Morgunblaðið - 26.01.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.01.1963, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Eaugardagtir 26. jan'uar 1963 HVAÐ HAFA ÞEIR í SMÍOUM? reyna að notfæra mér og til að vinna að sögunni. — Ert þú búinn að gera þér grein fyrir, hvernig heild armynd sögunnar verður? — Já, en það getur samt allt breytzt. Ég er búinn að ákveða atburðarásina og endinn, en ég væri samt alveg sáttur við framvindu mála, þótt eitthvað færi öðrurvísi en jhorfur eru á í augnablikinu. Ég er Kópa- vogsmaður og það tekur 25 mínútur að komast í bæinn. Þessar 25 mínútur eru aðal- umhugsunartími minn. Þegar ég er kominn í bæinn, hleyp ég á harða spretti upp á blað, hlamma mér niður við ritvél- ina til þess að festa í hvelli á pappírinn það, sem mér datt í hug í strætó. MORGUNBLAÐH) hefur átt samtöl við nokkra rithöfunda og skáld í þeim tilgangi að fá að hnýsast í handraða þeirra og fórvitnast um verk, sem annað hvort eru enn í deigl- unni eða er lokið frá höfund- arins hendi, en bíða smiðs- höggs prentvélarinnar. DAVÍÐ sxefánsson frá Fagraskógi. — Munduð þér vilja segja okkur, hvað þér eruð að yrkja um þessar mundir? — Það liggur nú ekki á lausu. Eg hef þann sið að láta það ekki uppi við nokkurn mann, — ekki einu sinni mína nánustu. Þetta er engin hlut- drægni, ég geri öllum jafn- hátt undir höfði. Mér þykir leitt ef ég veld ykkur vonbrigð um, en svona er ég sérvitur. Eg fengi leiða á verkum mín- um ef ég færi að ræða þau áður en þau eru fullgerð. INDRIÐI g. þorsxeins- SON. — Ert þú ekki að vinna að nýrri skáldsögu, Indriði? • — Jú, ég byrjaði reyndar á henni 1958, en vegná anna hef ég oft ekki snert á henni mán uðum saman. Eg hef í hyggju að taka mér frí um tíma í sumar og ljúka við hana,1 svo að hægt sé að gefa hana út í haust. — Er þetta nútímaskáld- saga? — Hún gerist á árunum 1938—39, fyrst í minni sam- tíð, því að lengra treysti ég mér ekki til að fara aftur í tímann og skrifa af nokkurri þekkingu. Eg er þeirrar skoð unar, að það eigi ekki að skrifa bók um samtíðina, held ur um það, sem gerðist fyrir nokkrum árum. Rithöfundur- inn hefur þá skírari og sann- ari mynd af kringumstæðun- tun eða þjóðlífinu, og allar bækur eru að einhverju leyti þjóðlífsmyndir. — En er ekki hætt við, að menn gleymi eða geti ekki endurskapað þá stemmningu og það andrúmsloft, sem ríkti fyrir mörgum árum? — Nei, það held ég ekki. til dæmis er það, sem mér er minnisstæðast frá árunum trétt fyrir stríðið, lagið Ó, Jakob, Jakob, karlmenn í X>okabuxum og kvenfólk með danskar breiðbylgjur stand- andi út undan spaníólum, sem hallast út í vangann. Ég gerði mér enga grein fyrir því þá, að þessi væru einkenni tímabilsins. Ég held, að bezt sé að bíða þar til moldviðrið er liðið hjá á hverjum tíma og athuga hvort maður kemst ekki að einhverjum sann- leika. Við erum þó öll þannig gerð að vilja komast sem næst sannleikanum, — eða það vona ég að minnsta kosti. — Hvað eiga ungir rithöf- undar þá að gera, t. d. menn um tvítugt. Eiga þeir að skrifa um veru sína í vögg- unni? — Nei, þeir skrifa bara um himininn og stjörnurnar eða reiðipistil á atómöld. Annars verður að skrifa áróðurbækl- inga samdægurs, það þýðir ekkert að bíða með þá. Vilji maður hins vegar reyna að skrifa yfirvegaðan sannleika, þá er bezt að bíða unz skoð- anir manna eru sæmilega mót aðar, svo að það, sem skrifað er af sannfæringu í dag verði ekki helber lýgi í augum höf- undarins eftir nokkur ár. Það er nefnilega ekki hægt að taka bækur sínar aftur. — Vilt þú, að menn skrifi aldrei um samtíðina? — Ég vil ekki að menn sói kröftum sínum við að skrifa bækur, sem þeim finnast síðar vera lygisögur eða að svo fari, að það mál, sem þær fjalla um sé úr sögunni, þannig að þær eigi ekki leng- ur erindi til neins. Hvað ætla imgu skáldin að yrkja um ef Kennedy og Krúsjeff ákveða á morgun að eyðileggja öll kjarorkuvopn í heiminum? — Geta þau þá ekki ort um hinn róstusama tíma, þegar þeir eru farnir að sjá hann í réttu ljósi, — eftir 20 ár? — Jú, ætli það ekki. Ein- hver skrifar kannske skáldsög una: „Þegar ég var ungur og reið- ur“. Annars er ég á móti þessari fjöldaframleiðslu á bókum, sem hér tíðkast. Mér finnst hæfilégt að menn gefi út 4 eða 5 bækur yfir ævina og láti það nægja. Það nægir náttúr- lega ekki, ef alltaf þarf að vera að leiðrétta það, sem rangt var eða vanhugsað í síðustu bók. Ef við lítum á jólabókafarganið og athugum gæði flestra þeirra ritsmíða, sjáum við, að aðeins örfáar þeirra eru einhvers virði. Það er eintómur misskilning- ur, að íslendingar séu bók- menntaþjóð, — við erum bóka iðnaðarþjóð eða í hæsta lagi bókaþjóð. Með þessari fjölda- framleiðslu hættir fólk að nenna að lesa bækur, sem þarfnast einhverar umhugs- unar og skilnings. Það vill bara fá konfektkassann sinn það er að segja léttmeti. — Hefur þú ekki skrifað eitthvað af smásögum á milli áhlaupa í skáldsögunni? — Jú, það koma svona tíma bil, þegar ég vinn að ein- hverri smásögu. Ég á efni í smásagnasafn núna. GUÐMUNDUR DANÍELSSON. — Hvað hafið þér í smíðum um þessar mundir? — Eg er að semja skáldsögu. Eg hef verið að vinna að henni í meira en eitt ár. Þetta er nú tímasaga, — fjallar um mann lifið á okkar dögum. — Gerist hún í dreifbýlinu eða í borg? ' — Sögusviðið er sjávarþorp. Sagan snýst um kaupmanns- fjölskyldu, — mikla menning arfjölskyldu. Bókin. spannar tvö ár úr lífi þeirrar fjöl- skyldu og er niðurlag hennar sögu. — Hvenær verður bókin til búin til prentunar? — Hún er talsvert langt komin. Eg lýk henni senni- lega einhverntíma fyrri hluta sumars. Ætli hún komi þá ekki út í nóvember. — Eruð þér að vinna að nokkrum öðrum ritsmíðum á- samt skáldsögunni? —Nei, ég vinn aldrei þann- ig. Eg er ekki svo tvískiptur, heldur verð að einbeita mér að því verki, sem ég hef í smíðum. Að vísu skrifa ég eina og eina blaðagrein, en það er allt annað, maður tek- ur svoleiðis lagað upp úr ann arri skúffu. — Er í bígerð endurútgáfa af einhverri bóka yðar á þessu ári? —. Já, önnur útgáfa fyrstu bókar minnar, Bræðurnir í Grashaga, kemur sennilega út á þessu ári. Það eru 30 ár síðan hún var gefin út í fyrra skiptið. / GÍSLI J. ÁSXÞÓRSSON — Er von á nýrri bók frá þér bráðlega, Gísli? — Já, ég var einmitt að ganga frá samningum við For lag Odds Björnssonar á Akur eyri um útgáfu barnabókar. Handritið er tilbúið til prent- unar, en mér til mikillar ánægju samdist svo um, að ég skyldi sjá um allan^ frá- gang bókarinnar, teikriingar, kápu o. s. frv. Bók þessi er fyrir 7—10 ára börn og einnig fullorðna, eai ekki fyrir ungl- inga. — Ertu ekki að skrifa eitt- hvað þessa dagana samt. — Jú, ég er nýbyrjaður á skáldsögu úr Reykjavíkurlíf- inu. Ég hóf verkið 1. janúar, þótt ég væri hálf slappur þá. — Varstu búinn að ganga lengi með hana í maganum? — í tvö eða þrjú ár. — Hvenær hefur þú helzt tíma til að vinna að sögunni? — Á morgnana. Ég hef það íyrir sið að svara ekki í sima fyrir hádegi. Jafnvel þótt ein- hverjar stórfréttir séu á ferðinni, — morðin, sem fram in eru á 10 ára fresti eða eitthvað af því taginu. Ég er nú búinn að vera blaðamaður í 17 ár og er svo heppinn að eiga einmitt 3 mánaða frí á þessu ári, og það ætla ég að GUDMUNDUR FRÍMANN. — Hvað er að frétta af yðar ritstörfum? — Eg er að ganga frá smá sögusafni, sem ég fór með suð ur til Reykjavíkur í miklu flaustri í haust, en þarf að lagfæra dálítið. Þetta eru 13 eða 14 sögur um 200 blaðsíð- ur alls. Enn hefur ekki verið samið um útgáfu þeirra. — Hvað um skáldskapinn? — Hann hefur legið á hill- unni lengi. Eg hef ekki ritað ijóð frá eigin brjósti í tvö ár. Hins vegar hef ég unnið að ljóðaþýðingum, sem nægja mundu í eina bók, en ég hef ekki boðið neinum útgefanda þau, enda bæri það víst lít- inn árangur. Enginn vill lesa þýdd ljóð nú orðið. Auk þess hef ég miklu meira gaman af að íkrifa smásögur en að yrkja. — Hvernig eru vinnuskil- yrði fyrir rithöfunda á Akur- — Þau eru mjög góð. Hér er afbragðsgott næði og vinnu friður, — engin kaffihús, þar sem menn sitja og skera ná- ungann niður í trog. Verst er að ég er við kennslu allan daginn, svo að ég verð að setjast við skriftir á kvöldin eftir vinnu. ■ Hagsmunamál Fr .mihald af bls. 17. hvað snarastir þættir í starf- semi félagsins. Nýjasta tölu- blaðið af málgangi félagsins, „Vöku“, kom út -aust fyrir áramótin og flutti það að vanda margar greinar um stúdentamálin. Af þeim má t.d. nefna grein form. Stúd- entaráðs, Jóns E. Ragnars- sonar, um skipulagsmál ráðs- ins, en hún bar heitið „Varð- ar mest til allra orða, að und- irstaðan sé réttlig fundin . Ellert B. Schram skrifaði þar greinina „Mætum sókn með meiri sókn“ og Styrmir Gunn- arssön, stud, jur., „Á alþjóð- legu stúdentaþingi". Fjöl- margt annað efni var í blað- inu. Mikill félagsáhugi hefur verið ríkjandi meðal „Vöku- manna“ í vetur sem endra- nær. Er þess " skemmst að minnast, að við kosningu til hátíðarnefndar fyrir 1. des- ember fékk „Vaka‘ hreinan meirihluta kjörinn og höfðu fulltrúar félagsins því alla forystu úm hátíðarhöldin, sem fóru hið bezta fram og voru háskólastúdentum til mikils sóma. Ýmislegt er að sjálfsögðu á döfinni í félaginu og mun verða skýrt frá því jafnóð- um. — Ól. Eg. — Aðalfundur Framhald af bls., 17. í hendur eftirkomendunum. ís- lenzka þjóðin væri í örum vexti, hún yrði að byggja, rækta og fjárfesta á flestum sviðum, svo að komandi kynslóðir fengju notið enn meiri velsældar en feður þeirra og mæður. Það væri í samræmi við starf og 'stefnu ungra Sjálfstæðismanna að hafa um þetta forystu. — Við ungir Sjálfstæðismenn, sagði Matthías m.a., — eigum að vera verðir á vegum úti, sem vísa öllum æsku lýð landsins á rétta braut. Þá mun þjóð okkar vel famast. Fundinum lauk svo um kl. 18. BRAGI BJÖNSSON Málflutningur — Fasteignasala. Simi 878. Vestmannaeyjum. VOG ÓSKAST 20—40 kg (eða 40—80 Ibs) með 50—100 gr. (eða 2—4 oz) skerðingu óskast strax. Helzt sjálfvirk en lóðavog kemur einnig til greina. Sómi 33889.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.