Morgunblaðið - 02.03.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.03.1963, Qupperneq 8
8 MOncVNBLADIB i Laugardagur 2. marz 1963 Endurskoðun laga um stétt- arfélög og atvinnudeilur ALÞINGISMENNIRNIR Matthí- as Á. Mathiesen, Pétur Sigurðs- son og Guðlaugur Gíslason hafa lagt fram á Alþingi svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að skora á rikis- stjornina að láta fram fara end- urskoðun á lögum nr. 80, 11. júní 1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Skal að því stefnt, að frum- varp að nyrri vinnulöggjöf verði lagt fyrir næsta reglulegt AI- þingi. — Þjóðleikhúsið Fratnh. af bls. 6. ornas tengdaföður hans í 7. sýn- ingu og samtal Ögmundar og xnóður hans í 9. sýningu. Er það þýðingarmesta atriði leiksins, því að þar gerir höfundurinn glögga sálfræðilega grein fyrir- hvers vegna Ögmundur varð slíkt þrælmenni sem hann er, en orsakarinnar er að leita í því hversu hörmulega var að honum búið í bernsku hans, bæði and- lega og líkamlega, svo.að barns- sál hans fylltist hatri til alls og allra og minnimáttarkennd, sem síðar í lífi hans fær útrás í mann- fyrirlitningu og mannvozku. Gunnar Eyjólfsson hefur sett leikinn á svið og farist það mjög vel úr hendi. Um eitt atriði er ég honum þó ekki sammála, það, hversu hann lætur Val litla bregða við, er Ögmundur hefur ginnt hann í gildruna og sér hann með peningaseðlana í hönd unum. Finnst mér að svo ungur drengur hefði átt að sýna meiri barnslegan ótta og jafnvel kjökra á því voðalega augnabliki þegar hann er brennimerktur sem þjóf- ur. Hygg ég að flest börn á hans pldri hefðu gert það. Aðalhlutverkið, hinn harð- svíraða mektarmann, Ögmund Úlfdal, leikur Ævar R. Kvaran. Hlutverkið er mikið og erfitt, en Ævar hefur ekki náð á því rétt- um tökum. Leikur hans er að vísu þróttmikill, — of þróttmik- ill — mætti kannski segja, með allt of miklum sveiflum og lík- amstilburðum, en skortir innlif- un svo að persónan verður yfir- borðskennd og ósönn. Hall, hinn gamla félaga Ög- mundar, serh hlotið hefur fang- elsi fyrir glæp, sem Ögmundur hafði framið, leikur Rúrik Har- aldsson. Hallur er einn af þeim, sem verða á vegi Ögmundar í „Dimmúborgum“ huga hans og kíefur hann reikningsskila. Hlut- verkið gefur ekki tilefni til blæ- brigðamikils leiks (nema í fang- elsinu), en Rúrik hefur gefið persónunni það yfirbragð og lát- bragð, sem henni hæfir. — Láru, eiginkonu Halls, leikur Sigríður Hagalín. Sigriður hefur á und- anförnum árum sýnt það að hún býr yfir góðri leikgáfu. Því varð hún mér veruleg vonbrigði í þessu hlutverki. Leikur hennar var þvingaður og sviplaus, eins og hún fynndi ekki persónuna, og geðbrigði hennar þróttlaus, jafnvel þegar hún gefur Ög- ' K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10,30 f.h. Sunnudaga- skóli og barnasafnkoma að Borgarholtsbraut 6, Kópavogi. Kl. 1,30 e-h. Drengjadeildirnar Amtmannsstíg, Holtavegi, Kirkjutegi og Langagerði Kl. 8,30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amt mannsstíg 2-B, Ólafur Ólafs- son, kristniboði. talar. Fórn- arsamkoma. Allir velkomnir. Lögin nær aldarf jórðungs gömul í greinargerð segir svo: 1 frjálsu nútímaþjóðfélagi er lög- gjöfin um stéttarfélög og vinnu- deilur einhver mikilvægasta lög- gjöfin, sem þjóðfélagsþegnamir búa við. Með löggjöf um þessi mál þarf að tryggja, svo sem kostur er, æskilega samstöðu og samstarf innan samtaka laun- þega og vinnuveitenda svo og skynsamlega meðferð deilumála þessara aðila. Að öðrum kosti er mundi kinnhestinn. — Val son þeirra Halls og Hjördísar, leikur Stefán Thors. Stefán hefur sýnt það áður, þótt hann sé enn barn að aldri, að hann er efni í góð- an leikara og það staðefstir hann með leik sínum í þessu hlut- verki. Hann er eðlilegur og frjáls legur í allri framkomu, en það sem ég tel miður fara í leik hans og ég hef minnzt á hér að fram- an, skrifa ég algerlega á reikn- ing leikstjórans. — Láru, hina geðveiku eiginkonu Ögmundar, leikur Kristbjörg Kjeld. Hlut- verkið er ekki mikið en allvanda samt. Gerir Kristbjörg því ágæt skil, tekst með svipbrigðum, augnatillitinu einu að sýna hið sjúka hugarástand persónunnar. Tvær persónur aðrar en Hall- ur verða á vegi Ögmundar í „Dimmuborgum", þau Guttorm- ur tengdafaðir hans og Elín móð- ir hans, er Valur Gíslason og Bríet Héðinsdóttir leika. Gutt- ormur er skemmtilegasta per- sóna leiksins, enda leggur höf- undurinn honum margt smellið í munn. Er bersýnilegt að Gutt- ormur gamli hefur' ekki skilið eftir „húmorinn" þegar hann hafði vistaskipti. Valur leikur þetta hlutverk með miklum á- gætum, dregur upp ljóslifandi mynd af gamla manninum og læðir út úr sér kímniorðum hans svo að þau hitta beint í mark. Var þetta tvímælalaust bezti leikur kvöldsins. Hlutverk móð- urinnar gefur ekki tilefni til mikils leiks en rödd Bríetar er mjög þægileg og framsögn henn- ar sérstaklega góð. — Dellu og Ásdísi, skrifstofustúlkur Ög- mundar, leika þær Bryndís Pét- ursdóttir og Brynja Benedikts- dóttir. Er Della ástmey Ögmund- ar, góð stúlka, sem bæði hatar og elskar þennan harðsvíraða mann en er algerlega á valdi hans. Bryndís nær ekki tökum á þessu hlutverki og skal henni ekki láð það, því að það er, væg- ast talað, illa frá því gengið af hendi höfundar. Ásdís er mjög svipað öðrum þeim hlutverkum sem Brynja hefur farið með til þessa. Gerir hún því dágóð skil, en gaman væri að fá að sjá þessa ungu leikkonu í öðrum, ólíkari hlutverkum, því að margt bendir til þess að hún geti leyst vel af hendi annars konar og meiri hlut verk en henni hafa verið falin hingað til. — Jón Sigurbjörnsson Ieikur blaðamann og Gísli Al- freðsson fulltrúa Ögmundar, lítil hlutverk, sem þeir fara vel með. Leiktjöldin hefur Gunnar Bjamason gert. Eru þau mjög athyglisverð, einkum þó hinir skuggalegu klettar í „Dimmu- borgum", sem anda frá sér dul- úð og óhugnanleik. Ljósameist- arinn, Hallgrímur Bachmann, á einnig veigamikinn þátt í því að gefa leiknum þá réttu stemn- ingu. Leiknum var fremur vel tekið. Sigurður Róbertsson hefur með leikriti þessu sýnt að hann hefur hæfileika til leikritagerð- ar. Vonandi lætur hann ekki hér við sitja. Sigurður Grímsson. vá fyrir dyrum. Gildandi lög um stéttafélög og vinnudeilur eru nær aldarfjórðungs gömul. Frum varp að þeim lögum var samið af hinni svokölluðu vinnulög- gjafarnefnd. Var frumvarpið lagt fyrir Alþingi 1938 og samþykkt á því þingi. Eru lögin ennþá nær óbreytt. Aðeins tvær smávægi- legar bréytingar hafa verið á þeim gerðar. öllum, sem fylgzt hafa með þróun þess'ara mála, er Ijóst, að löggjöfin um stéttafélög og vinnu deilur er að mörgu leyti orðin úrelt og í ýmsu ábótavant, og er endurskoðun löggjafarinnar því orðin aðkallandi. Við öðru er ekki heldur að búast. Hér var um frumsmíð að ræða, en nú, 24 árum eftir gildis- töku laganna, eru gerbreyttar aðstæður og viðhorf í þjóðfélag- inu. Semjendur frumvarpsins gerðu sér ljóst, að löggjöfina þyrfti að endurskoða, áður en langt um liði. Segir svo í áliti nefndar- innar m. a. „Engum mun þó ljósara en henni (þ. e. nefndinni), að ekki má við því búast, að hér sé um neina frambúðarlausn að ræða. Annars staðar hefur hin fyrsta löggjöf af þessu tagi yfirleitt þarfnazt endurskoðunar, lagfær- ingar og viðbótar eftir skamm- Á FUNDI neðri deildar s.l. fimmtudag voru töluverðar um- ræður um frumvarp ríkisstjóm arinnar til staðfestingar bráða- birgðalögum um hámarksþókn- un fyrir verkfræðistörf, sem gefin voru út 2. maí 1962. Vom skiptar skoðanir um frumvarp- ið og tókst ekki að ljúka umræð um, þegar venjulegur fundar- timi deildarinnar rann út. Aðdragandi laganna. Einar Ingimundarson (S), framsögumaður meirihluta alls- herjarnefndar, kvað nefndina hafa athugað frumivarpið og rætt á nokkrum fundum sínum. Nefndin hefuf ekki orðið sam- mála um afgreiðslu frumvarps- ins. Leggur meirihlutinn til, að frumvarpið verði samþykikt með þeirri viðbót, að ákvæði grein- arinnar skuli gilda, þar til nýir samningar um kaup Oig kjör verkfræðinga, sem starfa hjá ríkisstofnunum, hafa tekið gildi. Aðdragandi þess, að bráða- birgðalögin voru gefin út, var 1 stuttu máli sá, að í júlímánuði 1961 sögðu launþegar í verkfræð ingastétt og þar á meðal þeir, sem störfuðu hjá ríkisstofnunum, upp samningum um kaup og kjör og kröfðust verulegra kauphækk ana. Töldu vinnuveitendur sig með engu móti geta gengið að þeim launahækkunum, sem kraf izt var, en ríkisstjórnin bauð vgrkfræðingum, sem starfa við ríkisstofnanir, óbreytta samn- inga með sömu hækkun og aðrar stéttir fengu frá 1. júlí 1961, þ.e. 13,8% en því hafnaði Stéttar- félag verkfræðinga. an tíma, enda þótt lengur Og við betri skilyrði hafi verið að henni unnið en hér hefur verið gert.“ Þegar svo er komið, að þýðing armikil löggjöf fullnægir ekki lengur hlutverki sinu vegna breyttra aðstæðna, verður lög- gjafinn að endurbæta hana, til þess að hún nái tilætluðum ár- angri. Með þessar staðreyndir í huga og að fenginni langri reynslu er ofangreind tillaga flutt til þess að freista þess, að með nýrri og bættri vinnulöggjöf megi m. a. firra launþega og vinnuveitend- ur og þjóðarbúið í heild þvi tjóni, sem þessir aðilar verða nú fyrir hvað eftir annað og virðist sumpart stafa af úreltri og ófull- kominni löggjöf. Endurskoðunin beinist að þessum atriðum: Flutningsmenn tillögunnar benda sérstaklega á eftirtalin atriði, sem m. a. þarf að taka til athugunar við endurskoðun vinnulöggjafarinnar: 1. Leitazt verði við að setja sann- gjarnar peglur um beitingu verkfalls- og verkbannsréttar- ins, sem miði að því að minnka iþað tjón, sem þjóðarbúið hef- ur einatt orðið fyrir og yfir því hefur vofað vegna deilna um kaup og kjör. Reglur þess- ar verði grundvallaðar á þeim skilningi, sem aðilar vinnu- markaðsins munu almennt við urkenna, að verkfalls- og verk- bannsrétturinn sé neyðarrétt- ur og skuli aðeins beitt sem slíkum. Sýnist ekki óeðlilegt að tryggja, að þessum rétti verði beitt þannig, að fórnað sé minni hagsmunum fyrir aðra meiri, eins og gildir al- m'ennt um neyðarrétt. Vorið 1962 gaf Verkfræðinga- félaig íslands út nýja gjaldskrá, sem sett var upp eftir flóknum reglum, en samkvæmit henni skyldi tímakaup verkfræðinga hækika mjög verulega og í ein- stökum tilfellum yfir 300%. Til að fyrirbyiggja, að þessi nýja gjaldskrá tæki gildi, gaf ríkis- stjórnin út þau lög til bráða- birgða, sem með frumvarpinu er leitað staðfestingar á. Blandast mjög saman Margir kunna ef til vill að spyrja, hvað komi málinu við í deilu ríkisvaldsins við verkfræð- iniga hjá ríkisstofnunum um kaup þeirra og kjör, ný gjaldskrá, sem gilda skuli um laun og kostnað við starfsemi þeirra verkfræð- inga, sem starfa sjálfstætt. Þegar betur er að gætt, mun þetta þó mjög blandast saman, vegna þess að frá því verkfræðingar hjá ríkisstofnunum sögðu upp samn ingum um kaup og kjör í júlí 1961 hafa greiðslur fyrir flest verkfræðistörf, sem unnin hafa verið á vegum ríkisins síðan af- lýst var verkfalli vérkfræðinga haustið 1961, miðast við gjald- skrá Verkfræðingafélagsins frá 1955 og má ætla, að ef hin nýja gjaldskrá hefði tekið gildi, hefðu þessar greiðslur til verkfræðinga hjá ríkisstofnunum hækkað svo mjög í samræmi við ákvæði hinnar nýju gjaldskrár, að þær hefðu orðið, a.m.k. að því er varðar tímakaup, hærri en það mánaðarkaup, sem Stéttarfélag verkfræðinga krafðist f.h. verk- fræðinga hjá ríkisstafnunum. Hefði, þegar svo var komið, ver- ið til lítils að neita lengur að ganga að kröfum Stéttarfélags verkfræðinga óbreyttum. Eftir þeim upplýsingum, sem allsherj- arnefnd hefur aflað sér, mun tímakaup verkfræðinga hjá ríkis 2. Stefnt verði að því að setja fastar reglur um hagstofnun launþega og vinnuveitenda. Skal stofnun þessi m. a. starfa fyrir aðila vinnumarkaðarins að hagfræðilegum útreikning- um og öflun annarra upplýs- inga varðandi breytingar á lífskjörum atvinnustéttanna svo og breytingar á högum atvinnuveganna og þjóðarbú- skaparins í heild. Slíkar upp- lýsingar um efnahagslegar staðreyndir ættu að auðvelda mjög alla samninga um kaup og kjör. 3. Settar verði reglur til að fyrir- byggja, að þjónusta við börn og sjúklinga verði hindruð með verkfalli eða verkbanni. Ákveðin fyrirmæli verði sett til að koma í veg fyrir eyði- leggingu þegar framleiddra vara eða framleiðslutækja at völdum vakfalla eða verk- banna. 4. Settar verði reglur, sem tryggl ríflegan tíma milli kröfugerðar og verkfalls- eða verkbanns- boðunar, svo að sáttaumleitan- ir geti farið fram með nægi- legum fyrirvara, áður en verk- falil eða verkbann skellur á. 5. Nánari reglur verði settar um boðun verkfalls eða verk- banns, þannig að tiltekinn hluta félagsmanna í viðkom- andi starfs- eða atvinnugrein þyrfti, til þess að slík boðun sé lögmæt. 4. Nánari reglur verði settar um félög launþega og félagssam- bönd svo og félög og félaga* sambönd vinnuveitenda. Þess verði gætt sérstaklega, að leikreglur lýðræðisins verði ekki fyrir • borð bornar, og pólitísk misnotkun útilokuð. stofnunum nú vera um kr. 90 á klst. og er það að sjálfsögðu mið að við gjalöskrá Verkfræðinga- félags íslands frá 1955 að við- bættum lögleyfðum uppbótum. Gildir þar til samningar. hafa tekizt. Stéttarfélag verkfræðinga er ekiki aðili að Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og verða laun verkfræðinga í þjónustu ríkisins því ekki ákveðin af kjara dómi. Eins og fyrr segir leggur meirl hluti allsherjarnefndar til, að bráðabingðalögin haldi gildi sínu, þar til nýir samningar hafa tekið gildi um laun verkfræðinga 1 þjónustu ríkisins. Hafi slíkir samningar tekizt, áður en kjara- dómur hefur fellt sinn úrsikurð um kaup og kjör annarra opin- berra starfsmanna ríkisins, er það sjálfsagt vel. Fari hins veg- ar svo, að samningar hafi enn ekki tekizt milli yíkisvaldsins og Stéttarfólags verkfræðinga þegar úrskurður kjaradóms fellur, verðum við að ætla, að í ljósi, þeirra viðhorfa, sem þá skap- ast, verði lausn þessa ágreinings- máls auðveldari. Að frumvarpið verði fellt Gunnar Jóhannsson (K), fram sögumaður 1. minnihluta alls- herjanefndar, kvað það mang- yfirlýsta stefnu Alþýðubanda- lagsins og samtaka verkalýðsfé- laganna, að ófært væri að leysa vinnudeilur með löggjöf, heldur bæri að leysa slíkar deilur á lýð ræðislegan hátt. Með þessu kvaðst hann enga afstöðu taka till gjaldskrárinnar, enda ekki haft tíma til að kynna sér hana. Kvaðst hann því leggja til, að frumvarpið yrði fellt. Framhald á bls. 13. Bráðabirgðalög gildi þar til samningar nást

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.