Morgunblaðið - 23.02.1963, Síða 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 23. febrúar 1961
JMwgintilrib&ifr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Mafthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsso’-
TJtbreiðslustjón: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að^lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
BLAÐAMENNSKA
OG SVIK
II ta ws uta N ÚR HEIM
- * ' Ss '; . * % .- . tí-* • A- Vf\ V ‘J& /.ý: ■■ " ‘ x : <. • ‘
Stúdentar frá Gliana við komuna til Vinar eftir námsdvöl í Búlgaríu,
Stutíentar frá Afríku flýja áróður
og ofsóknir kommúnista
¥>laðamenn gera sér yfirleitfr
" grein fyrir ábyrgð þéirri,
sem á þeim hvílir. Þeir eiga
að flytja réttar fréttir, skýra
frá staðreyndum eins og þær
liggja fyrir og ekki skjóta
undan mikilvægum fregnum.
Það er mál manna, að þessa
réttmæta sjónarmiðs hafi
gætt í vaxandi mæli hjá ís-
lenzkum blöðum, þótt auð-
vitað sé aðstaða til fréttaöfl-
unar misjöfn og minni blöðin
missi þar af leiðandi af mikil-
vægum fregnum.
En eitt íslenzkt blað hefur
sótt í öfuga átt. Það hefur
stöðugt haldið lengra út í fen
ósanninda og blekkinga. Þess
vegna er það réttnefnt frétta-
fölsunarblaðið. Óþarfi er að
taka fram, að hér er átt við
Tímann. Það vita orðið allir,
enda einkennir öfuguggahátt-
urinn það blað og flokkinn,
sem rekur það.
Auðvitað hljóta blöð, sem
styðja ákveðna stjórnmála-
stefnu, að túlka pólitísk sjón-
armið, skýra afstöðu til mála
og áhrif og eðli ákveðinna at-
vika. í slíkum umræðum sýn-
ist að sjálfsögðu sitt hverj-
um. En málafylgja Tímans er
annars eðlis, það blað býr sér
til „staðreyndir" og túlkar
síðan þessi tilbúnu sannindi.
Á hinn bóginn skýtur það svo
undan öllum fregnum, sem
það telur ekki þjóna málstað
Framsóknarflokksins. Þannig
hendir það naumast, að birt-
ar séu opinberar tilkynningar
um batnandi gjaldeyrisstöðu
þjóðarinnar, aukið sparifé,
hagkvæman viðskiptajöfnuð
o. s. frv.
Það er þetta fréttafölsunar-
eðli, sem er til mikillar van-
sæmdar fyrir starfsmenn
þessa blaðs, og raunar næsta
óskiljanlegt, hvernig á því
stendur, að þeir láta bjóða sér
siíka meðferð.
UMMÆLI ÖLAFS
Igær er því haldið fram í
sjálfri ritstjórnargrein
Tímans, að Morgunblaðið hafi
ekki birt yfirlýsingu Viðreisn
arstjórnarinnar, sem Ólafur
Thors flutti á fundi Norður-
landaráðs. Tíminn veit þó of-
lur vel, að Morgunblaðið birti
í heild útvarpsávarp Ólafs
Thors, forsætisráðherra, þar
sem hann las þessa yfirlýs-
ingu upp. Þetta ávarp er birt
með 5 dálka fyrirsögn í Morg
unblaðinu sl. miðvikudag og
gat því ekki fram hjá neinum
farið.
Þetta er aðeins eitt af fjöl-
mörgum dæmum um vísvit-
andi ósannindi þess blaðs,
sem annar stærsti stjórnmála-
flokkur landsins ber ábyrgð
á. En beinu ósannindin eru
ekki látin nægja. í sömu rit-
stjórnargrein er haldið áfram
dylgjum um það, að Ólafur
Thors hafi ekki þorað að
segja skoðun sína eða Við-
reisnarstjórnarinnar á Efna-
hagsbandalagsmálinu vegna
væntanlegra kosninga.
Sannleikur þess máls er
sá, sem Morgunblaðið birti á
forsíðu, einnig sl. miðviku-
dag, að Ólafur Thors sagði í
upphafi ræðu sinnar í Norð-
urlandaráði í-léttum tón, að
það væri „hollast að tala var-
lega, því að á íslandi eru
kosningar fyrir dyrum, og
gæti ég ekki skjalfest það,
sem ég segði, mundi stjóm-
arandstaðan — og hún er
ekkert verri en ég, á það vil
ég leggja áherzlu — segja að
ég hafi sótt um fulla aðild að
Efnahagsbandalaginu og/eða
Fríverzlunarbandalaginu".
í framhaldi af þessum orð-
um les Ólafur Thors síðan
upp yfirlýsingu í þessu efni,
sem bæði hefur verið birt í
Morgunblaðinu og lesin upp
í útvarpinu.
Og lengur fer ekki á milli
mála, að það var rétt athugað
hjá forsætisráðherra, að rétt
var að hafa það skjalfest, sem
hann sagði ujn þetta mál.
Hann hafði ekki fyrr lokið
máli sínu, en Tíminn sleit
eina setningu úr ræðu hans
úr samhengi og birti hana
með rosafyrirsögn á forsíðu
og hefur síðan tönnlazt á
henni, en forðast eins og heit-
an eldinn að segja rétt og ó-
bjagað frá yfirlýsingu for-
sætisráðherra.
Auðvitað er skelfilega leið-
inlegt að þurfa að vera að
svara eilífum útúrsnúningum
og fölsunum þessa óheiðar-
lega blaðs, enda leggur Morg-
unblaðið yfirleitt ekki í vana
sinn að svara blekkingavaðli
þess. En hjá því verður þó
ekki komizt að vekja öðru
hverju athygli á eðli þessara
skrifa, svo að menn séu á
varðbergi.
NÝJUNG í
ÚTFLUTNINGI
TjMns og kunnugt er hafa síð-
ustu árin verið gerðar
margháttaðar tilraunir til út-
flutnings nýrra vörutegunda
héðan. Hafa margar þeirra
borið mjög góðan árangur og
ýmis iðnfyrirtæki hafið út-
ÓÁNÆGJA stúdenta frá Afríku-
Iöndum, sem stunda nám við há-
skóla í Búlgaríu, hefur vakið
heimsathygli. Kvarta stúdentarn-
ir mjög yfir aðbúnaði öllum,
pólitískum áróðri, kynþáttaof-
sóknum og frelsisskerðingu.
Nokkrir stúdentanna hafa flúið
land, en þeir, sem eftir eru, hafa
gert verkfall. Neita þeir að sækja
kennslustundir í skólunum, og
krefjast þess að yfirvöldin standi
við samninga um að greiða fyrir
för þeirra úr landi.
Um 350 afrískir stúdentar eru
flutning í smáum og stórum
stíl. Ástæðan til þess að slík-
ur útflutningur hefúr hafizt
síðustu árin er að sjálfsögðu
sú, að nú fá útflytjendur
greitt rétt verð fyrir vörur
sínar og geta hafið útflutning
án þess að þurfa að standa í
þjarki við einhverja stjórnar-
herra um uppbætur eða út-
flutningsstyrki.
Nýjar aðferðir hafa einnig
rutt sér til rúms við verkun
sjávarafurða og er útflutn-
ingur þeirra nú fjölbreyttari
en nokkru sinni áður, þótt
enn þurfi að leggja áherzlu á
að auka fjölbreytnina. í gær
skýrði Morgunblaðið frá
merkri tilraun á þessu sviði.
Hafinn er útflutningur á
saltfiski, sem pakkaður er í
smekklegar neytendaumbúð-
ir fyrir Bandaríkjamarkað.
Fram að þessu hefur slík
vinnsla saltfisksins ekki
þekkzt og markaðir fyrir
hann verið takmarkaðir.
Enn er ekki komin reynsla
á það, hvort þessi tilraun
muni bera góðan árangur, en
vonir standa þó til þess. Það
er líka vafalaust rétt að farið
að gera samning við þekkt
erlent matvælafyrirtæki um
dreifingu þessarar vöru fyrst
í stað a.m.k., því að það segir
sig sjálft, að meiri líkur eru
til árangurs, þegar þekkt
merki er á vörunni en ella
væri.
við nám í Sofia, flestir þeirra á
opinberum styrkjum, sem tryggja
þeim frítt uppihald og greiða all-
ananámskostnað. En í samningun-
um um styrkveitingarnar segir
einnig að ef stúdentarnir óski
að hverfa úr landi, skuldbindi
yfirvöldin í Búlgaríu sig til að
sjá þeim fyrir farareyri. Þetta
efna yfirvöldin ekki nú, þegar
flestir stúdentanna óska að fara
úr landi, og halda áfram ^námi
annarsstaðar.
Kynþáttavandamál eru engin
ný. bóla í heiminum, og hafa
Vesturlöndin hlotið sinn skerf
af þeim. En stutt er síðan komm
únistaríkin tóku að bjóða til sín
stúdentum frá Asíu- og Afríku-
löndunum. Töldu yfirvöldin ber-
sýnilega að hér væri um tilvalið
áróðurstækifæri að ræða, sem
þjátfsagt væri að grípa. Áður
höfðu þau notað sér samtök stú-
denta á Vesturlöndum til áróðurs,
en nú var ákveðið að „ala upp“
stúdentana við beztu skilyrði í
kommúnistaríkjunum.
Vopnið snerist í höndum
kommúnistayfirvaldanna, og óá-
nægja í Sofia er ekki einstætt
fyrirbæri. Samskonar óánægja
hefur gert vart við sig víða í
kommúnistaríkjunum, m. a. við
háskólann í Prag og við Patrice
Lumumba háskólann í Moskvu.
Sendiherra Ghana í Sofia,
Appah Samong, ræddi nýlega við
fréttamenn í sambandi við verk-
fall afríska stúdenta. Sagði
Samong að sendiráðinu hafi bor-
izt beiðnir um aðstoð frá fjölda
stúdenta, en það hefði ekki fé
aflögu til að greiða ferðakostnað
allra stúdentanna, enda bæri
búlgörsku stjórninni samkvæmt
samningum að greiða fargjöldin.
NEITAÐ UM FARAREYRI
Þrír stúdentar frá Nígeríu, sem
voru við nám í Sofia, eru ný-
komnir til Vínarborgar. Segja
þeir að viðkomandi sendiráð hafi
þegar aðstoðað um 190 stúdenta
frá Ghana, Eþiópíu, Guineu og
Togo við að komast úr landi, og
að flestir þeirra sem eftir eru
óski að fara. „En kommúnistarn-
ir vilja ekki leyfa þeim að fara.
Þeir neita að láta stúdentana fá
ferðapeninga, og án þéirra geta
stúdentarnir ekki keypt far-
seðla“, sagði Antoni Odita, 24
ára læknisfræðistúdent frá Ni-
geríu.
Odita var í stjórn félags
afriskra stúdenta í Sofia, en yfir-
völdin bönnuðu starfsemi þessa
félagsskapar. Banni þessu fylgdu
yfirvöldin eftir með því að hand-
taka um 40 félagsmenn. Vakti
þetta mikla gremju meðal afrísku
stúdentanna, sem efndu til mót-
mælagöngu í höfuðborginni. En
öflug sveit lögreglumanna var
send á vettvang til að tvístra
göngunni.
„SVARTIR APAR“
Nigeríustúdentarnir þrír kvört-
uðu mikið undan ofsóknum og
móðgunum, sem þeir sögðu að
væru daglegir viðburðir í Sofia.
íbúarnir í Búlgáríu litu þá horn-
auga hvar sem þeir komu, köll-
uðu þá „svarta apa“ og hrópuðu
að þeim ókvæðisorð. Oft voru
þeir spurðir hvers vegna þeir
héldu ekki kyrru fyrir heima i
bananatrjánum eins og aðrir
apar, hvað þeir væru eiginlega
að flækjast til Búlgaríu.
Þremenningarnir segja að náma
skilyrði hafi öll verið mjög léleg.
„Þegar við komum í fyrra hafði
koma okkar ekkert verið undir-
búin. Við urðum að læra búl-
görsku upp úr ensk-búlgarskri
orðabók. Kennarar okkap kunnu
aðeins fá orð í ensku, og mála-
kennslan byggðist öll á komm-
úniskum slagorðum. Okkur voru
fegnar búlgarskar barnabækur.
sem dásömuðu „Ivan afa“ — sem
er samnefni fyrir Rússa — fyrir
að frelsa Búlgaríu undan auð-
valdsstefnunni. Jafnvel kennslu
stundir í læknisfræði voru upp-
fullar af áróðri, og við urðurn
að taka skyldupróf i Max-
Leninisma áður en við fengura
inngöngu í háskólann“.
Þremenningarnir segja, að stú-
dentaheimilinu, þar sem allir
afríkustúdentarnir bjuggu, hafi
einnig verið 15 búlgarskir ung-
kommúnistar, sem fylgdust með
öllu er þar gerðist. Og aðbúð
öll var slæm. Oft voru ljósin
tekin af klukkan níu á kvöldin
til klukkan sjö morguninn eftiir
svo útilokað var að lesa fögin.
Svo til vikulega bilaði hitakerfið,
og mældist tuttugu stiga frost 1
íbúðunum. Margir fengu lungna-
bólgu og þurftu að leggjast 1
sjúkrahús.
Antoni Odita sagði að flestir
stúdentanna hafi þegið styrki til
náms í kommúnistaríkjunum
„vegna þess að við vildum sjá
með eigin augum hvernig lífið
væri í þessum hluta heims. Nú
vitum við það“.