Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 15
Fostudagur 11. Januar 1963
MORGUNBLZÐIÐ^
TS
- SÍLDIN
Framhald aí bls. M.
32 faðma. Það hafa áreiðan-
lega verið nokkrir skipsfarm-
ar í henni. Þessi torfa, sem
við lóðum nú á, er á um 30
föðmum, kemst þar sem bezt
er upp á 29, en það naegir
ekki svo hún fær að lifa, þótt
enn hefði verið hægt að bæta
nokkur hundruð tunnúm á
Halldór Jónsson.
Sólarhring eftir að við
lögðum að heiman frá Reykja
vík erum við búnir að fá 1300
tunnur um borð þótt það síð-
asta væri fengið 10 tíma sigl-
ingu frá Reykjavík. Ellefu
menn eru á og svo við Morg-
g unblaðsmennimir. Það eru
100 tunnur á mann.
Leifur „meldar" til Fann-
eyjar aflamagnið.
— 1300 tunnur, takk, svar-
ar skipstjórinn á Fanneyju og
það var eins og viðurkenn-
ingar og ánægjuhreimur í
rödd hans.
Á heimleiðinni er lítið sof-
ið. Það er yndislega fallegt
veður. Við erum að skoða
vitaljósin og taka tímann á
blikkum þeirra. Á milli heyr-
um við að skipin eru að
melda. Björn Jónsson 1400
tunnur, Guðmundur Þórðar-
son 1000, Steinunn 600 og
svona heldur þetta áfram.
Leifur hefur krotað á kortið
þar sem við fengum síðustu
síldina. Það er 20,57 v.l. og
63,35 n. br.
Þrír bræður skipstjórar
hjá föður sínum.
Eg rabba við karlana.
Fregna ýmislegt um þetta
skip og útgerð þess. Þeir eru
tveir bræður Leifs, sem
stjóma öðrum skipum.föður
síns. Elztur þeirra er Jón-
steinn 37 ára og er með Jón
Jónsson. Næstur er Krist-
mundur 35 ára með Stein-
unni. Svo kemur Leifur að-
eins 28 ára. Hann segist vera
nýliði sem skipstjórL Hafði
lært vélstjórn áður og verið
ýmist vélstjóri eða háseti á
skipum föður síns. Tók við
Halldóri Jónssyni í ágúst í
sumar og kunni þá lítið til
síldveiða. En þetta hefir geng
ið vel hjá honum síðan.
Fjórða bróðurinn eiga þeir
skipstjórarnir en hann er
enn ekki nema 16 ára. —
Kannski verður hann kom-
inn með fjórða fjölskyldubát-
inn eftir svo sem 5 ár.
Það djarfar fyrir nýjum
morgni er við siglum inn Fló-
ann. Við sjáum morgunbjarm
ann milli skýja og Reykja-
nessfjallgsirðar og uppi yfir
Reykjavík er eins og ofurlítil
glóð sem stafar af endurkasti
ljósadýrðar höfuðborgarinn-
ar. Aldrei hef ég siglt inn
sundin í jafnfögru veðri.
Þegar búið var að reiða
fram ágætan morguhverð,
sem samanstóð af afgöngun-
um frá í gær og rjómaþeyttu
skyri voru menn ræstir upp
til að landa, því nú erum við
að koma inn í höfnina.
Að síðustu þakka ég skip-
stjóra og áhöfn Halldórs Jóns
sonar fyrir ánægjuleg dægur.
Vdð vorum heppnir með veð-
ur, urðum ekkert sjóveikir,
fengum næga síld og komum
heilir heim, nema hvað
Sveinn Þormóðsson „sló úr
sér kalfakt“, er hann datt í
stýrishússstiganum í ákafan-
um við myndatökuna.
Skipshöfnin á Halldóri
Jónssyni er: Leifur Halldórs-
son skipstjóri, Tryggvi Val-
steinsson stýxdmaður, Rand-
ver Alfonsson 1. vélstjóri,
Þórður Þórðarson 2. vélstjóri,
Guðni Sumarliðason mat-
sveinn og hásetarnir Finn
Gærdbo, Jóhannes Björnsson,
Steinn Randversson, Örn Ing-
ólfsson, Kristinn Þorgrímsson
og Magnús Guðmundsson.
Við sendum ykkur öllum
beztu kveðjur, drengir.
• Það Ijómaði slkær stjarna
á austurfhimninum, þegar við
komum inn í höfnina. Borg-
in glitraði í ljósadýrð og at-
hafnahljómurinn lét eins og
sinfónía í eyrum er við stig-
um á land. — vig.
88. þing USA sett
Washington 9. jan.
(NTB-AP).
88. ÞING Bandaríkjanna var
Bett í dag í Washington. Lyndon
Johnson, varaforseti Bandaríkj-
anna, setti fund öldungadeildar-
innar, en þingritari setti fund
fulltrúadeildarinnar, þar sem
þingforseti hefur ekki verið kos-
inn.
Það, sem mestu máli skiptir i
þingbyrjun, er val fulltrúa í
alsherjarnefnd fulltrúadeildarinn
ar, en sú nefnd getur ráðið miklu
um það hvernig viðtökur þær
tillögur fá, sem Kennedy, Banda-
ríkjaforseti, leggur fyrir deild-
ina.
Gagnfræðaskóla-
stúlkur skipa
út freðsíld
Akranesi, 9. janúar.
INÚ ERU þeir farnir að sækja
BÍldina langt. í nótt voru þeir
að veiðum 8 sjómilur vestur af
Vestmannaeyjum, 12 klst. sigl-
togu héðan.
Sjómenn segja síldina ágæta.
Svona er síldin á hraðri ferð,
Ikomin til Eyja. Margir bótar
halda sjó með slatta um borð og
veiða til viðbótar.
Óslitið síðan á Þorláksmessu,
23. des., eða í rúman hálfan mán-
uð, hefur öndvegisblíða haldist
hér dag eftir dag, svo að elztu
menn muna vart annað eins góð-
viðri á þessum tima árs.
80 stúlkur úr gagnfræðaskólan-
ttm hér unnu í gær við útskipun
Ú freðsíld í m.s. Burgund til kl,
3ð i nótt — Oddur.
Tösku-útsala
Allskonar töskur, flestar með gjafverði. —
Aðeins nokkra daga. — Komið meðan úrvalið
er mest.
TÖSK UBUÐIN
Laugavegi 21.
Vil kaupa
SUMARBIJSTAÐ
á góðum stað. — Upplýsingar sendist afgr. Mbl. fyrir
15. janúar, merkt: „Sumarbústaður — 3826“.
Afgreiðslumaður
Ungur, reglusamur afgreiðslumaður óskast strax til
afgreiðslu í véla- og verkfæraverzlun. Umsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m., merkt: —
„Afgreiðslustarf Nr. 1382 — 3793“.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
í Miðbænum er til leigu gott skrifstofuhúsnæði. —
Laust til afnota nú þegar. Upplýsingar í símum
14689 og 12831.
G A B O O IV
— fyrirliggjandi
Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16 og 19 mm.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
KRISTÁN SIGGEIRSSON H.F,
Laugavegi 13. — Sími 13879,
Útidyrahurðir
úr furu, orgeon-pine fyrirliggjandi. —<
Ennfremur harðviðarpanilhurðir. Pant£Uiir óskast
sóttar.
Sögin hf.
Höfðatúni 2. — Sími 22184.
Útsala Útsala
Kvenpeysur, verð frá kr. 75,00.
Kvenundirkjólar, verð frá kr. 125,00.
Kvenundirpils á kr. 39,00.
Dömubuxur á kr. 29,00.
Barnakjólar, verð frá kr. 75,00.
Barnahúfur á kr. 50,00.
Barnapeysur, verð frá kr. 75,00.
og margt fleira.
ALDREI MEIRA ÚRVAL. —
— KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP. —
r >
Verzlunin ASA
Skólavörðustíg 17. — Sími 15188.
Rýmingarsala
Amerískir kvensloppar kr. 98,00
'jfc' Barnakjólar kr. 98,00.
^ Gallabuxur kr. 89,00.
Auk þess margt annað á hálfvirði.
Miklatorgi.
Útsala Útsala
r >
Utsalan hefst i dag
Glæsilegt úrval af dömufatnaði á verulega
lækkuðu verði.
Undirkjólar Dömupeysur
Náttkjólar Dömublússur
Náttföt Slæður
og ýmislegt fleira.
Nylonsokkar frá krónum 15,00.
Notið tækifærið
og gerið góð kaup
Laugavegi 19. — Sími 17445.