Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUHBLAfílÐ Þriðjudagur 5. marz 1963 ÍR-KFR 90:60 KR vann Armann 1 öbrum flokki í FYRRAKVÖLD voru leiknii tveir leikir í körfuknattleiksmót* iau, og er nú fyrri umferðinni í meistaraflokki senn lokið. Eftir er aðeins leikurinn KR — Ár- mann, sem verður leikinn næsta laugardagskvöld. ÍR liðið er orðið öruggt með að fara með sigur úr fyrri umferðinni, hefur hlotið 4 vinninga, og verður að minnsta kosti einum vinning yfir liði Ár- manns sem hefur hlotið tvo vinn- inga og á eftir einn leik. Ekki verður sagt með vissu um seinni umferðina, en litlar likur eru á stórvægilegum breytingum, minnsta kosti ekki í efstu sætun- um. Fyrri leikurinn í fyrrakvöld var milli KR og Ármanns í öðr- um flokki. Unnu KR-ingar þar sigur með talsverðum yfirburð- um og sýndu miklu öruggari og hxaðari leik. KR fékk strax í upp- hafi mjög gott forskot, skoraði 12 fyrstu stigin, og síðan jókst bilið hægt og sígandi. Leiknum lauk með 26 stiga mun. Það hefur alltaf ríkt eftirvænt- ing fyrir leik KFR og ÍR, sem um árabil hefur verið úrslitaleikur Reykjavikur- og fslandsmóta. Svo var einnig að þessu sinm, því þótt ekki væri búizt við sigri KFR bjuggust flestir við skemmtilegum leik. Vonir manna glæddust í fyrri hálfleik því enda þótt einn bezta leikmann KFR, Einar Matthías- son, vantaði, var leikurinn jafn og spennandi, og endaði hálfleik- urinn 41—36 fyrir ÍR. í síðari hálfleik varð þó önnur raunin á, lið KFR varð fljótlega máttlaust og leyfði ÍR-ingum að taka leik- inn í sínar hendur. Lið ÍR skoraði 20 stig í röð, og þar með komið meira forskot en KFR gat með nokkru móti ráðið við. Leiknum lauk með 30 stiga mun ÍR í vil, 90 stig gegn 60. • Á fimmtudagskvöldið verða leiknir þrír leikir í yngri flokk- um, en fyrri umferð í meistara- flokki lýkur sem fyrr segir á laugardagskvöldið, en þá leika KR og Ármann. Auk þess leika svo Ármenningar við ungmenna fáiagið Skallagrím úr Borgar- nesi í fyrsta flokki. Guðmundur Þorsteinsson (ÍR) leggur boltann í körfuna. — Njósnavélar Framhald af bls. 10 landi-þá oft að góðum notum. Einnig hafa varnarliðsvélar oft séð rússneska kafbáta á Flugvélamoðurskipið „Forestal“ höfunum umhverfis ísland. Sé það rétt, að Sovétríkin ætli -framvegis að halda uppi njósnaflugi með langfleygum flugvélum, þá eiga þotur varnarliðsins vafalaust oftar eftir að verða varar við ferðir þeirra við landið, sérstak- lega þeirra véla, sem kunna að koma norðan frá Mur- mansk eða ef svipuðum slóð- um. — Enska knattspyrnan •> Úrslit leikja í ensku deildar- keppninni s.l. laugardag urðu þessi: 1. deild. Blacburn — Manchester U. 2—2 Blackpool — Leyton O. 3—2 Ipswich — Fulham 0—1 Liverpool — Leicester 0—2 Manchester G. — Brimingham 2—1 N. Forest — Sheffield W. 0—3 Sheffield U. Burnley 1—0 Tottenham — W.B.A. 2—1 Westham — Arsenal 0—4 2. deild. Bury — Plymouth 1—2 Charlton — Norwich 0—2 Chelsea — Huddersfield 1—2 Leeds — XJerby 3—1 Southampton — Portsmouth 4—2 Stoke — Walsall 3—0 Sunderland — Newcastle 0—0 Swansea — Middiesbrough 1—1 f Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Raith — Dundee U. 2—7 St. Mirren — Partick 1—1 Staðan í Englandi er þá þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) > Tottenham 27 17-5-5 78:37 39 stig Leicester 28 16-7-5 59:32 39 — Everton 25 14-7-4 53:29 35 — Bolton 22 8-3-11 31:40 19 — Ipswich 26 6-6-14 34:52 18 — Leyton O. 27 4-7-16 29:57 15 — Bridge ENSK bridgesveit var nýlega á keppnisferðalagi í Suður-Afríku og keppti m.a. við úrvalslið og sigraði með 191 stigi gegn 111. Spilið, sem hér fer á eftir er frá þessum leik og er að mörgu leyti óvenjulegt. Á því borði er gestgjafarnir sátu l, N-S, gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður pass 1 * pass 1 A pass 2 * pass 2 ♦ pass 3 ♦ allir pass ♦ D 4 V G 8 ♦ 53 4> ÁKD 843 2 A K 10 32 A 9 V 105 42 y Á 9 7 6 ♦ D 4 ♦ ÁK862 * 765 4» G 10 9 A ÁG87 6 5 V KD'3 ♦ G 10 9 7 4> — Austur lét út spaða 9 og sagn- hafi gaf í borði og vestur fékk á kónginn og lét aftur út spaða, sem austur trompaði.A-V fengu síðar tvo slagi á tigul og einn á hjartá og spilið tapaðist. Spilið á alltaf að tapast, jafnvel þótt sagnhafi drepi í byrjun á spaða- ás, því hann á ekki innkomu til að taka trompin af andstæðingn- um og þar af leiðandi getur vest- ur komizt inn, tekið spaðakóng- inn og enn látið spaða og fær þá austur slag á tromp. A-V verða þó að gæta þess að taka áður 2 slagi á tigul, því annars kastar sagnhafi tigli í spaðann. Á hinu borðinu, þar sem ensku spilararnir sátu N-S, gengu sagn irþannig: Vestur Norður Austur Suður pass 3 gr pass 4 4 pass pass pass Þriggja granda sögn norðurs sýnir eftir Acol-sagnkerfinu sterkan láglit og drottningu (ef til vill kóng) til viðbótar. í flest- um tilfellum segði suður pass við þessari sögn, en þar sem hann átti ekkert lauf taldi hann rétt- ara að segja 4 lauf og varð því sagnhafi með eyðu í litnum. — Spilið vannst auðveldlega, því vestur lét út spaða 2. — Enska sveitin græddi 5 stig á þessu spili. 2. deild (efstu og neðstu liðin) Chelsea 27 17-3-7 57:24 37 — Sunderland 27 13-7-7 53:36 33 — Plymouth 28 12-8-8 54:43 32 —. Derby 25 4-8-13 28:43 16 — Walsall 23 6-4-13 30:57 16 — Luton 24 4-6-14 32:49 14 — í Skotlandi er Rangers efst með 31 stig eftir 18 leiki og Partick í öðru sæti einnig með 31 stig eftir 19 leiki. St. Mirren hefur 17 stig eftir 23 leiki. ÉfH r H %%%%%%%%%%%% EFTIRFARANDI skák var tefld í annari umferð í úrslitakeppn- inni á Skákþingi Reykjavíkur. Hvítt; Björn Þorsteinsson. Svart: Ingi R. Jóhannsson. Sikileyj arleikur. 1. e4, c5, 2. Rf3, d6, 3. d4, cx4, R. Rxd4, Rf6, 5. Rc3, a6, 6. Bg5, 6. — e6, 7. f4, Bd7. Nú um nokkurra ára skeið hef ur þetta afbrigði trauðla sést á skákmótum. Á sínum tíma hafði Larsen nokkurn framgang með þessu afbrigði, en Tal tókst að fá hann ofan af því að beita leikn- um með því að sigra hann hér i Reykjavík 1957. 8. Df3 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Hxd4 Bc6 Uppistaðan í vörn svarts. Með því að leppa e4 peðið hefur svartur náð nokkurri fótfestu á miðborðinu. Heppilégra hefði verið að leika 11. Bc4, en b5 er hvít ekki sér- lega óþægilegt, vegna 12. Bb3, a5, 13. a4, b4, 14. Rd5f 11. — Be7 12. Hhdl Da5f 13. Bxf6 Réttara var 13. Kbl. Eftir þenn an leik lendir hvítur í miklum vanda. 13. — Bxf6t Eftir 13. — gxf6, 14. Dh5 j hef- ur hvítur góða stöðu. ABCDEFGH 14. — 0-0t Sterkur millileikur, sem Björi* hefur e.t.v. ekki tekið með i reikinnginn. Ef 14. — Bxc3, 15, Dxc3, Dxc3 (Dxa2 Dxg7), 16, bxe3, Bxe4, 17. Bf3, 18. gxf3 og hvítur nær sjöundu línunni, og þar með hefur hann fengið gagn- sóknarmöguleika fyrir veiking- una á peðstöðunni. Nú hótar svartur einfaldlega Bxc3 og Dxa2. T. d. 15. Kbl, Bxc3, 16, Dxc3, Dxc3, 17. bxc3, Bxe4, 18. tíxf3, Bxf3, 19. gxf3, Hac8 og nú hefur svartur unnið mikilvægan leik miðað við stöðuna fyrir 0-0, 15. Bc4 16. bxc3 Bxc3 Eftir 16. Dxc3, Dxc3, 17. bxc3. Dxe4 og hvítur er glataður. 16. — Da3t 17. Kbl Hac8 18. Bb3 a5 19. f5 a4 20. Bc4 Bd5! Hér fór hvítur yfir tímatátan mörkin, en staða hans er vita- skuld töpuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.