Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 2. marz 1963 MOJtC, VTSfíLAÐlÐ Bjargaö við erfiðar aðstæður ÞAÐ þykir vel gert þegar far- ið er með skip inn í Vest- mannaeyjahöfn í 10 vindstig- um, þó allt sé í lagi og vélin í gangi. En sl. fimmtudag fóru varðskipið Albert og Lóðsinn frá Vestmannaeyjum inn í höfnina með þýzkan togara við hin verstu skilyrði, S-SA ð vindstig og stórsjó, og var togarinn stýrislaus og lekur eftir að hafa tekið niðri á grynningunum norðan við Faxasker. Albert hafði verið með tog- arann í togi úti undir Eiðinu í nærri sólarhring í vitlausu veðri, áður en lagt var af stað inn, og Lóðsinn, sem hafði fyrst komið dráttartaug yfir í togarann,, aðstoðaði við að halda togaranum meðan dælt var úr honum, og fór hvorki meira né minna en 10 ferðir fyrir Eiðið á þessum sólar- hring. Varðskipið Óðinn kom einnig á vettvang frá Reykja- vík og var til taks á leiðinni inn í höfnina, ef á hefði þurft að halda. Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum tók myndina á forsíðunni og þær sem birtast hér af þessari erfiðu björgun. Þær eru allar teknar á Leica- vél með 400 mm linsu, í rign- ingu, roki og við slæm skil- yrði. Á 4 dálka myndinni virðist vera skipalest á ferð. Þar eru á leiðinni inn, Albert með tog- arann Trave í togi, þá fer Lóðsinn og loks Óðinn í hum- átt á eftir. Um það leyti sem 2 dálka myndin af skipunum var tek- in, var allt farið að ganga erfiðlega. Togarinn fór að snúast þversum, svo Albert varð að snúa út í aftur og síð- an að láta ankerið falla í miðri innsiglingarrásinni. — Voru skipin þá hættulega nærri innri hafnargarðinum. Myndin sýnir þegar togarinn rekst á Albert. Síðan rakst hann á hann stjórnborðsmeg- in og við það brotnaði stjórn- borðslífbátur Alberts nokkuð. Á mannamyndunum eru vélstjórinn og skipstjórinn á þýzka togaranum, sá með alpahúfuna er skipstjórinn. Hin var tekin í lok björgun- arinnar á brúarvæng Alberts. Þeir eru að gefa síðustu fyr- irskipanirnar um leið og kað- allinn fer í land, skipstjórinn á Albert og Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður í Vestmanna- eyjum. Vestmannaeyingar fylgdust af áhuga með björgun togar- ans og fjöldi fólks og margir bílar voru samankomnir niðri á bryggju, þegar skipin komu að. — FUNDUR í Sjálfstæðisfélagir Huginn verður haldinn sunm daginn 3. marz kl. Z1 að Ar; tungu. Aðalræðumenn fundarins verí Bjarni Benediktsson dómsmál; ráðherra og Ingólfur Jónssc landbúnaðarráðherra. Á fundii um verða frambjóðendur Sjál stæðisflokksins í Suðurlandskjö dæmi. Allir Sjálfstæðismenn < gestir þeirra eru velkomnir þennan fund, sem er einn ; mörgum sem haldnir verða í hi aðinu, til þess að gefa kjósem um kost á að kynnast frambjói endum flokksins og hlýða á m; þeirra. Allir þessir fundir ha verið mjög vel sóttir og bor þess merki að samhugur og sij urvissa sjálfstæðisfólks aldrei verið meiri. STAKSTEIilAR Bekinn ur flokknum , Kommúnistamálgagnið afneit- ar því nú dag eftir dag, að Ragn- ar Gunnarsson sé meðlimur i kommúnistaflokknum. Af því til efni sneri Morgunblaðið sér til Ragnars Gunnarssonar, eins og skýrt var frá í gær, og stað- festi hann, að hann hefði til þessa verið fullgildur meðlimur í flokknum og því til sönnunar lánaði hann Morgunblaðinu flokksskírteini sitt, sem undir- ritað er og fullgilt. Hann hef- ur ekki sagt sig úr komn-.inista- flokknum og honum hefur ekki verið tilkynnt um, að hann hefði verið þaðan rekinn. Það liggur því ljóst fyrir, að ákvörðunin um broottrekstur Ragnars Gunn- arssonar úr kommúnistaflokkn- um er tekinn, þegar í ljós kem- ur, að hann er ófáanlegur til njósna í Rússa. Samkvæmt þessu vMist það vera skilyrði þess að geta verið í Sósíalista- flokknum, að menn séu reiðu- búnir til að svíkja hagsmuni þjóð ar sinnar og þjóna rússneskuoh hagsmunum. u Dylgjur og nðdlréttanji; Strax þegar kunnugt varð uffl njósnastarfsemi Rússa hófu kommúnistar hér á landi árásir á Ragnar Gunnnarsson, þótt hann væri flokksbundinn kommúnisti og hefði lengi og dyggilega þjón- að flokknum og verið kjörinn þar til trúnaðarstarfa.' Sagt var að hann hefði verið í flokknum „af annnarlegum ástæðum", gef- ið í skyn að hann ætlaði sér að hafa fé upp úr því að koma upp um rússnesku njósnarana, dylgj- að um að hann kynni sjálfur að hafa snúið sér til Rússanna, berum orðum sagt að hann hefði verið í þjónustu SjáJfstæðis- flokksins meðan hann starfaði í kommúnistaflokknum og í gær er bætt við dylgjum um það, að starf sitt hafi hann fengið fyrir þjónustu við Sjálfstæðis- flokkinn, þótt þar sé um tiltölu- lega lítilvægt starf að ræða. Allt sýnir þetta svo glögglega að ekki verður um villzt, að kommún- istar leggja megináherzlu á að ná sér niðri á Ragnari Gunnars- syni fyrir það að „svíkja flokk- inn“ svo herfilega að neita að taka að sér njósnir fyrir hús- bændurnar og koma síðan upp um þá. Hins vegar er ekkert styggðaryrði sagt í garð rúss- nesku njósnaranna, sem hér vinna gegn öryggi íslenzka rík- isins. Táknræn samlíking f ritstjórnargrein í Moskvumál gagninu í gær stendur m. a. þetta: „Ætlunin er að svívirða Sósáal istaflokkinn með njósnabrigzl- um vegna þess að Ragnar Gunn- arsson hafi einu sinni verið í flokknum. Sést þetta glöggt, ef hugleidd er spurning, sem Þjóð- viljnni varpaði fram í gær: Á að kenna Sjálfstæðisflokknum um og gera hann ábyrgan fyrir sam- anlagðri sakaskrá manna úr þeim flokki, sem játað hafa á sig sak- næmt athæfi eða hlotið dóm?“ Tilgangurinn með þessari sam- líkingu leynir sér ekki. Þar er nefnt nafn Ragnars Gunnarsson- ar og síðan talað um „sakaskrá „saknæmt athæfi“ o.s.frv. Á máli „Þjóðviljans" er það þannig, Ragnar Gunnarsson sem er glæpa maðurinn en Rússarnir sakleysið sjálft. Með hliðsjón af þessum hugsunarhætti er sú ákvörðun tekin að reka Ragnar Gunnars- son úr kommúnistaflokkr am. Kommúnistar voru þó dáiítinn tíma að átta sig á að þessi ættu að verða viðbrögð þeirra, því að daginn eftir að upplýst var uir. njósnirnar segir blað þeirra ekkert um það að Ragnar sé ekki lengur í flokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.