Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1963 Jériismiður, vélvirki og rennismiður óskast strax. Jám hf. Síðumúla 15. Móðursystir mín METTA TEITSDÓTTIR, Sigiuvogi 10 andaðist í Bæjarspítaianum 2. þ. m. Helga Sveinsdóttir, Vesturvaliagötu 2. Eiginkona mín og móðir okkar MARGRÉT BJARNADÓTTIR vcfnaðarkennari frá Akureyri andaðist að Fjóðrungssjúkrahúsinu, ísafirði 3. marz. Guðmundur Bárðarson, Hlíðarvegi 3, ísafirði. Hólmfríður, Snjólaug og og Bárður Guðmundsson. Móðir okkar GUÐFINNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Vatnagarði lézt í Landsspitalanum sunnudaginn 3. þ. m. Börn hinnar látnu. MAGNÚS HANNIBALSSON lézt 3. marz að heimili sínu að Djúpuvík. Guðfinna Guðmundsdóttir og börn hins látna. Stjúpfaðir minn ÁRNl EINARSSON frá Múlakoti andaðist að Elliheimilinu Grund sunnudaginn 3. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur Guðmundsson. Faðir okkar GUÐLAUGUR BJARNASON, bólstrari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. marz kl. 1:30 e.h. — Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið. Synir hins látna. Kveðjuathöfn um BRYNJÚLF DAGSSON héraðslækni fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 6. marz kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. — Jarðsett verður að Gaulverjabæ. — Bifreiðaferð þangað frá Dóm- kirkjunni. — Blóm afþökkuð. Eiginkona, börn, foreldrar og systkini. Kveðjuathöfn um JÓN G. ÓLAFSSON, Gemlufalli, Dýrafirði er andaðist í Reykjavík 26. febrúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju 7. marz n. k. kl. 13,30. — Jarðsett verður á Þingeyri 10. marz. Agústa Guðmundsdóttir og börn. Þökkum af alhug samúð, er sýnd var við andlát og jarðarför JÓNS KRISTÓFERSSONAR frá Köldukinn, og virðingu við minningu hans. Þórir Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 4 febrúar sl. með heimsóknum, göfum, heillaskeytum og blómum. — Guð blessi ykkur. Jórunn Þórðardóttir. Akstur er erfiffur fyrir hjartaff ÞÝZKUR læknir, prófessor Hermann Hoffmann í Bonn, hefur sýnt fram á, að akstur bifreiða getur framkaliað um stundarsakir sjúklegar breyt- ingar á starfsemi hjartans. Rannsóknir þéssar fóru fram í rannsóknarstofu í „um- ferðalæknisfræði“, sem nýbú- ið er að koma á fót við há- skólann í Bonn. Þeir, sem rannsakaðir voru, báru á sér hjartaritara og tæki til að mæla blóðþrýsting og púls- hraða. Mælingarnar voru firð- sendar til rannsóknarstofu meðan á tilrauninni stóð. Aksturslengdin var 70—100 km. Þegar prófessor Hoffmann birti niðurstöður sínar í Medical Tribune hafði hann rannsakað 400 heilbrigða menn og 60 með hjartasjúk- dóma á þennan hátt. Af hinum síðarnefndu sýndu % sjúklegar breytingar á hjartariti í erfiðri umferð, og tæplega % hluti þeirra sýndi samskonar breytingar í venju legri börgarumferð. Blóðþrýstingur í 17 af 20 mönnum með hækkaðan blóð- þrýsting hækkaði um 20-30% í vondri umferð eða umferð- arstíflum. Sama gilti um 12 þeirra. hvernig sem umferðin var. Púlshraði manna með kransæðasjúkdóma jókst um 40-80% miðað við hvíld í erf- iðri umferð. Jafnvel í rólegri umferð voru 70% þessara manna með hraðari hjartslátt en ella. Þetta þarf ekki að koma mönnum á óvart, en auk þess gilti sama um nokk- urn hluta heilbrigðra manna, þótt í minna mæli væri. Við hættulegar aðstæður í um- ferðinni sáust í Vi þeirra manna, sem virtust annars heilbrigðir, hjartaritsbreyting- ar, sem hjartasérfræðingar telja óeðlilegar. Ennfremur kom í ljós, sem vænta mátti, að vanir bílstjórar stóðu sig miklum mun betur að þessu leyti en byrjendur. Hoffmann gagnrýnir skýrsl- ur um umferðarslys. Hann segir, að afar sjaldan sé sjúk- leika ökumanns kennt um slys, en prófessorinn álítur. að sjúkdómar ökumanna eigi Somkomur K.F.U.K. AD fundir í kvöld kl. 8.30. Frásöguþáttur. „Skipstjórinn á Morgunstjörnunni“. Ást- ráður Sigursteindórsson skóla stjóri flytur og hefur hug- leiðingu. Söngur. Allt kvenfólk velkomið. Fíladelfía Safnaðarsamkoma (mánaða mótasamkoma) í kvöld kl. 8.30. — Fórn tekin vegna Stykkishólms. HILMAR FOSS lögg. skjaiþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. örn Clauscn Guffrún ErlendsdóttU héraðsdómslögmenn Málflutningsskrifstofa Bankastræti 12. Sími 18499. sök á mörgum slysum. Hann dregur í efa, að rétt sé að leyfa hjartasjúkum mönnum, er sýna breytingar á hjarta- riti í rólegri umferð, að aka bifreiðum Fljúgandi flær Skordýrafræðingar eru n<ú þeirrar skoðunar, að skordýr hafi lært að fljúga með því að berast með loftstraumum og vindum. Að minnsta kostá komast vængjalaus skordýr nútíinans langar leiðir á vængjum vindanna. Þetta fyrirbrigði á mikinn þátt í út- breiðslu ýmissa skaðvalda, t. d. blaðalúsa. Og manna- flær hafa fundist í góðu gengi í 200 feta hæð. Menn skyldu því ekki verða alltof hissa þótt þeir íengju þessa Flóin er ekki frumstætt skordýr, þótt hún sé vængja laus. Flestöll vængjalaus skordýr sem nú eru til eru háþróuff og hafa misst vængi sína á ný. Flóin hef nr veriff fræg fyrir stökk- fimi sína, en svifflug lætur henni vel líka. óskemmtilegu gesti í óvænta heimsókn. Endurvarp frá Merkúr Rússar hafa tilkynnt, að í lok síðasta árs hafi þeim í fyrsta sinn tekizt að fó radar bergmál frá , reikistjörnunni Merkúr, sem er innsta stjarna sólkerfisins. Þetta er lengsta vegalengd sem tekizt hefur að nota radar á. Fyrra metið var að láta útvarpsbylgjurnar end urkastast frá Venus. Rússarn- ir segjast meira að segja hafa sent út orð og getað hilustað á bergmólið aftur. Það þykir talsvert afrek af Rússum að hafa tekið á móti bergmáli frá Merkúr, því hann er tvisvar sinnum lengra í burtu en Venus Og nærri helmingi minni. Þúsund bílar Enska orðið homolgate þýð- ir að samþykkja eða viður- kenna. en nú til dags er orðið notað um það fyrirbrigði, þeg- ar framleiddir eru a.m.k. þús- und bílar af einhverri ákveð- inni gerð í því skyni að unnt sé að nota þá í kappakstri fyrir venjulega bíla, sem framleiddir eru í fjöldafram- leiðslu, án þess að brjóta sett- ar reglur. Til dæmis má nefna, að hafi einhver gerð bíla venju- legar borðabremsur og venju- legan blöndung, er ekki leyft að setja 1 hann diska- bremsur né eldsneytisinn- spýtingu í kappakstri. Þess vegna hafa margar verk- smiðjur þann sið að fram- leiða rúmlega þúsund bíla af venjulegri gerð með ýmsum breytingum til þess að fó þá viðurkénnda til kappaksturs. Til dæmis hafa Jagúar-bíl- ar oft tekið þátt í kappakstri með Weber-blöndungum í staðinn fyrir SU-blöndunga, sem notaðir eru í þá að stað- aldri. Og síðar meir jókst kraftur þeirra að mun, þegar farið var að spýta eldsneyt- inu beint inn í strokkinn með Lucas-spíssum. Þegar átti að nota E-gerð- ina í „Gran Turismo" kapp- aksturinn, voru þeir með SU- blöndungum. en nægilega margir voru þá smíðaðir með eldsneytisinnspýtingu (enda þótt þess væri aldrei getið í verðskrá verksmiðjunnar). — Þess vegna tóku þessir bilar allt í einu upp á því að tvö- falda hraða sinn í haust! Nú er verið að framleiða ýmsa enska Fordbíla með svipuð- um breytingum —. unz þús- undinu er náð. Börnin huggast viff hjartslátt Menn hafa tekið eftir því, að nýfæddir ungar fugla og spendýra verða mjög háðir því, sem er í nánasta um- hverfi þeirra fyrstu daga ævinnar, hvort sem þar er um að ræða hönd gæzlu- mannsins eða móður þeirra. L. Salk í City Hospital í Elmhurst í Bandaríkjunum datt í hug að sama kynni að gilda um skynjanir barna í lok meðgöngutímans og fyrst framan af ævinni. Ein slík áhrif eru hjartslóttur móður- innar. Hann athugaði nú hvernig nýfædd börn brygð- ust við hjartsilætti, sem tek- inn hafði upp á segulband. Hann komst að því að börn, sem fengu að hlusta á hjart- slátt í vöggunni, þyngdust talsvert meira og skældu minna en önnur börn á spít- alanum. Dr. Salk framkvæmdi einn- ig athuganir á börnum 16—37 mánaða gömlum. Mælt var hversu lengi þau væru að sofna á kvöldin við a) þögn b) eðlilegan hjartslátt c) tikk með sama hraða og hjart- slátturinn d) vögguljóð. Börn in sem hlustuðu á hjartslátt- inn voru helmingi fljótari að sofna en börnin í hinum flokk unum. Ennfremur var tekið eftir þvi, að 80% mæðra halda börnum sínum vinstra megin upp að brjósti sér, hvort sem þær voru rétthentar eða örf- hentar. Hjartsláttur virðist því hafa mjög róandi áhrif á börnin og draga úr hræðslu hjá þeim. Tectyl er bezta ryðvarnarefni veraldar Segulmagnaö — Vatnsfráhrindandi — Saltverjandi — Forðist eftirlíkingar. RYÐVÖRN Grensásvegi 18. — Sími 19945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.