.
Formaður flutti skýrslu sína
um starfsemi félagsins á árinu.
Haldnir voru 5 skemmtifundir
og voru alls mættir á þeim fund-
um 526 félagar og gestir. For-
maður kvað þetta hafa verið
fjölmennustu skemmtifundi, sem
haldnir hefðu verið síðan félagið
tók til starfa fyrir tæpum 2. ár-
um. Hann þakkaði öllum þeim,
sem aðstoðað höfðu við happ-
drætti það, sem félagið hélt á
árinu, og þá einkum þeim, sem
gáfu vinningana; þ.e.a.s. Loft-
leiðum, Flugfélagi íslands og
Norðurleiðum. Einnig þakkaði
hann stjórn „The Danish Club“
fyrir að hafa boðið félagsmönn-
um ákveðin afnot af húsakynn-
um klúbbsins. Formaður bar
fundinum kveðju Björns Björns-
sonar, sem gat ekki verið við-
staddur. Björn hefur undanfar-
in ár verið ritari félagsins. en
baðst nú eindregið undan endur-
kosningu. Að lokum þakkaði for-
maður fráfarandi stjórn sam-
starfið á liðnu ári.
Gjaldkeri félagsins, Hjalti Ein-
arsson, tók næst til máls. Hann
kvað fjárhag félagsins góðan,
einkum vegna góðrar aðsóknar
að skemmtifundum og hagnaðar
af happdrættinu. Alls var hagn-
aður af starfsemi félagsins
ræddara en, hversu afleitar regl-
ur um afgreiðslutíma verzlana
væru. Það er kannske koimið á
daginn, að þær séu ágætar, engu
þurfi að breyta? Við lifum að
þessu leyti í „bezta heimi allra
heima.“ Ég er þó smeykur um,
að ýmsir telji breytinga þörf, og
það er trú mín, að félagar V.R.
átti sig með hækikandi sól og
fáiist til heilbrigðrar samvinnu
um tilílögur, er orðið geta til um-
bóta, tillögur þar sem samræmd-
ir eru hagsmunir þeirra, sem að
vörudreifingu vinna, kaupmanna
og verzlunarfólks, og neytend-
anna, sem eru allur almenning-
ur hér í borg og svo almennir
þjóðfélagshagsmunir.
sem fengu yfir 1000 tunnur, voru:
Leo með 1100, Árni Geir með
11—1200, Meta VE og Halkíon
VE með 1200 hvor, Kristbjörg
með 1400 og Hringver með
14—1500. — Landað var við tvo
krana til kl. 16 á gamlársdag, en
sumir lönduðu á eigin spýtur, til
þess að ná sem fyrst út aftur.
(Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónasson).
£220-10-11. Gjaldkeri tók undir
þakkir formanns til þe-irra, sem
veitt höfðu félaginu stuðning í
sambandi við happdrættishaldið.
Engar athugasemdir komu
fram við skýrslu formanns og
gjaldkera.
Fundarstjóri, fyrir hönd félags
manna, þakkaði fráfarandi stjórn
vel unnin störf á árinu.
Þá fór fram kosning stjórnar
fyrir næsta starfsár. Eftirfarandi
voru kosnir: Formaður: Jóhann
Sigurðsson. Ritari: Sigurður
Markússon. Gjaldkeri: Hjalti
Einarsson. Meðstjórnendur. Elin-
borg Ferrier og Ragnar B. Guð-
mundsson. Endurskoðendur voru
kosnir þeir Eiríkur Benedikz og
Karl Strand.
Formaður tilkynnti að vegna
væntanlegrar brottfarar Hjalta
Einarssonar vildi hann tilnefna
Ray Mountain sem varamann
Hjalta. Var þetta smþykkt af
fundarmönnum.
Að aðalfundarstörfum lokn-
um var sezt til snæðings og síðan
dansað til miðnættis.
Margir með
tannverk um
hátíðarnar
Tannlæknafélag íslandis gekkst
fyrir því í tilraunaskyni nú urn
hátíðarnar að hafa tannilækna-
vakt, tvo tíma á dag. Aðsókn
varð miklu meiri en nokkur
hafði átt von á, svo að tannlækn-
arnir höfðu varla við að lina
kvalir fólfcs með nístandi tann-
verk. Á aðfangadag leituðu yfir
20 manns til tannlæfcnavaktar-
innar, á jóladag 17, á annan jóla
dag 18, sunnudaginn 30. des. 9,
gamilársdag 19 og á nýjánsdag 9.
Alls þurftu 96 manns á tann-
læknishjálp að halda þessa daga.
London 2. jan. (NTB)
Utanríkisráðherra V.-Þýzka
lands Gerhard Sohröder er
væntanlegur til London 7. jan.
n.k. til viðræðna við utanríkis
ráðherra Breta, Home lávarð
og Edward Heath, ráðherrann
sem hefur með höndum við-
ræður við fulltrúa Efnahags-
bandalagsins af hálfu Breta,
Fullveldisfagnaður og
aðalfundur Félags Is-
lendinga í Lundúnum