Morgunblaðið - 04.01.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 04.01.1963, Síða 23
Föstudagur 4. Janóar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 IMorðmenn skila EBE áliti varðandi fiskveiðar Fiskveiðiráðstefnan sennilega 1 byrjun feb. Briissel, 3. jan. (NTB) — Norðmenn munu innan skamms afhenda fulltrúum Evrópu svör við spurningum, sem ráðherra- nefnd bandalagsins í Brussel lagði fyrir þá í haust í sambandi við fiskveiðar og hinar sérstöku óskir Norðmanna á því sviði. Munu svör Norðmanna hafa borizt EBE áður en fyrirhuguð fiskveiðiráðstefna bandalagsins hefst og verða þau lögð fram á ráðstefnunni. Ekki hefur enn ver ið ákveðið hvar eða hvenær fisk veiðiráðstefnan verður haldin, en talið er að það verði í byrjun febrúar n.k. Einnig er óákveðið hvort Norðmenn, Danir og Bretar fái að hafa áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni. Eins og kunnugt er fór Har- vard Lange utanríkisráðherra Noregs til Brússel í nóvember sl. til viðræðna við ráðherranefnd EBE. Er hann hélt heimleiðis hafði hann meðferðis spurninga- lista og varða spurningarnar sér staikar óskir Norðmanna á ýmsum sviðum, ef þeir gerast aðilar að bandalaginu. Síðan hafa norskir embættismenn unnið að því að svara þessum spurningum og er nú nær lokið að svara spurning um um fiskveiðimál og verða svör in send EBE innan skamms. Svör við öðrum spurningum t.d. um landbúnaðarmál verða ekki tilbúin fyrr en síðar og verða þau send EBE jafnóðum. Harður árekstur strætis- þarf nú þegar að ráða unglinga eða eldra fólk, til þess að bera Morgun- blaðið til kaupenda í þessi hverfi íborginni: í austurbænum Freyjugötu — Óðinsgötu — Skeggjagötu og Flókagötu — Laugaveg innanverðann milli 105 og 177 — Laufásveg — Fjólugötu — Skólavörðustíg. í úthverfum Laugarásvegur — Hjallavegur — Ilerskálakampur. I í miðbænum og vesturbænum Aðalstræti — Hagamelur — Hávallagata. vagns og olíubifrelðar JHtfttUtnMafrÍfr TVTvTTD K T3T7»xrc?rnTTr> 1-1 fAllr? PQIYI I I Sími 22480. HARÐUR ÁREKSTUR varð kl. 14,12 í gærdag á gatnamótum Ægisgötu og Öldugötu. í>ar rák ust saman strætisvagn og olíu- flutningabifreið. Strætisvagninum, Sólvellir, var ekið austur Öldugötu, en olíu bifreiðin kom norður Ægisgötu. Á gatnamótunum lenti olíubif reiðin harkalega á hægra fram- hjóli strætisvagnsins, sem kast aðist til við áreksturinn og dró olíubifreiðina með sér. Strætisvagninn var fullur af fólki. Fjórar eldri konur, sem | sátu framanlega í vagninum, slösuðust er þær köstuðust til. Þær voru fluttar í Slysavarðstof I una, en meiðsli þeirra voru ekki | alvarleg. Olíubifreiðin, sem er frá Shell, skemmdist mjög mikið að fram- an. Bifreiðin var nýkomin af I verkstæði og virðist sem hemlar hennar hafi verið í ólagi, för l voru aðeins eftir framhjól. Strætisvagninn skemmdist | einnig mikið á hliðinni. Frokkor teijn ekki tímubært að svara tilboðinu um Polaris París, 3. janúar (NTB) — De Gaulle, Frakklandsforseti, hef ur sent Kennedy, Bandaríkjafor- seta, orðsendingu vegna tilboðs hans um að afhenda Frökkum eldflaugar af gerðinni Polaris. — Efni orðsendingarinnar hefur ekki verið kunngjört, en haft er eftir áreiðanlegum heimiidum, að de Gaulle hafi hvorki tekið tilboðinu né neitað því. Tilboð Bandaríkjamanna um Polaris-eldflaugar var til um- ræðu í franska þinginu í dag og þar sagði Alain Peyrefitte, upp- íýsingamálaráðherra Frakka, að franska stjórnin hefði skýrt stjórn Bandaríkjanna frá því, að Frakkar myndu halda áfram, að vinna að kjarnorkurannsóknum upp á eigin spýtur, og byggja varnir sínar á eigin kjarnorku- vopnum. Teldi franska stjórnin ekki áríð andi að svara tilboði Bandaríkj- anna í náinni framtíð. Sendiherra Frakka í Washing- ton, Herve Alphand, afhenti Kennedy Bandaríkjaforseta, orð- sendingu de Gaulles. Síðár ræddi hann við Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og að þeim viðræðum loknum sagði hann að tilboð Bandaríkjamanna um að afhenda Frökkum Polaris eldflaugar skapaði mjög flókið vandamál, sem án efa yrði rætt mikið og lengi bæði £ Paris og Washington. opinn kvöld helena finnur og atlantic Morgunblaðið s Hafnarfirði Duglegir krakkar eða -unglingar óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda í ýms- um hverfum bæjarins. Afgr. Hiorgiunblaðsins Arnarhrauni 14, sími 50374. Mynda flokkarnir 4, sem viíja aðskilnað við Dani, stjórn í Færeyjum? Einkaskeyti til Mbl. frá Fær- eyjum 3. jan. EINS og kunnugt er fóru þing- kosningar fram í Færeyjum í nóvember sl., en stjórnarmynd- un hefur enn ekki tekizt. Flokk- arnir fjórir, sem vilja aðskilnað við Dani: Þjóðveldisflokkurinn, Fólkaflokkurinn, Sjálfstjómar- flokkurinn og Framfaraflokkur- inn hafa átt langar viðræður um stjómarsamstarf og komið sér saman um stefnuskrá. Eina þrætu eplið er hver eigi að gegna em- bætti lögmanns. Gert er ráð fyrir að í kvöld verði ljóst hvort samkomulag næst. Ef slitnar upp úr viðræðun- um er gert ráð fyrir að Jafn- aðarmenn, Þjóðveldisflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn hefji viðræður um stjórnarmyndiun. Flokkarnir fjórir, sem rætt Washington, 3. jan. — (NTB — AP) — Sjónvarpsgervihnötturinn „Telstar“ hætti að að taka á móti sendingum 23. des. sl. og er talið að geimgeislar hafi valdið bilun á honum. Nú hefur tekizt að gera við bilunina og í dag tók hnöttur- inn á móti sendingum og sendi frá sér aftur. hafa stjórnarmyndun hafa sam- tals 15 þingsæti af 29, en Jafn- aðarmenn, Þjóðveldisflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn hafa samtals 16 þingmenn. Á siðasta kjörtimabiili sat sam- steypustjórn Jafnaðarmanna, Sambandisflokksins og Sjálfstjórn arflokksins við völd. - Arge. Útlánsvextir í Englandi lækkaðir London, 3. janúar (NTB) — Englandsbanki lækkaði í dag út- lánsvexti úr 414% í 4%. Er þetta sjötta vaxtalækkunin frá því i júlí 1961, en þá voru útlánsvextir 7%. - XXX -- Talsmaður Englandsbanka sagði, að vaxtalækkunin hefði verið framkvæmd vegna ástands- ins í efnahagsmálum landsins og sagði, að ráðgert væri að lækka útlánsvexti enn meir innan skamms. Brezka stjórnin vonar, að lækk un útlánsvaxta og lækkun á söluskatti á ýmsum neyzluvörum verði til þess að auka eftirspurn ina. Er þetta liður í baráttunni gegn auknu atvinnuleysi. Áttadagsgleðin STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands gekkst fyrir áttadagsgleði í Háskólabíói á nýársnótt, og fór fagnaðurinn hið bezta fram líkt og í fyrra. Þar flutti prófessor Guðmundur Thoroddsen áramóta ávarp, Ævar Kvaran og Kristinn Hallsson sungu glunta. Þá var fjöldasöngur og dans stiginn til kl. 4 um morguninn. Lék hljóm sveit Björns R. Einarssonar fyrir dansi. Eyjólfur Jónsson, lögreglumað ur, sem var við löggæzlu á staðn um tjáði Mbl. í gær að allt hefði farið mjög vel fram í Háskóla- bíói. Gestir hefðu verið um 600 og hann einn við löggæzlu en allt hefði farið fram snurðu- og árekstralaust. „Eg tel þessa átta dagsgleði hafa verið stúdentum ;il mikils sóma“, sagði Eyjólfur. Freðsíld skipað út á Akranesi Akranesi, 3. janúar. VATNAJ ÖKULL lestar á ann- að hundrað tonn af ýmsum fisk- tegundum, kola o. s. frv., á Bretlands- og Hollands-markaði. Langjökull lestaði í gær og í dag á níunda hundrað tonn af freðsíld. Þar af voru 524 tonn frá Haraldi Böðvarssyni & Co. Búið var að hraðfrysta hjá HB & Co. til áramóta yíir 1700 tonn, þ e. yfir 17000 tunnur, frá því að ihaustsíldveiði hófst. — Oddur. Þessa mynd tók Kristján Sæmundsson á gamlárs kvöld. Var hann með myndavél sína á Austur- brún. Myndatakan stóð í um 8 min. Myndin var tekin á 21 din filmu með ljósopi 4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.