Morgunblaðið - 26.01.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 26.01.1963, Síða 11
T,niif?nvfln<íur, 26 januar 1963 M O X 0 V y B L 4 Ð LÐ 11 FRÁ því er skýrt í Velvak- anda 1 fyrradag, að Veturliði Gunnarsson, listmálari, hafi fyrir einni viku fundið hluta af jólapósti sínum og konu sinnar í fjörunni skammt frá húsi sinu við Borgartún. Höfðu bréfin verið rifin í tætlur og legið þarna undir snjó síðan einhverntíma fyrir jól, en þó mátti lesa nokkur orð af þeim og sjá að þau voru stíluð til þeirra hjóna. Morgunblaðið átti í gær samtal við Veturliða og konu hans, Unni Baldvinsdóttur. — Hvernig haldið þið, að á þessu standi? í minningu Einars Ásmundssonar Veturliði Gunnarsson, listmálari, og kona hans, Unnur Baldvinsdóttir á heimili sinu. Á borðinu fyrir framan þau liggur „jólapósturinn“. Póstur hefur tilfinningagildi Samtal við Veturliða Gunnarsson og Matthías Guðmundsson, póstmeistara — Það liggur í augum uppi, að strákur sá, sem átt hefur að bera út póstinn, hefur orðið leiður á því Og losað sig við bréfin, segir frúin. — Já, ég skil nú strákinn vel. Það hefur kannske verið vont veður og jólaborðið standandi heima hjá honum. Honum hefur þótt rétt að hætta bara að vinna, segir Veturliði. — Eg skil hann ekki, segir Unnur. Mér finnst þetta glæp samlegt athæfi. Hann gat þó að minnsta kosti farið með bréfin aftur niður á pósthús og skilið þau þar eftir, — í stað þess að fleygja þeim. — Getur ekki verið, að bréfberinn hafi látið póstinn í kassann, en einhver hafi tekið hann þaðan af prakkara skhp? — Það held ég, að geti varla verið, segir Veturliði. Hér eru aldrei nein börn að leik. Eg hef heldur enga trú á, að vindurinn feyki bréfunum 2—300 metra yfir götuna og niður í fjöru. — Mér finnst að það eigi að refsa svona piltum, segir Unnur. — Kannske ekki refsa, seg- ir Veturliði, en bréfberinn mætti nú gjarnan fá alvar- lega áminningu. — Hafið þið saknað margra bréfa? — Já, svarar listmálarinn, en það er ekki svo gott að gera sér grein fyrir hve mörg hafa týnzt. í>að er afleitt að tapa pósti. Maður metur hann kannske ekki til fjár, en hann hefux tilfinningagildi. — Sjáðu, segir hann og tek- ur upp rifrildi af korti. Þetta er hluti af teikningu, sjálf- sagt frá einhverjum vini mín- um. Eg veit ekki hverjum ég á að þakka fyrir kveðjuna. Sumir halda sennilega, að við séum reið við þá, þegar við svörum ekki bréfunum, - sem við höfum aldrei fengið í hend ur. Eftir samtalið við Veturliða og konu hans, sneri blaðið sér til póstmeistara, Matthí- asar Guðmundssonar, og spurði um álit hans á „fundi“ listamannsins. Fer hér á eftir svar hans. Velvakandi gerir að um- talsefni jólapóst, sem berast átti til Veturliða Gunnarsson ar, listmálara og fjölskyldu hans, Lækjarbakka við Skúla tún, en það er einstætt hús nálægt Kirkjusandi. Er í frásögninni fullyrt, að póst- urinn hafi verið borinn niður í fjöru, af þeim sem sjá átti um útburðinn, og þar hafi hann leigið rifinn og sundur- tættur. Einnig er þess getið, að jólabréf þessi hafi ekki ver ið borin út af föstum starfs- manni póstsins. Þá er einnig talið, að hréf sem kona lista- mannsins hafi átt von á frá Ameríku, um nokkuð langan tima, hafi hlotið að vera þárná með og farið sömu leið og jólapósturinn, án þess að færð séu nein sérstök rök að þvi. í þessu sambandi er rétt að minna á, sem raunar er kunn- ugt af fréttum í dagblöðum og útvarpi, að það voru ung- lingar á aldrinum 14 til 18 ára sem unnu við þessi störf, að dreifa jólapóstinum um bæinn, að þessu sinni. Ekki var um fleiri að ræða til þess ara starfa, því aðrir gáfu sig ekki fram. Þarf ekki að efa það, að þetta æskufólk er fullfært um að vinna þessi störf, þótt það sé að sjálfsögðu misjafnt að ýmsu leyti til verka, sem og annað fólk sem eldra er. Það er eftirtektarvert hve þessir unglingar, sem sækj- ast eftir svona störfum og öðrum, í frístundum sínum frá skólanámi, eru fullir af áhuga fyrir að fá að starfa og taka þátt í önn dagsins. Þessa þrá, sem hver Og einn heilbrigður unglingur ber í brjósti, má ekki bæla niður að óþörfu og það má ekki dæma yfirsjónir þeirra í skjót ræði án athugunar á mála-' vöxtum. Stóryrði, um verkn- að sem þarfnast skýringar, geta valdið hryggð í sál barnsins og þeirra sem næst- ir því standa, og er ekki allt- af til bóta, að verða þess valdandi. Því miður hafa nokkur slík gífuryrði slæðst inn í frásögn Velvakanda, og hygg ég það frekar stafi af athug- tmarleysi en ásetningi. Drengur sá á 15. ári, sem vann við þennan umrædda bréfaútburð, segir sína sögu í þessu máli, aðspurður, á þennan veg: „Eg kannast við að hafa borið jólabréf til Vetu liða Gunnarssonar og fjölskyldu hans að Lækjarbakka við Borgartún. Það gerði ég fyrri daginn, sem ég vann við þennan útburð, föstudaginn 21. des., en þá var vonsku véður, rok og rigning. Eg vissi í fyrstu ekki hvar Lækjar- bakki var við Borgartún, en móðir mín bætti úr því og vísaði mér á hann. Þrívegis kom ég að þessu húsi, og barði að dyrum, en enginn virtist heima. I þriðju ferðinni varð mér það á, sem aldrei skyldi verið hafa, að skilja eftir bréfin við dyrri- ar, stakk þeim inn á milli dyrastafs og hurðar. Taldi ég þeim borgið á þennan hátt, ekki sizt vegna þess að þau voru bundin saman um miðju með garni. í þessu liggur yfirsjón mín, eins og nú er komið á dag- inn. Að mér dytti í hug, að bera bréf, sem aðrir áttu og mér var trúað fyrir, niður í fjöru og tæta þau þar í sund- ur, það hefði aldrei getað að mér hvarflað.“ Þannig er frásögn þessa litla jólabréfbera af starfi hans í jólafríinu, sem hann sjálfur bar sig að að útvega sér, af því að hann vildi fá að vinna í sínu jólafríi og hafði auk þess þörf fyrir þær fáu krónur sem hann við það bar úr býtum. Hann er leiður yfir því að það skyldi mis- takast á þennan hátt. Ég harma það, að svona skyldi til takast og vona það einlæglega að Veturliði Gunn arsson listamaður, verði ekki fyrir slíku aftur — né nokkur annar. Horfinn er vorþeyr úr Vaglaskógi, frostnótt bitur í Fnjóskadal. -----Ljóð þín þú kenndir við lauf sem fjúka, fallvaltleikans og lífsins tákn. Tveir við sátum og tárumfögur ljúflingsljóð lásum í tómi. Næm var þín skilning, skörp var þín dómgreind; Ijóð þitt hljóðlátt sem lind í dal. Þrátt fyrir ástir og óðar kynni einn veit sérhver sinn innstan hug. Eitt kviknar ljóðið í einsemd hjartans: á fjölmennisbrautum fjúkandi lauf. Enn syngur æskan á okkar fornu skólagöngum við skál og brag. Enn mun laufgast er aftur vorar skógurinn þinn i skjólsælum dal. Ragnar Jóhannesson. (The Nun’s Storry), bandarísk, Aus turbæjarbíó, 150 min. Leikstjóri: Fred Zinnemann. NUNNAN fjallar í stuttu máli um unga belgiska stúlku, sem yfirgefur ættingja og unnusta til þess að ganga í klaustur, en finn uir að hún getur ekki beygt sig undir kröfur þess um auðmýkj- andi undirgefni, afmáun per- sónuleikans innan frelsisskerð- andi klausturmúra og gengur úa: klaustrinu að fengnu leyfi páfa. Þversumman af Nunnunni má segja að sé samvizkustríð. Sam vizkustríð ungrar stúlku sem reynir af öllum mætti að vera góð nunna, en finnst sér ekki takast það og yfirgefur klaustrið með þá tilfinningu að hún sé misheppnuð sem slík. Efni kvik myndarinnar stendur okkur að vísu fj'arri, en aðal inntak henn- ar er sálarglíma manneskju sem vill vera sönn -og heil í öllu, en ekki þjónn hálfvelgju og' sjálfs- blekkingar. Ævisaga Kathrynar Hulme, sem kvikmyndin er byggð á, er ólesin af mér og get ég því ekki sagt hversu nákvæm lega tekizt hefur að yfirfæra hana í kvikmynd. Aðal veikleiki handritsins (og sögunnar?) er hversu ófullnægjandi skýring er gefin á því, af hvaða ástæðum Gabrielle van der Mal (Andrey Hepburn )tekur þá ákvörðun að ganga í klaustur .Helzt verður skilið að það sé af aðdáun á lækn inum föður hennar og löngun til að verða hjúkrunarkona. En ef það er aðalástæðan, var þá ekki eðlilegast að gerast heldur hjúkr unamemi, fyrst ekki liggja til þess trúarástæður að hún tekur þá ákvörðun að hverfa inn fyrir klausturmúrana? • Kvikmyndin er mjög skilvís- leg og nánast dókumentarísk lýs ing á liífi og siðum klaustursbúa en full langdregin ,svo að á stund um heldur hún ekki allxi athygli óskiptri. Hún er róleg og yfirveg uð og fellir enga dóma. En samt ihJýtur að vakna efi, að minnsta kosti hjá þeim sem ekki eru koþólskir, hvaða gagn manneskj unni sé í slíku lifemi, þar sem Guð er tilbeðinn eftir ströngu kerfi og klukku, þar sem dýrkun hans er dagskráratriði og virð- ist meira virði en mennirnir á jörðunni, þar sem klausturlifið er, samkvæmt orðum einnar nunnunnar, „a 'life against nat- ure“, eða líf sem brýtur í bága við mannsins eðli. Og átti það ekki að benda til skyldleika við herbúðarlíf, þegar systir Luke er vakin snögglega og hún þýtur Peter Finch og Andrey Hepburn í kvikmyndinni „Nunnan*4, fram úr rúmi sínu og setur sig næstum í hermannlegar stelling ar? Leikurinn allur er yfirleitt mjög góður. Peter Finah skapar sterka og eftirminnilega persónu í hlutverki hins háðska og gáf- aða læknis ,sem á stóran þátt í efasemdum systur Luke. Eg varð að játa, að þegar Audrey Hepb- urn er innan sjónmáls á kvik- myndatjaldinut, fyigást ég látt með öðru sem skeður umhverfis og hefur sá veikleiki fylgt mér allt frá þvi ég sá hana fyrst á tjaldinu í Tjarnarbíó fyrir nokkr um árum, í Prinsessan fer í fri Leikstjórn Freds Zinnemanns, sem er löngu kunn af kvikmynd um eins og 12 á hádegi (High Noon), Kviksandur (A Hatful of Rain) og From Here to Eternity, er mjög vönduð og snurðulaus eins og við var að búast af þeim vandvirka og ágæta leikstjóra. Kvikmyndun Franz Planers er sérlega fögur og er jafnvel fremri ágætri kvikmyndun hans í VÍS- áttunni tniklu í Tónabiói. Pétur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.