Morgunblaðið - 11.01.1963, Page 6
0
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. janúar 1963
G. Br. skrifar:
Áramútabréf
Aukin framleiðsla — IVfeiri
samgongubætur — Byggingar
og bjartsýni
ÞAÐ ER með öllu tilgangs-
laust að fara að rekja hér í smá-
atriðum annál ársins 1962. Árið
um kring bera blöð og útvarp
daglega fréttir af atburðunum
jafnóðum og þeir gerast.
í heild má segja, að þetta ný-
liðna ár hafi verið frekar erfitt
tovað tíðarfarið snertir. Veturinn
frá áramótum var frekar rysjótt-
ur og gjafafrekur, vorið kalt,
gróður kom seint og þurfti að
hafa fé á húsi fram á sauðburð.
Hey gáfust upp og fyrningar eng-
ar. Grasinu gekk illa að spretta,
'því að aldrei kom verulegur blý-
indakafli, svo að sláttur hófst með
seinna móti. Heyskapartíðin var
góð og nýting ágæt. Heyfengur-
inn varð þvi i minna lagi, en
'heyin munu reynast vel. Haustið
var slæmt og veturnáttabylurinn
mun lengi í minnum hafður, sem
eitt hið versta veður, sem komið
hefur á þeim árstíma. Ekki gerði
hann þó teljandi skaða og minni
en út leit fyrir í bili. Mjög fáir
munu hafa sett á nokkuð að ráði
af lömbum, enda er kúnum alltaf
að fjölga og það ört. Dilkar
reyndust ca 1 kg léttari heldur
en í fyrra. Verður það tilfinnan-
leg tekjurýrnun fyrir fjáreigend-
ur. Og nú bætast við kaup á fóð-
urbæti vegna minni heyfengs.
Samt virðast menn yfirleitt bjart
sýnir á framtíðina og margir
standa í stórframkvæmdum við
byggingar á hlöðum, fjósum og
öðrum útihúsum, enda er á því
mikil þörf með vaxandi mjólkur
framleiðslu.
Annirnar í sveitinni
„Ekki hélt ég það væri svona
mikið að gera á jólunum í sveit-
inni“, sagði ungur drengur úr
Reykjavík, sem var hér á næsta
bæ yfir hátíðarnar. Hann hafði
ekki gert sér grein fyrir því fyrr,
að það þarf að gegna skepnunum
mjólka o.s.frv. hvaða dag sem
er. Þar kemur hvorki frí eða frest
ur til greina.
En það er engu líkara en þetta
hafi einnig vafizt fyrir hinum
fullorðnu. A.m.k. er það svo, að
ekki er tekið tillit til allrar þess
arar óumflýjanlegu helgidags-
vinnu bóndans, þegar honum er
skammtað kaupið i verðlagning-
unni f>á er honum ætlað sama
kaup og meðaltekjur vinnandi
stétta við sjóinn, og enda þótt
margur vinni þar eftirvinnu, eru
þau störf aldrei jafn samfelld og
bindandi eins og sveitavinnan
hlýtur, eðli sínu samkvæmt, að
vera árið um kring.
Þetta er ein af ástæðunum —
ein aðalástæðan fyrir hinni öru
fólksfækkun í sveitunum, bæði
hér á landi og annars staðar
Þessu verður vart breytt nema
með stækkun búanna, að þau
stækki það mikið, að þau beri
2—3 menn í stað einyrkjaná.
Brýnasta viðfangsefni landbún-
aðarins, eins og nú horfir, er á-
reiðanlega þetta: að finna færar
leiðir til að hamla gegn þeim ó-
kostum, því erfiði, þeirri áhættu,
sem einyrkjabúskapnum hlýtur
alltaf að fylgja, hversu góður,
sem vélakosturinn er, og hversu
vel sem bóndinn er búinn á hinu
tæknilega sviði. En hér er við
ramman reip að draga, sem er
einstaklingshyggja íslenzka bónd
ans, sjálfstæðisþrá hans og frels
isást, eins og hún hefur þróazt í
landinu í þúsund ár. „
jf Framfarir í samgöngumálum
Þegar kjördæmabreytingin síð
asta var að komast á, fundu and-
stæðingarnir henni margt til for
áttu. M.a. þetta: litlu kjördæmin
verða harðast úti. Afskekktu og
fámennu sveitirnar verða van-
ræktar og þær verða hafðar út
undan í framlögum til samgöngu
mála o.s.frv. — Nú er senn liðið
fyrsta kjörtímabilið eftir kjör-
„H. J.“ sendir Velvakanda
þetta bréf, og þótt um 20 eldri
bréf bíði birtingar, þá þykir
Velvakanda þetta bréf eiga
rétt á skjótri birtingu. Bréfið
er svohljóðandi:
„Velvakandi!
Mig langar til að koma á
framfæri því, sem ég sá og
heyrði, en á bágt með að trúa.
Eg beið eitt kvöld vestur á
Nesi eftir strætisvagni í nánd
við KR-skálann. Þetta sama
kvöld hafði verið handknatt-
leiksæfing fyrir stúlkur í skál
anum, og þaðan komu þrjár
stúlkur saman, allar reykjandi
og á aldrinum 12 — 13 ára.
Ræddu þær um það sín í milli
hvernig þær ættu að fela síga-
retturnar á sem beztan hátt fyr
ir mömmu, þegar heim kæmi,
svo að hún (mamma) fyndi
þær ekki. Þetta mál eins og
önnur var rætt svo hátt, að nær
staddir vagnfarþegar heyrðu
hvert orð.
Eitt kvöldið brá ég mér á
skauta niður á Tjörn, og þar
sótti í sama horfið um reyking
ar, nema hvað veitingar voru
hvað fullkomnari þar. Einn
piltanna, sem dansaði um svell-
ið á skautum sínum, hafði með
sér brennivínsflösku og var sá
óspar á veitingar. Sá ég, að þax
drukku bæði stúlkur og piltar.
Þekkti ég þar eitt par, sem ég
sá, að neyttu þess, er boðið var,
dæmabreytinguna og sem betur
fer hafa þessar hrakspár ekki
rætzt frekar en aðrar. Vestur-
Skaftafellssýsla var eitt af
minnstu kjördæmunum áður fyrr.
Sarnt hefur hér fyllilega verið
haldið í horfi með framlög til
samgöngubóta miðað við það,
sem áður var og vel það.
Á sl. ári var byggð ein stórbrú
í héraðinu. Kom hún í stað
gömlu brúarinnar á Klifanda,
sem mjög var farin að léta á sjá,
enda næstum 30 ára gömul. Sú
hrú var mikið átak á sínum
tíma og ómetanleg samgöngubót
fyrir Mýrdalinn og raunar sýsl-
una alla, þar sem með henni
opnaðist samgönguæðin til Suð-
urlandsundiriendisins. Þá var
ánum Hafursá og Klifanda veitt
saman og þær brúaðar báðar á
einum stað. Nýja brúin á Klif-
anda er 104 m löng á 9 steinstöpl
um. Bitarnir eru úr strengja-
steypu, 5 tonn á þyngd, fluttir á
dráttarvagni sunnan úr Reykja-
vík. Yfirsmiður við brúarsmíðina
var Valmundur Björnsson í Vík
í Mýrdal. Þegar Klifandabrúnni
var lokið, var byggð ný brú yfir
Skógá ,en hún hefur ekki verið
tekin í notkun ennþá.
Önnur mikil bót í samgöngu-
málum Vestur-Skaftfellinga á sl.
ári, var vegagerð á Mýrdals-
sandi. Er þar með lokið við að
gera upphleyptan veg yfir sand-
inn. Nýi kaflinn nær frá Múla-
kvíslarbrú 8 km austur á sand-
inn. Á honum eru tvær brýr sem
gerðar eru upp úr gömlu Klif-
andabrúnni. Með þessu er mikils-
verðum áfanga náð í vegakerfi
sýslunnar, því þegar snjór hefur
en bæði hafa í minni áheyrn
fordæmt í heimahúsum þegar
foreldrar hlustuðu á, áfengis-
neyzlu jafnaldra.
Mér er spúrn: Eru börn og
unglingar að fara út á kvöldin
til þess að komast undan pabba
og mömmu undir yfii«skini
handboltaæfinga og skauta-
hlaups til að neyta áfengis og
„gera ýmislegt fleira?“
Velvakandi getur tekið und-
ir þessi orð að nokkru leyti.
Hann man sína eigin æsku að
vísu, og hann heldur, að reyk-
ingar unglinga sé ekkert nýtt
fyrirbæri. Það var sitt hvað gert
undir bátum við Hringbraut
í gamla daga og úti í Eyju
(Effersey eða Örfirisey, eins og
hún heitir víst á tungu mál-
hreinsunarmanna að norðan,
sem aldrei hafa eyjuna séð).
Reykingar unglinga hafa allt
af verið vandamál. En eru þær
vandamál?
Eftirfarandi bréf hefur Vel-
vakanda borizt:
„Kæri Velvakandi!
Eftir að Menntaskólapiltar
sýndu þá framtakssemi sl. vet-
ur að láta Skugga-Svein bera
raunverulegan atgeir í stað hins
hvimleiða ’ bryntrölls, sem
Skuggi hafði ranglega verið lát
inn burðast með í heila öld,
var ég farinn að vona, að nokk
ur bið yrði á því, að sjálf sögu
lagzt á Mýrdalssand hefur hann
verið hinn versti farartálmi, þótt
jafnan hafi verið brotizt yfir
hann, síðan byrjað var á mjólk-
urílutningunum vestur í Flóabú.
★ Endurbygging Hólmsárbrúar
Þeir, sem farið hafa í stórum
rútubílum austur áSíðu, þekkja
vel erfiðleikana á því að koma
slíkum farartækjum yfir Hólms-
árbrú, og stærstu rúturnar kom-
ast það alls ekki. Brúin yfir
Arekstur á
Andakíls-
Akranesi, 9. janúar.
ÁREKSTUR varð í gær umí
miðjan dag. Fólksbíllinn E-
337 á uppeftirleið var að kom-
ast hér um bil yfir Andakíls-
árbrú og lenti þá á jeppa á
á brúnni.
Meðan sýslumaður var sótt-
ur til Borgarness til þess að
mæla, stöðvaðist öll umferð
um veginn.
Tveir voru í jeppanum og
annar þeirra hentist á fram-j
rúðuna. Ekki urðu meiðsli. 7
Ökumaðurinn var einn íj
fólksbílnum, sem skemmdistt
þannig, að bæði frambrettiní
eru ónýt, vélarhlífin, högg-/
vörnin, krómhlífin og vatns-J
kassinn talið ónýtt. 1
— Oddur. \
þjóðin ruglaði saman þessum
geróliku vopnum.
En því var nú ekki að heilsa,
ef dæma skal eftir þeirri mynd,
sem birtist í Mbl. í morgun (8.
jan.) af Skugga-Sveini þeirra
Keflvíkinga á þrettándabrenn-
unnni. Bar hann þar samskonar
bryntröll og Þjóðleikshúsið fékk
Jóni Sigurbjörnssyni í hendur
s.l. vetur, í þeirri trú, að þar
væri um atgeirinn hans Gunn-
ars frá Hlíðarenda að ræða.
Þar sem ég hefi fyrir nokkru
skrifað tvær blaðagreinar um
þennan rótgróna vopnarugling
(í Vísi 18. maí og 30. des. 1961),
læt ég mér nægja að visa til
þeirrra, ef einhver vildi kynna
sér þetfca mál nánar. Til flýtis-
auka vil ég þó benda mönnum
á að fletta ísl. spilunum hans
Tryggva heitins Magnússonar
og líta gaumgæfulega á vopn
það, sem bígulkóngurinn (Gunn
ar Hámundarson) heldur á .Það
er nefnilega sjálfur atgeirinn,
þótt fjöðrin sé kannski í
styttra lagi vegna rúmleysis á
spilinu. Vilji menn hins vegar
sjá verulega góða mynd af at-
geir, er hendi næst að leita í
fornmannakortunum gömlu og
virða fyrir sér myndina af
Gunnari, þar sem hann snýr
aftur og mælir hin ódauðlegu
orð: „Fögur er hlíðin o.s.frv.",
(Væri gaman að fá birt mynda-
mót af þeirri mynd með þessu
Hólmsá var byggð skömmu eft-
ir síðasta Kötlugos, svo enginn
furða er, þótt hún svari ekki
þörfum okkar stóru nútíma far-
artækja. Veldur þetta miklum
örðugleikum og óþægindum fyrir
farþegaflutninga austur á Síðu.
Nýr sérleyfishafi, Steinþór Jó-
hannesson, tók við þessum flutn
ingum nú um áramótin, eftir að
Kaupfélag Skaftfellinga sleppti
■þeim að eigin ósk. Steinþór hef-
ur tekið í notkun stóran, nýtízku
áætlunarbíl, sem mikil þörf var
orðin fyrir, en hann kemur ekki
að fullum notum á þessari leið
vegna brúarinnar á Hólmsá. í
Vík verður að skipta um farar-
tæki og notast við gömlu bílana
austur yfir Mýrdalssand.
Við þetta verður ekki unað til
lengdar, því að þó að vel hafi
verið unnið í samgöngumálum
sýslunnar undanfarið, ekki sízt
á sl. ári eins og fyrr er sagt, þá
er nú stórt átak ennþá framund-
an, þar sem er ný brú á Hólmsá.
Er von til þess að hún verði
byggð á þessu ári.
Macmillan til
Italíu 1. febrúar
London, 9. jan. (NTB—AP).
MACMILXAN forsætisráðherra
Breta fer í opinbera heimsókn
til Italíu 1. febrúar n.k. Með
Macmillan verða í förinni marg-
ir helztu ráðgjafar hans.
Macmillan mun ræða við
Amintore Fanfani, forsætisráð-
herra Ítalíu, um Efnahagsbanda
lag Evrópu, Atlantshafsbandalag
ið og ýmis alþjóðamál.
Gunnar á Hlíðarenda með at-
geir sinn.
pári, ef unnt er.)
Með öðrum orðum, þá var
atgeirinn höggspjót (rammgjört
lensulagað spjót) með svo
langri og breiðri fjöður, að hann
líktist einna helzt sverði á löngu
skapti og var því allt í senn:
höggvopn, lagvopn og skotvopn.
Bryntröllið var á hinn bóginn
nokkurs konar stríðsöxi, þ.e.a.s.
öxi á háu skapti með spjóts-
oddi og íbjúgum broddi aftur
úr skallanum sbr. bryntröllið
hans Ingólfs Arnarsonar á Arn-
arhóli — eða jafnvel öðru axar-
blaði í stað broddsins.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jóhann Bernhard.
Það er hárrétt hjá Jólhanni
Bernhardi, að þessi ruglingur á
atgeiri og bryntrölli (hellebard)
er næsta hvimleiður. Gegnir það
eiginlega furðu, að þessi hug-
takaruglingur skuli hafa kom-
izt á, eins og íslendingar eru
annars smásmyglislegir og ná-
kvsemir í fornfræðigrúski sínu.
Nú hefur Jóhann Bernhard þrí-
vegis skýrt frá hinni réttu merk
ingu orðsins „atgeir“ i dag-
blöðum og rökstutt það ljós-
um dæmum, svo að í framtíð-
inni hafa þeir, sem færa upp
leikrit, enga afsökun, ef þeir
rugla saman tveimur ólikum
vopnum.