Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. marz 1963 MORCVNBLAÐIÐ 3 Pressu- hall Talið frá vinstri: frú Monson, maður Upplýsingaþjónustu Raymond Stover, forstöðu- Bandaríkjanna, Monson blaða I>AÐ var léttur og glæsilegur blær yfir Pressuballinu sL laugardagskvöld. Þar skartaði bæði salurinn og margir gest- anna nýju. Veizlugestir gæddu sér á „blaðamannasúpu“ (nafnið gefur þó ekki til kynna efnið í súpunni), hum- arréttum, steikri önd og jarða berjaís, sem borinn var inn logandi á fötum skreyttum ís- styttum, og horfðu og hlustuðu á milli á skemmtiatriði, sem fram fóru á, upphækkuðu hringsviði. Margt var þarna góðra gesta, svo sem dómsmálaráð- herra og frú, sendiherrar Bandaríkjanna og Noregs með frúr sínar, en forseti íslands og forsetafrú gátu ekki verið viðstödd sökum veikinda. Fjöldi blaðamanna sótti að sjálfsögðu hófið, einníg mátti sjá í hópnúm bæjarfulltrúa, embættismenn, lækna og fólk úr fjölmörgum öðrum stétt- um. Veizlustjóri var Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður Blaða- mannafélagsins dr. Gunnar Sehram setti samkomuna, aðalræðuna flutti Gunnar Gunnarsson, skáld og söng- kona kvöldsins var Svala Niel- sen. Þá var tekið upp léttara hjal, Kristinn Hallsson söng skopkviðlinga og Gunnar og Bessi fluttu gamanþátt eftir Harald J. Hamar, og var óspart hlegið að græzkúlausu gamni. Að lokum var dansað til kl. 3 að nóttu og lék dans- hljómsveit Svavars Gests und- ir dansi. Laust eftir miðnætti voru boðnar upp orkideur úr gróð- ■rhúsi Nielsar Dungals. Voru menn þá orðnir ákaflega „riddaralegir" við dömur sín- ar og buðu vel í til að þessi fögru blóm mættu prýða barm þeirra eða hár. Þeir sem Við hringborðið eru talið frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gisla- son, veizlustjóri, frú Elisa Schram, Gunnar Gunnarsson, skáld, frú Inga Árnadóttir, Gunnar Schram, form. Blaða- mannafélags íslands, Björn Jóhannsson, blaðamaður og kona hans Valgerður Áka- dóttir, sem snýr baki í ljós- fulltrúi, bandarísku sendi- herrahjónin Penfield og frú og frú Stover. myndarann. Fremst á mynd- T inni sjást Páll Ásgeir Tryggva son sendiráðunautur og frú Björg Ásgeirsdóttir. Og bak við má greina Ingvar Kjart- 1 ansson, kaupm., Gunnal' I Bjarnason, skólastjóra, frú í Önnu Bjarnason, Ólaf Jó- . hannesson, lækni, Pétur Sig- 1 urðsson, forstjóra. Steinunni | Briem, blaðamann og Gunn- 4 ar Möller, hrl. * hrepptu greiddu glaðir kr. 7 550—1000. Sjóðurinn varð t 5900 kr., og hreppti hann sá 4 sem dýrast hafði keypt blómið || í happdrætti. Það var Björgvin 1 Jónsson í verzluninni Grund, J sem umsvifalaust gaf sjóðinn 4 til tækjakaupa fyrir Lands- í spítalann og hefur hann verið á afhentur til að kaupa útbúnað / á barnadeildina. 4 Þótti ballið takast prýðilega 4 og góð hugmynd að endur- | vekja þannig Pressuböllin. 1 Hafa blaðamenn í hyggju að > láta þau ekki niður falla aftur J á næstu árurfi. 4 xaiið rra vinstri: rru ingi- björg Gíslason, Ragnar Jóns- son, forstjórl, Dóra og Jóhann- es Nordal, frú Björg EUing- sen, norski sendiherrann Johan Z. Cappelen og frú hans, Bergur G. Gíslason, stórkaupmaður og frú Sigríð- ur O. Ellingsen, sem snýr baki í ljósmyndarann. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) STAKSTEIIVAR Samvinra við kommúnisía Vegna þingkosninganna, setn framundan eru, völdu Framsókn armenn þann kost að standa ekki 'með kommúnistum í Iðju að þessu sinni. Þeir eru að vonum farnir að gera sér grein fyrir því, að kommúnistaþjónkunin, sem einkennt hefur starf flokks- ins og skrif flokksblaðsins, gæti hrakið þá menn frá Framsóknar flokknum, sem andvigir eru „þ jóðf y lkingarst jóm“. Hitt er svo annað mál, að menn skyldu varlega að treysta því, að um hugarfarsbyltingu sé að ræða hjá Framsóknarmönnum. Þeir hafa sjálfir lýst því yfir, að rétt lætanlegt sé að starfa með komm únistum og þeir mundu vafalaust gera það, ekki einungis í verka- lýðshreyfingunni, heldur líka um stjórn landsins, ef þeir fengju að stöðu tiL Samfylgd spöl ©g spöl í grein i Tímanum í desember sl. Var afstöðunni til samstjórnar með kommúnistum lýst á þennan veg: „Það' hefur stundum ekki verið hægt að komast hjá því hérlendis að verða kommúnistum samferða spöl og spöl á vegum almennra mála, enda gætir ekki í hverju spori truflananna (komplexanna) sem þeir eru haldnir. Það gildir að vissu marki og I vissum málum, að sú samfylgd þarf ekki að koma að sök. Sam- vinna í bæjarstjórn við þá er mjög algeng“. Það er. þetta sjónarmið, sem ræður gerðum Framsóknarflokks ins. Leiðtogum hans finnst rétt- lætanlegt að starfa með kommún istum, ef þeir á þann veg geta komizt til valda og þeir víla þá ekki fyrir sér að fá kommúnist- um þýðingarmikla aðstöðu. Leyniáætluoa kommúnista Þegar Morgunblaðið birti leynl áætlun kommúnista um valda- töku og myndun „þjóðfylkingar- stjórnar“ með Framsóknarmönn um, neituðu þeir því harðlega, að þeir mundu taka þátt í slikum aðgerðum með kommúnistum. Þrátt fyrir þessa opinberu af- neitun Framsóknarmanna halda kommúnistar hinir áköfustu á- fram að ræða þessa áætlun sína, -ekki sízt hvemig háttað yrði sam starfinu við Framsóknarleiðtog- ana, ef þessir tveir flokkar næðu meirihlutaaðstöðu á AlþingL Kommúnistar vita það vel, að Framsóknarleiðtogamir eru tækifærissinnar, sem til eru í nánast hvað sem er, ef þeir geta komizt til valda. Yfirlýsingar á borð við þær, sem áður var getið, fara ekki fram hjá kommúnist- um, enda hafa þeir líka ráð til þess að þreifa fyrir sér á bak við tjöldin. Auðvitað mundu þeir ekki halda áfram umræðum um „leið íslands til sósíalismans'* eins og leyniáætlunin er nefnd, ef þeir vissu ekki að í Framsókn arflokknum ráða nú þau öfl, sem tilbúin eru til samstjórnar, ef þannig færi, að „þjóðfylkingar- menn“ fengju meirihlutaaðstöðu á þingi. Þeir taka ekki alvarlega yfirlýsingar Framsóknarmanna um það — fyrir kosningar — að Þeir byggist ekki starfa með kommúnistum, enda er fortíð Framsóknarflokksins með þeim hætti, að mönnum er það ekki láandi, þótt þeir taki með varúð slíkar yfirlýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.