Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 17
Miðvikudagur 16. Janúar 1963 MORCVM2LAÐ1Ð 17 Sigurður JónasSon bóndi Svansvík — Minning F. 14/6 ’86 d. 9/1 1963. HÚN kom ekki að óvöru til vina og kunningja fréttin um andlát hans. Nú um allmörg undanfarin ár voru starfskraftarnir farnir, og ofaná ásótti hann sjúkdómur hans, sem læknar og vísindi þeirra réðu ekki við þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, undir lækn- isumsjá réðu ekki við. 1 Þessi dugmikli maður bognaði undan harðri baráttu og athafna- eömu lífsstarfi, sem jafnan var sótt af miklum dug og áhuga, sem einkenndi hann jafnan. Um hálfa öld stóð hann framar- lega í fylkingu bænda í sveit sinni og héraði, um allan-búnað, enda búinn miklu kappi, og at- orku við þau viðfangsefni er hann vann að. Jafnan var hressilegur blær yfir framkomu hans og viðmóti, hlýr og gamansamur, og lagði gott til manna og málefna, stóð traustur að öllu, sem hann átti við, og allir treystu honum. Slík- ir kostir og hæfileikar, eru hverju byggðarlagi traustir horn steinar, sem afkoma og framtíð þess byggist á. Þann sess skipaði hann ávallt með mikilli sæmd, sem samtíðin mat og mundi. Sigurður var fæddur í Svans- vík 14. júní 1886, sonur Jónsisar bónda þar, og Friðgerðar Sigurð- ardóttur frá Bjarnarstöðum. Ungur að aldri sá hann að baki báðum foreldrum sínum, en fluttist þá að Reykjarfirði hér í sveit, og var þar um langt skeið, hjá Ólafi Jónssyni og Evlalíu Kristjánsdóttur, merkis- hjónum er lengi bjuggu þar. Snemma vandist hann miklum störfum, og ýmiskonar umsvif um á athafnasömu heimili er varð hollur skóli fyrir dugandi unglinga. Eins og þá var algengt, var jöfnum höndum stundaður He!ga Magnúz- dóttir Ijósmóðir Kveðja frá syni Fædd 19. 8. 1891. — Dáin 28. 12. 1962. í sveitinni fyrir austan lék hún sér lítið barn og lagði að vanga fuglinn, sem braut sinn væng á steini. Hreinum barnsins augum hún renndi um rifahjarn og reyndi að finna tilgang í hverju lífsins meini. Svo gekk hún fram með sjónum við hýran Hafnarfjörð og hlúði að fölum blómum, sem greru milli steina. Hún var í sinni fátækt svo vel af guði gjörð að geta sífellt varið heill þess smáða og eina. Svo brá hún hreiðurkörfu, sem brutu ei veðrin stinn, með brotalausum vilja hinnar ungu móður. Þá lék hún sér í grasi við litla drenginn sinn og lofsöng grómagn vorsins, og það var kærleiksóður. Það horfðu vetrarstjörnur um stafn á litlum bæ, er stóð þarna 1 fjöru við kyrra bláa sundið. — Og árstíðirnar liðu í sveit við þennan sæ, síðan þá var lífið hér traustum rótum bundið. Hún fann á sínum vegi mörg föl og lítil strá og fátæklega einmana hríslu. í sínum garði. Hún þráði að eiga gleði og gæfu fyrir þá, sem greru á veikum rótum í mannlífsfúabarði. Þolgæði sem hetja hún hlaut í vöggugjöf og hlýðni við hinn góða, sem hún trúði að væri hinn sterki. Já, Kristur var sá hirðir, sem út á yztu nöf hún ætíð hafði með sér í hverju kærleiksverki. Og nú er brautin gengin og brosið sézt ei meir, sem bræddi tíðum klakann úr skauti mæddrar sálar. Nú khppt hefur á þráðinn sá dauðans granni geir, sem geigar ei að lokum, en feigð á veginn málar. Hún vann sín störf af trúmennsku og gerði sem hún gat, og guð einn veit um launin, sem henni eru búin. En það, sem hún í okkar hópi mest af öllu mat var manndómur og kærleikur, en framar öllu trúin. Ó, móðir, sem í bernsku minni hlýjaði drengsins hönd, hlúði að á kvöldin og strauk svo mjúkt um vanga. Nú eru, að loknu stríði hennar,brostin jarðar bönd. Nú breiðir drottinn Kristur frið á veginn langa. Ennþá mun í sálum margra blómstra hennar blóm og blika daggartár í krónum þeirra á vorin. Hér stendur lítill drengur með ljóða sinna óm og langar til að flétta úr honum sveig á gengnu sporin. Magnús Einarsson. Guðmundur H. B. Mugnússðn sjávarútvegur samhliða landbún- aðarstörfum og tók Sigurður fljótt þátt, stundaði sjóróðra á vertíðum, og var hann um tíma formaður, fórst honum það vel eins og annað er hann tók sér fyrir hendur. Árið 1919 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni Bergþóru Jónsdóttur, höfðu þau verið sam tímis um allmörg ár í Reykjar- firði. Hófu þau búskap árið í Botni hér í hreppi erfiðri hey- skaparjörð, landstórri og land- góðri, en á marga lund fremur erfið til búskapar, útheimti erfiði og mikils fénaðarferð, því afrétt Mjóafjarðar liggur þar fram af. Fljótlega bjuggu þau þar góðu myndabúi, höfðu gagnsaman bú- fénað, og með dugnaði og fyrir- hyggju varð afkoman í samræmi við þau búhyggindi. Heimili þeirra var ávallt hið myndarleg- asta, og öll búsýsla þeirra bar þeim góðan vitnisburð. Jörðin lá við afréttina, og þótti gangna- mönnum gott til þeirra að koma, þreyttum og oft illa á sig komna eftir hinar slarksömu fjallaferðir, var þeim tekið opnum örmum, og veitt sú aðhlynning, sem bezt mátti verða. Árið 1945, fluttust þau búferl- um, að Svansvík, og festu kaup á þeirri jÖrð. Hófu þau þar fljót- lega allmiklar umbætur á jörð- inni einkum með aukinni rækt- un, sem varð um árabil hin mesta sem gerð var. Jók hann túnið með nýrækt og öðrum að- gerðum mikið. Búskap hélt hann þar til fyrir tæpum 2 árum er hann hætti búskap og fékk jörð- ina í hendur Jóhannesi Guðna- syni, fóstursyni þeirra hjóna. Þau hjón Sigurður og Berg- þóra eignuðust 1 dóttur barna Friðgerði, sem er búsett kona á Isafirði gift Kristmundi Gísla- syni bifreiðarstjóra. Auk þess ólu þau að^hiklu leyti upp 4 fóstur- börn, sem eru Jóhannes bóndi í Svansvík, Kristinn Jónsson, for stjóri Flugfélags íslands á Akur- eyri, Guðfinnu Bjarnadóttur, búandi kona í Garðhorni 1 Eyja firði og Halldór Kristjánsson iðn aðarmann á Akureyri. Eru öll þessi 3 síðasttöldu gift í sínum heimaby ggðum og eiga fjölda barna. Reyndust þau hjón þessum fósturbörnum hin umhyggjusöm ustu, og studdu þau á allan hátt Auk þessara barna voru oft á heimili þeirra önnur börn styttri og lengri tíma og áttu þar góðan samastað. í heild sinni skiluðu þessi merkishjón miklu dagsverki til sambúðarinnar, og studdu að velfarnaði síns byggðarlags. Um langt árabil tók Sigurður allmikinn þátt í félagsmálum síns sveitarfélags og þótti þar góður liðsmaður, sanngjarn og til lögugóður, þakka ég honum langt samstarf um sveitarmál- efni, er ég minnist jafnan með þakklæti, sem hins ágætasta samstarfsmanns. — Nú er sæti hans autt, er ávallt var vel skipað. í dag þann 16. janúar, fer fram jarðarför hans frá sóknarkirkju hans í Vatnsfirði. Hann vann þessari sveit allt allt sitt æviskeið. Rólegur og æðrulaus tók hann hinum erfiðu hlutskiptum síðustu árin, er sjúkdómur og líkams- hrörnun sóttu að. Ég - þakka honum langa sam- leið, og samskipti og bið hon- um guðsblessunar í hinu nýja lífi bak við móðuna miklu. Blessuð veri minning hans. Páll Pálsson. Moskvu, 14. jan. (AP) Að minnsta kosti fjórar rúss- neskar orustuþotur af gerðinni Mig-21 eru á leið með skipi frá Odessa við Svartahaf til Ind- lands Eru þær væntanlegar til Indlands eftir tvær vikur. AlLs hafa Indverjar keypt sex þotur af Rússum, en auk þess er ætlun in að koma upp samsetningar- smiðju fyrir Mig-21 þar í landi. F. 7. 5. 1916. D. 9. 12. 1962 Mér barst sú fregn 10. desem- ber sl., að Gunni, eins og hann var jafnan kallaður, hefði and- azt að kvöldi 9- desember á Víf- ilsstöðum. Mun fáum hafa komið þessi fregn á óvart, því hann hafði átt við vanheilsu að stríða frá fæðingu, og dvalizt á sjúkra- húsum vikur, mánuði og árurn sarnan, og nú síðast á Vífilsstöð- um í nær tvö ár. Svo erfiðir hafa þessir sjúkdómar verið, að oft hefur honum ekki verið hugað líf. Ég rná með sanni segja, að það megi kallast kraftaverk, að hann skyldi lifa í rúm 46 ár. En svo er fyrir að. þakka að hann var gæddur sérstakri þolgæði, stillingu og þrautseigju, sem styrkti hann svo mjöig í þessari erfiðu lífsbaráttu, auk sterkrar trúar á batnandi heilsufar. Guð- mundur Helgi Bjarni, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 7. maí 1916 í Naustahrauni Norð- firði, sonur hjónanna Magnúsar GuSmundssonar frá Fannardal og Önnu Aradóttur frá Nausta- hrauni. Hann var elztur 11 syst- kina, og eru nú 7 eftir í tölu lif- enda. Hann ólst upp í foreldra- húsum við erfið skiilyrði og kröpp kjör eins og önnur alþýðubörn þeirrar tíðar. Ungur fór Gunni að reyna að sjá fyrir sér, réðist hann til sjóróðra á vélbátum, fyrst tii Raignars Bjarnasonar í Naustahrauni og síðan til Jóns Benjamiínssonar á Norðfirði, Hjá þeim var hann í nokkur ár, og má með sanni segja að það hafi verið gæfa fyrir heilsuveilan ungling að lenda undir stjórn þessarra ágætismanna. Mér er það minnisstætt hversu vel hann tailaði um þessa húsbændur sína, eins og alla hina, sem síðar urðu. Síðan lagði Gunni land undir fót, fyrst norður í land, stundaði þá ýmis störf á sjó og landi eftir því sem heilsan leyfði það skiptið. Síðutu árin var hann innheimtu- maður hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands. Guðmundur þótti sér- staklega öruggur og trúr í störf- um, samfara geðprýði og prúð- mennsku, sem hann bjó yfir í ríkum mæli, leitun mun vera til samanburðar. Gunni var gefinn fyrir bækut og átti hann all skemmtilegt safn góðra bóka. Hann var íhugull og gætinn, tók sjaldan ákvarðanir nema eftir langa og vandlega yfirvegun, einstaklega tryggur og góður félagi. Það sýndi bezt hvað öll börn voru fljótt hænd að honum. Gunni átti marga trygga vini og félaga, sérstaklega er mér minnisstæð sú tryggð, er hann tók við yfirmenn sína og vinnufélaga hjá Sjóvá, enda munu þeir hafa reynzt honum hjálplegir og góðir í veikindum hans. Nú munum við félagar þínir og vinir og ættingjar fylgja þér síðasta spölinn með söknuði og virðingu. Við þökkurn þér góð störf, trúmennsku, tryggð og hjálpsemi og góðar samveru- stundir liðinna ára. Systkini þakka þér bróðurástina, og móð- ir þín stígur þung spor að hvílu þinni og minnist hún litla drengs ins, sem hún bar á örmum sér, sjúkan og sáran, öll barnsárin. Við biðjum öll góðan guð að blessa þig og minningu þína, og óskum þér góðrar heimkomu og end'urfunda. Vinur. -PHILCO- A Subsidiary of Ford Motor Company KÆ LISKÁPAR Höfum fyrirliggjandi margar stærðir af PHILCO kæliskápum. Allt frá 4,5 cub.ft til 12,2 cub.ft. Útsölustaðir í Reykjavík: E . JOHNSON & KAABER hA Sætúni 8 — Sími 24000. ttdMÆfyS'ifsP! Hafnarstræti 1 — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.