Morgunblaðið - 02.03.1963, Side 6
0
MORCUISBLAÐIÐ
Laugardagur 2. marz 1963
Þjóðleikhúsið:
Dimmuborgír
eftir Sigurð Róbertsson
Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson
MARGIR litu svo á, að þegar
Þjóðleikhúsið tæki til starfa með
allri sinni tækni og möguleikum
til vandaðra leiksýninga, mundi
hefjast hér nýtt blómaskeið ís-
lenzkrar leikritunar. Sú hefur,
því miður, ekki orðið raunin á.
Ég hef ekki við höndina upp-
' lýsingar um það hversu mörg ný
íslenzk leikrit Þjóðleikhúsið hef-
ur sýnt frá öndverðu, en þau eru
vissulega ekki mörg. Að því
liggja. að sjálfsögðu, ýmsar á-
stæður, meðal annars þær að
framboð á nýjum leikritum hef-
ur ekki verið ýkja mikið, og
ennfremur það, að þau nýju is-
lenzku leikrit, sem hér hafa ver-
ið sýnd, hafa yfirleitt átt litlu
gengi að fagna. í viðtali við
blaðamenn nýlega, vildi þjóð-
leikhússtjóri kenna þetta leik-
dómendum, sem væru í dómum
sínum harðir og ósanngjarnir
þegar um íslenzk leikrit væri að
ræða. Þessu sjónarmiði þjóðleik-
hússtjóra vil ég eindregið mót-
mæla. Leikdómendur hafa ekki
neina tilhneigingu til hörku eða
ósanngirni í dómum sínum um
íslenzk leikrit eða önnur, sem
þeir fjalla um. Annað mál er svo
það, að þeir telja sér hvorki rétt
né skylt að fella mildari dóma
um íslenzk leikrit en önnur af
þeirri ástæðu einni, að þau séu
íslenzk og ef til vill eftir unga
höfunda með litla reynslu í leik-
ritun að baki sér, úr því að þau,
á annað borð eru sýnd opinber-
lega. Leikrit er annað hvort gott
verk eða ekki og eftir því hljóta
dómar réttsýnna og samvizku-
samra leikdómara að fara. Ann-
að væri ósæmileg blekking, bæði
gagnvart höfundinum og þeim,
sem lesa leikdóma sér til leið-
beiningar. Sannleikurinn er sá,
að þau ný íslenzk leikrit, sem
sýnd hafa verið hér á undan-
förnum árum, hafa flest verið
ærið rislág verk og með ýmsum
annmörkum, meðal annars vegna
JPldrgarobi&Hd
KVÖLDSALAIM
FLIJTT TIL
MORGUNBLAÐIÐ
hefur flutt laugardags-
kvöldsölu sína í Austur-
bænum niður á bíla-
stæðið að Laugavegi 92,
vestan við Stjörnubíó.
Blaðið er selt þar við
einn af blaðabílum
Morgunblaðsins.
þess að höfundar þeirra hafa
ekki haft næga þekkingu á þeim
kröfum, sem leiksviðið gerir til
þeirra verka, sem þar á að sýna.
Því hafa höfundar oft þurft að
breyta vérkum sínum, meira eða
Ævar Kvaran og Valur Gíslason
í hlutverkum.
mínna, í samráði við leikstjóra,
til þess að samræma þau kröf-
um leiksviðsins. Er reyndar ekki
nema allt gott um slíka sam-
vinnu að segja, enda hygg ég að
það sé einhver bezti skóli, sem
leikritahöfundi getur hlotnazt.
Það var mikill bókmennta- og
leiklistarviðburður á árum fyrr, I
þegar frumsýnd voru hér önd-
vegisverk þeirra Jóhanns Sigur-
jónssonar og Guðmundar Kamb-
ans, enda voru þau rismikill og
áhrifaríkur skáldskapur og höf-
undarnir báðir ágætir leikhús-
menn, er þekktu til hlítar kröf-
ur leiksviðsins. Slíkir' atburðir
hafa ekki gerzt hér síðan, en all-
ir þeir sem góðum leikbókmennt
um og leiklist unna lifa í von-
inni um að þeir megi gerast hér
aftur — og það sem fyrst. Því
ríkir jafnan mikil eftirvænting
meðal leikhúsgesta er þeir bíða
þess að tjaldið sé dregið frá fyr-
ir nýju íslenzku leikriti. Og svo
var það einnig er leikrit Sigurð-
ar Róberssonar, „Dimmuborgir",
var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sl.
miðvikudagskvöld.
II
Sigurður Róbertsson er maður
á miðjum aldri (f. 10. jan. 1909)
og á alllangan rithöfundaferil að
baki sér. Hafa komið út eftir
hann tvö smásagnasöfn, tvær
skáldsögur og sögur í blöðum og
tímaritum. Þá hefur hann og
samið þrjú leikrit, Maðurinn og
húsið (útg. 1952), Uppskera ótt-
ans (1956 og Dimmuborgir, og
og er það fyrsta leikrit hans sem
sett er á svið. Ég er ékki svo
kunnugur ritverkum Sigurðar
að ég geti gert viðhlítandi grein
fyrir honum sem rithöfundi, en
það sem ég hef lesið eftir hann
virðist mér vandvirknislega unn-
ið og bera vott um réttlætis-
kennd hans og samúð með þeim,
sem farið hafa halloka í lífsbar-
áttunni.
Dimmuborgir eru að ýmsu
leyti athyglisvert verk þó að það
sé að vísu ekki frumlegt, hvorki
að efni né efnismeðferð, því að
harðsvíraðir fjárplógsmenn, sem
komið hafa öðrum í tugthúsið
fyrir glæpi, sem þeir hafa sjálfir
framið, er margþvælt efni í bók-
menntunum og ekkd er það held-
ur nýstárlegt að atvik, sem mis-
endismenn rifja upp frá fortíð
sinni, annað hvort í vöku eða
svefni, fái líf á leiksviðinu. En
Stefán Xhors og Sigríður Hagalín í hlutverkum sínum.
höfuðgalli leikritsins er, að mínu
viti sá, að höfundurinn dregur
upp svo einstrengingslega mynd
af fantinum Ögmundi Úlfdal að
þar er enga mannlega drætti að
finna. Slíkt minnir helzt á lélega
reyfara, þar sem persónurnar eru
annað hvort hreinþvegnir engl-
ar eða biksvartir djöflar. Slík
eru ekki vinnubrögð góðra höf-
unda. Við þetta skapast engar
andstæður í sálarlífi persónunn-
ar og hin innri átök verða því
í raun og veru engin. Þá er það
og greinilegt að höfundinum er
ekk-i sýnt um að skapa sannfær-
andi ástaratriði eða leggja per-
sónunum þar eðlileg orð í munn,
— Ég hef nú talið hér það sem
ég álít megingalla leikritsins, og
skal því snúa mér að kostum
þess, því að þeir eru vissulega
líka fyrir hendi. Leikpitið, sem
er í 10 sýningum ,er býsna leik-
rænt og heldur því athygli á«
horfandans frá byrjun til leiks-
loka. Það er yfirleitt laglega
skrifað, setningarnar að visu
ekki svo meitlaðar, að þær verði
manni minnisstæðar, en tildurs-
lausar og eðlilegar og sum atrið-
in eru prýðilega samin, svo sem
samtal þeirra Ögmundar og Gutt-
Framhald á bls. S
Gefið er út sóknarblað Krists
kirkju hér í Reykjavík og er
ritstjórinn séra Jóhannes, Gunn-
arsson Hólabiskup. I öðru tölu-
blaði 5. árgangs þ. e. febrúar-
blaðinu er ritað um kvikmynd-
ina „Nunnan". Um þetta segir
svo:
• „Nunnan“
Kvikmyndin „ N u n n a n “,
byggð á samnefndri bók eftir
Kathryn Hulme, hefur undan-
farið verið sýnd í Reykj avík við
mikla aðsókn.
Myndin flytur ævisögu belg-
iskrar nunnu, frá inngöngu
hennar í klaustrið, þangað til
hún yfirgefur það eftir erfitt
starf í trúboðslöndum og hverf-
ur aftur út í heiminn.
Þótt kaþólskir gagnrýnendur
viðsvegar um heim telji kvik-
myndina snilldarvel gerða, eru
þeir sammála um eitt atriði: að
af henni fái menn yfirleitt
ranga hugmynd um klausturlíf.
Margir harma þá staðreynd, að
kvikmyndin skuli hafa verið
gerð, þar eð hér sé um að ræða
stúlku, sem hefur enga köllun
til klausturlífs og er þar af
leiðandi ekiki vel til þess fallin
að lýsa því lífi á viðunandi hátt.
Ég er samt ekki sammála þeim
manni sem sagði, að hún, sögu-
setjan, „hefði orðið að finna sér
eitthvað til málsbóta, af því að
hún fór úr klaustrinu". Eftir
myndinni að dæma er samveran
í klaustrinu leiðinleg og gróðr-
arstía faríseisma. Auðvitað kem
ur klaustrlífið ekki öllum mönn
um þannig fyrir sjónir, en meg-
inþorri manna, sem hugsar yfir-
borðslega og er ekki nógu gagn-
rýninn, mun hiklaust taka því,
sem sýnt er, sem réttri og sann-
reyndri lýsingu á klausturfólki
og klausturlífi, og mun varla
fyllast aðdáun á því lífi eða auk
inni virðingu fyrir þessari há-
leitu lífsstöðu. Þessi afleiðing
þykir okkur miður góð. Við ótt-
umst ekki sannleikann, jafnvel
þótt hann sé ekki hrósverður,
en getur verið um sannleika að
ræða, þegar honum er lýst ein-
hliða og ónákvæmt?
Blaöaviðíölin í Morgunblað-
inu um daginn, við nokkrar
stúlkur út af þessarr kvikmynd,
báru vott um, að stúlkurnar
höfðu hugsað nokkuð djúpt um
málið og ummæli þeirra voru
sprottin af hlutláusri og ein-
lægri sannleiksviðleitni, að því
er mér virtist. Flestar urðu að
viðurkenna, að þær hefðu vitað
lítið sem ekkert um klausturlíf,
áður en þær sáu þessa kvik-
mynd. En eftir að hafa séð hana,
varð ein að viðurkenna, að hún
gæti ekki ímyndað sér, að „það
sé Guði þóknanlegt að lifa slíku
lífi, sýna algert viljaleysi og auð
mýkt. — Myndin sýnir nunn-
urnar nánast sem skorkvikindi.
Er ekki laust við að mér finn-
ist reglan að sumu leyti byggð
á hreinum sadisma". önnur
stúlika komst m. a. að þeirri nið-
urstöðu eftir að hafa séð kvik-
myndina, að sumir færu 1
klaustrið „til þess að kvelja sig.
Súru stundirnar eru oft sætastar
eftir á, stendur einhvers staðar.
Það er vitað mál, að margir
hafa mikla ánægju af því að
þjást, og stundum gengur það
brjálæði næst“.
Fróðlegt verður að sjá rnynd-
ina „Dialogue of the Carmelit-
es“, sem Margrét Hansen minnt
ist á í fyrrnefndu blaðaviðtall
1 Morgunblaðinu, því að sú
mynd virðist gera hinu raun-
verulega eðli klausturlífsins
ágæt skil og leggur ekki ol
mikla áherzlu á hina neikvæðu
hlið og ytri venjur þess, eins og
„Nunnan“ gerir rikulega.
• Andi fátæktar,
skírlífis og hlýðni
Á eftir þessari grein er rita®
um eðli klausturlífsins og yrði
of langt mál að birta það í heild
hér í dálkum Velvakanda. Þar
segir m. a. að lagabók kirkjunn-
ar gefi eftirfarandi skilgrein-
ingu á klausturlífinu:
„Klausturlífið er lífsstaða, þar
sem hinir trúuðu skuldbinda sig.
auk hinna venjulegu bæna, til
þess að lifa eftir hinum svo-
kölluðu evangelisku heilræðum,
en þau eru a) fátækt af frjáls-
um vilja b) ævilangt hreinlífl
c) fullkomin hlýðni við andleg-
an yfirmann. Síðan er þetta
þrennt nánar skilgreint og bent
á að klausturfólkið er mörgum
til fyrirmyndar í líferni sínu,
einkum æskunni. Bent er á að
daglega megi lesa um unga
jafnt sem gamla, sem hafa of
mikið fé undir höndum og eyða
því í allskonar vitleysu. Niður-
lagsorð greinarinnar hljóða svoi
,,Hvað þetta snertir, mundi
andi fótæktar, skírlífis og
hlýðni óneitanlega koma æsk-
unni og hinum fullorðnu að
miklu andlegu gagni“.