Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 9
Lauffarclagur 26. januar 1963
HO ftCl’ISBL 4ÐI Ð
9-
Jón Ingiberg Bjarnason:
„Hin hvítu segl“
< Nokkrar athgasemdir við bók
Jóhannesar Helga Jónssonar
— „Hin hvítu segl — ævi-
minningar Andrésar Péturs-
sonar Matthíassonar — til-
einkaðar Heru. — Setberg,
( Reykjavík, 1962.
4
SOS í byrjun sögu?
Á elleftu síðu bókarinnar eru
þessar setningar: ,Satt var það,
og gamli maðurinn vissi það vel,
að hann var ekki sterkminnugur
á ártöl og honum gat skeikað
með eftirnöfn manna. Styrjald-
irnar tvær, sem hann hafði lif-
að, runnu stundum saman í
eina, atvik úr þeirri fyrri átti
hann til að staðsetja í þeirri síð-
ari og öfugt."
Ég spyr: Eiga þessar setning-
ar að duga sem lífbelti fyrir
söguhöfund, eða vera afsökun
fyrir öllum þeim rangfærslum
eem á eftir fara í bókinni?
Flytur EUefsen frá Önundarfirði
í Dýrafjörð
Á blaðsíðu 32 er m.a. þessi
setning: „f Framnesi, gegnt
Þingeyri, er hvalstöðin hans
Ellefsens."
Þetta er rangt. Ellefsen byggði
hvalveiðistöð sína á Sólbakka í
Önundarfirði, en var aldrei með
hvalveiðistöð í Dýrafirði.
Á blaðsíðu 33 segir meðal ann-
ars: „Ellefsen byggir stórhýsi i
Framnesi. timburhöll mikla, og
sparar ekkert til-----. Svo gef-
ur hann húsið Hannesi Hafstein,
sem flytiu- það suður. Ráðherra-
bústaðurinn heitir það og stend-
ur við Tjörnina. Húsið hans
Ellefsen."
Hér er rangt sagt frá. Ellefsen
byggir umtalað hús á Sólbakka
í Önundarfirði en ekki á Fram-
nesi í Dýrafirði. Nánar tiltekið
stóð húsið þar sem nú er Litla-
býli og þar er grunnur ráðherra-
bústaðarins enn þann dag í dag.
Þaðan flutti Hannes Hafstein
húsið suður til Reykjavíkur.
Lætur Hannes Hafstein
sundríða Dýrafjörð
Á blaðsíðu 41 og 42 segir frá
aðdraganda að stórviðburði á
Dýrafirði1 10. október 1899, er
Hannes Hafstein, þá sýslumaður
á fsafirði, hugðist taka brezkan
landhelgisbrjót, og þrír menn
drukknuðu. Orðrétt segir í bók-
inni: „Faðir minn sendir hrað-
boða, Guðjón innanbúðarmann
sinn, með bréf til sýslumannsins
á ísafirði. Hannes Hafstein
bregður skjótt við, stígur á hest
um miðja nótt, ríður í Hauka-
dal, og er kominn þangað næsta
morgun. Mér verður starsýnt á
valdsmanninn, hann er I ein-
kennisbúningi undir frakkanum
og ber rýting í skeiðum við belti.
Föngulegri mann og drengilegri
hef ég ekki augum litið á ævi
minni, en honum gengur illa að
fá sig fluttan út að togaranum,
hann þarf að leggja hart að ein-
um formanninum þar til hann
lætur undan, en með ódæmum
óhöndulega ferst formanninum
siglingin, svo frækinn sjósóknari
sem hann er, feigðarhugboð er
það kallað.“
f þessari frásögn er sannleik-
enum vægast sagt mjög hagrætt.
Hannes Hafstein ríður ekki i
Haukadál, því þá hefði hann
þurft að sundríða Dýrafjörð.
Hann ríður að Mýrum, sem er
bær norðan við Dýrafjörð, en
Haukadalur er sunnan við fjörð-
inn. Það er því alveg útilokað
að Andrés Matthíasson hafi virt
Hannes Hafsteir, fyrir sér i
Haukadal að morgni dags 10.
október 1899.
Sannleikurinn er hins vegai
sá, að þegar Hannes Hafstein og
fylgdarmaður koma að Mýrum
er Jóhannes Guðmundsson á
Bessastöðum með bát sinn og á-
höfn í Hrólfsnaustum, sem eru
utarlega í Mýramelnum, nýkom-
inn úr erfiðum sjóróðri. Þeir eru
þar í fiskaðgerð, og sýslumaður
fær þá til að flytja sig fram að
togaranum.
Fleiri missagnir væri skylt að
leiðrétta, t. d. frásögnina af sjó-
slysinu við Grindavík, og þvæl-
una um Sigurð „skurð“. Af nógu
er að taka, en það væri efni í
heila bók, og læt ég hér staðar
numið.
Það er með „ódæmum óhöndu-
legt“ þegar ungir rithöfundar
taka sér fyrir hendur að níða þá
menn sem létu lífið í baráttu
fyrir tilveru íslenzku þjóðarinn-
ar. —
Að lokum vil ég geta þess að
bátur Jóhannesar er enn þá til,
og ætti hann að geymast á safni,
því honum eru tengdir hrika-
legir atburðir í sögu þjóðarinn-
ar. —
Ég legg til að báturinn verði
keyptur af núverandi eiganda og
varðveittur undir fullum segl-
um, og á þau — hin hvitu segl
— verði nöfn áhafnarinnar
skráð, ásamt stuttri frásögn af
atburðinum 10. október 1899.
22. janúar 1963.
r
Anægjulegur
Hvatarfundur
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ „Hvöt“, hélt fjölmennan
félagsfund í Sjálfstaeðishúsinu
mánudaginn 21. þ.m.
Formaður félagsins María
Maack setti fundinn og stjórn-
aði honum.
Þá flutti Elín Pálmadóttir
blaðakona mjög fróðlegt og
skemmtilegt erindi um Nígeríu,
þar sem hún sagði frá ýmsu er
fyrir hana hafði borið, er hún
var þar á ferð fyrir skömmu.
Þá var kaffi fram borið.
Að endingu sýndu stúlkur úr
öðrum bekk Kvennaskólans leik-
þátt er nefnist „Strákapör".
Rithöfundi býðst
Svíþjóðardvöl
SÆNSKU samvinnufélögin bjóða
íslenzkum rithöfundi til dvalar
á Vár gárd í Svíþjóð, dagana
22. apríl til 12. maí n.k.
Þeir rithöfundar, sem áhuga
hafa á þessu boði, hafi samband
við skrifstofu rithöfundasam-
bands íslands, Hafnarstræti 16,
skrifstofutími kl. 3—6 e. h. sími
1-31-90.
Engin réttarhöld
í Röðulsmálinu
í gær
JÓN FINNSON, dómari sjórétt-
arins, sem fjallar um Röðulsmál
ið, skýrði blaðinu frá vi, að
engin réttarhöld hafi farið fram
í gær.
Hann kvaðst vera búinn að fá
skýrslu borgarlæknis um rann-
sókn hans, en þar sem flest hefði
þegar komið fram í málinu væri
ekki ástæða til að rekja efni
hennar.
Skýrslu Skipaskoðunar ríkis-
ins hafði sjórétturinn ekki feng-
ið síðdegis í gær.
London, 23. janúar — AP.
HUGH Gaitskell, fyrrum leið-
togi brezka Verkamanna-
flokksins, var jarðsettur í dag
í Hampstead, að viðstöddu
miklu fjölmenni, þ. á. m. fjölda
opinberra sendimanna. 31.
janúar verður Gaitskells
minnzt við sérstaka guðsþjón-
ustu í Westminster Abbey.
Hin nýja Piper Apache-flugvél Flugsýnar.
Flugsýn fær nýja
2 hreyfla flugvél
Mikil aukning í flugstarfsemi félagsins
á sL
FLUGFÉLAGIÐ Flugsýn h.f. hef
ur nýlega gert samning um kaup
á Piper Apache-flugvél frá
Bandarikjunum til leiguflugs inn
anlands hér og verður flugvélin
afhent félaginu í þcssum mán-
uði. Er hún tveggja hreyfla og
tekur fjóra farþega auk flug-
manns. Hér er um að ræða sams-
konar flugvél og Tryggvi Helga
son á Akureyri og Flugskólinn
Þy tur eiga.
í hinni nýju flugvél Flugsýnar
verða öll fullkomnustu öryggis-
tæki, sem völ er á. Hún er simíð-
uð 1958, og er búin nýjum hreyfl
um og öll ný yfirfarin.
Flugsýn hefur haft þessi flug-
vélarkaup í undirbúningi lengi,
og kynnt sér ítarlega hinar ýmsu
tegundir, sem völ var á. Komu
dii
m.a. til greina Cessna 110 Beech-
craft Bonanza auk Piper vélar-
innar, en fallið var frá kaupum
á tveimur fyrsttöldu vélunum
sakir gífurlegs rekstrarkostnaðar
og dýrra varahluta. Pipervélin er
hinsvegar talin mjög örugg og
einkar hagkvæm í rekstri.
Flugsýn var stofnað 1960 og
þá keypt ein flugvél af gerðinni
Cessna 140, sem reynst hafa mjög
vel til kennslu og leiguflugs hér
lendis. Síðan hefur félaginu vax
ið fiskur um hrygg, og sl. sumar
hafði það fjórum flugvélum á
að skipa sem samtals flugu um
2000 klst.
f haust varð félagið fyrir því
óhappi að Norseman flugvél þess,
7 sæta vél, sem á sínum tima
var keypt af dönsku Grænlands-
verzluninni, brann á Gjögurflug-
velli og í vetur missti félagið
einnig 4 sæta Stinsonflugvél með
þeim einstæða hætti að bifreið
ók á flugvélina á Keflavíkurflug
velli og stórskemmdi hana.
En með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem fókkst á s.l. sumri
ákvað félagið að halda áfram
því, sem byrjað var á í fyrravor,
og hefur hin nýja flugvél verið
keypt í því augnamiði. Er ætlun-
in að hefja léiguflugið af fullum,
krafti um mánaðamótin febrúar
-marz, jafnvel fyrr.
Auk leiguflugsins rekur Flug-
sýn flugskóla, og voru tvær
kennsluvélar ag gerðinni Cessna
140 í notkun á s.l. ári, önnur
allt árið en hin frá maíbyrjun.
Samtals flugu þessar vélar 1200
tíma á sl. ári og voru útskrifað-
ir bæði atvinnu og einkaflug-
menn.
Norsemían og Stinsonvélarnar
flugu samtals um 800 tíma með
farþega, póst, varahluti og síð-
ast en ekki sízt sjúklinga. Var
mikil aukning í sjúkraflugi hjá
félaginu á árinu, en þá voru
flogin 47 sjúkraflug, en árið áð-
ur aðeins 12.
Páll S. Pálsson, skáld
I tilefni þess að vinur minn
Páll S Pálsson er látinn, langar
mig til að biðja Morgunblaðið, að
birta þetta bréf, sem siðustu
kveðju mína til hans. En bréfið
sendi ég Páli um jólaleytið fyrir
nokkrum árum, en við höfðum
samband við hvorn annan með
bréfa og kveðjusendingum um
mörg ár. Páll S. Pálsson var einn
þeirra mörgiu íslendinga, sem
tekið hafa sér bólfestu meðal er-
lendra. stórþjóða, lifað þar, og
starfað langa ævi, og orðið þjóð
sinni og ættjörð til sóma, fyrir
glæsimensku sína, fjölhæfar gáf
ur, og mannkosti.
I.
Eg heilsa þér, vinur í vestrinu
bjarta,
og vanda þér kveðjur og óskir
míns hjarta.
I heillandi fjarlægð eg finn þig
og kenni
með fallegan svip yfir göfugu
enni.
Eg hef þér svo mikið og margt
að þakka,
við minningaauöinn til jólanna
hlakka,
því þar á eg myndir og gull,
sem eg geymi
frá góðvini mínum í Vesturheimi.
Eg mæti þér sjálfum í sönghlýju
kvæði
með silfur í strengjum og
gullhörpuþræði.
Með heiðríkju sálar og
hugblæinn góða
og heimþrá í seið þinna dýrustu
ljóða.
Svo þorni ei lindin í ljóðhugans
barmi,
hinn lífsfrjói andi og gróðursins
válrmi.
Ei þrjóti sú glóð, sem er guðseðli
borin,
svo gleymist ei Ijóðin þó
köld reynist vorin.
Eg heillast af mannanna
hugsjónaeldi,
sem hjartanu lýsir að siðasta
kveldi.
Af dáð, sem er lifuð, af draum,
sem oss mætir
við djúp þeirrar vizku. sem
mennina bætir.
n.
Það fer um mig ylur frá álfunna
ströndum,
7>g eitthvað mig snertir svo
vormjúkum höndum.
Er „Heimskringla“ kemur og
heilsar að vestan
með hollráð og fréttir og
málstaðinn bezitan.
Því „Heimskringla" er vonglöð
og vekur af svefni,
það vinsæla blað flytur
þróttmikið efni.
Því svipleiftur manna og
menningarfræði,
þar mætist hjá sögu og heillandi
kvæði.
Og hún glæðir æskunnar ásthug
og tryggðir
við ættjörð og sögu og feöranna
byggðir.
Og hún tengir framtíð við
fortíðarljóðin,
í framandi löndum, svo týnist
ei þjóðin.
Og hún sýnir styrk sem að
stofninn ei leynir,
í stórþjóðahafi, sem mikið á
. reynir.
Og hún geymir málið á
minningaspjöldum
á meðan í lífinu saman við
höldum.
III
Og heill ykkar, vormenn í
vestrinu góða,
sem virðingar njótið og trúnað:
þjóða.
Sem byggið svo traust á þeim
íslenzka arfi,
sem ykkur fær miklað í
lífi og starfi.
Og heilsaðu öllum, sem arfleifð
þá geyma
við istenzku brjósin, og vilja
ekki gleyma.
Já, heilsaðu þeim frá fossum
og f jöllum,
frá frændum hér heima, og
vinunum öllum.
Svo kveð ég þig vinur,
með virðing og hrósi,
þinn vegur skín fagur í daganna
ljósi.
Þín verk og þín ljóð eru
gæfunnar gróður,
og gull lagt í sjóð þinnar
íslenzku móður.
Kjartan Ólafsson.