Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. janúar 196? Vatnið á veginum á annan metra á dýpt Sauðárkróki 14. jan. FYRIK um það bil mánuði sprengdu Héraðsvötn í Skaga- firði af sér ís á kafla meðfram svonefndri Akratorfu í Blöndu- ihlíð og rann nokkur hluti þeirra ofan á ísi á alllöngum kafla. Fyrir sl. helgi ruddu Héraðs- vötn sig á 200—300 metra kafla, Og olli það stíflu í þeim norðan og vestan Stóru Akra. Við það hækkaði vatnsborðið um rúman meter og flæddi yfir veginn á 600—700 m kafla meðfram bæj- unum, Höskuldsstöðum og I.Iið- Slæst Finnair ■ hópinn? ÓSLÓARBLAÐIÐ Aftenpost- en greinir frá því um helg- ina, að samkvæmt áreiðan- legum heimildum muni finnska flugfélagið Finnair hafa ákveðið að hefja ferðir yfir N-Atlantshaf á „lágu“ fargjöldunum, ef IATA sam- þykki endanlega beiðni SAS og skandinavíska flugfélagið hefji þessar ferðir í vor. — Finnair hefur hingað til ekki flogið á leiðum yfir Atlants- haf. Norræn list- sýning ■ Helsingfors 1 MARZMÁNUÐI næstkomandi verður haldin listsýning í Hels- ingfors á vegum Norræna list- bandalagsins. Munu Islendingar taka þátt í sýningu þessari og verða þar sýnd 40 olíumálverk og 10 grafikmyndir eftir 10 ís- lenzka listmálara, auk þess, sem á sýningunni verða höggmyndir eftir 3 íslenzka myndhöggvara og eitt listofið teppi eftir Vigdísi Kristjánsdóttur. Aðrir listamenn, sem verk eiga á sýningunni eru listmálararnir Benedikt Gunn- arsson, Bragi Ásgeirsson, Guð- munda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Hörður Ágústsson, Jóhann Briem, Ilristján Davíðs- son, Sigurður Sigurðsson, Stein- þór Sigurðsson og Valtýr Pét- ursson og höggmyndararnir Guðmundur Benediktsson, Jón Benediktsson og Sigurjón Ólafs- son. Á sýningu þessari í Helsing- fors munu íslendingar í fyrsta sinn fá jafnmikið rúm fyrir .verk sín og hinar Norðurlandaþjóð- ii'nar, sem ævinlega hafa fengið meira rúm til sýningar. Að sýningunni lokinni munu íslendingarnir taka þátt í ann- arri samsýningu. Verður hún haldin í Ábo í Finnlandi. húsum. í gær, sunnudag, hækkaði vatnsiborðið enn, sennilega vegna þess að ný stífla hafi myndazt og er vatnið á veginum og við hann á annan meter á dýpt. Bílar komast leiðar sinnar með því að keyra um tún tveggja fyrrnefndra bæja og kemur sér vel í þessu tilviki hinn mikli klaki í jörðu. Blönduhlíð er með öllu snjó- laus, en ofurlítið föl er í norðan- verðum Skagafirði. — jón. Evrópuráðið veit- ir náinsstyrki UPPLÝSINGADEILD Evrópu- ráðsins hefur tilkynnt, að ráðið muni á næstunni, sennilega í marzmánuði, veita allmarga styrki til fólks, sem starfar að opinberum félagsmálum. Yfirvöld í aðildarríkjum ráðsins hafa milligöngu varðandi umsóknir um styrki þessa. Tilgangur Ev- rópuráðsins með styrkjunum er að veita fólki, sem starfar að heilbrigðismálum og hvers konar öðrum félagsmálum, tækifæri til námsdvalar utan heimalands síns. (Frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). Tveir Akranes- bátar með síld AKRANESI, 14. janúar: í NÓTT fengu tveir bátar síld, Sigurður 750 tunnur og kemur með það að austan eítir tvær nætur og Keilir 70 tunnur, sem hann fékk vestur i Jökuldjúpi. Síldin af Keili er smá millisíld. Hér er ms. Lagarfoss og lestar frosna síld Og freðfisk. — Oddur. Verkalýðsráðstefna Sjálfstæðisflokksins var haldin um sl. heigi VERKALÝÐSRÁÐSTEFNA Sjálfstæðisflokk^ns var haldin í Valhöll við Suðurgötu um sl. helgi. Ráðstefnuna sátu flestir af helztu forystumönnum Sjálf- stæðismanna í launþegasamtök- unum. Á ráðstefnunni voru rædd ýmis má er varða sérstaklega hagsmunamál launþega Og gerð- ar ályktanir um skipulagsmál samtakanna. Erindi fluttu: varaform. Sjálf- stæðisflokksins Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra og Ól- afur Björnsson, prófessor. 1 stjórn Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins voru kjörnir: Gunnar Helgason, form., Pétur Sigurðsson, Guðjón Sverrir Sig- urðsson, Einar Jónsson, Svein- björn Hannesson, Pétur Guð- finnsson, Egill Hjörvar, Jóhann Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson, Sverrir Hermanns- son og Magnús Jóhannessðn. í varastjórn: Bergsteinn Guð- jónsson, Björn Þórhallsson, Jóna Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Bjarni Guðbrands son og Sigurjón Jónsson. Þegar verið var að landa úr síldarbátunum vestur á Granda á miðvikudag, rakst ljósm. Mbl., Ól. K. M., á þessa ungu stúlku, sem var að rimpa saman rifna síld- arnót úr báti austan frá Norð firði. Til hliðar er starfsfélagi stúlkunnar. Þrír ráðherrar ÞRÍR RÁÐHERRAFUNDIR eru haldnir um þessar mundir m.a. til undirbúnings fundar Norður landaráðs, sem verður haldinn í febrúar. íslenzku ráðherrarnir, sem sækja þessa fundi eru Bjarni Ben ediktsson, sem situr fund dóms- málaráðherra, Emil Jónsson, sem situr fund sjávarútvegsmálaráð herra, og Gylfi Þ. Gíslason, sem situr fund viðskiptamálaráðherra. (NTB) • Blöðin snar þáttur í daglegu lífi Svo sem kunnugt er af frétt- um stendur nú mikið prentara- verkfall í New York og koma því engin blöð út í heimsborg- inni. Velvakandi birtir hér kafla úr bréfi frá íslenzkri konu búsettri vestra og má af því sjá hve blöð eru orðin snar þáttur í daglegu lífi fólks. „Hér er nú prentaraverkfall og hefir staðið í mánuð. Ekkert dagblað kemur út í New York. Það er milljónatap fyrir marga aðila. Er talið að sum blöðin muni ekki þola svona langt verkfall og muni ekki koma út oftar. Eftir því sem sagt er, er þetta lengsta prentaraverkfall sem hér hefir komið. Það er svo lítil aðsókn að sumum leik- húsunum á Broadway vegna aug lýsingaleysis að þau hafa orðið að loka. Sama gildir um ýmis önnur fyrirtæki svo sem bíó, næturklúbba o. fl“. • Verðlagseftirlit á kvikmyndum Hilmar Garðars forstjóri Gamla bíós hringdi til Velvak- anda vegna klausu, sem birtist hér í dálkunum s.l. laugardag og fjallaði um hækkað verð á kvikmyndasýningar. Hilmar er formaður Félags kvikmynda- húsaeigenda og kvaðst svara fyrir þá alla fyrirspurninni, sem fram kom í fyrrgreindri klausu. Hann sagði verðlagseftirlit vera á aðgöngumiðum að kvik- myndasýningum. Samkvæmt því væri heimilt að h'ækka verð miðanna um 50% ef kvik- myndin væri svo löng, að ekki væri hægt að sýna hana á tím- unum 5, 7 og 9, sýningartíminn sé lengri en 2 klst. Þetta gildir þó aðeins ef aðalmyndin er lengri en 2 klst., ekki má lengja hana fram yfir tvo tima með aukamynd. • Kveðja til útvarpsins Heiðraði Velvakandi. — Eg skipti ónotalega skapi kl. hálf tvö á aðfangadagsnóttina s.l. því þá fyrst var lesin í út- varpinu jólakveðja er ég sendi vinum og vandamönnum. Mér hefur virzt að háttvirt- ur útvarpsstjóri, sé allra skyn- ugasti maður, en slík stjórnar- ráðstöfun, sem þessi, finnst mér þó tæplega réttlæta það áHt mitt. Hann virðist því miður ekki vera gæddur þeirri skipulagsgáfu að geta áætlað nægan tíma til flutnings jóla- skeytanna á venjulegum dag skrártíma, sem langoftast ef lokið kl. 11 og hálf að kvöldi. Krónurnar fyrir skeytin eru komnar í kassann og hverju skiptir þá þó lestur skeytanna, nái ekki eyrum hlustenda á venjulegum vökutíma fólks? En er slíkt, sem þetta viðunandi af greiðsla og heiðarleg fjáröfl- un? Fyrir nokkrum árum sRrffaði ég útvarpsstjóra um þetta sama mál. Hann var svo kurteis að svara mér. Viðurkenndi hann, að nokkru, aðfinnslur mínar og kvaðst hafa gert ráðstöfun um, að ég fengi skeytið endurgreitt. En þó það gleymdist, fæst ég eigi um slíkt. Hitt er verra að ónýta hvert það skeyti, sem sent hefur verið síðan. Tveir í flokki merkustu út- varpsmanna, hafa nú nýlega kvartað um hinn ærandi háv- aða, af völdum útvarpsins, sem þeim mætti, nær því hvar sem leiðin lægi. Ég er þeim svo innilega sammála. Mundi það verða útvarpinu mikill fjötur um fót, þó það felldi niður eitt hvert hljómplöturglamur, í svo sem 2 stundir, til að koma jóla skeytum inn á dagskrártíma? Auk þess verða þuUrnir, — sem þó eru ágætir, — að lesa skeytin óhæfilega hradt, svo öll nóttin fari þó ekki í lestur- inn. Þessi orð eru rituð til athug- unar fyrir útvarpsráð og út- varpsstjóra, því ég 'tel ekki þetta fyrirkomulag „til eftir- breytni framvegis“. Svo óska ég öllum lands- mönnum árs og friðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.