Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 8
8
JUORCVNBLAÐÍÐ
Miðvikudagur 16. janúar 1963
Asgeir Þorsfeinsson verkfræðingur:
Faxaverksmiðjan
G3
EI
□
C3
E3
HEIÐURSHLIITABREF
KRABBAVARNASTÖÐ ÍSLANDS
Li
E3
E3
C3
E3
EJ
i
EJ
E3
E3
□
E1
E3
Piefiir sCjnP joq velvtid atxyreifrq,----:-----------
í sfofytnoshnctiy vicf JlmbbavQ.vnastö&' Jslcvids og
cy' skjql foetóa viÍhtvkenniYfjJ ffyrir jjreiðshinvi i.
Vér vœnbtyyft þess cticF bilkuj ljcíqv mecji berci
civÖTck i Qiihinfiv bQrátiii fjejl' krQvbq,vneÍYii
Ojrqbbqyneinsfehicj Óslqyfds
EI
E1
□
E1
1=1
i
EI
V
v. -ý;,j
0*r
Ltihirdöðr
El
i
EJI
Slfrqsi’hp*}^
fftyiyuniwóþpy
SjUH>w}<«zh'
EX
E3
El
i
L~»
Jlvientffne&ski
Sjctlfsiikobw
El
Heiðurshlutabréf fyrir stuðn-
fc
ing v/ð Krabbameinsfélagið
í BLAÐAFREGNUM af hinni
miklu síldveiði í flóanum hefur
ÍFaxaverksmiðjuna borið alltítt á
;góma. Einnig hafa fréttir borizt
þessa dagana að utan, um eggja-
hvítuefnaframleiðslu úr jarðolí-
um með gerlagróðri.
Ýms ummæli hafa þó fallið,
er gefa mér tilefni til þess að
rifja upp sögu Faxaverksmiðjunn
ar í stuttu máli. Á árunum eftir
styrjöldina 1945, tók síldarverk-
smiðja Kveldúlfs á Hjalteyri sér
fyrir hendur að gera tilraunir
jmeð nýjar aðferðir í síldarvinnsl
unni og smíða til þess tæki. Tveir
íslenzkir verkfræðingar í þjón-
ustu félagsins áttu mestan hlut
að þeseum tilraunum og að þeim
loknum var niðurstaðan m. a.
borin undir verkfræðingafund í
Reykjavík og rædd við góðar
undirtektir.
Tvenn nýmæli voru á ferðinni,
annað að eima rakann úr síldinni
við stórum vægari skilyrði, en
átt hefur og á sér enn stað í
venjulegri verksmiðju. Hitt var
að vinna feitina síðan að fullu úr
mjölinu, en nú er hlutur lýsisins
í síldarmjöli 8—10%. Hvort
tveggja miðaði að því að vinna
sem hreinust og meltanlegust
egg j ahvítuef ni.
Síðan kom Hvalfjarðarsíldin til
sögunnar og hið næsta sem ég
heyrði um málið var, að samn-
ingar urðu við Reykjavíkurbæ
um verksmiðju í Effersey. Þessi
gangur málsins kom satt að segja
flatt upp á mig, en þó ekki frem-
ur en Hæringsverksmiðjan, sem
hvorttveggja stafaði af einróma
áliti ríkis og Reykjavíkurbæjar,
um nauðsyn slíkra verksmiðja
hér í flóanum. Hvalfjarðarsíld-
yeiðin stóð í 2 ár, og þegar Faxa-
yerksmiðjan var fullgerð vorið
1950, var síldveiðin liðin hjá.
Þessvegna spreytti verksmiðjan
Eldur í skúr
Akranesi, 14. janúar.
KLUKKAN á slaginu 3 síð-
degis brauzt út eldur í litlum
geymsluskúr, sem stóð rétt við
húsið Kirkjubraut 36.
örskömmu eftir brunakallið
óku báðir brunabílarnir á stað-
inn. Tók 15 mínútur- að slökkva
eldinn.
Þá var skúrinn brunninn til
kaldra kola. Fjögurra ára dreng
ur mun hafa kveikt í skúrnum.
Fátt verðmætt var geymt í
skúrnum. — Oddur.
Eskifjarðar-
bátar afla vel
Eskifirði, 14. janúar.
ÞRÍR bátar, sem eru gerðir út
héðan í vetur, hafa landað úr
tfyrstu veiðiferðinni. Þeir eru
Hólmanes með 27% lest úr fjór-
um lögnum, Vattarnes með
42% lest úr 6 lögnum, Seley
með 62% lest úr 8 lögnum.
Guðrún Þorkelsdóttir, sem
enn er á sild, mun verða gerð
út héðan í vetur á net.
Veðurblíða hefur verið hér
frá jólum.
— G.W.
Þórshöfn kaupir
viðbótarland
ÞÓRSHÖFN á Langanesi er um
þessar mundir að kaupa viðbót-
arlandsvæði undir kauptúnið. Er
það jörðin Syðra Lón, og er kaup-
verðið kr. 3.918.200,00.
Til kaupanna lánar ríkissjóð-
ur kr 2.240.000 til 25 ára með 25%
vöxtum, og fara 2 millj. kr., sem
ætlaðar eru í fjárlögum til jarða
kaupa í það. Auk þess fær kaup
túnið ríkisábyrgð fyrir 960 þús.
kr., en leggur sjálft út afganginn.
sig raunar aldrei á þurrkuninni
við rétt skilyrði. Mjölið stóðst
fyllilega vonir manna, en lýsið
reyndist lakara að gæðum, en til-
raunir höfðu gefið í skyn, enda
var aldrei unnið úr nægilega
feitiríkum fiski. Féll vinnslan
því brátt alveg niður.
Eins og kunnugt er, hefur ný
veiðitækni gerbreytt síldveiðun-
um. Nú þarf síldin ekki „að vaða“
og ef þessi nýja tækni hefði ekki
komið til, er vafasamt að síld-
veiðar undanfarinna ára hefðu
orðið eins í frásögur færandi.
Hafi opinberir aðilar hinsvegar
getað réttlætt aðgerðir sínar í
verksmiðjumálunum út af Hval-
fjarðarsíldinni, eins og gerðist ein
róma, eru allt önnur og sterkari
rök fyrir hendi nú, um nægilega
árvissa síldveiði hér.
Mér kemur því ekki á óvart
nú, þótt rætt sé um að endur-
reisa Faxaverksmiðjuna, en all-
hvatvíslega þykir mér tekið til
orða, að fordæma vélar hennar
og tæki, sem alónýt..
Menn hafa máske veitt því at-
hygli, að deila reis nýlega milli
forstjóra bandaríska matvæla-
eftirlitsins og verksmiðju þar í
landi, sem framleiðir eggjahvítu-
efni úr margskonar úrgangi
sjávardýra og býður á markað
til tnanneldis. Verksmiðjan, sem
hér um ræðir, byggir á samskon-
ar aðferðum í aðalatriðum, eins
og Faxaverksmiðjan í mjölfram-
leiðslunni, en lýsisvinnslan er
með öðrum hætti, þar sem vatn
og feiti er numið úr fiskholdinu
samtímis (en ekki hvort í sínu
lagi eins og í Faxaverksmiðj-
unni). Hversu geðþekkara yrði
ekki hráefni Faxa, sem væri
mannamatur áður en það færi
í vinnsluna?
í stað þess að hafa á þessu
stigi vangaveltur út af gerla-
vinnslunni úr jarðolíu, tel ég
það skyldu opinberra aðila ríkis
og bæjar, að láta nú fara fram
athugun á því að endurreisa
Faxaverksmiðjuna. Einstaka tæki
kunna að vera orðin úrelt eftir
nærri 15 ár, en eflaust má spara
stórfé með því að kveðja til rétta
sérfræðinga, með „ekstraktion“
fyrir augum, í stað þess að ein-
blína á hina gömlu pressuaðferð,
sem útilokar framleiðslu á mjöli
til manneldis. Sá markaður verð-
ur nú eflaust kannaður betur á
næstunni og á meðan verðum við
að búa okkur undir að notfæra
okkur hann.
Einstaklingar réðust ótrauðir í
það að koma hinum nýju aðferð-
um Faxaverksmiðjunnar á fram-
færi í síldarvinnslunni og síðar
varð einstaklingur brautryðjandi
í síldveiðitækninni nýju. Nú má
vænta þess að það opinbera fari
að taka beinan þátt í þróun
tækninnar, enda á það leikinn
í þessu þjóðhagsmáli.
Á SÍÐASTL. ári keyptu krabba-
meinsfélögin hálfa húseignina
að Suðurgötu 22 fyrir starfsemi
sína. Nú um áramótin hefir
Krabbameinsfélag íslands keypt
allt húsið og sett sig í töluverða
skuld þess vegna.
Með þessu aukna húsrými
verður mögulegt að færast meira
í fang en hingað til og hefur
stjórn félagsins þegar samþykkt
að hefja baráttu gegn tveim
tegundum krabbameina, sem
| farið hafa greinilega vaxandi á
síðasta áratug, krabbamein í
lungum og krabbamein í legi
kvenna. Auk þess eru nú í gangi
víðtækar rannsóknir á krabba-
meini í maga á vegum félagsins.
í undirbúningi er nú að láta
gera kvikmynd um heilsuspill-
andi áhrif reýkinga, og koma
þeirri kvikmynd á framfæri í
öllum barna- og unglingaskólum
landsins.
Hinsvegar er ákveðið að hefja
allsherjarleit að krabbameini í
legi með því að gefa öllum kon-
um á aldrinum 25—60 ára kost
á að láta rannsaka legháls sinn
með frumurannsóknum, og hefja
þá starfsemi í Reykjavík. Um 40
þúsund konur eru á þessum
aldri á öllu landinu. Er áætlað
að þessi fjöldarannsókn geti haf-
izt síðar á árinu í húsi krabba-
meinsfélagsins, sem mun standa
undir öllum kostnaði áf þessum
rannsóknum.
Þó að fjárráð félagsins hafi
batnað til mikilla muna frá því
sem áður var, þá er oss ljóst að
þær framkvæmdir, sem nú
standa fyrir dyrum, muni verða
svo fjárfrekar, að félaginu muni
ekki veita af að fá styrk úr sem
flestum áttum, enda er hér verið
að vinna að almenningshags-
munum, þar sem útlit er fyrir
að unnt verði að halda leg-
krabbameini niðri jafnframt því
sem tilraun verður gerð til að
vernda yngri kynslóðina fyrir
lungnakrabbameini.
í þessu skyni hefur félagið
látið prenta heiðurshlutabréf,
sem er kvittun til þeirra, sem
leggja fram skerf til starfsemi
vorrar.
í trausti þess að margir lands-
menn, sem öðrum betur eru
staddir, verði fúsir að láta eitt-
hvað af hendi rakna til starf-
semi vorrar, höfum við látið
prenta áðurnefnd heiðurshluta-
bréf. Ekki þarf annað en að
síma eða skrifa til félagsins og
tilkynna fjárhæð þá og nafn,
sem setja má á heiðurshlutabréf-
ið og verður það þá sent gef-
anda
Ráðgjafaþing
Evrópuráðsins
RÁI>GJAFAÞING Exrópuráðsins
heldur fundi í Strasbourg 14. til
18. janúar. Er þetta þriðji hluti
14. þings ráðsins. Meðal mála á
dagstkrá er stefna Evrópuráðsins
og efnahagssamvinnu í álfunni.
Framsögumenn um það mál eru
Pflimlin, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakka, og hollenzki
þingmaðurinn Vos. Ýmis önnur
mál eru á dagskrá, t.d. stofnun
evrópskra friðarsveita. Hefur að
undanförnu verið rætt um stofn
un slíkra sveita að bandarískri
fyrirmynd, og er til þess ætlazt,
að þær verði síðar sendar til þró
unarlanda. — Enginn íslenzkur
fulltrúi mun sækja fundi ráð-
gjafaþingsins að þessu sinni.
Stjörnubíó sýnir þessa dagana spennandi og viðburðaríka
ævintýramynd, „Sinbað sæfari". Hún gerist á slóðum kalífa og
prinsessa í Bagdad. í myndinni er og notuð ný upptökuaðferð
(Dynamation), sem víða hefur fengið mikið lof.