Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 15
Miðvikudagur 16. janúar 1963 MORGUNBLAÐ1Ð !5 DÆT T I R IVI OUM SMAI 23,500 kr. bætur eftir bílaárekstur Chaplin (í miðjunni) og synir hans tveir ýta hifreiðinni. Hálka tafði ferð Chaplins EINS OG kunnugt er hefur verið mikil snjókoma og frost víða í Evrópu að undanförnu og lítið hefur dregið úr vetrar hörkunum. Mikil hálka á vegum hefur valdið umferðatruflunum víða í álfunni. Leikarinn frægi, Charlie Chaplin, sem býr Sviss, fékk að kenna á þessu, þegar hann var á leið til skíða1 hótels eins þar í landi ásamt fjölskyldu sinni. Vegurinn til hótelsins lá upp fjallshlíð og þegar komið var upp í hana miðja byrjaði Frá vinstri: Chaplin, Oona ko na hans og dætur þeirra, Gér- aldína, Victoria og Josépliine. indverjar óttast nýja innrás Kínverja þeim rökum, að stjórnandi R-4540 hefði einn átt sök á árekstrinum. í fyrsta lagi hefði ökumaður bifreiðarinnar ekið óhsefilega hratt, sennilega um 60 — 70 km. pr. klst. Hafi svo hraður akstur verið háskalegur og ámælisverður, þar sem hálka var á götunni. í öðru lagi hefði R-4540 verið ekið á bifreið stefn- anda yzt á götubrúninni til vinstri. Hins vegar hefði R-4540 haft nægilegt svigrúm til að aka framhjá hægra megin. Stefndi taldi það fjarri lagi, að sök árekstursins hvíldi óskipt á stjórnandi R-4540. Taldi hann bif reið stefnanda hafa verið ekið út á Miklubrautina og lokað ak- brautinni, án þess að gefa merki. Niðurstöður málsins fyrir rétt- um urðu þær, að bótakrafa stefn anda var tekin til greina og segir svo í forsendum Hæstaréttar: Nýju Delhi, 14. jan. (AP) Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Nýju Delhi, að Kín- verjar hafi neitað að fallast á tillögur þær til lausnar landa- mæradeilunnar við Indverja, sem samþykktar voru á ráð- stefnu sex „óháðra ríkja“ í Colombo á Ceylon fyrir áramót- in. Er jafnvel óttazt að Kínverj- ar kunni að hefja nýja sókn inn í Indland. Forsætisráðherra Ceylon, frú Sirimavo Bandaranaike, er ný- komin til Indlandis frá Peking, þar sem hún skýrði tillögur sex- ríkjanna fyrir Chou-en-lai, for- sætisráðherra og stjórn hans. Hafa Kínverjar verið ófúsir að fallast á það að Indverjum verði heiimilað að flytjast aftur til ým- issa landssvæða, sem Kínverjar hertóku áður en vopnahlé komst á í síðasta mánuði. Frú Bandaranaike hefur lagt tillögur sex-ríkjanna fyrir Nehru forsætisráðherra, sem ákvað að leggja þær fyrir indverska þing- ið. f frétt frá Tokyo er það haft eftir kínverska útvarpinu að Kínverjar haldi áfram að flytja herlið frá Indlandi. Segir í frétt- inni að við landamæri Tíbet hafi kínverskir hermenn hörfað rúmlega 200 kílómetra sam- kvaemt ákvæðum vopnabléssamn inganna. „Ljóst er af gögnum málsins, að ökumaður bifreiðar (stefnda) missti stjórn á henni á hálum veginum vegna of hraðs og ógæti legs aksturs með þeim afleiðing- um, að bifreiðin skall aftan á bifreið stefnanda. Ósannað er, að staða bifreiðar stefnanda og akst- ur hans hafi verið með þeim hætti, að áhrif eigi að hafa á skaðabótaskyldu (stefnanda“. Óskar Sigurðsson var þvl dæmdur til að greiða Hannesi Guðleifssyni kr. 23.561.62 í bætur ásamt vöxtum og kr. 7.100.00 i málskostnað fynr baóum rétt- um. bifreiðin að spóla á hálum veg inum. Bílstjórinn steig benzín ið í botn, en allt kom fyrir ekkL Farþegarnir stigu því út úr bifreiðinni og Chaplin og synir hans tveir ýttu henni yfir örðugasta hjallann. KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er Hannes Guðleifsson, bifreiðar- stjóri Sogavegi 52 höfðaði gegn Óskari Sigurðssyni, Hvassaleiti 26 til greiðslu skaðabóta að fjár- hæð kr. 23.561.62. Mál þetta er risið út af bifreiðaárekstri, er átti sér stað á Miklubraut. Málavextir eru sem hér segir: Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hinn 28. jan. 1961 um kl. 15.40 hafi hann ekið bifreið sinni, sem er 6 manna Chevrolet fólksbif- reið, austur Miklubraut í Reykja vík. Er hann átti skammt ófarið að Seljalandsvegi, hafi hann stöðvað bifreiðina yzt á sínum vinstri götujaðri. Þar hafi hann beðið í um það bil 4 mínútur eftir bróður sínum, sem hann átti von á. Er hann taldi þýðingar- laust að bíða lengur hafi hann ákveðið að aka af stað. Hafi hann sett bifreiðina í fyrsta ganghraða stig, en vélin var á gangi meðan hann beið. Áður en hann tók bifreiðina af stað hafi hann litið til hægri og aftur fyrir sig til þess að athuga umferð. Sá hann þá bifreið R-4540 koma akandi aust- ur Miklubrautina á u.þ.b. 60 km. hraða, að því er hann taldi og stefna á sína bifreið. Varð hann ekki var við, að ökumaður hinnar aðvífandi bifreiðar drægi úr hrað anum fyrr en hún var komin rétt að bifreið stefnanda. Kvaðst stefn andi hafa tekið bifreiðina aðeins af stað, en stigið á tengslið von bráðar til þess að draga úr árekstrinum, sem hafi verið yfir- vofandi, en ekki hafi verið tími til að aka undan bifreiðinni og forða þannig árekstri. Skipti það engum togum, að bifreiðin ók á bifreið stefnanda og urðu all miklar skemmdir á báðum bif- reiðunum. Bifreiðin R-4540 var eign stefn anda, en hann ók henni ekki sjálfur í umrætt skipti. Ökumað- ur bifreiðarinnar skýrði svo frá, að hann hefði séð bifreið stefn- anda í allmikilli fjarlægð og þá ekki séð betur en að bifreiðinni væri ekið hægt áfram. Hann hafi þó áttað sig á því, þegar hann var kominn all nálægt bifreið- inni, að hún hafði staðið kyrr, en væri að aka af stað. Vegna hálku kvaðst ökumaðurinn ekki hafa getað dregið nægilega úr hraðanum og hafi bifreiðina lát- ið illa að stjórn vegna hálkunn- ar. * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR A KVIKMYNDIR * ir KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR * GAMLA BÍÓ: Fórnarlambið (The Scapegoat) Aiec Guiness, einn alilra snjall- asti og skemmtileigasti kvik- myndaleikari Breta, leikur í mynd þessari tvö hlútverk, John Barratt, enskan háskólakennara, og Jacque de Gue, barón. Barr- ett er í suimarleyfi í Frakklendi og í Le Mans hittir hann tvífara sinn, Gue barón. Býður baróninn Barratt upp á glas af víni á veit- ingaikrá. Lýkur því svo að Barr- att verður ofuröiva og vaknar úr vímunni í hótedherbergi, klædd- Bonn, 14. janúar (NTB) — Adenauer kanzlari Vestur-Þýzka lands ræddi í dag við George Ball aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er sérstak- ur sendifulltrúi Kennedys for- seta. Að loknum vlðræðunum, skýrði kanzlarinn frá þvi að V- Þjóðverjar væru reiðubúnir að taka upp samvinnu við önnur ríki Atlantshafsbandalagsins um að koma upp sameiginlegum kjarn- orkuher. Viðræður þessar eru í beinu framhaldi af viðræðum þeirra Kennedys og Macmillans forsætis ráðherra Bretlands í Nassau fyrir skömmu. Þar bauðst Kennedy til að láta Breta fá bandarískar Pol aris eldflaugar, en hvatti jafn- framt til þess að NATO löndin reyndu ekki hvert í sínu lagi að koma sér upp kjamorkuvopnum, heldur ynnu að því að búa sam- eiginiegan herafla sinn sem bezt út. ur fötuim barónsins og með per- sónuskillríki hans, en sjálfur er baróninn horfinn. Bifreiðarstjóri barónsins kemur til að sækja hús bónda sinn, og reynir Barratt að koma honiuim í skilning um að hann sé ekki baróninn, en árang- urslaust. Barratt kemst ekki hjá því að fara í bifreiðinni heim til barónsins, en þar eru fyrir frú hans og dóttir og gömul móðir barónsins, sem er morfínisti. Neyðist nú Barratt til þess að leifca hlutverk barónsins. Þar eð enginn trúir fullyrðingu hans að hann sé allt annar maður. En nú bregður svo við að öllum finnst „baróninn" vera orðinn að betri manni, og heimilislífið og „hjóna- lífið“ breytist að sama skapi. Jafnvel ástmey barónsins fagn- ar breytingunni ákaflega. Dag einn gerist sá sviplegi atburður, að barónsfrúin fellur út um glugga og bíður bana. Syistir hennar ásakar „baróninn" um að hafa myrt hana, en lögreglan er ekiki á sama rnáli. Seinna er Barr att kallaður í síma, og er sá sem talar, hinn raunverulegi barón. Biður hann Barratt að hitta sig á vissum stað. Barratt fer þang- að, en það sem honum og barón- inum fer á milli, verður ekki rakið hér. Mynd þessi er býsna skemmti- leg, vel gerð og í henni töluverð spenna. Hún er einnig mjög vel leifcin, og þá einkurn hlutverk þau, sem Guiness fer með og hlut verk gömlu barónsfrúarinnar, sem Bette Davis leikur. Myndin hefur verið ágætlega sótt, enda hygg ég að flestir mimu mér sammála um að hún sé með betri myndum sinnar tegundar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.