Morgunblaðið - 11.01.1963, Page 1
24 sidur
50. árgangur
8. tbl. — Föstudagur 11. janúar 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
lATA-fundinum lokið:
ælti meö
fargjöldum
til að keppa við Loftleiðir
París, 10 jan. — Einkaskeyti til Mbl. frá E. Pá og AP.
FTTNDI Alþjóðasamba-itLs flugfélaga, IAXA, lauk í París í nótt, og
var fréttatilkynning um niðurstóður fundarins gefin út í morgun.
Far segir m. a. að fulltrúar 16 flugfélaga hafi mælt samhljóða með
því að SAS fái að hefja flugferðir yfir Norður Atlanthaf með flug-
vélum af gerðinni DC—7C með lækkuðum fargjöldum í sam-
keppni við Loftleiðir. Tillaga þess efnis verður nú lögð fyrir öll
aðildarfélög IATA, sem eru um 90, og á atkvæðagreiðslu um til-
löguna að vera lokið 31. þessa mánaðar.
Samþykkt var að birta ekki tillögur fundarins fyr en atkvæða-
greiðslu væri lokið, en ef tillagan um lækkuð fargjöld SAS á
að ná fram að ganga þarf til samþykki allra aðildarfélaga IATA,
og auk þess samþykki viðkomandi ríkisstjórna.
Parísarfundurinn stóð í þrjá daga, en til hans var boðað sam-
kvæmt sérstakri ósk SAS að sögn AP fréttastofunnar (þótt tals-
maður SAS beri á móti því í viðtali við fréttamann Mbl., Elínu
Pálmadóttur, sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu).
í tilefni þess að fundi IATA er þó verið einróma samþykkt að
kkuðum
lokið, var boðað til blaðamanna-
fundar í París í dag, og mætti
þar Don Reynolds, einn af
aðstoðar framikvæmdastjórum
IATA. Reynolds varðist allra
frétta um viðræðumar, en sagði
að flest aðildarfélaganna mundu
greiða atkvæði um fargjalda-
lækkunina með bréfum eða sím-
skeytum til skrifstofu IATA í
New York. Sagði hann að skipt-
ar skoðanir hafi verið um ósk
SAS um fargjaldalækkun, en
eftir þriggja daga umræður hafi
Verkfalli fiski-
manna 1 Noregi
lokið
Osló, 9. jan. (NTB).
f DAG lauk verkfalli sjómanna
á fiskiskipum í Noregi, eftir að
samningar höfðu náðst miili sjó-
mannafélaganna og ríkisins.
Þessir samningar gilda þó aðeins
til 1. maí n.k., en þangað til
verður unnið að endanlegum
samningum og þau kjör, sem þá
verður samið um, fá sjómenn
frá og með 1. jan. s.L, en þá
hófst verkfallið.
I’etta er fyrsta allsherjarverk-
fall fiskimanna, sem skollið hefur
á í Noregi. Tóku þátt í því 28
þús. félagsbundnir fiskimenn og
nutu þeir stuðning þúsunda ófé-
lagsbundinna fiskimanna.
mæla með henni.
Reynolds kvaðst ekkert vita
um Loftleiðamálið. Aðspurður
hvort óskað hafi verið eftir því
að Loftleiðir gengju í IATA, svar
aði hann að allir meðlimir Al-
þjóðaflugmálastofunar Samein-
uðu þjóðanna hefðu rétt á inn-
töku í IATA, og æskilegt væri að
allir gerðust aðilar. Ekki sagðist
Reynolds vita til þess að SAS eða
önnur félög hefðu hótað að segja
sig úr IATA, ef fargjaldalækk-
unin fæst ekki staðfest.
NTB fréttastofan norska skýr-
ir frá því að ólíklegt sé að nokk-
urt aðildarfélag IATA greiði at
kvæði gegn samþykkt Parísar-
fundarins varðandi fargjalda-
lækkun með öðrum flugvélum en
þotum, þar sem eitt einasta mót
atkvæði nægir til að koma af
stað fargjaldastríði. Telur frétta-
stofan að SAS . 1.1 upp sömu far
gjöld og Loftleiðir, sem eru
20—30% lægri en fargjöld IATA.
greiða atkvæði um fargjaldahækk
Tshombe forseti Katanga sést hann gangandi ú leið til
kom til EÍisabethviIle frá forsetabústaðarins, umkringd
Kolwesi s.l. þriðjudag. Hér ur lögregluvörðum.
Bretar vilja taka upp Loft-
leiðagjöld yfir Atlantshaf
París, 10. jan. Frá E. Pá.
STÓRBLAÐIÐ Le Monde segir
frá því í dag, að BOAC hafi
mikinn áfhuga á fargjaldaumræð
unum hjá IATA og eina flugfé-
lagið, sem ekki hafi verið á
móti ósk SAS um lækkuð far-
gjöld. Hafi félagið verið fylgj-
andi kröfu SAS frá upphafi. Á-
hugi þeirra sprettur af farþega-
Tshombe í fylkingarbrjdsti
fyrir herliði SÞ
Fyrirskipar mönnum sínum að
hætta að skjóta
Elisabethville og New York,
10. jan. (NTB).
MOISE Tshombe forseti Katanga
hefur lýst því yfir að hann sé
fallinn frá eyðileggingarstefnu
sinni og muni á allan hátt að-
stoða Sameinuðu þjóðirnar við að
koma á friði í héraðinu. Fór
Tshombe í dag ásamt foringjum
úr liði SÞ og lögreglumönnum
Kongóstjórnar til borgarinnar
Sakania við landamæri Rhodesíu,
og skoraði á þá Katangamenn,
sem á leið þeirra voru, að skjóta
Fjöldi húsdýra frýs í hel
London, 10, jan. (NTB).
ÁFRAMHALDANDI kuldar eru
um alla Evrópu, og veðurspáin
í dag gefur enga von um batn-
andi veður. Ekki bætir það úr
skák í Suðvestur Englandi, að
þar komst vindhraðinn í dag
upp í llo kílómetra á klukku-
stund. Frá Dartmoor háslétt-
unni í Devonshire bárust þær
fregnir í dag að þar hefðu um
200 fjár verið grafin helfrosin
úr fönn, og er óttazt að fjöldi
annarra dýra hafi hlotið sömu
örlög.
Dokið er við að ryðja flesta
vegl í Bretlandi, en nokkrir veg-
ir í Hálöndunum og í afskekkt-
um sveitum eru enn ófærir.
Sjórinn umhverfis Danmörku
er ísi lagður og hafa ísibrjótar
ekki undan að halda opnum sigl-
ingaleiðum. Mikill fjöldi sjó-
fugla hefur farizt í ísnum, og
í dag voru sendar flugvélar með
mat handa fuglum á Limafirði
við Danmörku og við Hollands-
strendur.
í Hollandi er verkfræðinga-
deild hersins reiðubúin að
sprengja ís, sem safnazt hefur
við brúna yfir Haringvliet-fló-
ann við ósa Maasfljótsins. Brú
þessi er 450 metra löng, og er
óttazt að ísinn geti valdið
skemmdum á henni. Við strend-
ur Hollands er sjór allur ísi-
lagður, Og erfitt að koma vist-
um til eygjaskeggja, sem þar
búa.
í frétt frá Austur Þýzkalandi
segir að snjór hafi fallið í Thúr-
ingen úr alheiðum himni. Þetta
er mjög sjaldgæft fyrirbrigði,
en orsakast af því að rakinn í
loftinu frýs og verður að ísnál-
um án þess að ský myndist.
ekki á hermenn SÞ.
Meðan á þessu gekk í Kat-
anga, tilkynnti stjórn Adoula í
Leopoldville að hún hafi óskað
eftir því að stjórnir Bretlands og
Belgíu kölluðu heim ræðismenn
sína í Elisabethville. En ræðis-
menn þessir beittu sér mjög fyrir
því að Tshombe kæmi til höfuð-
borgarinnar frá aðalstöðvum sín-
um í Kolwesi, og tæki upp samn-
inga um sameiningu Katanga og
Kongó.
Á svæðinu umhverfis Sakania
eru um 3.000 Katangahermenn.
Er vonazt til að þeir leggi niður
vopn samkvæmt áskorun Tshom
bes, og að SÞ taki borgina mót-
spyrnulaust í kvöld. Gætu þá við-
ræður Tshombe við Kongóstjórn
um sameingu landsins hafizt um
helgina. Hersveitir úr liði SÞ
fylgdu Tshombe eftir á ferð hans
til Sakania í dag, og náðu borg-
inni Mokambo, sem er mikil um-
ferðamiðstöð um 175 km. frá
Elisabethville, á sitt vald árekstra
laust.
í frönskum fréttum segir að
yfirmaður hers Katanga, Kiemba
ofursti hafi gefið sig á vald her-
liðs SÞ. Ekki fylgir það fréttinni
hvar þetta átti sér stað, en ef
rétt reynist, mun hann fljótlega
verða fluttur til Elisabethville.
BRETAR MÓTMÆLA
Justin Bomboko forseti Kongó
skýrði frá því á fundi með frétta
mönnum í dag að hann hefði
óskað eftir því að stjórnir Bret-
lands og Belgíu kölluðu heim
ræðismenn sina í Elisabethville.
Framh. á bls. 23
flutningum félagsins með Brit-
annia skrúfuþotum yfir Atlants-
haf. D’Esclercs, blaðafulltrúi
BOAC, sagði að þeir hefðu und-
anfarin sex ár haft Britannia-
vélar í ferðum yfir Atlantshafið
á 30 dollurum lægra fargjaldi en
með þotum.
Hann sagði að ekiki væri mikill
áhugi á' meginlandinu á þetta
lítið ódýrari fargjöldium, en fédag
ið hefur á sumrin þrjár ferðir
daglega með Boeing þotuim og
eina með Britannia skrúfuþot-
um. D’Esclers sagði, að ef nú
yrðu lækkuð fargjöld með DC-
7C vélum „væri það bara gott
fyrir okkur,“ því þá lœkkaði
BOAC fargjöld með Britannia
vélum niður í sama verð ag á-
kveðið yrði með DC-7C. Þá yrði
munurinn á fangjölduim BOAC
með þotum og skrúifuiþotum
meiri og mundi þá eftirspurain
að Ilkindium aukast.
AUGLÝSING FYRIR
LOFTLEIÐIR.
í gær birtist löng og mjög
vinsamileg grein í Le Monde um
Loftleiðir og allt málið, eftir
fréttamann blaðsins í Kaup-
mannaköfn, og þar er rakið al'lt
sem fram hefur komið áður í
Mongunblaðinu, ummæli Nilerts,
framkvæmdastjóra SAS, og Sir
Williams, framkvæmdastjóra
IATA. Kemur þar fram, að ís-
lenzfcu flugfélögin hafa 20—30%
lægri fargjöld en stóru flugfélög
in. Er greinin ölil afar mikil
auglýsing fyrir Loftleiðir, sem
er ekki mjög þekkt hér á megin
landinu.
Svo mikil leynd hefur hvflf
yfir fundi IATA hér í París, að
talsmenn samtakanna neituðu
jafnvel að gefa fréttastofu Reut
ens upplýsingar um það í dag,
hvort fundinum væri lokið,
tveimum tímum eftir að tilkynn-
inig hafði verið birt um það.
Á blaðamannafundinum í morg-
un í sambandi við fundalokin,
vissi meira að segja enginn um
það, að Nilert, framkvæmda-
stjóri SAS, hefði komið til París-