Morgunblaðið - 05.02.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 05.02.1963, Síða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagttr 5. febrúar 1963 Keflavík Stúlka eða kona óskast til eldhússtarfa. — Vaktavinnr Matstofan VÍK Keflavík. ÚTSALA N A N K I N Gallabuxur fyrir börn og unglinga verð aðeins kr. 98- AUSTUR STRÆTI SÍMI »1116-1117 .... atlir felhja ban. ^beodorant S RA]ii:Hiai:finiiaiM LAUGAVEGI 33 MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR eru síðustu dagar útsölunnar VERZLUNARSTARF Störf í kjörbúð Vér viljum ráða afgreiSslumann og af- greiðslustúlku, til starfa í kjörbúðum vorum sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur, Starfsmanna- hald S.Í.S. Sambandshúsinu. Starfsmannahald S.Í.S. STARFSMAN NAHALD Áttræður i dag: ,Ln G. Jónasson kaupmaður á Seyðisfirði ÞAÐ var í september árið 1900, að ungur Jökuldælingur kvaddi heimahagana og sigldi til Nor- egs, í þeim tilgangi að læra mál- araiðn. Það er einkum tvennt, sem gerir'þennan atburð merki- légan og frásagnarverðan. Fyrst það, að hugtakið málaraiðn var nær óþekkt hér á landi, og má í því sambandi minna á, að um þetta leyti voru aðeins þrír lærðir málarar í Reykjavík og voru þeir allir útlendir. Svo er það h-itt, að það skyldi verða 'ungur sveitapiltur, sem fyrstur manna tekur sig til og fer að læra iðnina. Þetta þykir máske ekki sérlega frásagnarverður at- burður, svona almennt séð, en fyrir iðnsögu íslands verður hann alltaf talinn merkilegur og tímamótaatburður á sína vísu. Þessi ungi maður var Jón G. Jónasson, málarameistari og síð- ar kaupmaður á Seyðisfirði. Hann er fæddur á Eiríksstöðum í Jökuldal, 5. febr. 1883, og er því 80 ára í dag. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Margrét Jónsdótir, Jónssonar frá Möðru- dal og Jónas Eiríksson frá Skriðuklaustri. Vorið 1888 fluttust þau hjónin að Eiðum, er Jónas tók við for- stöðu búnaðarskólans þar. Gekk Jón í skólann hjá föður sínum og útskrifaðist þaðan vorið 1899; en næsta ár siglir hann svo til Nor- egs með skipinu Agli, sem var í eigu Otto Wathne, til þess að læra málaraiðn, sem fyrr segir. Komst Jón að námi hjá einu stærsta málarafyrirtæki í Berg- en, P., A. Hofseth, sem starfar þar ennþá. Námsíminn var á- kveðinn 3 ár. Gekk Jón þar í kvöldskóla, og greiddi læri- meistara skólagjaldið, en kaup- laust skyldi Jón vinna fyrsta hálfa árið. Lauk Jón svo um- sömdum námstíma og síðan sveinsprófi í septembér 1903. Hlaut hann góða dóma fyrir prófið og einhig lofsamleg um- * Aundanhaldi UNDARLEG atburðarás! Að yndisleikinn skuli þurfa að snú- ast í hinn hryiggilegasta ömurleik. En hví að vera að búa breyskum mannanna börnum svo hálar brautir, að óþörfu? Það er karlmannlegt að tala eins og stórskáldið ok&ar, Einar Benediktsson: „Lífið frá dufti til drottins myndar dafnar í frelsi við skaraðar glóðir.“ En hreystilegt tal er oft annað en hreystimennska. Hvorki tókst höfundi þessara glæsilegu setn- inga né milljónum annarra manna, að leika þetta himinflug manndómsþroskans við skarað- ar glóðir, án þess að skaðbrenna sig. Þvf þá að kynda þennan eld og jafnvel leika sér að því að skara í hann? Dagblöðin eru þegar búin að lýsa þessum sjóhleik vel og geta þess, hve snilldarlega leikendun- um ferst þar, en „hvað segið þið, bindindismenn, um þennan sjón- leik?“ Ég svara hiklaust, að sem flestir ættu að sjá hann. Það eru 3 flokkar manna, sem þyrftu að sjá hann: 1. Bindindismenn, því að sjón- leikurinn er góð hvatning til þeirra, að herða sóknina gegn bölinu. 2. Hinir afskiptalausu og sinnu lausu, ef hann kynni að reynast þeirrr vekjandi. 3. Áfengisneytendur og of- drykkjumenn. Ég myndi vinsam lega hvetja þá góðu menn til að sjá sjónleikinn, Á undanhaldi. Eitt er það, sem ég hef aldrei geta skilið, frá því er ég, á ungl- ingsárutn mínum, kynntist fyrst drykkjuskap manna. Það er þetta ægilega miskunnarleysi þeirra gagnvart sínum nánustu. Ungi maðurinn í sjónleiknum er senni lega átakanlegasti þáttur hans. Hann gleymist engum, sem sér, þar sem hann stendur snemma í harmleiknum, sárþjáður sálarlega og undrandi yfir hinum furðu- legu örlögum móður sinnar. Og svo, þegar hann fellur ósjálf- bjarga flatur fyrir fótum hennar og drykkjufélaga hennar. Hún krýpur niður að honum og hann þiður, þótt hann geti varla talað: „Farðu heim með mig, mamma." „Hvert heim?“ spyr hún. En hún stelur peningaveskinu úr vasa hans. Margf ber oft á góma milli þessara tveggja á undanhaldinu. „Menn elska konur,“ segir drykkjumaðurinn, „eins ög brauð. Hvort tveggja er nauðsyn- legt.“ Pétur Sigurðsson. Athugasemd í SAMBANDI við grein í Mbl. varðandi bifreiðatrygginga mál FÍB, þar sem ég er nefndur forstjóri Bindindisfélags öku- manna, vil ég taka fram eftir- farandi: Bindindisfélag ökumanna og Ábyrgð h.f. er síður en svo hið sama. Ábyrgð h.f. er trygging- arfélag bindindismanna, en bind indisfél ökumanna B.F.Ö., er um- ferðarfélag og bindindisfélag. Ég er forstjóri fyrir Ábyrgð h.f. en framkvæmdastjóri B.F.ö. er Ás- björn Stefánsson, læknir. Varðandi þau ummæli sem eftir mér eru höfð um umfram ábyrgðartryggingu í allt að 1,5 millj. kr., vil ég einnig taka fram: öll bifreiðatryggingarfé- lögin hafa boðið slíkar um- framtryggingar fyrir vægt við- bótariðjfjald, en mjög fáir tryggingartakar hafa óskað eftir þeim. Það er' mitt álit, að hin lögboðna lágmarkstryggingar- upphæð fyrir flestar bifreiðar, kr. 500 þús. sé alltof lág (t. d. í Svíþjóð lágmarksupphæðin 600 þús. sænskar kr.) og því full þörf að löggjafavaldið hækki þá upphæð verulega. Reykjavík, 2. febrúar, Jóhann Bjömsson. mæli lærimeistara og skóla- stjóra. Nú eru því liðlega 60 ár síðan þetta gerðist, og má þá skjóta því hér inn, svona til gamans, að einmitt þetta sama ár byrjar fyrsti nemandi hér í Reykjavík nám í iðninni. En það var einnig sögulegur atburður, því það var ung stúlka sem hér braut ísinn, Ásta Árnadóttir, sem síðan gekk alltaf undir nafninu Ásta málari. Strax að loknu sveinsprófi hélt Jón svo heim og byrjaði þá að mála víða um Austfirði en einkum þó á Seyðisfirði. Vorið 1908 kvæntist Jón Önnu Sigmundsdóttur, frá Gunnhild- argerði, og eiga þau 4 börn. Jón komst brátt að raun um, að nær ógerlegt var fyrir fag- mann að nota þá málningu, sem fáanleg var þar eystra. Hann fór því brátt að panta alla málningu fyrir sig og einnig veggfóður. Vorið 1926 byrjaði Jón svo að verzla með málningu o. fl. en stundaði þó iðn sína jafnframt allt fram un) 1930 — og hafði þá unnið við hana um 30 ára skeið. Eftir það var verzlunin aðalstarf hans. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra reykvískra málara er ég sendi þessum frumherja íslenzkr ar málarastéttar, beztu árnaðar- óskir í tilefni dagsins. Jökull Pétursson. Athugasemd um síldarleitartæki í Morgunblaðinu þann 22, þ. m. birtist viðtal við mig á- saimt tveim öðrum, sem einnig selja hér síldarleitartæki, þeim Ríkhard Sigmundssyni og Frið- rik A. Jónssyni, en við ummæli hans vil ég gera þessa athuga- semd: Friðrik segir m.a.: „ ... að svonefndum spegh hefði verið breytt á Simrad- tækjunum, þannig að miis- jafn halli sé á sjálfum spegil- fletinum. Notaður sé meiri Ihalli, þegar komið sé nær torfunni. Munurinn er sá, að hægt sé að komast með bát- inn nær, án þess að missa torfuna út af tækinu. Kast- og leitarhæfileikar tækisins hafi verið sameinaðir með þessari breytingu á speglin- . um, en áður hafi þurft tvö tæki til að má sama árangri.“ Við þetta vil ég gera þá at- hugasemd, að Elac-skásjárnar voru ekki boðnar fiskimönrium, fyrr en þær höfðu þann kost, að hægt var að hverfa speglin- um frá láréttu niður á lóðrétt, og þurfti því aldrei að fara yfir torfu með þeim. Fyrstu tæk- in af þessari gerð seldum vér 1956, og voru þau handstýrð, og höfðu langdrægni allt að 1000 metra geisla. Fyrstu sjálfleitandi skásj ána, sem hafði langdrægi allt að 2400 metra geisla, seldum vér 1960, og endurbætta gerð af henni, þar sem sjálfritari og skipti- kassi voru byggðir í sama púlit- ið, seldum vér fyrst 1961. Á öllum þessum tækjum voru, auk langdræga aðalgeislans, hlið argeislar, skammdrægari, svo að ekki var þörf á að fara yfiir torfurnar . , Skýrasta sönnun þess, hve Elac-skásjáin með hverfispeglin- um var góð til að staðsetja síld fyrir köstun, var sú, að þá er skip stjórar, sem vanir voru henni, fóru yfir á báta með stóra-Sim- rad, tóku þeir einnig í bátinn Elac-skásjána, sem boðin var upphaflega 1956. Með þökk fyrir birtinguna. Sturlaugur Jónsson. GABOON — fykirliggjandi — Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16 og 19 mm. Sendum gegn póstkröfu um allt land. KRISTÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13. — Sími 13879.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.