Morgunblaðið - 16.01.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.01.1963, Qupperneq 3
Miðvikudagur 16. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 3 STAKSTEIIVAR 1 ALSÍR hafa verið settar upp 35 matargjafastöðvar í Oranhéraði, þar sem mjólk og brauði, gjöfum frá ís- lendingum, er deilt til hungr- aðra alsirskra barna. Hefur mjólkin og brauðið verið keypt fyrir hluta af fé því, sem hér safnaðist í Alsírsöfn- uninni fyrir jóiin, en það nam samtals á aðra milljón króna. Eins og skýrt var frá í Mbl. á sínum tíma fór Henrik Beer, aðalforstjóri Alþjóða rauða krossins til Alsír, og annaðist m. a. uppsetningu stöðvum til matargjafa handa börnunum. Aðeins nokkur hluti íslenzku gjafanna er kominn til Alsír, og mun meira verða sent þangað, svo sem mjólkurduft, sem ís- lenzki Rauði krossinn hefur keypt hjá Mjólkursamsölunni o. fl. Alþjóða Rauði krossinn hef- ur beitt sér fyrir aðstoð og matargjöfum til sex þurfandi héraða í Alsír, þar á meðal Oranhéraði, þar sem íslenzku stöðvarnar hafa verið reistar. Myndirnar hér á síðunni fékk Mbl. sendar frá Alsír, og sýna þær mjólkur- og Alsírskur unglingur tekur við mjólkurbollanu m og brauðinu. Á spjaldinu á veggnum stend- ur: „Gjöf frá Rauða krossi íslands“. Lítil telpa teigar mjólkina frá íslandsdeild Rauða krossins í hér aði. matargjafarstöð í Valmy í Oran- Matargjöfum frá islend- ingum dtdeilt í Alsír brauðgjafir í Valmy í Orari- héraði. Síðar í vikunni mun Mbl. birta fréttagrein og fleiri myndir af íslenzku gjafa- stöðvunum í Alsír. — Frakkar Framhald af bls. 2. gefið neina opinbera yfirlýsingu varðandi ummæli de Gaulle en vitað er að þeir eru því fylgj- andi að Bretar fái fulla aðild að bandalaginu. Meirf bjartsýnl Nokkurrar meiri bjartsýni gæt ir í Brússel eftir yfirlýsingarn- ar frá aðildarríkjunum. í um- ræðunum í dag lýsti Edward Heath, aðalfulltrúi Breta, því yfir að stjórn sín væri reiðubú- in að samþykkja að sameigin- legar reglur um landbúnað allra eðildarríkjanna, þeirra á meðal Bretlands, skuli taka gildi 31. desember 1969. Áður hafa Bretar haldið því fram að þeir þyrftu lengri frest til að samrýma land- búnað sinn landbúnaði hinna að- ildarríkjanna, Heath kvaðst skilja hve þýðingarmikið þetta atriði væri, og v£ir yfirlýsingu hans vel fagnað af fundarmönn- um. Víða erlendis hafa ummæli de Gaulle forseta vakið mikla furðu og eftirtekt. Talsmaður b r e z k a utanríkisráðuneytisins segir að Bretum hafi lengi verið kunnar skoðanir de Gaulle, en þeir hafi í lengstu lög vonað að unnt yrði að ná samkomulagi við samningaborðið í Brússel. Hinsvegar benti talsmaðurinn á að Bretar væru að semja við sex aðildarríki EBE, ekki aðeins Frakka. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins vildi ekkert um þetta mál segja í dag. Hins vegar er á það bent í Wash- ington að Bandaríkjastjórn hafi marg ítrekað þá von sína að samningaviðræðurnar um aðild Breta beri árangur. Einar Gerhardsen forsætisráð- herra Noregs sagði í sjónvarps- ræðu í kvöld, að ef umræðum um fulla aðild Breta að Efna- hagsbandalaginu verði ha;tt í Brússel, muni einnig umsókn Noregs um aðild falla úr gildi. Varðandi ummæli de Gaulle sagði Gerhardsen að þau hafi ekki verið nein gleðitíðindi, en hann benti á að samn- ingaviðræðum væri haldið áfram og rangurinn væri enn ekki kominn í ljós. Flest norsku blað anna birta í dag ritstjórnar- greinar um ummæli de Gaulle. Arbeiderbladet í Osló, sem er málgagn stjórnarinnar, segir m. a.: Manni skilst að de Gaulle vilji ekki fá Bretland í banda lagið vegna þess að Bretar muni breyta eðli samtakanna. Með aðild Breta snúi samtökin aðgerðum sínum meira út á við og stefni að samvinnu yfir Atlantshafið. f>að sem hann ósk- ar eftir er innbyrðis tengd Vestur-Evrópa, sem getur eins mikið og unnt er komið fram óháð Bandaríkjunum. Bretar, með sinni nánu varnarmála- samvinnu við Bandaríkin og umfangsmiklu utanríkisverzlun, munu stefna að því að gera EBE að samtökum Atlantshafsríkja undir leiðsögn Bandaríkjanna. Nationen í Osló segir: Eftir fundinn, sem de Gaulle forseti hélt með fréttamönnum í gær er ástæða til að spyrja hvað sé í rauninni eftir til að semja um í Brússel. Forsetinn staðfesti á mjög skýran hátt að hann hefur alls engan áhuga á að auðvelda Bretuni leiðina inn í Efnahags bandalagið. Dagbladet segir: De Gaulle hefur slegið því föstu að það er hann sem ræður — Rómarsamn- inginn verður að gleypa svo til óbreyttan, og jafnvel þótt það sé gert er Frakkland ekkert áfjáð í að taka inn nýja aðila Óháða blaðið Verdens Gang segir: Það er mikill hroki, sem fram kemur hjá de Gaulle, er hann í fyrsta lagi á auðmýkj- andi hátt lokar dyrunum fyrir aðild Breta að EBE, og í öðru lagi vísar á bug tilboði Banda- ríkjanna um samvinnu varð- andi kjarnorkuvopn. Stóraukin afköst við síldarvinnsln Eins og getið var um hér i I blaðinu í gær hafa að undan- 1 förnu verið stórfelldar fram- j kvæmdir til að bæta aðstöðu til móttöku síldar sunnan og vest- anlands. Framkvæmdir þær, sem lokið er við eða verið að ljúka | við, tvöfalda afköst síldarverk- smiðja á þessu svæði. Afkasta- getan fer úr 14 þúsund tunnum I í 27—28 þúsund tunnur síldar á sólarhring. Þar að auki hefur I mikið verið að gert til að bæta aðstöðu til frystingar og söltunar síldar. Hér er því um stórfram- | kvæmdir að ræða. En það er í samræmi við frétta j fölsunareðli Tímans, að einmitt | þegar slíkt stórátak er gert, þá heldur blaðið því fram, að ekk- ert sé aðhafzt til þess að greiða | fyrir móttöku síldar sunnan og | vestanlands. Sóhn í Borgamed Úrslit kosninganna í verka- lýðsfélaginu í Borgarnesi bera þess glöggt vitni, að lýðræðis- sinnar eru þar í mikilli sókn. Nemur fylgisaukning þeirra 44% frá því að kosningar fóru fram í haust til Alþýðusambandsþings. Sýnir þetta glögglega, að verka- lýðurinn kann að meta þá við- reisnarstefnu, sem nú er fylgt, mikla atvinnu og batnandi lifs- kjör. Þótt Borgarnes sé ekki með al þeirra kauptúna, sem notið hafa mikilla tekna vegna auk- ins sjávarafla og vinnslu fisks, sjá Borgnesingar eins og aðrir, að rétt stefnir og bjart er fram- undan. En þeim mun meiri á- stæða er til að vænta stórsigra Iýðræðissinna, þar sem breyting til hins betra hefur verið enn örari, því að sannast sagna hag- ar sums staðar þannig til, að á þessu kjörtímabili hefur efna- hagsaðstaða fólks í heilum byggð arlögum breytzt úr fátækt til velgengni og góðrar fjárhagsaf- komu. Viðræður um Kashmír Nýju Delhi, 15. jan. (NTB). IÐNAÐARMÁLARÐHERRA Pakistan, A. Bhutto, kom í dag «1 Nýju Delhi til að taka upp að nýju viðræður um lausn Kashm- ir deilunnar við indversku stjórn ina. Við komuna sagði Bhutto að hann vonaðist til að viðræð- urnar, sem hefjast á morgun (miðvikudag), bæru árangur. Formaður indversku viðræðu- nefndarinnar verður Sardar Singh ráðherra. Fyrri viðræður fóru fram í Rawalpindi, höfuðborg Pakist- an. Bhutto sagði að vegna þess, sem fram kom í fyrri viðræð- unum, hafi verið sjálfsagt að halda þeim áfram. Ég vona, sagði hann, að tilraunir okkar á næstu dögum beri góðan árang ur. Lagði Bhutto áherzl i á að Kashmir-málið væri mikilsverð- asta vandamálið varðandi sam- búð Indlands og Pakistan, og væri lausn þess til hagsbóta fyrir báða aðila. Vinstri stjómin og friverzlnn Þótt skjalfestar sannanir liggi fyrir um það, að vinstri stjórnin lét fulltrúa sína greiða atkvæði með ályktunum um frí- verzlunarsamninga við Efnahags bandalag Evrópu, heldur Tíminn sjálfsagt áfram að mótmæla þeirri staðreynd. En hversu oft sem Tíminn mótmælir sannleik- anum, þá verður ekki fram hjá því komizt, að stjórn sú, sem það blað hælir mest allra stjórna, stóð allan sinn feril í tilraunum til að ná fríverzlunarsamningi við Efnahagsbandalag Evrópu. Svo einkennilega vildi meira að segja tii, að fyrsta embættisverk ið, sem vinstri stjórnin bar á- byrgð á var einmitt samþykkt fyrstu ályktunarinnar innan Efnahagssamvinnustofnunar Ev rópu um fríverzlun. Hún var gerð sama daginn og ráðherr- arnir hófu störf í stjórnarráð- inu. Síðan héldu þessar samninga tilraunir áfram allan þann tima sem vinstri stjórnin var við völd, og einnig vill svo einkennilega. til, að það stenzt á endum að vinstri stjórnin hrökklast frá í byrjun desember 1958 og þá er einnig ljóst, að tiiraunir þær, sem sú stjórn og aðrar stjórnir í Evrópu höfðu gert til að koma á fríverzlunarbandalagi höfðu farið út um þúfur. Það var þess vegna vinstri stjórnin og hún ein, sem ábyrgð bar á tilraun- um til að tengja íslendinga með fríverzlunarsamningi við Efna- hagsbandalag Evrópu, þ.e.a.s. samningi, sem nú gæti einung- is verið fólginn í því, sem nefnt hefur verið aukaaðild, en komm únistar og Framsóknarmenn tala nú um sem hreina fásinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.