Morgunblaðið - 03.03.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.03.1963, Qupperneq 12
12 MORCUN BLAÐ1Ð Sunnudagur 3. marz 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjáld kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. KJARABÆTUR ÁN VERKFALLA egar kosningar standa yfir í verkalýðsfélögunum hefjast venjulega deilur um þá mismunandi starfshætti, sem menn telja að eigi að við- hafa í verkalýðsbaráttu. En þar greinir menn fyrst og fremst á um það, hvort leitast eigi við að ná kjarabótum eft- ir heilbrigðum leiðum, eða hvort leggja eigi megin- áherzlu á verkföllin. Kjörorðið kjarabætur án verlífalla þýðir það, að leitast eigi við að bæta kjörin eftir öllum hugsanlegum leiðum, en vígorðið verkföll án kjara- bóta einkennir þá stefnu, sem kommúnistar og Framsókn- armenn hafa fylgt, að leitast við að koma á verkföllum, jafnvel þótt þeir vissu að þau gætu einungis þýtt það, að seinna gengi en ella að ná k;'urabótum. í Iðju hefur hinni farsælu stjóm tekizt að bæta kjör iðnverkafólks jafnt og þétt, enda voru þau mjög bágbor- in, þegar „þjóðfylkingar- menn“ gáfust upp í félaginu og kolféllu í kosningum. En þótt mikið hafi áunnizt f kjaramálum iðnverkafólks þarf þó enn að bæta kjörin stórlega á næstu árum. Það verður því aðeins rmnt, að skynsamlega verði haldið á málum. Ef kommúnistar og Framsóknarmenn kæmust að nýju til valda í félaginu mundi verkfallastefnan verða framkvæmd á ný. Þá yrði allt gert, sem unnt væri til að spilla sambúð iðnverkafólks og vinnuveitenda þeirra. Þá mundi hin úrelta verkfalla- barátta hefjast að nýju til stórtjóns fyrir alla aðila, Iaunþegana, vinnuveitendur og þjóðarheildina. Það er nauðsynlegt, að iðn- verkafólk geri sér fulla grein fyrir þessu, þegar það nú vel- ur sér forystu. LAUN OPIN- BERRA STARFS- MANNA Um langt árabil hafa kröfur opinberra starfsmanna um kjarabætur verið hávær- ar, enda er engum blöðum um það að fletta, að opinberir starfsnienn hafa dregizt aft- ur úr í kjaramálum. Engin ríkisstjórn hefur sinnt þess- um ábendingum og kröfum opinberra starfsmanna fyrr en Viðreisnarstjórnin tók þá ákvörðun að gjörbreyta því fyrirkomulagi, sem hefur ríkt um ákvörðun launa þessara manna. Fram að þessu hafa laun opinberra starfsmanna verið ákveðin með launalögum, en nú hefur þeim verið fenginn samningsréttur. Hins vegar hafa opinberir starfsmenn ekki verkfallsrétt og fara launadeilur því til hins svo- kallaða kjaradóms, ef sam- komulag na^st ekki. Kjara- dóm skipa ovilhallir menn, sem kveða endanlega á um laun opinberra starfsmanna. Eins og títt er í vinnudeil- um settu opinberir starfs- menn fram mjög háar launa- kröfur. Ríkið svaraði með gagntilboði, sem opinberum starfsmönnum fannst alltof lágt, svo að lítið hefur orðið um samkomulagstilraunir, en frestur til að ná samkomulagi átti að vera til 1. marz. Nú hefur verið ákveðið að fra'mlengja þennan frest, til þess að reyna til þrautar að ná samkomulagi, ekki sízt um flokkun starfsmanna, en hún er auðvitað ekki síður við- kvæmt mál en meðalhækkun launanna. Vonandi er að samkomulag geti tekizt, en jafnvel þótt svo færi ekki þarf ekki að ör- vænta, því að málið verður þá útkljáð af kjaradómi, en í honum eiga sæti menn, sem báðir aðilar hljóta að bera traust tiL AFNEITA RAGNARI IJinar örvæntingarfullu til- raunir kommúnista til að afneita Ragnari Gunnarssyni, manninum sem kom upp um njósnir Rússa, tala sínu máli. Þær sýna, svo ekki verður um deilt, að kommúnistar ætla að sannfæra flokksmenn sína og ekki síður hina rússnesku yf- irboðara, um það, að innan þeirr-a vébanda skuli engum manni vært, sem ekki sé til- búinn til að hlýðnast fyrir- mælum Moskvuvaldsins og þjóna því. Þeir ráðast að Ragnari Gunnarssyni með hvers kyns brigzlyrðum og svívirðingum fyrir það eitt, að hann fór að íslenzkum lögum og ljóstraði upp um moldvörpustarfsemi Rússanna. Það er þessi afstaða „ís- lenzkra“ kommúnista, sem menn þurfa að hugleiða. Þá sjá þeir líka, að kommúnista- flokkurinn hér á landi er sama eðlis og alls staðar ann- ars staðar. Þar er um að ræða klíku ofstækismanna, sem til- búin er að svíkja þjóð sína, hvenær sem er. Ef ráðizt verður á eitt sósíalista- ríki táknar það heimsstyrjöld — sagði Krúsjeff í ræðu • f RÆÐU, sem Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, hélt nýlega lagði hann m.a. áherzlu á stefnu Sovétríkjanna um frið- samlega sambúð og sagði að hún væri eina rétta stefnan í utan- ríkismálum á tínuum atómvopna og eldflauga. • Hann kvaðst vera reiðubúinn að undirrita nú þegar samning um algera afvopnun, en sagði, að það væri óframkvæmanlegt nú, því að meðan fulltrúar Sovét- rikjanna í Genf hugsuðu um þær ógnir styrjaldar, hugsuðu fuU- trúar kapitalista aðeins um þann hagnað, sem hægt væri að hafa af vígbúnaðarkapphlaupi og styrjöld. • Krúsjeff sagðist vilja vara Vesturveldin við því að gera of mikið úr ágreiningnum, sem ríkt hefði að undanförnu innan sósialtstaríkjanna. Sagði hann, að allt yrði gert til þess að jafna hann og það myndi takast. • Ennfremur lagði Krúsjeff á- herzlu á það, að Sovétríkin myndu koma til hjálpar þegar í stað, ef á sósialistaríki væri ráð- ist. Slík árás kostaði heimsstyrj- öld. Washington, 1. mars. — NTB — AP — UTANRÍKISMÁLANEFND Bandaríkjaþings birti í dag útdrátt úr skýrslu, sem yfir- maður leyniþjónustu Banda- ríkjanna, John Mccone, lagði fyrir nefndina 19. febr. sl. í skýrslunni segir m.a. að á ár- inu 1962 hafi milli 1000 og 1500 manna frá löndum í Suður-Ameríku verið á Kúbu og fengið þar þjálfun í skæru- hernaði og skemmdarverk- um. Mccone sagði, að á þessu ári myndu enn fleiri Suður- Ameríkumenn fara til Kúbu í þessum tilgangi. Þjálfunin, sem menn þessir fá Krúsjeff hélt ræðu sína á fundi, sem haldinn var í Kreml í dag, og er liður í undirbúningi undir kosningu æðsta ráðsins, 3. marz n.k. Krúsjeff er sjálfur í framboði við kosninguna. Um stefnuna um friðsamlega samibúð, sagði Krúsjeff, að hún á Kúbu er aðallega fólgin í vopnaburði, gerð heimatilbúinna sprengna og skipulagningu skemmdarverka. Mccone sagði, að menn frá öll- um ríkjum Suður-Ameríku, að Uruguy undanskildu, hefðu fengið þjálfun á Kúbu. Flestir hefðu komið frá Venezuela, Perú, Ecuador, Argentínu og Bólivíu. Hver maður dvelst um ár á Kúbu. í skýrslu Mccones segir, að Kúbustjórn geri mikið til þess að leyna því, að hún þjálfi mennina. T.d. væru sumir þeirra sendir til Evrópu og látnir koma þaðan ^til ÍCúbu. — Á Kúbu fá mennirnir nákvæm kort yfir heimalönd sín og þeim er veitt aðstoð við að skipuleggja hvernig sprengja megi brýr og gera önnur skemmdarverk. væri eina stefnan í utanríkis- málum, sem ætti rétt á sér á tím- um atómvopna og eldflauga. KrúsjedBf sagði, að Sovétríkin myndu þrátt fyrir ýmsa örðug- leika reyna að gera allt, sem i þeirra valcti stæði til þess að deilumálin yrðu leyst á friðsam- legan hátt með samninigum. Hann sagðist harma það, að Atlants- hafsbandalgslöndin vildu ‘ ekkl stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Sovétríkin óskuðu einskis frem- ur, en að undirrita samning um algera afvopnun og væru reiðu- búin til þess þegar í stað. Hina vegar væri það ekki framkvæm- anlegt nú, því að meðan fulltrúar Sovétríkjanna hugsuðu um hörm ungar styrjaldanna, hugsuðu full trúar kapitalista aðeins um þann hagnað, sem hægt væri að hafa af vígbúnaðarkapphlaupi og styrjöld. Krúsjeff sagði: Vesturveldin vilja tryggja, áður en samningar um bann við kjarnorkutilraunum væru undirritaðir, að þau gætu njósnað á sovézku landi. Sovét- stjórnin gæti ekki sætt sig við slíkt. Krúsjeff ásakaði Vestur- veldin um að hafa komið í veg fyrir að árangur næðist á afvopn unarráðstefnunni í Genf.> Hvað ágreiningnum innan sósíalistaríkjanna viðkemur, var- aði Krúsjeff Vesturveldin við að ofmeta hann. Sagði Krúsjeff, að ágreiningurinn myndi ekki leiða til vinslita eins og sumir á Vesturlöndum héldu fram. Hann yrði jafnaður áður en langt um liði. Krúsj eff sakaði Bandarlkin um að Ihafa þvingað Vestur- Þjóðverja, Japani og Svía til þesni að selja Sovétríikjunum ekiki olíuleiðslur. Sagði hann Banda- rí'kin hafa gert þetta af ótta við Sovétrikin. ' f lok ræðu sinnar bar Krúsjefif fram ósk um það, að heimsvalda sinnarnir viðurkenndu stefnuna uim friðsamlega sambúð og færu sjáilfir eftir hneni. Hann sagðist 'harma það, að Sovétríkin væru neydd til þess að eyða miklu fé í hergagnaframileiðslu, fé, sem hægt væri að nota til þess að bæta kjör aliþýðunnar, ef samu- ingar tækjust um afvopnun. i Moffett Field, 25. febr. — AP 1 Bandaríkin munu innan skamms gera tilraunir með nýtt geimfar, er borið getur tvo menn í allt að 1600 km hæð. Geimskip- ið á síðan að geta lent eins og venjulegar flugvélar. Á það að gera geimförum mögulegt að á- kveða lendingarstað sinn fyrir- fram. Kúbustjórn þjálfar Suður-Ameríkumenn til skemmdarverka Ekki kosningar í Danmörku vegna ástands i málum Grænlands og Færeyja , Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 1. marz: Ríkisstjórn Danmerkur hyggst nú fá samþykkt í þinginu, án stuðn- ings stjórnarandsöðunnar, 12 laga frumvörp, sem nefnd hafa verið heildarlausn efnahagsmála lands- ins. Útlit var fyrir, að Jens Otto Krag forsætisráðherra myndi rjúfa þing og efna til kosninga, ef stjómarandstaðan féllist ekki á að samþykkja heildarlausnina. En eftir að ljóst varð að þetta samþykki myndi ekki fást, tii- kynnti stjómin að hún myndi engu að síður leggja frumvörp- in fyrir þingið. Það er ástandið í málum Græn lands og Færeyja, sem veldur því að stjórnin mun ekki rjúfa þing. Talið var óvíst að jafnaðar- menn og radíkalir, sem eru nú í stjórn, hefðu aukið fylgi sitt við nýjar kosningar. Flokkarnir hafa ekki meirihluta á þingi, en þeir njóta stuðnings Grænlandsmála- ráðherrans, Mikales Gam, sem kjörinn er ópólitískri kosningu. Ef efnt yrði til kosninga nú fengi Gam ekki sæti á þingi þegar 1 stað, því að ekki er unnt að láta kosningar fara fram í Grænlandi nema á sumrin. Einn meðlimu* þingflokks jafnaðarmanna er Fær eyingurinn Johan Nielsen. Ekkl er talið að hann verði endurkoa inn og er álit manna, að Erlend- ur Patursson taki sæti hans. Stjórnin vildi ekki efna til kosninga nú vegna þess að þá átti hún á hættu að missa þess» tvo stuðningsmenn sína frá Græa landi og Færeyjum. __ Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.