Morgunblaðið - 02.03.1963, Page 11

Morgunblaðið - 02.03.1963, Page 11
Laugardagur 2. marz 1963 MORCVISBLAÐIÐ 11 KTSTJÓRAK: BIRGIR ÍSL. GUNNAHSSON PG ÓLABUR EGILSSON Stjórnmálanámskeiðið í Olafsfiröi „O ÉG GERÐI ÞAÐ AF BÖLVIJIM- t SUNNUDAG SBLA©I Tím- ans birtist á dögunum eítir- farandi smásaga: „Vinnuhjú hjá Þórði sýslu- manni Guðmundssyni á Litla Hrauni voru gefin saman í Stokkseyrarkirkju og hét brúð guminn Hans, en brúðurin Sigríður. Bar nú ekki til tíð- inda í kirkjunni, fyrr en prest- urinn lagði hinar þrjár venju- legu spumingar fyrir brúð- gumann — Svaraði hann þá jafnan nei. En svaramaður játti fyrir hans hönd og var það látið nægja. I»egar fólk var komið út úr kirkjunni, vék svaramaðurinn sér að brúðgumanum og spurði, hverju það hefði sætt, að hann neitaði jafnan við hjónavígsluna, þegar hann átti að játa. „O, ég gerði það af hölvun minni“ svaraöi Hans“. ÁBYRGÐARUEYSI FRAMSÓKNAR Sögu þessa hirtir Tíminn til að skemmta lesendum sínum. Sagan af hinum ábyrgðar- lausa vinnumanni, sem þó treysti á, að sér betri menn tækju að lokum réttar ákvarð- anir fyrir sig, minnir óneitan- lega nokkuð á stjórnmálaat- hafnir Framsóknarflokksins. Og svar Hans vinnumanns: „Og ég gerði það bara af bölvun minni" gæti vel verið „mottó“ að leiðurum og öðr- um stjómmálaskrifum Tím- ans. Mörg dæml mættl rekja af hentistefnu og ábyrgðarleysi Framsóknarflokksins, sem ekki hikar við að stefna I voða binum þýðingarmestu málum, ef það aðeins þjónar stundar- hagsmunum flokksins. 1 stjórnarandstöðu hefur þessi flokkur oft barizt af mikilli hörku gegn ýmsum málum, sem hann hefur síðan tekið upp sem sin stefnumál eftir að hann komst í ríkisstjóra. UNGIR MENN í STEFNULEIT I»egar þessar mlklu sveiflur frá hægri til vinstri í stefnu flokksins em virtar, þá er ekki að ófyrirsynju, að ungir Framsóknarmenn skuli hafa setið undanfarna daga á rök- stólum til að fjalla um grund- vallarstefnu Framsóknar- flokksins. Það er vissulega fyrirbrigði, sem tími er kom- inn til að komizt á fastan grundvöll. Sannleikurinn er sá, að það er ekkert til sem heitið getur gmndvallar þjóðmálastefna Framsóknarflokksins. Ef Fram sóknarmaður er að því spurð- ur, hver sé grundvallarstefna Sambandsráð SUS STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna boðar til sambandsráðs og fulltrúaráðsfundar SUS þ. 18. aprfl n.k. og verður fundurinn haldinn í Valhöll, Suðurgötu 39, Reykjavík. Rétt til fundarsetu hafa sambandsráðsmenn (einn úr hverju kjördæmi), einn fuJItrúi frá hverju félagi ungra Sjálfstæðismanna og aðal og varastjórn SUS. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. Framsóknarflokksins, þá svar ar hann: „Það er samvinnu-' stefnan". Er það í fyrsta lagi rétt? Við vitum, að Framsóknar- menn hafa frá upphafi lagt mikla áherzlu á það, að geta \ ráðið í samvinnuhreyfingunni. Þetta hefur þeim að miklu leyti tekist. Og hafa þeir verið ósparir á að misnota samvinnu hreyfinguna sér til framdrátt- ar. En samvinnuhugsjón þeirra hefur þó ekki náð lengra en svo, að þeir hafa reynt með öllum ráðum, að knésetja þau samvinnufélög, sem þeir hafa ekki ráð yfir. Að áliti framsóknarmanna eru samvinnufélög því góð á með- an þeir ráða þar sjálfir, en ill þegar þeir ráða þar ekki. ENGIN ÞJÓÐMÁLASTEFNA En segjum nú, að það væri rétt, að Framsóknarflokkur- inn byggði grundvallarstefnu. sina á samvinnuhugsjóninni. Þá er þess að gæta, að sam- vinnustefnan sem slík getur ekki verið gmndvöllur þjóð- málastefnu heils stjómmála- flokks. í samvinnufélögunum hljóta menn að vera, Sftm hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir, enda er samvinnustefnan fyrst og fremst ákveðin stefna í verzlunarmálum, sem upphaf- lega er til orðin til að tryggja almenning gegn óhæfilegum verzlunarháttum. Samvinnu- stefnan takmarkast því við ákveðin, tiltölulega þröng svið þjóðmálastarfseminnar. BÖLVALDUR Þessar staðreyndir hafa gert það að verkum, að Fram- sóknarflokkurinn er hinn mesti bölvaldur í íslenzkum stjómmálaum í dag. Það sézt m. a. á því, að Framsóknar- flokkurinn þarf stöðugt að vera að leita að ágreiningsefn- um við aðra flokka til að und- irstrika sjálfstæði sitt. Hann getur ekki eins og t. d. Sjálf- stæðisflokkurinn mótað stefnu sína eftir vissum grundvallar sjónarmiðum. Þcssi höfuðgalli floKksins hefur aldrei komið betur í ljós en á núverandi stjóraarand- stöðutimabili flokksins. Hann reynir að gera ríkisstjórainni allt til miska, sem hann getur, og í þeirri viðleitni sinni hik- ar hann ekki við að segja eitt í dag og annað á morgun og framkvæma hin ábyrgðarlaus ustu verk. Framsóknarbrodd- arnir standa síðan hver fram- an i öðrum og segja eins og Hans vinnumaður á Litla Hrauni: „O, ég gerði það ef bölvun minni“. — BÍG. f JANÚAR mánuði s.l. var haldið stjórnmálanámskeið í Ólafsfirði. Námskeið þetta var haldið á vegum Garðars F.U.S. Ólafsfirði og Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Þátt taka í námskeiðinu var góð, en það stóð yfir í eina helgi frá föstudagskvöldi þar til síðla dags á sunnudag. Mynd- i irnar tvær, sem bér birtast , voru teknar á námskeiðinu. , Önnur þeirra sýnir stóran hluta af þátttakendum ném- skeiðsins, en hin er tekin á einum fundi námskeiðsins. 1 Mikill áhugi er ríkjandi með- al ungra Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði, sem vinna ötullega að því að efla gengi Sjólfstæð isflokksins í kjördæminu. , \ I Vaxandi þátttaka stúdenta í alþjóölegu samstarfi AÐ ímdanförnu hafa verið birtar hér á síðunni ályktanir þær, sem gerðar voru á ráðstefnu VÖKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um hagsmunamál háskólastúdenta. f dag birtist ályktun ráðstefn- unnar um utanríkismál stúdenta, og hafa þá allar ályktanirnair hlot- ið birtingu. Ályktun um utanrikismál stúdenta. Ráðstefna Vöku um hagsmuna mál stúdenta leggur óherzlu á þátttöku SHÍ í samstarfi nor- rænu stúdentasambandanna. Er þar tvímælalaust um að ræða þýðingarmestu samskiptin við aðrar þjóðir. Telur ráðstefnan að SHÍ eigi að beita sér fýrir því, að þessari samvinnu verði komið á fastari grundvöll og fagnar því, að SHÍ hefur verið falið að gera tillögur um það atriði á næstu formannaráð- stefnu. Höfuðatriðið í samskiptum SHÍ við aðrar þjóðir hlýtur eins og að undanförnu að vera aðild að því 'umfangsmikla samstarfí, sem fram fer á vegum ISC/ COSBC (International Studeot Conferenoe / CoOrdinating Conference/Coordinating Secre- tariat). Lýsir ráðstefnan ánægju sinni með starfsemi þeirra sam- taka, telur reynsluna hafa sýnt, að skipulag þeirra sé í öllum meg- inatriðum mjög viðunandi og tvímælalaust hið affarasælasta, sem saga alþjóðlegs stúdenta- samstarfs kann frá að greina. Leggur ráðstefnan áherzlu á, að íslenzkir stúdentar fylki sér sem þéttast um þessi samtök, og verði af hálfu SHÍ ætíð kapp- kostað að taka sem öflugastan þátt í öllum þeim greinum starf- seminnar, sem íslenzikum stúdent um og margvíslegum hagsmun- um þeirra mega að gagni koma. í Sambandi við sérráðstefnur ISC/COSEC vill ráðstefna Vöku taka eftirfarandi fxam- A. Ferðamálastefna: Þar sem æskilegt verður að telja, að starfsemi Ferðaþjónustu stúdenta vaxi fiskur um hrygg, bendir ráðstefna Vöku á það, að um- ræddar ráðstefnur mega heita lykillinn að alþjóðasamstarfi stúdenta á þessu sviði. Því er það ekki áhorfsmál, að leggja ber kapp á að senda jafnan fuU- trúa þangað. B. Blaðaútgáfuráðstefna. Ef áhugi væri fyrir hendi meðal einhverra háskólastúdenta, sem jafnframt námi stunda blaða mennsku, telur ráðstefna Vöku að greiða beri götu þejrra tál þátttöku þótt um fjárhagsstuðn- ing geti naumast verið að ræða, nema tryggt sé að stúdenta- blað eða önnur útgáfustarfsemi Stúdentaráðs njóti góðs af. C. Velferðarráðstefna- Fúll ástæða er til, að gert verði allt sem unnt er, til að senda full- trúa á þessar ráðstefnur fram- Framlhald á bls. 22 Ráðstefna SUS um húsbyggingar EINS og skýrt var frá á síð- ustu SUS síðu mun Samband ungra Sjálfstæðismanna efna til ráðstefnu um íbúðarhúsa- byggingar tun aðra helgi þ.e. dagana 9. og 10. marz n.k. Ráðstefnan fer fram í Sjálf- stæðishúsinu við Borgarholts- braut í Kópavogi. Fjórir fyrirlestrar verða haldnir á ráðstefnunni. Eru eftirtaldir menn fyrirlesarar: 1 . Gísli Halldórsson, arkitekt, Jóhann Hafstein, alþingismað ur, Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, og Þorvaldur Garð- 1 ar Kristjámsson, framkvæmda stjóri. Þátttaka óskast tilkynnt á skrifstofn SUS í Valhöll, Suðurgötu 39, Reykjavik. Simi 17100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.