Morgunblaðið - 03.03.1963, Qupperneq 17
Sunnudagur 3. marz 1963
MÖRCVNBLAÐIÐ
17
Sjötugur í dag:
*
INIils Isaksson
skrifstofustjóri Síldarútvegsnefndar
NILS ER fæddur á Eyrarbakka
3. marz 1893 og voru foreldrar
hans ísak Jónsson, verzlunarmað
ur þar og kona hans Ólöf Ólafs-
dóttir. I>ar ólst hann upp og var
þar við verzlunarstörf og síðan
Við sömu störf í Ólafsvík um
tíma. 1927 flytzt hann til Siglu-
fjarðar og hefur verið þar síðan.
i Ef ég man rétt var hann fyrst
hjá Skipaverzlun Siglufjarðar,
síðan við lagningu rafmagnslínu
frá Skeiðsfossi til Siglufjarðar,
síðan hjá Verzlunarfélagi Siglu-
fjarðar unz hann 1946 réðist sem
skrifstofustjóri til Síldarútvegs-
nefndar og starfar enn sem slíkur.
3. júní 1933 kvæntist hann
Steinunni Stefánsdóttur frá Fljót
um í Skagafirði og eiga þau 4
mannvænleg börn:
L Gústaf, vélstjóri, Siglufirði.
Ólafur, endurskoðandi, Rvík.
J Bogi, stud. jur., Rvík og
< Anna í heimahúsum Sigluf.
,' Þó eins og sjá má af ofan-
fereindu að Nils hafi komið börn
um sínum vel til mennta, get ég
ekki stillt mig um að minna á að
synir hans allir eru landskunnir
skíðamenn og þó einkum þeir 2
eíðastnefndu vel þekktir í Reykja
vík.
I Strax þegar Nils kom til Siglu-
fjarðar vakti hann athygli fyrir
prúðmennsku í starfi. ljúf-
mennsku og greiðasemi. I>að kvis
aðist líka fljótt að hann var ágæt
ur bókari og skrifaði og skrifar
enn óvenju fagra hönd. Það hlóð
ust því fljótt á hann ýms bók
færslustörf fyrir einstaklinga og
félög. T. d. var hann endurskoð-
andi bæjarreikninga, hafnarsjóðs
og rafveitu um fjölda ára. >á
hefur hann ásamt Hjörleifi Magn
ússyni, fulltrúa bæjarfógetans á
Siglufirði, um langt árabii endur
skoðað skattskrá Siglufjarðar.
Eins og áður getur réðist hann
til Síldarútvegsnefndar sem skrif
Bbofustjóri Í946, en jafnframt hef
ur hann verið frá byrjun gjald-
keri nefndarinnar, séð um bók-
hald TunnUverksmiðja ríkisins
og gjaldkerastörf þar. Er raunar
furðulegt hve miklu starfi Nils
hefur afkastað og með þeim ágæt
«m, sem raun ber vitni.
\ Nils er mjög vandvirkur og er
unun að sjá frágang hans á bók-
haldi þessara fyrirtækja.
k Eins og að líkum lætur höf-
um við Nils haft mikið saman
að sælda síð»n hann fluttist til
Siglufjarðar og þó einkum og sér
í lagi eftir að hann réðist til
Síldarútvegsnefndar. Nils er
Bamvinnuþýður og öruggur í
^tarfi og traustur vinur vina
tinna.
, Eg vil með þessum örfáu lín-
«m þakka honum áratuga gott
samstarf og fyrir ágætt starf í
þágu Síldarútvegsnefndar, sem ég
vona að megi haldast í mörg ár
tnn.
Eg óska honum og fjölskyldu
hans hjartanlega til hanrfingju
með þennan merkisdag í lífi hans.
Og að síðustu þakka ég svo per-
eónulega vináttu og velvild fjöl-
Bikyldu hans í mi»n garð.
Erlendur Þorsteinsson.
Einn merkasti borgari Siglu-
fjarðar, Nils ísaksson, skrifstofu
stjóri Síldarútvegsnefndar verður
sjötugur í dag. Hann er fæddur á
Eyrarbakka, 3. marz 1893, sonur
merkishjónanna frú Ólafar Ólafs
dóttur og fsaks Jónssonar. Um
fermingaraldur hóf hann verzlun
arstörf á Eyrarbakka og vann að
þeim fram til ársins 1922, er hann
fluttist til Ólafsvíkur og siðar
Reykjavíkur.
Árið 1927 fluttist Nils til Siglu
fjarðar og hefur átt hér heima
síðan. Árið 1933 kvæntist hann
konu sinni, frú Steinunni Stefáns
dóttur, hinni mætustu konu. Börn
þeirra eru Gústav, mjölfræðing-
ur hjá S.R. á Siglufirði, Ólafur,
löggiltur endurskoðandi í Reykja
vík, Bogi, lögfræðinemi og Anna,
sem er í’ heimahúsum.
Nils ískasson hefur gegnt marg
háttuðum trúnaðarstörfum hér í
Siglufirði og áunnið sér virð-
ingu og vináttu samborgara
sinna. Hahn hefur um fjölda ára
gegnt gjaldkera- og skrifstofu-
stjórastörfum hjá Síldarútvegs-
nefnd.
í samtökum Sjálfstæðismanna
hefur hann ávallt verið áhugasam
ur og þau eru mörg störfin, sem
hann hefur í té látið á þeim vett-
vangi.
Á þessum tímamótum færa
Siglfirðingar honum hugheilar
hamingjuóskir, þakka honum ár
in öll í þesusm bæ og árna hon-
um og fjölskyldu hans giftu og
gengis í framtíðinni.
Stefán Friðbjarnarson.
fíaupi notaðar
blómakörfur
Blómaskálinn v/Nýbýlaveg.
Blóma- og grænmetis-
markaðurinn,
Laugavegi 63.
Geymið auglýsinguna.
Ódýr blóm í dag
Blómaskálinn v/Nýbýlaveg.
Byggingarlóð
Til sölu er lítið timburhús á 500 ferm. eign-
arlóð. Má byggja 20 metra með götu. —
þeir, sém hafa áhuga fyrir kaupum, leggi
nafn og símanúmer inn á afgr. Mbl. fyrir
n. k. þriðjudagskvöld, merkt: „Byggingar-
lóð — 6011“.
F/esfc/ð
Framhald af bls. 3.
alls staðar í sérstökum verð-
flokki vegna gæða. Á síðasta
áratug hafa verið sérstaklega
miklar framfarir í gæðaaukn-
ingu flesksins, fitan hefur
minnkað og kjötið hefur auk-
izt. Allir Danir vita, hverjum
ber að þakka þessa dönsku
yf irburði á kj ötmar kaði
heimsins. T>að er deild próf.
Clausens á rannsóknarstofu
Búnaðarháskólans, en þar sit-
ur á stól "ínni í skrifstofu ís-
lenzkur maður. Gáfur hans og
þekking ræður miklu um
ræktun danska svínakynsins.
Hann ákveður með samstarfs-
mönnum sínum, hvaða kyn-
bótadýr skuli notuð við fram-
ræktun stofnsins, svo að bragð
og örinur gæði danska svína-
kjötsins haldi áfram að vera
í sér flokki á heimsmarkað-
inum. Þannig eru íslenzkar
gáfur komnar í danskt flesk.
„Hvers vegna fórstu í bú-
fræðina, Pétur?“ spyr ég.
„Það var hrein og skær róm
antík“, svarar hann. „Þegar
ég svo síðar skildi andstæð-
una í uppeldi mínu og lífi
sveitamannsins, breytti ég
rómantíkinni í áhuga fyrir til-
raunavisindum“.
„Hvers vegna fórstu frá ís-
landi aftur, þegar þú hafðir
unnið þar árlangt? Var það
kannski óyndi?“
„Nei, það var af ótta við,
að ég mundi aldrei ná tengsl-
um við íslenzku sveitamenn-
ina, — óttaðist, að ég mundi
ekki ná fullu valdi á málinu,
— já, það var sem sagt að-
stöðumismunur í samanburði
við þá, sem voru fæddir heima
á Islandi og þekktu allar að-
stæður og höfðu fullt vald á
málinu.‘t
„Eitthvað ertu bendlaður
við elektrónu-heila, Pétur. —
Hvað viltu segja landsmönn-
um þínum um það furðu-
tæki?“
„Já, það tæki er mjög til i
gagns. Rationalisering er ekki
eingöngu viðfangsefni sjálfra
framleiðslugreinanna. Við
verðum líka að rationalisera
vinnubrögð í vlsindastofnun-
um. Elektrón-reiknivélarnar,
sem ég nota, skapa mér ein-
um möguleika að framkvæma
útreikningastörf svo til villu-
laust, sem ég annars þyrfti
um 50 manna reiknilið með
venjulegum rafknúnum reikni
vélum til að vinna. En 50
mannsheilar búa yfir marg-
földum villumöguleikum mið-
að við elektrónheilann."
Svo opnar Pétur skáp með
fjöldamörgum pappírsrúllum.
Hann tekur fram eina rúll-
una, sýnir mér göt á henni
og segir: „Á þessa rúllu eru
gataðar upplýsingar um 23
mismunandi eiginleika á 600
svínum“.
Ultra-liljóðbylgjuaðferðin
er annað dæmi um tæknileg
hjálpartæki við vísindaleg
kynbótastörf. Tækin eru að
verða mjög örugg og ódýr og
geta gert mikið gagn og hrað-
að árangri kynbótastarfsins.
Þetta tæki má nota þannig, að
ráðunautar geta ferðazt um
með það og mælt vefi og kjöt-
lög inni í sjálfu kynbótadýr-
inu lifandi, svo að menn geta
samdægurs gefið bóndanum
upplýsingar um mikilvægustu
eiginleika undaneldisdýrsins.
Þetta tæki mun í framtíðinni
spara hið mjög dýra afkvæma
rannsóknastarf við kynbætur
kjötframleiðsludýra. Farið er
að nota tækið við kynbætur
svína, nautgripa, alifugla og
ég held við kynbætur sauð-
fjár, en um það vil ég þó ekk-
ert fullyrða. Við vitum svo
lítið um sauðfjárrækt hér á
meginlandinu, hún er svo til
úr sögunni.“
~ —♦ —
Margt má læra hjá þeim
ágætu mönnum á „Forsögs-
laboratoriet“ við Landbúnað-
arháskólann danska. Danir
halda enn forystu á mörgum
sviðum búskapar, og þeir ætla
ekki að sleppa merkinu í ann-
ara hendur. f vetur hefur mér
orðið ljósara en áður, hversu
mikilvægt það er fyrir okkur
íslendinga að einangrast ekki
á íræðilegum og tæknilegum
— Stórvi&burður
Framhald af bls. 10
Söngstjóranum, Jóni Björns-
syni til heiðurs, mætti þarna
Kirkjukór Sauðárkróks og söng
Harmljóð, sem Jón hafði samið
og sent kórnum að gjöf. Þetta
er mikið lag og var hrifandi vel
sungið af kórnum. Stefið er ort
af Kristjáni frá Djúpalæk í til-
efni af sjóslysi. Á því vel við að
áheyrendur standi upp en klappi
ekki þegar það er sungið.
Og þá var ræðan hans séra
Gunnars í Glaumbæ. Hvernig á
mannlífið að vera? Hann mælti
fyrir minni Jóns Björnssonar og
ræddi þar sérstaklega um þátt
hans í söngmennt þessa héraðs.
— Jón er bóndi, sem þarf að
helga krafta sína því starfi, en
áhugi hans, hæfni og óþrjótandi
elja í 34 ára söngstarfi er krafta-
verki líkast, og engum á Heimir
langlífi sitt eins mikið að þakka
og Jóni á Hafsteinsstöðum. Við
þetta tækifæri gaf kórinn Jóni
segulbandstæki, en einnig bár-
ust honum fjölda margar aðrar
gjafir og urmull af. skeytum bár-
ust til afmælisbarnanna.
Eftir ræðu sr. Gunnars var
Jón hylltur með dynjandi, fer-
földu húrrahrópi. Eftir nokkrar
fleiri ræður og söng hélt Jón þakk
arræðu þar sem hann rakti einn-’
ig að nokkru ævi sína, en hann
byrjaði þetta lífsskeið sitt hér á
jörðu hálfdauður í sjóvetlingi, en
hjaraði þó, byrjaði að spila á hár-
greiðu, svo á harmoniku, en sem
ur nú lög og stjórnar söng með
ágætum.
Áður en staðið var upp frá
borðum flutti Ingimar Bogason
drápu til Jóns söngstjqra og kórs
ins, en síðast sungu allir kórfé-
lagar, sem mættir voru í þessu
hófi, „Skín við sólu Skagafjörð-
ur".
Eftir að borðhaldi, söng og ræð
um lauk var stiginn dans fram
undir morgun. Þar ríkti hin al-
kunna skagfirzka glaðværð.
Björn í Bæ.
sviðum og að sækja menntua
til þeirra landa, sem hverju
sinni gegna forystuhlutverki í
vísindum og atvinnumenn-
ingu.
Gunnar Bjarnason.
Holtenzkar
bvottavélar
vandaðar og vel þekktar
á hagstæðu verði.
BELLA, minni gerð
kr. 4.500,00.
BELLA, stærri gerð
kr. 5.833,00.
Einnig hinar heimskunnu
EASY þvottavélar með
þeytivindu og suðu-
elementi.
Kr. 12.045,00.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Laugavegi 68. — Sími 18066