Morgunblaðið - 26.01.1963, Blaðsíða 6
MmtCVlSBLAÐlÐ
Cauear<ía?ur 26. janúar 1963
„Viljum ábyrgari kjara-
baráttu og nýjar leiöir
— segsr
formannsefni B-iistans
MORGUNBLAÐIÐ hitti Bjöm
Jónsson, formannsefni B-listans
í Dagsbrún, að máli í gær og
spurði hann nokkurra spurninga
varðandi málefni verkamanna í
Reykjavík.
★ ★
— Hvað er langt síðan þú fórst
að vinna verkamannavinnu í
Reykjavík?
— Ég kom hingað árið 1930
og fór þá strax að vinna við
höfnina.
— Gekkstu þá strax í Dags-
brún?
— Ég var aukafélagi fram til
ársins 1933, en varð þá aðalfé-
lagi. Hef lengstum upp frá því
stundað ýmiss konar verka-
mannavinnu í Reykjavík.
— Hvernig var ástandið þá
meðal verkamanna í Reykjavík?
— í>etta voru erfið ár, kreppa
og oft atvinnuleysi. Ýmsir höfðu
ekki vinnu nema hálft árið. Það
er talað um vinnuþrælkun nú,
en sem betur fer er ástandið nú
í engu líkt því, sem þá var. Erf-
iðið var margfaldlega meira á
þeim tímum, enda allt unnið í
höndunum, en nú hefur tæknin
gerbreytt þessu. Saltburður og
ýmis önnur vinna var hreinasti
þrældómur.
— Hvernig var starfsemi Dags
brúnar háttað þá?
— Hún var sterkt félag, og
menn á vinnustöðum urðu henn-
ar meira varir nú en þá. Ég man
t.d. þegar Sigurður Guðmunds-
son var ráðsmaður Dagsbrúnar.
Hann var alltaf á ferðinni, fylgd
ist vel með öllu og gætti þess
vel, að enginn væri í vinnu
nema hann væri félagsmaður í
Dagsbrún.
— Nú hafa alls staðar orðið
miklar framfarir síðan á fjórða
tugi aldarinnar, bæði í tækni-
legum og félagslegum efnum.
Róið ó hverj-
um degi í 3
vikur
Húsavík, 25. janúar.
ÞAD mun einsdæmi, að þrjár
fyrstu vikurnar í janúarmán-
uði var róið til fiskjar héðan
alla daga og oftast i mjög
góðu veðri.
En í dag er fyrsti landlegu
dagurinn í þessum mánuði
vegna óveðurs. Afli hefur ver
ið sæmilegur.
Hríðarveðrið, sem talað hef
ur verið um að hafi verið á
Norðurlandi i dag hefur ekki
,náð hingað. Fréttaritari
Finnst þér Dagsbrún hafa fylgzt
með þessari þróun, hafa orðið
framfarir þar eða stendur hún
í stað?
— Nánast finnst mér hafa orð
ið afturför. Verkamenn verða
minna varir við áhrif félagsins
nú, félagsstarfsemin hefur minnk
að og engin nýmæli tekin upp.
— Hvemig hefur gefizt að
hafa sömn valdaklíku einráða i
félaginu í tvo áratugi?
• — Þessi forysta hefur nú ekki
haldið betur á spöðimum en það,
að eftir hennar eigin sögn ber-
um við lakastan hlut frá borði.
Við höfum staðið í stað.
—. Núverandi forystumenn
Dagshrúnar em stjómmálamenn,
þingmenn og bæjarfulltrúar, en
hafa þeir kynnt sér félagsmál-
efni verkamanna, t.d. erlendis,
hvemig á að reka verkalýðsfélag,
og hafa þeir kynnt sér hagfræði-
legan gmndvöB hagsmunabar-
áttunnar? Hafa þeir t.d. athug-
að ákvæöisvinnufyrirkomulagið,
hagræðingu, samstarfsnefndir og
annað slíkt, sem efst er á baugi
hjá öllum verkalýðsféiögum í
öðrum löndum?
— Nei, mér vitanlega hafa þeir
ekki gert neitt af þessu, þótt ó-
trúlegt sé, og það, sem verra er:
Þeir hafa ekki hirt um að fá
aðgang að sérþekkingu, sem
þeim er vitanlega alveg bráð-
nauðsynleg. T.d. starfar enginn
hagfræðingur á vegum félagsins,
þó ekki væri nema að öflun upp
lýsinga.
— Nú segir það sig sjálft, að
pólitíkusarnir í stjóm Dagsbrún-
ar hljóta að eyða talsverðum
tíma í stjórnmálastarfsemi sína.
Gengur það ekki út yfir félags-
starfsemina?
— Jú, auðvitað, og þeir hugsa
kannske mest um að treysta póli
tíska aðstöðu sína á kostnað Dags
brúnar. En pólitík á að mínu
viti alls ekki heima í verka-
lýðsfélögum. í Dagsbrún eru
við völd menn úr einum póli-
tískum flokki. Þeir eru einráðir
og hugsa fyrst og fremst um
hagsmuni þess flokks, en ekki
félagins. Þess mætti nefna mý-
mörg dærni.
— Telurðu, að verkamönnum
hafi fjölgað nægilega í Dagshrún
miðað við hina geysilegu fjölg-
un, sem orðið hefur hér í Reykja
vík?
— Alls ekkL Mér er persónu-
lega kunnugt um fjölmarga
menn, sem standa utan við Dags
brún, en ættu að vera í félaginu.
— Hver er ástæðan?
— Eftirlitið er ekki nægilegt,
og varla önnur ástæða fyrir því,
en stjórnin telji sér hag í því
að halda þeim fyrir utan félagið.
— Hafa þessi stóru verkföll
verið nauðsynleg, og hafa þau
borið árangur?
— Reynslan sýnir, að sá árang
ur, sem náðst hefur með þeim,
hefur horfið aftur jafnhraðan í
sjálfan sig. Það hefði verið betra
að taka minni stökk og halda þá
því, sem næst. Hin stóru verk-
föll hafa brugðizt sem baráttu-
aðferð.
— Nú eru teknar mikilsverðar
ákvarðanir á Dagsbrúnarfund-
um, sem geta varðað hag allra
landsmanna. Hvemig eru málin
lögð fram, reifuð, rædd og af-
greidd á fundunum?
— Mikið vantar á, að málin
séu lögð fyrir á réttan hátt. Þau
eru aldrei lögð hlutlaust fyrir,
heldur er eitt sjónarmið jafnan
túlkað um leið, ekki miðað við
réttar tölur í útreikningum o.s.
frv. Andrúmsloftið er oft þannig
á fundunum, að hæpið er, að
hægt sé að koma öðrum sjónar-
miðum að í umcæðum, en skoðun
um stjórnarinnar.
— Hvers vegna?
— Vegna truflana á fundum.
Þetta ástand hefur varað árum
saman og fælt marga hugsandi
menn frá félagsstarfi.
— Fyrir hverju ætti ný for-
ysta í Dagsbrún helzt að beita
sér?
Bjöm Jónsson.
— Taka upp ábyrgari kjarabar
áttu, reyna nýj-ar leiðir t.d. ákvæð
isvinnufyrirkomulag. Félagsstarf*
semi hefur verið sáralítil og
þyrfti að stórauka hana. Síðast
en ekki sízt þarf að tryggja, að
allir verkamenn í Reykjavík séu
fullgildir félagar í Dagsbrún, og
útiloka pólitíska misnotkun á
félaginu.
— Hvað segja verkamenn um
nýju bráðabirgðasamningana?
— Þetta er vitanlega engin
lausn. Við viljum styttri vinnu-
viku með óskertu kaupi. Þessir
nýju samningar geta verið til
bóta, eins og ástandið er nú, en
ef atvinna m.innkar, þá eru þeir
verkamönnum til tjóns, eins og
auðsætt er.
— Ertu flokksbundinn maður,
Bjöm?
— Nei, ég er óflokksbundinn
og tel mig andstæðing pólitískr-
ar stjórnar á félaginu. Ég vil
vinna með lýðræðisöflum innan
félagsins, en tel núverandi stjórn
ekki fuiltrúa þeirra afla.
• Enn einu sinni um
mjólkurmerlringar-
svindlið
Fólk hefur hvað eftir airnað
skrifað Velvakanda og hringt
til hans vegna falsana Mjólk-
ursamsölunnar á dagsetningum
á mjólkurflöskum og mjólkur-
hyrnum. Síðast var drepið á
þetta mál í þessum dálkum 22.
des. sl., og af því tilefni hringdi
fjöldi manns til Velvakanda
til að þakka honum tilskrifið.
Ekki virðist þessi ádrepa hafa
dugað, þvi að enn 'berast bréf
um sama efni. Hér er eitt t.d.:
„Reykjavík, 11. jan. ’63.
Kæri Velvakandi! Eg get
ekki annað en setzt niður til að
skrifa yður nokkur orð og
leggja fyrir yður eina spurn-
ingu .
Síðan ég kom úr mjólkur-
verzluninni fyrir tveimur tím-
um, hef ég verið að velta því
fyrir mér, hvort ég hafi ekki
meira vit en á við smákrakka.
Kl. 17.45 í dag, 11. jan., kom
ég inn í mjólkurverzlunina hér
í nágrenninu og keypti hymu
af mjólk. Mér varð litið á dag
setninguna, og stóð þar þá 12.
Mér varð að orði við afgreiðslu
stúlkuna, að það væri bók-
staflega verið að gera gys að
manni, og spurði, hvernig stað
ið gæti á þessu.
Með töluverðum útskýring-
um fékk ég að vita, að „vegna
þess að ég hefði komið svona
seint (15 mín. fyrir lokun),
hefði ég fengið mjólk, sem
ætti að seljast næsta dag, og
það yrði að stimpla mjólkina
deginum áður, svo að hún væri
ný næsta dag“U
Kæri Velvakandi, skiljið þér
þetta?
Eg held, að flestar húsmæð-
ur geri sér grein fyrir því, (ef
þær hafa kynnt sér fyrirkomu-
lagið hjá Mjólkursamsölunni),
að ef vér kaupum mjólk
snemma að morgni, þá er það
mjólk frá deginum áður. Því
má þá ekki stimpla hana þann
rétta dag? Vér gætum e.t.v.
farið svona óvart að hugsa,
fyrst þeir eiga svona létt með
að falsa stimpilinn, að mjólk-
in væri 2ja til 3ja daga gömul.
Elf þér getið ekki svarað
þessu, þá gæti verið, að hinir
háttvirtu herrar hjá Mjólkur-
samsölunni mundu vilja svara
þessu, og þá þætti mér vænt
um að fá að vita, hvernig stæði
á því, að rjóminn á hyrnunum
(sérstaklega í pelahyrnum) er
svona óskaplega „skemmtileg-
ur“, þykkur og kekkjóttur. Ef
til vill er hann þá „nýrri“.
Kær kveðja,
„Fávís húsmóðir“.
• Höfði barið við stein
Því miður heldur Velvakandi
að það sé eins og að berja
höfðinu við stein að tala inn
þetta leiðinda-falsanamál við
Mjólkursamsöluna. Hið eina
rétta er auðvitað ,að opinber
rannsókn fari fram í þessu
svikamáli, og væri þá hægt að
leiða fram til vitnisburðar
a.m.k. 10 þúsund Reykvíkinga.
Staðreyndin er sú, að almenn
ingur hefur verið svikinn af
þessari einokunarstofnun, lát-
inn kaupa þessa nauðsynja-
vöru með falsaðri merkingu.
Hér er annað bréf, af handa-
hófi valið:
„Við vorum samferða þrjár'
húsmæður heim úr mjólkur-
búð milli jóla og nýárs. Vorum
við að tala um skrif Velvak-
anda um svindlið hjá Mjólkur
samsölunni og vorum allar
hæstánægðar með þau. Við
stönzuðum snöggvast við dyrn
ar hjá einmi okkar og sögðum
sem svo: Nú hættir þetta, nú
þorir Samsalan ekki að svindla
lengur á okkur. En við vorum
heldur fljótar á okkur, því að
okkur datt í hug að gæta að
merkingunum á flöskunum, er
við vorum með í tágakörfunum
Hafði þá ein okkar keypt pott-
flösku af rjóma (sem er nú
ekki aldeilis gefinn), og var
flaskan merkt einum degi
fram í tímann. Hvenær ætlar
Mjólkursamsalan að bæta ráð
sitt? Ná engin lög yfir hana?
Ai hverju gerir ákæruvaldið
ekkert? Þarf Samsalan endilega
að vera í einhverju stríði við
almenning í borginni? Dugar
ekkert að skamma hana í blöð
unum? Jæja, ég held ég hafi
ekki fleiri orð um þetta að
sinni, enda báðu vinkonur mín
ar mig um að vera nú einu sinni
stuttorða! Ef við kaupum gamla
mjólk, þá viljum við að það
standi á umbúðunum. Ekkert
svindl!
Ein í Austurbænum" ,