Morgunblaðið - 23.02.1963, Qupperneq 16
Lsugardagur 23. febrúar 1963
l»
MORCVKBLABIB,
Húseigendur
á hitaveitusvæðinu
Hvers vegna að fara
niður í kjallara þegar
stilla þarf hitann?
Fáið yður heldur
stilliloka og sparið
sporin. — Nánari upp-
lýsingar hjá okkur.
Ruth
Hoffritz
= HÉÐINN =
Vélaverzlun — Sími 24260.
anQlI
ANGLIA SKVRTIJRNAR
eru fallegar og vinsæle1
fyrirliggjandi
hvítar og mislit?”
allar stserðir.
Geysir HfF.
Fatadeildin.
—minning
í dag er jarðsungin frá Sel-
fosskirkju mærin Ruth Hoffritz,
dióttir hjónanna Adams Hoffritz
og Sigurbjargar Sigurðardóttur.
Hún fæddist að Selfóssi 2. nóv.
1944, og var því aðeins rúmra 18
ára, er hún lézt, 14. þ.m. Foreldr-
ar og 7 systlkin fylgja henni með
sorg og söknuði til grafar í dag
og vinir og leikfélagar æsku-
byggðar. Fyrir tæpu ári var vitað
að hún var haldin banvænum
sjúkdómi, og sjálfri var henni
Ijóst, að hún átti ekki bata von,
en var hýr í bragði og glöð
hverja þá stund, sem friður
veittist frá sjúkdómskvölum.
Rutih sáluga var mikil efnis-
stúlka. 16 ára að aldri fór hún
úr föðurhúsum til að stunda at-
vinnu í Reykjavík og vann þar
við sauma, þar til sjúkdómur
hennar batt endi á. Hún var rösk
og þróttmikil í starfi, en bezt
kom þróttur hennar og skapfesta
fram í jafnaðargeði hennar og
þolgæði í reynslu margra mán-
aða þungri banalegu. Hún var
ástssel sínum nánustu og hug-
þekk öllum, sem kynntust henni,
hvort heldur í störfum eða leik
eða annarri daglegri umgengnL
Hún varð sem dóttir hjónunum,
sem hún hélt til hjá í Reykjavík,
og þau henni sem aðrir foreldrar.
Sögu hennar lauk um það
leytL er hin raunverulega saga
lífs okkar hefst. En yfir spor
hennar fennir ekki, meðan við
nýtur þeirra, sem kynntust
henni og nutu samvista við hana
hennar fáu hérvistardaga.
Vinir.
SIGLO SILD -
- ER SÆLGÆTI
Heildsölubirgðír
. J0HNS0N & KAABER HA
Fimmtugur í dag:
Oskar E. Levy
hreppstióri, Ósum
f DAG 23. febr., er vinur minn
Óskar Levy fimmtugur. Óskar
er fæddur og uppalinn að Ós-
um á Vatnsnesi og þar hefir
hann unað æfi sinnar daga. For-
eldrar hans, hjónin Ögn Guð-
mannsdóttir Levy og Eggert
Levy hreppstjóri, bjuggu lengst
af sínum búskap á Ósum. Var
jörðin fyrst leigujörð en síðar
eignarjörð, sem Eggert hrepp-
stjóri gerði að óðalsjöirð eigi
miklu síðar en lög um óðalsrétt
gengu í gildi.
Segja rná að Eggert Levy væri
lancbskunnur maður og sveitar-
höfðingi var hann á sinni bíð.
Hann var skapiheitur baráttu og
framtfara maður, sem lengst af
stóð styrr um, en átti trúnað
og traust sveitunga seinna. Ögn
kona hans var rólynd og hag-
sýn húsmóðir, sem sá um heim-
ili sitt af diugnaði og ósérplægni,
enda mæddi mjög á henni er
bóndi hennar var oft fjarverandi
í ýmis konar erindisrekstri og
umsýslu vegna opinberra starfa
eða fyrir sveit sína og sýslu.
>au hjón vóru bæði sérstakílega
gestrisin og höfðingleg, glaðvær
og barngóð, enda tíðum margt
ungmenna og barna á heimilinu.
Á þessu heimili, sem segja
mátti að væri miðdepill sveitar-
innar á marga lund, ólst Óskar
upp, ásamt mörgum systkinum
og föðursystkinum. Eins og
nærri má geta þurfti heimilið
margs með og úbheimti mikinn
vinnukraift. Börnin vöndust því
snemma á að vinna og tilfellið
varð að Óskar vann að búi for-
eldra sinna að mestu þax til
hann hóf sjálfur búskap og tók
við þessari ungu og vaxandi óð-
alsjörð. Hefir hann stundað bú-
skapinn síðan og ekki kastað til
hans höndunum, svo ekki er
laust við að okkur vinum hans
'hafi stundum þótt hann full fast
ur heima og tregur til að sinna
jafnhiliða öðrum störfum. En
hann hefir þá líka rekið gott og
gagnsamt bú af snyrtimennsku
pg kostgæfni.
Óskar á Ósum er prýðilega
gefinn maður o@ glöggur vel.
Hefir hann valizt til opinberra
starfa sem faðir hans, tók við
hreppstjórastarfi er hans missti
við og var kjörinn í sýslunefnd,
er faðir hans lét af því starfi
og befir setið þar síðan. Af hálfu
sýslunefndar hefir hann m.a.
verið valiim til að endurskoða
ýmsa reikninga, svo sem reikn-
inga sveitarsjóða, fjallskilasjóða
sýslunnar o.fl. Altþingi kaus
hann í sauðfjársjúkdómanefnd
þegar síðast voru valdir fulltrú-
ar til þess starfa. Fleiri trúnað-
arstörf hafa honum verið falin,
en ekki verður fleira nefnt að
þessu sinni. En glöggt má af
þessu marka að Óskar Levy hef-
ir notið trausts heima fyrir og
út á við, enda mjög að verðleik-
um. Hann er reglusamur í störf-
um sínum og rækir þau með
prýði.
Sjálfstæðisflokkurinn á ör-
uggan og ákveðinn liðsmann þar
sem Óskar á Ósum er. Alla tíð
hefir hann fylgt þeim flo.kki að
málum og er í fremstu víg.lu'nu
sjálfstæðismanna í sýslunni. Val
inn var hann á framboðslista
flolkksins í ' Norðurlandskjör-
dæmi vestra við kosningarnar
haustið 1959 og verið hefir hann
í kjöri til Búnaðarþings. Rýrir
það í engu traust sjálfstæðis-
manna til hans þótt þær kosn-
ingar hafi ekki unnizt, því ÖU-
um kunnugum er vitanlegt að
Frams.fl. hefir náð hér sterkari
aðstöðu en aðrir flokkar. En
vegna vitsmuna Óskars Oig mann
kosta má örug.gt telja að hann
eigi vísan frama á braut stjórn-
málanna leggi hann í þá bar-
áttu af fullum krafti, en til þess
befir hann jafnan verið tregur.
Giftur er Óskar ágætri konu
Sesselju Huldu Eggertsdóttur
frá Súluvöllum og eiga þau tvö
góð og mannvænlega börn. Heim
i’lið og búskapurinn á hug þess-
ara góðu hjóna. Jörðina hefur
Óskar bætt stórlega að rækt-
un og öðrum gagnlegum fram-
kvæmdum. Er það allt vel unn-
ið og til fyrirmyndar. Það er á-
nægjulegt að koma að Ósum.
Útsýni er þar fagurt, austur yf-
ir blómlegar byggðir Húnaþings
og fram til Eiríksjökuls. Og gest-
ir þiggja þar alúðlegar og rausn
arlegar móttökur. Lái ég ekki
vini mínum þótt hann uni sér
vel beima.
Þegar við stöndum á 50 ára
túnamótum er vissulega um
merkilegan áfanga að ræða. Hálf
öld er að baiki. Enginn veit þó
fremur en endranær um þann
veg, er framundan liggur.
En það er ekki tilgangur minn
hér, að bolilaleggja um slíkt.
Aðeins eiga þessi fáu orð mín
að vera vinarkveðja til Óskara
á Ósum og ég lýk þeim með ein-
lægum árnaðaróskum til hans
og fjölsikyldu hans, nú á afmælis
daginn.
Guðjón Jósefsson
NAGRENNI
Menn spyrja —
HVAÐ ER SÁL?
HVAÐ UM RÍKA
MANNINN OG LAZARUS?
*
Þessum spurningum verður svarað í erindi, sem
SVEIN B. JOHANSEN flytur í Iðnaðarmannahúsinu
sunnudaginn 24. febrúar kl. 20:30.
Söngur — tónlist.
RITVEL
Sem ný IMPERIAL
skrifstofuritvél til sölu. — Tækifærisverð.
Bókaverzlun StefánsStefánssonar h.f.
Sími 19850.