Morgunblaðið - 03.03.1963, Side 20

Morgunblaðið - 03.03.1963, Side 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. marz 196S PATRICIA WENTWORTH: — MAUD SILVER kfmuo í HEIMSÓKN Þessi framkoma ýtti enn und- ir þá hugsun lögreglustjórans, að hann væri alls ekki jafnviss í sinni sök og hann hafði áður haldið, en jafnframt stappaði það í hann stálinu að láta hvergi undan. Hann svaraði því, og næst um hiklaust: — Eg er hræddur um, að við verðum að minnsta kosti að gera hér húsleit. Hr. Holderness hló með fyrir litningarsvip. — I>að gæti nú tafið fyrir ykk- ur að fara gegn um alla skjala- kassana hjá mér. Kannski vild- uð þið gefa mér einhverja hug- mynd um, að hverju þið ætlið að leita þar? — Eg held, hr. Holderness, að við ættum að byrja á peninga- skápnum yðar. Máifærslumaðurinn hallaði sér aftur í stólnum með sama ögr- unarsvipnum. — Og ef ég neita því? — Drake fulltrúi hefur með eér húsleitarúrskurð. Roðinn steig nú alla leið upp f gráar hársræturnar, og gráu augun störðu, en hnefinn, sem lá á vinstra hnénu, krepptist svo að hnúarnir hvítnuðu. Mönnun- um tveim sýndis líkast því, sem reiði hans myndi þá og þegar blossa upp í skömmum eða jafn vel handalögmáli, en smámsam an róaðist hann og gaf ekki hijóð frá sér. En svo dró úr roð snum á andJitinu, smátt og smátt og augnalokið sigu niður fyrir hvössu augun. Þegar þau lyftust aftur, var eins og hann hefði jafn að sig. Aðeins var hann ofurlít ið fölari, harðari á svip og virðu legri. Hann sagði: — Gott og vel. Eg herf ekkert á móti því. Eg veit bara ekki. hvað þér búizt við að finna. Eg hefði haldið, að orðstír fyrirtæk is míns um langan aldur nægði til að forða mér því, sem ég get ekki kallað annað en móðgun. Eg hef ekkert, sem ég þarf að leyna og ég vona, að það verði ekki meira, sem þér þurfið að iðrast. Hann ýtti stólnum aftur og stóð á fætur og gekk til vinstri handar við arininn, og stóð þar kyrr, rólegur á svip meðan hann dró stálkeðju upp úr vasanum og valdi einn lykilinn, sem við hana hékk. * Hr. Holderness greip í út- skorna rós í veggþiljunni og sneri henni. >á heyrðist ofurlít- ill smellur og hleri í þilinu opn aðist eins Og hurð Og í ljós kom hurð á járnskáp. Ekkert hefði getað verið hversdagslegra en hreyfingar hans, er hann opn- aði hurðina upp á gátt og tók svo úr henni lykilinn. — Gerið svo vel, herrar mín ir, sagði hann og gekk aftur að stólnum sínum og horfði síðan á þá. með höndina í öðrum vas- anum, en í hinni hendinni hélt hann en a lyklinum. Skápurinn var svo að segja fullur. >arna voru skjalabögglar, sem Drake tók út Og komu þá fleiri bögglar í ljós, sem einnig voru teknir út. Næst komu þrjú gÖmul leðurveski. I þeim voru hálsfesti úr ametýst í gullum- gerð frá nítjándu öld, og tvö til svarandi armbönd. >egar Drake opnaði töskurnar, sagði hr. Hold- erness háðslega: — Eg veit nú ekki, hvort þið hafið neitt gagn af þessu — eða hvort Alan Crover efur nokk- urt gagn af því. >etta eru erfð- agripir frá móður minni. Og af því að systir mín vill ekki nota þá geymi ég þá hérna og skoða þá stundum, mér til ánægju. En þeir eru ekki mjög verðmætir. 54 Innst í skápnum Stóðu tvær pappaöskjur undan skóm. >egar Drake seildist eftir þeim, dró Holderness höndina upp úr vas anum. Hann gekk hinsvegar við stólinn og settist niður. Drake dró fyrst aðra öskjuna fram og opnaði hana. March sá kruklað an umbúðarpappír. >egar Drake hafði tekið hann frá, komu í ljós grannir berir limir — gyllt stytta sem átti að tákna Sumarið, tíu þumlungar á hæð. — >að er önnur hérna, sagði Drake. en áður en hann hafði tekið upp Vorið, andvarpaði hr. Holderness og leið út af í stóln- um. XLII. , Ungfrú Silver sat ein í dag- stofu frú Voycey. Af því að þetta var á mánudegi, hafði Cecilia farið í búðir með inn- ka'upakörfu í hendi, og þaðan var hún bráðum væntanleg aft- ur, klyfjuð matvörum og kjafta- sögum. Ungfrú Silver hafði beð- ið sig afsakaða frá að fara með henni í þetta sinn. — Ég þyrfti helzt að skrifa eitt eða tvö bréf, svo að ég vildi heldur vera heima í þetta sinn, ef þér væri sama, Cecilia mín. Frú Voycey var sama. Enda þótt hún hefði gaman af félags- skap blessunarinnar hennar Maud, vinkonu sinnar, hefði hann hindrað trúnaðarsamtal hennar við frú Grover, og það samtal vildi hún ekki missa. Samkvæmt frásögn Bessie Crooks, hafði Maud Silver sent eftir Alan Grover í gærkvöldi, og þegar hún — Bessie — hafði komið aftur eftir heilan klukku- tíma, var Alan þar enn, og ekki nóg með það, heldur var bíllinn lögreglustjórans þar fyrir utan, og hann og Drake fulltrúi voru þarna inni hátt upp í klukku- tíma. Og þegar frú Voycey sjálf kom heim úr kirkjunni, gat Maud ekki sagt annað en þetta: „Góða Cecilia mín, ég vildi svo gjarna segja þér frá því, en rétt í bili verður það að vera leynd- armál“. Cecilia Voycey hafði alltaf heyrt, að þagmælska væri dyggð, og henni hefði aldrei dottið í hug að draga það í efa. En það var nú svona, að þessar dyggðir voru ágætar á pappirnum, en gátu verið dálítið þreytandi í framkvæmdinni. >etta var auð- vitað ekki nema satt Og rét't hjá Maud, en nú hafði hún eindreg- ið þörf á að tala við frú Grover. 3|ÍItvarpiö Sunnudagur 3. marz 8.30 Létt morgunlög. 9.20 9.20 Mo'rgunhugleiðing og morguntónleikar: Árni Kristj ánsson talar um óratóríuna „Júdas Makkabeus" eftir Georg Friedrichr Handel, — en síðan verða fluttir þættir úr hepjii, undir stjórn Abra- hams Kaplan: Adele Addi- son sópran, Murray Dickie tenór og Raffaele Arié bassi syngja ásamt Tel Aviv kórn- um og Fílharmoníusveit ísra- els. 11.00 Messsa í Kópavogskirkju (Prestur: Séra Gunnar Árna- son. Organleikari: Guðjón Guðjónsson). 12.15 lslenzk tunga; 1. erlndi: Upp- tök íslenzks máls (Dr. Hreina Benediktsson prófessor). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Lucia di Lammermoor" eft- ir Donizetti. Þorsteinn Hann» esson kynnir). 15.40 Kaffitíminn: a) Ólafur Gauk« ur Þórhallsson og félagar hans leika. b) Norman Luboff kórinn syngur vinsæl lög. 16.20 Dagskrá æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar: Söngur, á« vörp og erindi. — Flytjendurj Dr. Róbert A. Ottósson söng« málastjóri og guðfræðinemar skiptinemar þjóðkirkjunnar, félagar í æskulýðsfélagi Ak« ureyrarkirkju, Jón Einarsson stud. theol., Séra Ingólfur Ást marsson, séra Bragi Friðrika son og séra Ólafur Skúlason sem hefur aðalumsjón med dagskránni. 17.30 Barnatími (Skeggl Ásbjamar son): a) Stefán Sigurðsson les sænska þjóðsögu: „Katrín hnetubrjótur". b) Ólafur Ól« afsson kristniboði les „Sögn úr sveitinni" efir Albert Ól« afsson c) Guðmundur M. Þoc láksson les ævintýri. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Bára blá“: Gömlu lðgin sung in og leikin. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Umhverfis Jörðlna: Guðnt Þórðarson segir frá Siam. 20.20 Frá ljóðakvöldi 1 Háskðlabfðl 20. f.m.: Irmgard Seefried syngur við undirleik Erika Werba. 21.00 Sunnudagskvöld með Svavarl Gests, — spurningar- og skemmtiþáttur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Gunnar Bjarnason fyrrv. skólastjórf segir frá námskeiði bænda« skólastjóra í Sviss a.L sum« ar. 13.35 „Við vinnuna": Tónleikar. f’ 14.40 „Við, sem heima sitjum"; „Gestir", skáldsaga eftir Krist inu Sigfúsdóttur; I. lestur. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Tónlist á atómöld (ÞorkeH Sigurbjörnsson). 18.00 Þjóðlegt efni. fyrir unga hlust endur (Stefán Jónsson rith.) 13.20 Veðurfregnir. ,< 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Unnar Stefánsson viðskiptafræðing« ur). 20.20 „Mandarfnfnn makalausi", ballettsvíta eftlr Béla Bartók 20.40 Á blaðamannafundi: Jói» Leifs tónskáld svarar spurn« ingum. Spyrjendur: Emil Björnsson, Guðnl Guðmund* son og Leifur Þórarinsson, Stjórnandi: Dr. Gunnar G. Schram. 21.15 „Barnaherbergið" (Children corner), lagaflokkur fyrir pí« anó eftir Debussy (José It« urbi leikur). 21.30 Útvarpssagan: „fslehzkur að« all" eftir Þórberg Þórðarson X. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (19). *■■ 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Skákþáttur (Guðmundur Am laugsson). 23.45 Dagskrárlok. .* ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN kemur yður ætíð á leiðar- enda. — Hvert sem þér farið, þá er VOLKS- WAGEN traustasti, ódýrasti og því eftir- sóttasti bíllinn. Pantið tímanlega. FERÐIST I VOLKSWAGEN HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. iNú er rétti tíminn að panta 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF KALLI KUREKI - * Teikncui: Fred Harman Þessi kjáni, hann skelfur af — Við skulum kæfa eldinn. Get- í hinni kyrru eyðimerkurnótt draugahræðslu. urðu fundið búðirnar þeirra í myrkr- leggja Litli Bjór og Kalli af stað á Á meðan, úti í eyðimörkinni. inu. hina löngu göngu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.