Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 3
Laugardagur 26. janúar 1963
MORGVN BL AÐIÐ
3
í GÆRMORGUN var Valberg
Sigurmundarson, sem saknað
var á trillúbáti á leið frá
Korpúlfsstöðum til Reykja-
víkur og Slysavarnafélagið
leitaði í fyrrinótt, enn ófund-
inn. Um kl. 1 var svo tilkynnt
frá Björgun h.f., sem er í
Vatnagörðum, að hreyfing
sæist úti í Viðey og rétt um
leið hringdi kona Henrys
Hálfdánarsonar, sem hafði
vaktað eyjuna með sjónauka
frá húsi sínu við Kambsveg
og hafði einnig séð mann á
ferli þar. — Var þar Valberg
Sigurmundarson heill á húfi
og bátur hans lá í fjörunni,
eitthvað smávegis brotinn.
Björgunarsveit Slysavarna-
félagsins var að koma í bæ-
inn, eftir að hafa lokið við að
leita það af fjörunum með
Vogunum, sem eftir var um
Valberg er kominn um borð i björgunarbátinr. Gisla Johnsen úr Viðey. Hjá honum .
standa Baldur jónsson, formaður björgunarsveitarinnar til vinstri og Sigurjón Árnason,
skipstjóri á Gaut, sem hafði skipstjórn á björgunarbátnum í þessari ferð.
0
STAKSTEII\EAR
Hótanirnar hafnar
í gær birtist ritstjórnargrein
í kom.múnistamálgagninu, sem
endar þannig:
„Og ætli gróðakarlarnir sér
þá dul að þvælast fyrir eðlileg-
um lagfæringum á kjörum verka
fólks og sjómanna, sem standa
undir hinni gífurlegu verðmætis
sköpun og gróðamyndun, sem
nú fer fram í þjóðfélaginu, get-
ur farið svo að valdi hins vinn-
andi manns, valdinu til að vinna
þá og þegar honum sýnist, verði
fyrr en varir beitt til að sækja
þann rétt til lífsgæða og sóma-
samlegs vinnutíma, sem íslenzk
alþýða veit að hún á skilið. Þá
getur launaskriðið orðið að ó-
stöðvandi launaskriðu".
Þannig er það ljóst, eins og
Morgunblaðið benti á, þegar
samkomulag hafði orðið um
hækkun launa verkamanna, að
kommúnistum er meinilla við
þessa hækkun og samþykktu
hana einungis, vegna þess að
kosningar voru framundan í
Dagsbrún, og þeir vissu, að þeir
myndu bíða algjört afhroð i
þeim kosningum, ef þeir höfn-
uðu kjarabótunum.
Hvað verður eftir
Svaf í hesthúsi með kindur
til hlýinda
nóttina, en þá höfðu þeir hætt
kl. 3. Höfðu þeir ætlað að
sækja bátinn Gísla Johnsen
til að fara í Viðey, þar eð þeir
höfðu ekki komizt þar í land
kvöldið áður. Ruku þeir nú
hið snarasta af stað á björg-
unarbátnum, en fréttamenn
Mbl. fylgdu á eftir á Magna.
Vélin bilaði
Viðey var heldur hryssings-
leg er að var siglt, hvítir
skaflar í hlíðum. Rétt niður
undan bænum sást þriggja
tonna bátur, vel dreginn upp
í fjöru. Valberg sjálfur var
hinn hressasti er hann klifr-
aði upp í Gísla Johnsen, vel
klæddur og í olíufötum, og
fékk heita kjötsúpu úr dós
hjá björgunarsveitarmönnum.
Hann kvaðst hafa hafzt við
í hesthúsi um nóttina, eftir að
vélarbilun varð í bát hans og
hann rak á land. Sagðist
honum svo frá:
— Við fórum að heiman um
11 leytið á fimmtudagsmorg-
un með pramma aftan í bátn-
um og var ætlunin að sækja
hesta út í Akurey. Ætluðu
Korpúlfsstaðamenn að koma
á öðrum bát. Þeir m'ðu að
snúa frá vegna veðurs og við
fórum í land á Korpúlfsstöð-
um, þar sem tveir félagar
mínir fóru í land og við skild-
um prammann eftir,
— Hvarflaði ekki að þér
að skilja bátinn líka eftir þar
og sækja hann seinna? Það
hefur verið komið slæmt veð-
ur.
— Jú, það hafði farið að
hvessa upp úr hádeginu og,
ég var að hugsa um það, því
mér fannst veðrið slæmt. En
mér er alltaf illa við að skilja
bátinn eftir annars staðar en
í heimahöfn og það varð úr
að ég fór á honum. Skömmu
eftir að ég lagði af stað fór
vélin eitthvað að neista út og
ég fékk í mig smávegis raf-
magn. Einu sinni stöðvaðist
hún, «n ég kom henni í gang
aftur og allt gekk vel út fyrir
Viðey. Þá stanzaði hún aftur.
Rak nærri á sker
■—• Hvernig var veðrið þá?
— Þá var komið mikið rok
með éljum og kolamyrkur.
Ég hafði legufæri úti og eftir
að vélin fór að ganga, varð
ég að fara aftur á til að ná
drekanum upp. Rétt þegar
hann hafði losnað, virtist sem
vélin ætlaði aftur að stoppa
og ég varð að hlaupa að
henni. Þegar ég svo leit upp,
sá ég að mig var að reka á
sker. Ég lét þá vélina ganga
eins og ég gat og slapp við
skerið, en skrúfan nam við
botn.
Þá var ég kominn svo ná-
lægt Viðeynni að ég gat látið
reka upp í fjöruna. Ég kast-.
aði mér í sjóinn með festing-
una í höndunum þegar bátinn
tók niðri. Útsogið ætlaði að
rífa hana af mér, en ég komst
í land. Eftir að ég var búinn
að ganga svo frá bátnum að
hann brotnaði ekki meira en
hann gerði í lendingunni, þá
fór ég upp í hesthúsið og kom
mér þar fyrir.
— Af hverju hesthúsið. Eru
ekki önnur þægilegri hús í
Viðey?
— Mér er engin launung á
því. Ég var þar vegna þess að
þar voru nokkrar kindur inni
og ég gat haft velgjuna af
þeim. Eftir að ég hafði birgt
dyrnar var þetta ágætt.
— Hafðirðu nokkurn mat?
— Nei, hann blotnaði allur,
en ég hafði svolítinn kaffi-
dreitil á hitaflösku. Það
væsti ekkert um mig.
— Var ekki vitlaust veður?
— Jú, veðrið lamdi hest-
húsið, og járnplötur og drasl
fauk framhjá. Fram eftir
kvöldi sá ég öðru hverju ein-
hverja ljósglampa úti, og vissi
þá að farið væri að leita. En
UM hádegi í gær var útsynn-
ingurinn að fjara út hér á
landi og jafnvel kominn hláku
bloti með 1—3 st. hita á SV-
landi. Mjög djúp lægð er við
v-strönd Grænlahds og hreyf-
ist hratt N eða NNA eftir. Er
því gert ráð fyrir allhvassri
S eða SV-átt hér á landi og
hlákublota. sem eetur bó orð-
ég gat ekki gert vart við mig,
því eldspýturnar höfðu blotn-
að og eins vasaljósið.
— Hvað varstu þarna lengi?
— Klukkan hefur verið um
7 um kvöldið, þegar ég var
búinn að ganga frá bátnum
og. koma mér fyrir, og nú er
klukkan um hálf þrjú síðdeg-
is þegar björgunarmenn koma
að sækja mig.
— Ertu mikið á ferðinni á
þessari trillu hér á Sundun-
um?
— Já, ég er búinn að eiga
hana frá upphafi, eða síðan
1942 og hef oft róið á henni.
Ég á kindur úti I eyjunum
og fer oft á milli. Annars hef
ég notað hana miklu minna
síðustu 6 árin.
— Hefurðu lent í slíkum
ævintýrum áður?
— Nei, nei. Maður hefur oft
fengið vont í sjóinn, en ekki
annað. Allt hefði líka gengið
vel í þetta sinn, ef vélin hefði
ekki bilað.
— Er við skildum við Val-
berg var hann að drekka kaffi
með björgunarsveitinni í
Slysavarnahúsinu, kominn í
þurra volga peysu af Baldri
Jónssyni, formanni sveitar-
innar. Og Henry Hálfdánar-
son var búinn að tilkynna
heim til hans að hann væri
heill á húfi og yrði ekið heim
fljótlega.
ið skammvinn, því að mjög
kalt er í veðri vestan hafs,
t. d. 25 st. frost í Gæsaflóa á
Labrador. Dökka svæðið út
af Vestfjörðum sýnir hafís-
beltið meðfram austurströnd
Grænlands samkv. síðustu
fréttum. Þ3>ð er um 60 sjó-
mílur frá Straumnesi.
kosningar?
Með hliðsjón af orðum þeim,
sem vitnað er til hér á undan,
er ljóst, að kommúnistaflokkur-
inn hyggst gera tilraun til þess
að hleypa af stað nýrri kaup-
gjaldsskriðu, sem mundi vaida
þvi að kjarabætur þær, sem
verkamenn nú hafa fengið,
rynnu út í sandinn. Sjálfsagt yrði
reynt að fá aðrar stéttir til að
gera hærri kröfur en samið hef-
ur verið um við Dagsbrún, þann-
ig að kjör verkamanna lækkuðu,
borið saman við laun annarra.
Það er einmitt þessi hætta, sem
verkamenn þurfa að bægja frá
í kosningunum nú um. helgina.
Þeir mega ekki láta þá sögu end-
urtaika sig, að alfir aðrir fái
meiri kauphækkanir en þeir og
þannig í raun réttri kjarabætur
á þeirra kostnað. Þeir verða
þess vegna að sýna það með
atkvæði sínu, að þeir aðhyllast
ekki stefnu þá, sem kommúnista-
málgagnið boðar. Þeir verða að
rýra svo fylgi núverandi stjórn-
enda í Dagsbrún, að þeim verði
Ijóst, að ekki þýði að halda verk-
fallastefnunni áfram, heldur beri
að vinna að kjarabótum.
Ber ekki saman
Kommúnistamálgagnið hefur
það í gær eftir Eðvarði Sigurðs
syni, að hann hafi sagt,
að kauphækkun sú, sem
verkamenn fengu 1. júní
sl. muni til jafnaðar hafa verið
um 10% en í október hafi verð-
lag hækkað um 8%. En á öðr-
um stað í blaðinu segir:
„1. júní í fyrra gerðu verka-
menn nýja samninga, sem voru
yfirleitt taldir jafngilda 9%
kauphækkun .Á þeim tima, sem
síðan er liðinn, hafa komið til
framkvæmda verðhækkanir, sem
nema 9,5%.“
Moskvuntálgagninu ber þannig
ekki saman við formann Dgsbrún
ar, enda fullyrðingar beggja lítt
rökstuddar. En setjum svo, að
verkamenn hafi haldið eftir 2%
af þeim hækkunum, sem þeir
fengu i fyrra eins og Eðvarð
Sigurðsson segir, þá sjá menn
hve miklu heppilegra er að fá
nú 5% sem raunhæfar kjarabæt-
ur og doka síðan nokkuð við með
frekári kröfugerðir, þar til meiri
árangur er oðinn af viðeisninni
og unnt að hækka launin frekar,
án þess að allt fari úr skorðum
og kauphækkunin hverfi í nýj-
um verðhækkunum .Kauphækk
anirnar nú endast líka betur
vegna þess að það eru aðeins fá-
ar stéttir, sem fá þær og þar af
leiðandi hafa þær ekki slík á-
hrif á verðlagið sem heildarkaup
hækkanir hafa
I NA IS hnúitr
I v SV 50hnútar
X Snjókoma \7 Stírir m*'9»
t OÍÍ l£ Þrumur
KuUatki!
H Hmli
LJssL