Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVIVBLAÐIÐ J>ri3judagur 5. marz 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN Ungfrú Silver sat inni í dag- stofunni og prjónaði. Hún var nú langt komin með seinni ermina á peysunni hennar Jósefínu litlu, Og vonaðist til að geta klórað hana fyrir hádegisverð. Svo ætl- aði hún að hekla skrautblúndu á jaðrana með slaufum á og síð- an ætlaði hún að taka til við buxurnar. Það var kalt í veðri og logaði glatt í arninum, sem var hlaðinn úr rauðum múr- steini, en sá litur fór ekki al- mennilega við gluggatjöldin, fannst henni, en ungfrú Silver hafði ánægju af sterkum litum og vildi hafa sem mest af þeim kring um sig. Hún hafði svo lengi orðið að hafast við í lit- lausum skólastofum. Hún hélt áfram að prjóna, en hugurinn var langt í burtu. Hún bjóst nú ekki beinlínis við heim- sókn, en gat samt hugsað sér, að hringt yrði til hennar. Þegar Randal March kom inn f stofuna, stóð hún upp til að heilsa honum. Hann tók fast í hönd hennar og hélt í hana leng- ur en hann var vanur, og sagði í mjög alvarlegum tón: — Jæja, þú hafðir á réttu að standa. Unt leið og hann sleppti hönd hennar og gekk að arninum, sagði hún: — Tókstu hann fastan? — Nei, hann hafði blásýru á sér. Hann er dóinn. — Guð minn góður! — Það losar okkur auðvitað við mikið hneyksli, en — það hefði nú samt ekki átt að koma fyrir. Hún settist. Hann fleygði sér í stól hinumegin við arininn og héit áfram: — Jú, sérðu, hann varði sig svo vel, að mig var farið að gruna, að ég sjálfur væri að vaða reyk, Jafnvel framburður Alans Grover hefði verið tekinn til greina, hefði verið hægt að tæta hann sundur. Enginn er hrifinn af þeim, sem hlera — og hér var það starfsmaður, sem iá 55 á hleri hjá húsbónda sínum! Hann bandaði hendi. — Hefði það ekki verið fyrir þina hjálp, hefði ég aldrei gengið eins langt og ég gerði í morgun, og í miðj- um klíðum var ég næstum alveg búinn að missa móðinn. Náung- inn var svo virðulegur og rök- fastur og svo innilega hneyksl- aður — að mér fannst allt vera að verða ómögulegt. — Hvað gerðist, Randal? — Við höfðum húsleitarúr- skurð. Hann opnaði skápinn sinn og veik svo til hliðar meðan við rótuðum í honum. Einhverntíma meðan við vorum að þvi, hlýtur hann að hafa setzt í stólinn og tekið eitrið meðan við litum af honum. Hann hafði eitrið á sér og hann hlýtur að hafa tekið það meðan Drake var að taka fram tvo skókassa, sem voru innst í skápnum. Þú^nanst þess- ar fjórar ítölsku styttur — Árs- tíðirnar. Það voru tvær í hvor- um kassa. Við vorum rétt búnir að taka Sumarið upp, þegar hann stundi og valt um koll. Ungfrú Silver endurtók upp- hrópun sína: — Guð minn góður! March sagði gremjulega. — Líklega fæ ég skammir fyrir að láta þetta koma fyrir. — Það er nú varla hægt að kenna þér um það. -— Nei, en ég var ekki nógu vel á verði. Sannleikurinn var sá, að ég var með hugann full- | an af hræðsiu um, að ég hefði verið að hlaupa á mig. — Góði Randal minn. — Afsakaðu — þetta datt svona út úr mér. En svona var mér nú innanbrjósts. Og þá opn aði Drake annan þessara Skó- kassa og ég só gylltan fót koma fram. Holderness hlýtur' líka að hafa séð hann, en jafnskjótt sem nokkur sæi styttuna, væri leikn um lokið. Eg hefði átt að ganga til hans tafarlaust, en ég eyddi fyrsta augnablikinu í að iáta mér létta, við að sjá styttuna koma upp úr kassanum, en þegar það augnablik var liðið, var skaðinn þegar skeður. En til hvers í ósköpunum var hann að taka stytturnar. Ungfrú Silver hóstaði ofurlít- ið. — Eg ímynda mér, að til þess hafi getað legið ástæður. Hvarf styttanna gaf í skyn innbrots- þjófnað. Og auk þess hefur hr. Holderness áreiðanlega vitað, að þær voru mjög verðmætar. Hann hefur getað ímyndað sér, að hann gæti selt þær eftir einhverj um krókaleiðum erlendis — það eru allar mögulegar aðferðir til slíks. Og hvað það snertir að geyma þær í skápnum, þá er það athugandi, að hann gat helzt ekki geymt þær annarsstaðar. Hann hefur sennilega ekki grun að, að nokkur grunur gæti fallið á hann sjálfan. Ef hann lokaði myndirnar niðri, gæti hann verið öruggur. Og það hefði hann líka verið, ef ekki Alan Grover og þessi húsleitarúrskurður þinn hefði ekki komið til sögunnar. Hann brosti til hennar. — Þú ert óþarflega hæversk. Þú hefðir heldur átt að segja: „.... ef ekki Maud Silver hefði komið til sögunnar.“ Og hvað snertir þennan úrskurð, þá var ég kominn ósköp nærri því að afneita honum algjörlega. Eg var farinn að ásaka mig fyrir að hafa látið undan þér. Viltu nú segja mér, hvað þú ætlaðist til, að við fyndum þarna? — Ekki annað en það, sem við fundum, Randal. — Stytturnar? — Ef hr. Holderness var morð inginn, var ég í engum vafa um, að þær væru þarna. Og eftir að hafa heyrt frásögn Alans Crov- — Heyrirðu. Nú spila þeir „Á er, var ég f engum vafa um, að Holderness væri morðinginn. — Þá kero ég aftur að því sama: „.... ef ekki Maud Silv er hefði komið til sögunnar.“ Hún kepptist við að prjóna, svo að small í prjónunum, en hristi höfuðið. — Nei, nei, ég get ekki þakk að mér neitt. Eg tók bara eftir tveimur atriðum, og þar sem ég hafði þegar hitt Alan Grover, datt mér í hug að tala betur við hami. Randal March hélt áfram að brosa blíðlega til hennar. Nú hallaði hann sér fram í sætinu og sagði: — Ja, þessi atriði. Ætlarðu að segja mér, hver þau voru. Ég hefði gaman af að heyra þau. — Sjálfsagt, ef þig langar til þess. Eins og þú veizt kom ég að þessu máli án nokkurra for- dóma. Ég þekkti ekkert af þessu fólki, og hafði enga skoðun skap að mér fyrirfram og þessvegna tók ég vandlega eftir þeim á- hrifum, sem hvert þeirra hafði á mig. Fyrst var nú ungfrú Cray. Ég gat ómögulega ímyndað mér, að hún hefði neina sekt á sam- vizkunni. Mér fannst hún hrein- skilin og heiðarleg og afskap- lega varkár með það, að beina ekki grun að neinum sérstökum. Það kom ekki til nokkurra mála, að hún hefði tekið þessar ít- ölsku styttur, eða sýnt hr. Less- iter morðtilraun. Það kom hlýr roði upp í and- litið á Randal March. Hann kink- aði kolli og sagði: Haltu áfram! Ungfrú Silver mældi ljósleitu ermina, sem hún var að prjóna. Það vantaði hálfan þumlung enn upp á rétta lengd. Hún dró að sér vænan spotta af hnykl- ingum og hélt áfram:' — Hvað snerti hann frænda hennar, Carr Robertsson varð ég að fara að mestu eftir ann- arrar handar upplýsingum. Hann var ekki í neinu skapi til að láta mig spyrja sig í þaula, og ég ætlaðist heldur ekki til þess. En þegar ungfrú Cray sagði mér af fullri hreinskilni, að í fyrstunni hefði hann haldið, að hún hefði myrt hr. Lessiter, og væri jafnvel enn ekki viss um, að hún væri saklaus af því, þá fannst mér rétt að taka mark á orðum hennar og telja sjálfri mér trú um, að morð- ingjans yrði að leita annars persnesku markaðstorgi". staðar. Þann þriðja grunaða gaf ég fró mér, eftir að hafa *heyrt framburð Alans Grover. A5 öllu öðru slepptu þá var það svo, að ef hann hefði viljað stela einhverju, þá var þarna fjöldi hluta, sem betur lágu við höggi og hefði ekki verið sakn* að mánuðum saman, eða jafn vel alls ekki. Það var sérlega ótrúlegt, að hann færi að taka þessa áberandi dýrgripi, sem voru inni þar sem hr. Lessiter hafðist við daglega, og víst var um að þegar í stað yrði tekið eftir. Því meir, sem ég hugsaði um það, því greinilegra virtist mér, að einhver hefði stolið styttunum, sem ekki einungis vissi, hvers virði þær voru, heldi ur hefði líka í huga, að þjófn- aðurinn á þeim skyldi líta út sem nægileg ástæða til morðs- ins, en dylja um leið hinn raun- verulega tilgang með morðinu. SHtltvarpiö ÞriSjudagur 5. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ey- gló Viktorsdóttir syngur. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Skrifart verðbréfasalans" eftir Sir Art hur Conan Doyle og Michael Hardwick. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. 20.55 Sellólög af léttara tagi: Janos Starker leikur við undirleik Geralds Moore. 21.15 Erindi á vegum Kvensúd- entafélags íslands: Kafli úr sögu veðurfræðinnar (Ther- esía Guðmundsson veðurstoíu stjóri). 21.40 Tónleikar: Flautukonsert nr, 3 í D-dúr op. 10 eftir Vivaldi, 21.50 Inngangur að fimmtudagstón- leikum Sinfóníuhljómsv. ísl, (Dr. Hallgrímur Helgason), 22.00 Fréttir og veðuríregnir. 22.10 Passíusálmar (20). 22.20 Lög unga íólksins (Bergur Guðnason). 23.10 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórdi hver midi vinnur að meðaltali! Fiæstu vinningar 1/2 milljon krónur, Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hver* mánaðar. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN © © VORIÐ ER I INÍÁMID Eruð þér farinn að hugsa til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN, sem leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN er ódýr í innkaupi og rekstrL Verð frá kr: 121.525.— VERIÐ HAGSYN Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar stað hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku fyrirbæri það sannar bezt hið háa endur- söluverð hans. VELJIÐ VOLKSWAGEN. HEILDVERZLUNIN. HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI * * Teiknarú Fred Harman Gangandi og vopnaður lásboganum íylgir Kalli Lilta-Bjór í áttina að næsturstað Bykkju-Bjarna og pró- fessorsins. — Jú, jú, þú hlýtur að geta fundið felustaðinn. — Hann er hinum megin við þessa hæð. Ég sá reyk þar í morgun og slóð Bykkju-Bjarna lá þangað. — Tjóðraðu hestinn. Við verðum að fara á kreik fyrir birtingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.