Morgunblaðið - 26.01.1963, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.1963, Side 22
22 MORCV N BL AÐIÐ Laugardagur 26. Janúar 1963 News FiASH: gre dr&!r\ fe> piayfCElAHD inthö Bíhjtvi thö I^t'dXympic r UrJéss ffiéin Wfi&fhér impRKies shpuld Eg held það hljoti að hafa verið kalt fyrir Charlie að standa í markinu í dag. Og hvemig er þetta, hvar er Charlie? Brezkt grín TEIKNARI Daily Express gerir mikið gaman út af kuld- unum í Englandi og frestun knattspyrnuleikja, en á þriðja hundrað leikjum hefur nú verið frestað. Á myndinni hér að ofan sézt að teiknar- inn gerir gaman út af þeim leikjum sem fram hafa farið. Leikmenn koma frosnir til búningsklefa og markvörður- inn er snjóaður í kaf í marki sínu. Á minni myndinni má sjá hvernig teiknarinn tekur frétt inni um það að Stóra Bretland var dregið í leik gegn íslandi í undanrásum Olympíuleik- anna. Efst stendur „Nýjustu fréttir: Stóra-Bretland á að leika gegn íslandi í undan- rásum Olympíuleikanna í knattspyrnu". Og síðan er Eskimóinn látinn segja. „Ef veðrið hjá þeim skánar ekki þá aettum við að neita að leika gegn þeim“. Á svona gamansaman hátt gerir Bretinn grín að veður- farinu og þeirri hendingu að Bretar eiga að mæta ÍSlending um. ^2» /£7T Firmakeppni í badminton ÍTRSLIT í firmakeppni Tennis- og badmintonfélagsins fara fram í Jþróttabúsi Vals í dag hinn 26. þ.m., og hefst keppnin kl. 2,30. Þá keppa til úrslita þau 16 fyrirtæki, sem enn hafa ekki tapað leik í keppninni, en þau eru: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Samlag skreiðarframleiðenda, Kristján Siggeirsson h.f., Heildverzlun Bjarni Þ. Hall- dórsson, Verzlanatryggingar h.f., Sindri h.f., Skógerðin h.f., Herradeild P&O., Hansa h.f., Skóverzl. Péturs Andréssonar, Föt h.f., Sigurður Stefánsson, enc skoðunarskrifstofa, Snyrtivörur h.f., Kjötborg h.f., Modelmagasin, Ræsir h.f. Framh. af bls. 22. /jbrótlablad ISÍ hef- ur göngu sína á ný FRAMKVÆMDASTJÓRN f.S.Í. hefur nú ákveðið, að hefja út- gáfu þróttablaðsins að nýju sam- kvæmt heimild, samþykkri á fundi sambandsráðs Í.S.f. 2. des. s.l., Ritnefnd hefur verið skipuð og eru í henni þessir menn: Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, form., Benedikt Jakobs- son, íþróttakenriari, Sigurgeir Guðmannsson, framkvædastjóri. Tveir kunnir íþróttafréttarit- arar hafa verið ráðnir ritstjórar blaðsins. Þeir eru: Hallur Símon- arson og Örn Eiðsson. Fyrirhugað er, að blaðið komi út 10 sinnum á ári, einu sinni á mánuði, nema í janúar og júlí. Stærð blaðsins fyrst um sinn verður; forsíða, 14 lesmálssíður og 5. auglýsingasíður. Brot blaðs ins verður hið sama og á gamla íþróttablaðinu. — Skálholt Framhald af bls. 24. séra Sigurður PáJsson og Guðmundur Óli ÓlafssOn Skál- holtsprestur. Endurreisn staðar og stóls fer saman. Fundurinn gerði með sér svo- hljóðandi ályktun: „Fundurinn telur,. að endur- reisn Skálholtsstaðar sé ekki lok ið, fyrr en biskupsstóll er þar einnig endurreistur, og ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að vinna að framgangi þess máls“. Eftirtaldir menn eiga sæti í nefndinni: Úr Árr.essýslu: séra Sigurður Pálsson og Jóhann Hannesson, úr Rangárvallasýslu. séra Sveinbjörn Högnason og Björn Fr. Björnsson; úr Skafta- fellssýslu: séra Gísli Brynjólfs- son og Úlfar Ragnarsson; úr Vetmannaeyjum: séra Þorsteinn L. Jónsson. Endurreisn Skálholts þegar hafin. í upphafi fundarins skýrði séra Sigurður Pálsson fyrir hönd fundarbjóðenda frá tildrög um fundarins. Kvað hann þau ekki uppátæki fundarbjóðend- anna sjálfra, heldur hefðu þeir rætt við ýmsa, sem allir hefðu kvatt til þess, að áhugamenn um endurreisn Skálholtsstaðar kæmu saman til að freista þess að finna óskurn sínum um framtíð stað- arins sameiginlegan grundvöU. Fundurinn væri því fyrst og fremst hugsaður sem undirbún- ingur að öðrum fundi eða fund- um, sem allir stefndu að sama marki. Endurreisn Skálholts er þegar hafin, sagði hann. Og endur- reisnin hefur komið fram í mik- illi kirkju hér á staðnum og þessu húsi, sem við erum stödd í. Og svo segja sumir, að þetta sé aðeins rómantík, og því sé það heimskulegt. Rödd aldanna og sögunnar kallar á oss með þeiim hreim og málfari, að hún kemur við hjarta hvers íslend- ings; og hvað er merkilegt, ef slík rómantík er ekki merkileg? Erlendar þjóðir hafa sýnt þess ari viðreisn mikla athygli bæði í orð Og í verki. Hins vegar hefur það hindrað margháttaða stoð þeirra, að ekki hefur verið nógu ákveðið, í hverju endurreisnin er fólgin. Þó hafa ýmsar gjafir borizt Skálholtsstað. Kirkjur Norðurlanda hafa gefið góðar og miklar klukkur, fjórar að tölu, silfurstjaka og annan altarisbún- að og font úr færeysku grjóti. Einstaklingar í Danmörku hafa gefið altaristöflu skorna, vand- að pípuorgel, glermálverk í alla glugga kirkjunnar, einstakling- ar í Nöregi trjávið, þilplötur og hellur á allt þak krkjunnar. Skapar grundvöll að mannlifi og menningarlífi. Þá drap séra Sigurður á, að ávallt mætti finna að viðreisn staðarins, í hvaða forrni sem hún væri. Hitt væri óseigjanlega þakkarvert, sem unnið hefði verið, og skapaði það grundvöll að mannlífi og menningarlifi á staðnum. Nú er spurningin: Hvað á að gera við Skálholt? Kirkjan á ekki að láta við það eitt sitja, sem ríkið skammtar henni, held- ur á hún sjálf að afla fjár eftir öðrum leiðum, ef hún fær sjálfs- <s>ákvörðunarrétt yfir því. Með því móti yrði hún llfandi, starfræn stofnun. Veik séra Sigurður næst að skóla í Skálholti, sem hann kvað sera ágætan hlut, enda vantaði kirkj- una slikan skóla. Upplýsti hann jafnframt, að fjárstyrkur hefði verið boðinn fram frá Norð- mönnum til byggingar skólans. Benti hann á, að kirkjulega menntun væri enga að fá hér aðra en þá, er miðaðist við ferm ingaraldurinn og væri mjög ófull kominn að slepptri guðfræðideild inni við háskólann. Og ef við ætluðum að finna mann, sem vel er að sér í kristnum fræð- um og ekki hefur hlotið guð- fræðimenntun, þá er hann varla til yngri en 50 ára og helzt ekki yngri en sextugur. Fólk vill hafa biskup í Skálholtl. í þessu sambandi lét séra Sig- urður þá skoðun sina í ljós, að strjálbýlið væri ekki sérlega hollur skólastaður, nema við hlið hans sé menningarlegt ljós, sem hann getur fengið innblást- ur frá. Þar vantar hina menn- ingarlegu upplyftingu, sem alla staðar er hægt að fá í stórborg- unum. AUs staðar kemur fram, sagði hann, að fólk vill hafa biskup í Skálholti. Það finnur, að biskupsstóll mundi verða miklu meiri stofnun á slíkum stað en í borg og frá honum mundi skólinn geta fengið þann innblástur og það Ijós, sem hann þyrfti. Kirkjan hefur engan stað átt og enga stofnun, ekki hún sjálf, því að hún hefur ekki haft úr- skurðarvald um starf sitt eða fjárráð. Það getur með engu móti hentað stofnun, sem á að vera andleg menningarstofnun. Þess vegna kallar rómantíkin og þörf þjóðarinnar á biskupsstól 1 Skálholti. Að sjálfsögðu verður að gera margar ráðstafanir, áður en það getur orðið. Biskup verð ur að hafa fjárráð og ýmsar stofnanir í kringum sig og hann verður að hafa dómkirkju, þar sem hann getur sagt: „Hér geng ég fyrstur“. Með þvf móti mundi Skálholt verða mikið menning- arból. Að lokum tók séra Sigurður fram, að Sunnlendingar hefðu ekki aðeins þau réttindi, að njóta Skálholts, heldur hefðu þeir og skyldur við staðinn og vildi hann ætla, „að við verðum að gera einhvern hlut, sem hlýt- ur að vekja athygli þjóðarinnar og virðingu.“ Kvaðst hann hafa ákveðnar tillögur í huga í þvi sarobandi, sem hann taldi þó ekki tímabært að skýra frá. Eitt meginsjónarmiö til að berjast fyrir. í lok ræðu sinnar tók séra Sigurður enn fram, að tilgang- urinn með fundarboðuninni hefði verið sá, að kanna, hvort þeir áhugamenn, sem þar voru sam- an komnir, gsetu fundið út eitt meginsjónarmið, sem þeir gætu sameinazt um og barizt fyrir. Að lokinni ræðu séra Sigurð- ar urðu töluverðar umræður og voru allir ræðumenn, sem fyrr segir — á einu máli um nauðsyn þess, að biskupsstóll yði endur- reistur í Skálholti. Þessir menn tóku til máls: Ágúst Þorvalds- son, séra Guðm. Óli Ólafsson, Jóhann Hannesson, séra Svein- björn Högnason, Björn Fr. Björnsson, Bjöm Erlendsson, Sigurður Óli Ólafsson, Matthías Ingibergsson, Úlfur Ragnarssoa og Þórður Kárason. Mynd þessi var tekin á Skálholtsfundinum í gær. — (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.