Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 24

Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 24
 SUPUR 21. tbl. — Laugardagur 26. janúar 1963 Fannst óbrot- inn í eyjunni 2 bátar slitu festar i Stykkishólmi Styklkisíhiólmi, 26. janúar. VONSKUVEÐUR var hér í nótt. í gærkvöldd var snjóbylur, en dróg úr hríðinni undir morgun. Virðuleg útför Ein * ars Asmundssonar ÚTFÖR Einars Á^mundssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. 1 upphafi lék dr. Páll ísólfsson sorgarmars eftir Hartmann. Þá söng Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Halldórssonar sálminn „Ég lifi og ég veit“, en síðan flutti sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, útfararræðuna. Á eftir söng kórinn útfararsöng, einsöngvari Kristinn Hallssoii, dr. Páll lék Pílagrímakórinn eftir Wagner, og kórinn söng „Góður engill Guðs oss leiðir“ og „Kom huggari, mig huggar þú“. Sr. Bjarni kastaði síðan rek- unum, og þessari virðulegu at- höfn lauk með því að dr. Páll lék sorgargöngulag eftir Handel. EFSTU MENN B-LI STANS Mótorbátyrinn Straumnes, sem var við hafskipabryggjuna, sleit festar og fannst hann í dag inni í eyjum. Hafði bátinn rekið þang- að á flóði og stóð á þurru í eyj- unni, þegar að honum var komið. Það merkilega var, að bóturinn brotnaði ekkert og er talinn lítið sem ekkert skemmdur. Verður reynt að ná honum á flot, svo fljótt sem auðið er. Annar bátur, sem lá við bryggj- una, sleit festar og rak upp með bryggjunni. Hann mun lítið sem ekkert hafa sakað. Náfn bátsins er Hafbjörg. Skemmdir urðu engar í kaup- túninu í veðriniu. — Fréttaritari. Eskifjarðarbátar með um ogyfir lOOt Eskifirði, 25. janúar. BÁTARNIR komu inn í gær- kvöldi vegna brælu. Þeir hafa fiskað sæmilega það sem af er vertíðinni um og yfir 100 tonn sumir. Bátarnir hafa verið undan- farna daga út af Austfjörðum, en það er ekki algengt á þessum árstíma. — G.W. Um kl. 1 í gær barst Slysa- vamafélaginu fregn um að sézt hefðu mannaferðir úti í Viðey. Var þar á ferli Val- berg Sigurmundsson, en leit var í fullum gangi að trillu hans. Hafði hann hafst við í Viðey um nóttina. Björgun- arbáturinn G-ísli Johnsen fór samstundis að sækja hann og sézt hann hér á staðnum þar sem bát Valbergs rak upp. Báturinn liggur í fjörunni lengst til hægri á myndinni. Ljósm. Ól. K. Mag. Sjá nánar á bls. 3. Sunnlendingar sameinaðir um biskupsstól í Skálholti í BISKUPSSTOFUNNI í Skál- holti komu í gær saman 30 Friðleifur Pétur H. Erlingur Wm Pétur G. Sigurður Stjórnarkjör í Vörubílstjðrafélag- inu Þrótti í dag og á morgun áhugamenn viðs vegar að af Suðurlandi til að skiptast á skoð unum um það, hvemig viðreisn staðarins skuli háttað, og til þess að kanna, hvort þeir gætu komizt niður á eitt meginsjón- armið í þvi efni, sem þeir gætu staðið sameinaðir um -j barizt fyrir. Urðu þar töluverðar umræður og kom glöggt fram i ræðum allra, sem til máls tóku, að Sunnlendingum er mjög áfram um, að vegur staðarins verðl sem mestur, og eru sameinaðir um þá kröfu, að biskupsstóll verði þar endurreistur, enda töldu þeir, að annað myndi fylgja þar á eftir. Minntu þeir á máli sínu til stuðnings, að ekki væri lengur deilt um, hvort forseti skuli sitja á Bessastöðum, enda óumdeilanlegt, að bað yki á veg embættisins, og töldu I>eir, að hið sama yrði um biskupsem- bættið að segja, ef til þess kæmi, að biskupsstóll yrði endurreist- ur í Skálholti og á Hólum. Fundarstjórnendur voru: séra Gunnar Jóhannesson prófastur, Framh. á bls. 22 Friðleifur I. Fribriksson, formanns- efni B-listans STJÓRNARKOSNING fer fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti nú um helgina. Kosið er í húsi félagsins við Rauð- arárstíg og hefst kosningin kL 1 e.h. í dag og stendur til kl. 9 síðd. og á sunnudag verð ur kosið á sama tíma og lýk- ur stjórnarkjörinu kl. 9 á sunnudagskvöld. Tveir listar eru í kjöri: B-listi sem skipaður er lýðræðissinnum og svo A.-listi kommúnista. B-listinn er þannig skipaður: Friðleifur I. Friðriksson, form., Erlingur Gíslason, varaform., Pétur Hannesson, ritari, Pétur Guðfinnsson, gjaldkeri og Sigurð ur Sigurjónsson meðstjórnandi. Varastjóm: Ásmundur Guð- mundsson og Hafsteinn Auðuns- son. Trúnaðarmannaráð: Þor- steinn Kristjánsson, Gunnlaugur Einarsson, Bjarni Kristjánsson Varðarkaffi I Valhöll í dag kl. 3—5 síðdegis Helgi Kristjánsson. Til vara: Stefán Þ. Gunnlaugsson, Andres Kr. Hansson, Valdemar Stefáns- son og Valur Lárusson. Friðleifur I. Friðriksson gefur nú á ný kost á sér sem form. Þróttar, en hann hefur ekki verið í framboði í félaginu í fjögur ár. Þá ákvörðun tók Friðleifur eftir að yfir 80 Þróttarfélagar höfðu skriflega skorað á hann að vera í kjöri sem formaður félagsins. Friðleifur hefur verið formaður í Þrótti í 15 ár og um það mun vart vera ágreiningur að enginn einn maður hefur átt meiri þátt í þvi en hann, að byggja upp samtökin ' og unnið að þróun þeirra enda hefur hann haft forystu um öll helztu hagsmunamál Þróttarfé- laga. Á þeim tíma er kommún- istar hafa stjómað félaginu hefur allt sigið á ógæfuhliðina og alger óstjóm og ringlureið ríkt í mál- um félagsins. Er ábyggilegt að enginn maður er líklegri en ein- mitt Friðleifur, til þess að reisa félagið úr þeirri rúst sem það er nú og þess vegna munu Þróttar félagar fylkja iiði til baráttu fyrir sigri B.-Iistans og tryggja með því örugga forystu í hagsmuna- inálum sínum. Þróttarfélagar kjósið sem fyrst og veitið B.-listanum þann stuðn ing að sigur hans verði sem glæsi legastur. Með því vinnið þið bezt að ykkar eigin hagsmunum og samtaka ykkar. Ekki flogið til Eyja í 2 vikur B-listinn í Dags- brún KOSNINGASKRIF- STOFA B-listans í Dags hrún er í félagsheimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27. Símar skrifstofunnar eru: 1 15 57 1 15 58 1 15 59 Skorað er á alla stuðn- ingsmenn B-Iistans að koma á skrifstofuna og veita aðstoð við kosn- inguna. Vestmannaeyjum, 25. jan. FÁTT gefur betur huigmynd um hve þörfin fyrir þverbraut á flugvöllinn er orðin aðkallanidi, en þegar það er haft í huga, að nú eru nær tvær vikur frá því að síðast var flogið til Eyja. Að vísu er rétt að geta þess, að holklaki, í flugbrautinni, sem í sjálfu sér er sjaldgæft fyrir- brigði hér, kom í veg fyrir að hægt yrði að lenda í tvo daga, þótt flugveður væri. Mestan hluta þessa tíma hef- ur hann legið í sunnan og suð- vestan áttum og hefði þverbraut verið fyrir hendi hefði mátt fljúga flesta þá daga sem hér um ræðir. Á þessum árstíma er mikill flutningur á fóliki og vörum til Eyja. Ástand eins og þetta er algjörlega óviðunandi. — Bj. Guðm. Kjördæmisráð Suðurlands- kjördæmis KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi heldur fund sunnudaginn 27, þ. m. að Hellu. Fundurinn hefst kl. 3 e.h. Frestað hefir verið drætti í happdrætti kjördæmisráðsins tál 30. apríl. Framsókn og HIíS Sá 5% kauphækkun VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framkókn í Reykjavik og Vinnu veitendasamband íslands gerðu með sér samning í gær um, að 5% hækkun skuli koma til fram kvæmda ó öll-um kauptöxtum félagsins í támavinnu frá og með deginum í gær og á mánaðar- kaup fra næstu mánaðamótum. Samningar Framsóknar eru eft ir sem áður lausir. Þá ákvað verkam.fél. HMf 1 Hafnarfirði á fundi að gang-ast að 5% kauphækkun á sama hátt og verkalýðsfél. á Akureyri og Dagsbrún hafa gert. Ennfremur ákvað Hlíðfarfúnd urinn að kannað skyldi hvort tímabært sé að sameina venka- lýðsfélögin í Hafnarfirði í extt félag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.