Morgunblaðið - 05.02.1963, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. febrúar 1963
Allt fullt af síld í Eyjum
Bátarnir liggja inni vegna veðurs
VESTMANNAEYJUM, 4. febr.
— 40 síldarskip liggja í höfn
hér í Eyjum. í nótt munu um
20 bátar hafa legið austur í
Bugtinni, en ]>eir hafa verið að
tínast inn í allan dag. Nokkrir
bátar fóru til Austfjarðahafna.
Veðurhaeðin komst upp í 12 vind-
stig í nótt.
Síðan á miðvikudag hafa bor-
izt á land 57 þús. tunnur af síld
og hefur verið landað á hverj-
um degi stanzlaust. Á þessum
tíma er búið að fylla 7 togara,
en sá áttundi, Askur, sem setl-
aði að taka síld hér, fór út á
veiðar þar eð engin ný sild hafði
borizt. Kemur hann aftur undir
eins þegar síldin fer að veiðast.
Hér er allt fullt eins og er.
Gizkað er á að um 5000 tunnur
séu ólandaðar í bátunum og
8000—9000 tunnur á bryggju, en
það rúmaðist ekki í síldarþrón-
um og úrgangsporti.
Drengs var sakn-
að, fannst í bíá
UM helgina var leitað að 14 ára' un til Borgarness og Akraness,
gömlum dreng, sem ekki hafði
komið heim eftir vinnu á föstu-
dag. Leitaði hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði allt frá laugardags-
nótt og fram á sunnudagskvöid,
er þeir fundu piltinn þar sem
hann var að koma úr kvikmynda
húsi i Hafnarfirði.
Drengurinn fékk kaupið sitt
í lok vinnutíma á föstudag. Seg-
ist hann hafa verið á flækingi
um nóttina, en tók sér far með
Akraborginni á laugardagsmorg
Vörubíll
fór á loft
AÐFARANÓTT mánudags lá við
slysi á Hvalfjarðarvegin/um, er
vindhviða kastaði vörubíl á fólks
bíl og síðan út af veginmn.
Vörubíllinn T 192 var á leið
til Reykjavíkur, en bilaði á móts
við ' Styflisdal. Kom þar að
fólksbíllinn E 12S og ætlaði
að lýsa honum meðan viðgerð
færi fram.
Allt í einu kom mikil vind-
kviða og svifti vörubílnum til,
kastaði honum á fólksbílinn og
síðan út af veginum. Skemmdist
fólksbíllinn talsvert, en mesta
mildi var að ekki varð slys, því
tveir menn voru rétt skriðnir
undan vörubílnum, er hann kast-
aðist tiL
Tvennt var í vörubílnum og 3
f fólksbílnum, en ekkert varð
að þeim.
svaf í skipinu, og kom með því
til Reykjavíkur seinni hluta
dags. Þá fór hann í bxó og fékk
sér gistingu á hóteli í Reykja-
vík, en sem Akureyringur. Á
sunnudag var hann að korna úr
þriðja bíóinu í Hafnarfirði, þeg
ar skátarnir fundu hann. Mun
pilturinn hafa verið aleinn á
þessum flækingi.
Er farið var að óttast um dreng
inn, var lögreglunni gert að-
vart og fékk hún hjáliparsveit
skáta í Hafnarfirði í lið með sér,
einkum þar sem sveitin hefur
sporhund. Brugðu björgunarsveit
armenn skjótt við og hófu leitina
M. 2.30 aðfaranótt laugardags.
Ekki kom hundurinn að gagni í
þetta sinn, þar eð drengurinnn
hafði verið í leigubílum milli
staða. Á sunnudag hafði frétzt
af piltinum, svo vitað var að
ekkert var að honum. Datt skát
unum þá í haug að gera skipu-
Iega leit í bænum. Settu þeir
vaikt við öll kvikmyndahús í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnar
firði og ætluðu síðan að fara í
allar sjoppur.
í, leitinni voru 10—12 piltar úr
björgunarsveitinni, sem sýndu
með þessu mikla hjálpsemi og
veittu lögreglunni ómetanlega
aðstoð við að finna drenginn.
Skellinöðru stolið
SKELLINÖÐRUNNI R-295, sem
er dökkblá að lit af gerðinni
Victoria, var stolið sl. sunnu-
dagsmorgun mil'li M. 10.30 til 12
þaðan sem hún var fyrir framan
húsið nr. 14B við Grjótagötu.
■ Þeir, sem hafa orðið varir við
Á NÍUNDA tímanum sl.
laugardagsmorgun varð
elds vart að Gunnarsholti
í búi Sandgræðslu ríkisins
á Rangárvöllum. Eyði-
lagðist efri hæð hússins og
brunnu þar inni mikil verð
Húsið sem brann er tvíbursta, lengst
rayndinni
Efri hæð íbúðarhússins í Gunn-
arsholti gereyðilagöict í eldi
Kona slapp jbaðan með barn sitt
á siðustu stundu
mæti, en konu með bam
tókst að sleppa út á síðustu
stundu.
Blaðið átti i tal við Pál
Sveinsson sandgræðslustjóra
að Gunnarsholti og sagðist
honum svo frá atburði þess-
um:
— Ég var ekki heima, er
atburðurinn gerðist, var suð-
ur í Reykjavík. Vitað er að
kviknaði út frá rafmagni á
efri hæðinni og gereyðilagðist
hún. Þak hangir uppi, en
eyðilagt. Á efri hæð íbúðar-
hússins bjuggu hjón, sem hér
starfa, svo og vinnumaður hér
á búinu. Um kl. 8 á laugar-
dagsmorgun fóru þeir út,
karlmennirnir, en eftir var
kona með lítið barn. Konan
heitir Sigfríður Jónsdóttir,
gift Sigurði Sveinbjarnar-
syni.
Klukkan rúmlega hálfníu
vaknaði Sigfríður við að eld-
ur var kominn að dyrum
herbergis þess er hún svaf í
með barn þeirra hjóna. Brá
hún þegar við og komst út
með barnið. Fékk hún af
þessu slæmt áfall, en er nú á
batavegi. Ekki sakaði hana né
barnið að öðru leyti.
Þegar þeir, maður hennar
Sigurður og vinnumaðurinn,
fóru út um kl. 8 urðu þeir
ekM varir við neitt er benti
til íkviknunar.
Logn var og blíða er at-
burðurinn átti sér stað og
varð þáð til mikillar bjargar,
því íbúðarhúsið er samfast
öðrum byggingum á staðnum,
sem voru í hættu.
Efri hæð íbúðarhússins var
úr eldfimu efni, tré og texi,
og varð því fljótt eldinum að
bráð. Neðri hæð hússins er
hins vegar úr steini svo og
loftið yfir henni. Urðu því
tiltölulega litlar skemmdir á
henni, nema nokkrar af vatni.
Slökkviliðið á Hvolsvelli
kom á vettvang og réði nið-
urlögum eldsins, svo og kom
slökkvilið frá Selfossi, en þá
var brunanum að mestu lok-
ið. —
Sem fyrr segir hangir þak
hússins enn uppi, en allt á efri
hæð eyðilagðist, t.d. innbú
þess fólks er þar bjó og var
allt óvátryggt. Hér fara fram
tíð skipti starfsfólks og annast
búið ekki tryggingu muna
þess. Skrifstofa mín var á
efri hæðinni og ýmis verð-
mæt skjöl þar inni, en þeim
tókst að bjarga. Ég var suður
í Reykjavík og þar með bók-
hald búsins, sem verið er að
ganga frá.
Vátrygging hússins er með
því hæsta sem gerist.
Ætlunin er nú að loka upp-
ganginum upp á efri hæðina
og ganga þannig frá að hægt
verði að búa á neðri hæðinni.
Þar til því er lokið njótum við
gestrisni nágranna okkar,
sagði Páll Sveinsson að lok-
um.
skellinöðruna, eftir hádegi á
sunnudag, eru vinsamlega beðn
ir að gera rannsóknarlögreglunni
viðvart.
Þorrablótið dró dilk á eftir sér
Ævintýraferð Gylfa endaði o strandi
ísafirði, 3. febr. —
ÞORRABLÓT var haldið á
Flateyri á laugardagskvöld og
dró dilk á eftir sér. Vélbátur-
inn Gylfi úr Eyjafirði, sem
leigður hefur verið til Suður-
eyrar í vetur og er gerður
þaðan út fór til Flateyrar á
laugardagskvöldið með eitt-
hvað af fólM frá Suður-
eyri, sem ætlaði á blótið.
Þeirra á meðal var skipstjór-
inn á bátnum. Gekk sú ferð
að óskum og héldu menn til
fagnaðarins, allir nema einn
sMpverja. Hann tók bátinn
traustataM um kvöldið, og
sigldi honum einn til Suður-
eyrar. Á meðan báturinn var
á leiðinni til Suðureyrar var
hringt frá Flateyri og sagt frá
bátshvarfinu. Óttuðust menn
að skipverjinn hefði farið sér
að voða einn á bátnum, en
þegar hann kom klakklaust
í höfn á Suðureyri önduðu
menn léttar.
Lögðu aftur í hann
Engum kom til hugar að
skipverjinn myndi endurtaka
þetta ævintýri, en um nóttina
fékk hann tvo eða þrjá menn
til liðs við sig og héldu þeir
af stað frá Suðureyri um nótt-
ina til þess að sækja sMpstjór-
ann og aðra gesti, sem farið
höfðu á þorrablótið. Þá tókst
ekki betur til en svo að eftir
stutta siglingu strönduðu þeir
félagar bátnum í árósum hjá
prestssetrinu í Staðardal, en
þetta er sunnanmegin Súg-
andafjarðar, um miðja leið út
fjörðinn frá Suðureyrþ Skip-
brotsmenn fóru gangandi um
20 mín. leið til Suðureyrar og
sögðu farir sínar ekki sléttar.
Á sunnudagsmorguninn var
hafizt handa um að bjarga
bátnum og var varðskipið Al-
bert fengið til að draga bátinn
á flot og tókst það giftusam-
lega á flóðinu. Gylfi virðist
ekM mikið skemmdur. Kafari
frá Albert athugaði skemmdir
á bátnum á strandstaðnum og
segir að skemmdir hafi orðið
á strákjöl og botninn eitthvað
meira nuddaður.
Gylfi er kominn til ísa-
fjarðar og á að fara í slipp
hjá Marselíusi Bemharðssyni,
en í dag var ekki hægt að
taka bátinn upp, því annar
er fyrir í slippnum. Verður
ekki hægt að ganga til fulls
frá fyrr en báturinn kemst á
flot. Gylfi er 35 tonna bátur.
— H. T.
Góður afli
Bíldudalsbáta
BÍLDUDAL, 4. febrúar — Afla
fréttir í janúar: Pétur Thorsteins
son aflaði 179 lestir og Andri 146
lestir í 16 róðrum. Afli hefur
verið góður hjá bátunum að und
anförnu og afli komizt upp í 19
lestir í róðri.
Rækjuveiðin hefur verið góð
og næg og góð vinna er hér á
Bíldudal.
Hið árlega þorráblót var hald
ið 27. janúar sl. Annaðist það
slysavarnadeild karla að venju.
Var þar mikið fjölmenni, hátt á
annað hundrað manns. íslenzkur
matur var á borðum og skemmtu
menn sér fram eftir nóttu
Í2
NA 15 hnútor
SV50 hnútar
Snjikoma » ÚÍi -<*■ V Skúrir S Þrumur 'W&s, KuUaskit ‘Zs' HitasM
H Hm»
L Lmti
KL. 11 vax NA-átt og kuldi
hér á landi. Sums staðar var
hvasst, en mestur vindur var
á Hólum, 10 vindstig. Þar var
7 stiga frost. Þýzkt skip
skammt SA af Gerpi gaf emn
ig 10 vindstig.
Djúp lægð var fyrir vestan
írland. Rokhvasst var vestan
og norðan við lægðina, en
hægur vindur á Bretlandseyj
um.
Enn vom kuldar í Suður-
Evrópu, t.d. var 2 stiga frost
og snjókoma í Madrid.