Morgunblaðið - 08.03.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.03.1963, Qupperneq 12
12 MORCVTSBLAÐ1Ð r Föstudagur 8. marz 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. •jgjt Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðsdstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. VIÐREISN OG VINNUHA GRÆÐING Irum saman hefur Morgun- ** blaðið barizt fyrir því, að teknar yrðu upp nýjar að- ferðir til þess að bæta kjör manna. Hefur þar verið bent á nauðsyn þess að bæta sam- starf launþega og vinnuveit- enda, útiloka pólitíska mis- notkun verkalýðsfélaga, koma á ákvæðisvinnufyrirkomu- lagi eða aukagreiðslum fyrir meiri áfköst og síðast en ekki sízt að leggja áherzlu á vinnuhagræðingu, sem svo hefur verið nefnd. Nú er svo komið, sem bet- ur fer, að engir þora lengur að standa gegn þessum að- gerðum. Lengi vel gerðu kommúnistar — og raunar Framsóknarmenn líka — gys að þessum tillögum og töldu fráleitt að hægt væri að ná kjarabótum án verkfalla. En svo algjört er undanhaldið nú, að kommúnistar eru meira að segja farnir að tala um það, að verkalýðsfélögin eigi ekki að vejra undir póli- tískri yfirstjórn, en allt fram á þennan dag hafa þeir sem kunnugt er boðað það, að stjórnmál og verkalýðsbar- átta hlyti að vera eitt og hið sama. En sá skilningur, sem nú er vakinn á nauðsyn vinnu- hagræðingar, byggist ekki einungis á því, að þessi mál hafa verið túlkuð í ræðu og riti. Meginástæðan til þess að nú verður lagt kapp á að bæta vinnubrögð í stórum sem smáum fyrirtækjum er sú, að viðreisnarstefnan hef- ur þau tvíþættu áhrif að gera fyrirtækjunum unnt að end- urbæta reksturinn og jafn- framt útheimtir hún slíkar aðgerðir. Þetta byggist m.a. á því, að með skattalagabreyt- ingunum, sem gerðar hafa verið, hefur sú grundvallar- breyting orðið, að nú er fyr- irtækjunum leyft að halda eftir nægilega miklu af hagn- aði sínum til að geta endur- bætt reksturinn og þar með bætt sinn hag og launþeg- anna. Á hinn bóginn leiðir af- nám uppbótakerfisins til þess að fyrirtæki í útflutnings- greinum geta aðeins bætt hag sinn með auknum afköst- um og hagsýni, og aukið inn- flutningsfrelsi krefst hins sama af fjölmörgum fyrir- tækjum öðrum. Áður var það svo, að lítil hvöt var hjá fyrirtækjunum til að bæta reksturinn, því að uppbætumar voru miðaðar við það að fleyta útgerðinni og fiskiðnaðinum og voru þeim mun hærri sem ver gekk, og innflutningshöftin veittu mörgum fyrirtækjum einokunaraðstöðu, svo þau höfðu litla þörf fyrir endur- bætt vinnubrögð. ÁKVÆÐISVINNA í FRYSTIHÚSUM Fhns og frá hefur verið skýrt ^ hér í blaðinu hefur nú verið tekin upp ákvæðis- vinna í nokkrum frystihús- um og hefur hún gefizt mjög vel, bæði bætt hag fyrirtækj- anna og þó sérstaklega starfs- mannanna. - Þótt þessi háttur sé hafður á greiðslu vinnulauna er séð til þess að enginn beri minna úr býtum en svarar til al- menns tímavinnukaups, en hinsvegar er þeim, sem ná á- kveðnum lágmarksafköstum, greitt meira — og oft mun meira en þéir fengju, ef þessi háttur væri ekki á hafður. Verkafólkið unir að sjálf- sögðu vel þessu fyrirkomu- lagi, og er ástæða til að ætla að það muni ryðja sér til rúms í fjölmörgum greinum atvinnulífsins, þegar á þessu ári og þeim næstu. Allar þessar breytingar, sem hér hefur verið rætt um, stórbæta hag launþega og neytenda almennt. Aldrei verður hægt að segja hve mikilli upphæð þær kjara- bætur nema, en enginn efi er á því, að þær eru miklu meiri en svarar til þeirra launa- hækkana, sem knúðar eru fram með verkföllurr. RÓGURINN UM RAGNAR 17" ommúnistar eru óþreyt- “ andi í því að rægja ís- lendinginn, sem ljóstraði upp um njósnastarfsemi Rúss- anna. Finnst þeim mestu varða að geta þvegið það af sér, að hann hafi verið flokks- bundinn í Sósíalistaflokkn- um.. Sú afstaða byggist aug- ljóslega á því, að þeir vilja gera hvort tveggja í senn, að sannfæra flokksmennina um það, að ekki þýði að bregðast Rússum og svo hitt, að þeir vilja með þessum árásum sanná hinum rússnesku yfir- boðurum sínum hollustuna. Ljóst er einnig, að kommún- ista svíður undan því að það skuli hafa verið opinberað, að Rússar hafi ekki sízt á huga á því að kynnast innan- Æösta manni hershöfðingja- stiórnarinnar í Perú vikið Um siðustu helg-i gerðist sá atburður í Perú, að Ricardo Perez Godoy, æðsta manni hershöfðingjastjórnarinnar, sem fer með völd í landinu, var vikið úr embætti. Eftir- maður Godoys hershöfðingja, Nicolas Lindley Lopez, hers- höfðingi, hefur sagt, að Godoy hafi ætlað að láta hjá líða að efna tíi kosninga í landinu næsta sumar, en því hafði hcrshöfðingjastjórnin lofað. Lopez sagði, að Godoy hefði orðið að víkja vegna þess að tilgangur hershöfðingjabylj- ingarinnar hefði ekki verið að gera hann að einræðis- herra. Sem eftirmaður Godoys sagðist Lopez vilja fullvissa þjóðina um, að hershöfðingja- stjórnin myndi standa við lof- orð sitt um að láta kjósa borg- aralega stjórn á sumri kom- anda. A? Sólarhrings fundur Ákvörðunin um brottvikn- irigu Godoys var tekin á fundi hershöfðingjastjórnarinnar að honum sjálfum viðstödidum. Fundurinn, sem fór fram í þinghúsinu í Lima, höfuð<- borg Perú, stóð taepan sólar- hring. Þegar íbúar Liima fregnuðu hvað væri til um- ræðu á fundinum, söfnuðust menn saman fyrir utan þing- húsið. Lögregla var send á vettvang til þess að taka í taumana ef til óeirða kæmi, en það varð ekki. Perúbúar, sem eru 6 millj., virtust ekkert kippa sér upp við þessar fyrstu alvarlegu deilur, sem risið hafa innan hershöf ðingj astjórnarinnar. * „Lifi Perú!“ Þegar Godoy, herhöfðingi, yfirgaf þinghöllina, að aflokn um fundi stjórnarinnar, var hann þögull og virtist mjög þreyttur. Það eina, sem hann vildi segja við fréttamenn var: „Lifi Perú“. Því hefur verið neitað opinberlega að Godoy hafi verið hnepptur í varð- hald, en varðmenn voru látn- ir taka sér stöðu við heimili hans. Höfðu þeir fyrirskipan- ir um að hleypa engum út eða inn. Perez Godoy var aldursfor- seti hershöfðingjanna 12, sem skipuðu stjórn Perú. Hann hefur verið æðsti maður lands ins frá því að herinn steypti stjórn Manuels Prados for- flokksástandinu í kommún- istaflokknum. Auðvitað vita kommúnistar hér, að Rússar leggja hvarvetna megin- áherzlu á að fylgjast með hræringum í kommúnista- flokkunum til þess að vita að hverri klíkunni þeir eiga að halla sér og hverja þeir eigi að styrkja. En kommúnistum finnst skelfilega óþægilegt að um þetta skuli hafa verið rætt opinberlega. Þeim finnst það nærri því verra en upp- ljóstrunin um hernaðarnjósn- irnar. Að öðru leyti eru kommún- istar líka á hálum ís í árás- I um sínum á Ragnar Gunnars- úr embætti seta af stóli í júlí sl. Sagt er að félagar Godoys í stjórn- inni hafi verið gramir vegna þess að hann starfaði of sjálf- stætt og fylgdi ekki í einu og öllu samþykktum tjórnar- innar. Lopez baðst lausnar Lopez hershöfðinigi, eftir- maður Godoys, var áður her- mólaráðherra stjórnarinnar. Hann baðst lausnar nokkrum dögum áður en Godoy var vikið úr embætti, vegna á- greinings við hann. Stjórnar- fundurinn, sem ákvað að svipta Godoy embætti, var kallaður saman vegna lausn- arbeiðni Lopez. Eftir fundinn sagði Lopez, að félagar sínir í stjórninni hefðu neitað að taka lausnarbeiðnina til greina, en ákveðið að láta Godoy víkja. son. Þeir kalla hann njósnara og segja, að hann hafi um árabil njósnað fyrir Rússa. Benda þeir þar á myndatöku hans af Loranstöðinni á Snæ- fellsnesi, sem hann sjálfur skýrði frá, þótt fyrir liggi, að ekki sé um neina sök hans að ræða í því efni, þar sem hann gerði sér fulla grein fyrir því, að þessi myndataka gat enga þýðingu haft og ekki skaðað íslenzka hagsmuni. Þegar Ragnar Gunnarsson sér að um alvarlegri hluti er að ræða, tilkynnir hann það lögreglunni þegar í stað. Þess vegna hefur hann ekki brotið gegn íslenzkum lögum eða hagsmunum og aðdrótt- Richardo Perez Godoy, hersliöfðingi (í miðið), kona hans (tji.), og fylgdarlið, yfirgefur forsetahöllina í Lima, eftir að Godoy var vikið úr embætti. í tilkynninigu, sem stjórnin gaf út eftir þennan fund sagði m.a., að Godoy hefði misnotað aðstöðu sína. Stjórn in sagðist vilja leggja áherzlu á, að hún tryði á lýðræði og væri staðráðin í- því að halda loforðið um að efna til kosn- inga í sumar. Tilbúnar ásakanir Ekki kom til blóðsútihell- inga í Perú sl. sumar, þegar hershöfðingjarnir steyptu stjórn Prados af stóli. Sögð- ust hershöfðingjarnir hafa látið til skarar skríða vegna þess að stjórnin hefði haft svik í frammi við nýafstaðnar forsetakosningar. Sumir telja, að þessar ásakanir herforingj- anna hafi verið tilbúnar og tilgangur byltingarinnar hafi verið að koma í veg fyrir að Frarruh. á bls. 14. anir um það eru stórlega refsiverðar. Þá hafa kommúnistar Iíka dylgjað um það, að Ragnar kunni sjálfur að hafa boðið Rússum aðstoð sína. Sú að- dróttun er auðvitað fráleit. þegar hliðsjón er höfð af því, að Ragnar stuðlaði sjálfur að því að íslenzk yfirvöld gætu hlýtt á viðræður hans við Rússana. Það hefði hann varla gert, ef það hefði getað kostað það, að hann hefðl sjálfur orðið uppvís að land- ráðastarfsemi. Þess vegna er áreiðanlega heppilegast fyrir Moskvumálgagnið að fara sér hægar í ásökunum á hendur Ragnari Gunnarssyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.