Morgunblaðið - 15.03.1963, Page 2
2
’ MORGVNTtT. A DFO
Fðstudagur 15. marz 1963
99
S“-
■n
fjugur og
heilsan
Toronto, Kanada,
14. marz (AP)
Dr. James Key, aðstoðarpró-
fessor í skurðlækningum við
háskólann í Toronto, sagði í
dag á heilbrigðismálaráð-
stefnu Kanada, sem haldin er
í Toronto, að „sex“, salat og
skozkt viskí væri allt mjög 4
ák jósanlegt, ef menn vildu
halda heilsu.
Kay sagði að ef komast ætti
hjá hjartasjúkdómum og æða-
kölkun bæri að hafa f jögur „s“
I huga. Fyrsta s-ið væri reyk
ingar (smoking), og það
mætti ekki. Hinsvegar ráð-
lagði Key mönnum að nota
mikið af hinum þremur s-un-
um, ef þeir gætu.
„En ef maður hefur reykt
alla ævi og er kominn yfir
fimmtugt, ráðlegg ég honum
ekki að hætta", sagði Key. —
„Það gæti myndað hjá honum
sektartilfinningu og fært hann
í hendur sálfræðinga, eða hann
gæti barið konu sína til bana“.
Fjölmenn útíör
Hallgríms A.
Tuliníusar
í GÆR fór fram útför Hall-
grims A. Tulinius, stórkaup-
manns, frá Dómikirkjunni. Séra
Jóin Auðuns, dómprófastur, jarð-
sön.g, og Guðmundur Jónsson,
óperusöngvari sönig einsöng.
Félagar úr Oddifellow-stúikunni
„Hallveigu“, stóðu heiðursvörð
við kistuna. Fjölmenni var við
jarðarförina.
i minningargrein um Haljgrím
Tulinius í ‘biaðinu á gær, féll
niður nafn Hagbarðs Karlssonar,
sem var fóstursonur hans og
reyndist honum sem góður sonur.
Mikil spreng-
ing í vinnusal
HAFNARFIRÐI. — A miðviku-
dagskvöld um kl. 22,30 varð mikil
sprenging í vinnusal Rafveitunn-
ar, en þar voru þá staddir fjórir
menn, og einn þeirra að logskera.
Var það Jónas Guðlaugsson
tæknifræðingur. Slasaðist hann
nokkuð, en hinir þrír sluppu ó-
meiddir. — Unnið hefur verið að
rannsókn á sprengingu þessari,
en ekki upplýst enn hvað henni
hafi valdið.
Jónas var við vinnuborð að
logskera plötu, þegar allt í einu
kvað við gífurleg sprenging. —
Þeyttist platan í loft upp, og
slíkur var krafturinn, að hún
setti stórt far í loftið. Flestar
rúður í vinnusalnum brotnuðu
og ýmislegt gekk úr skorðum,
svo s’em fataskápar starfsmanna,
sem eru læstir, hrukku allir upp.
Má af þessu ráða, að sprengingin
hefur verið núkil. Er það talið
Viðbót Útvegs-
bankans boðin út
ÚTVEGSBANKI íslands ætlar að
láta stækka húsakynni sín veru-
lega, eins og áður hefur verið
sagt frá. Verkið hefur þegar ver-
ið boðið út og verða tilboð opnuð
2. apríl n.k.
Byggðar verða fjórar hæðir of-
an á gamla húsið. Efsta hæðin
verður inndregin og léttbyggð, en
hinar hæðirnar þrjár úr stein-
steypu, klæddar utan með granit
plötum. Auk þessa verður húsið
stækkað út í Kolasund og verður
þar stigahús að efri hæðunum.
Nýr afgreiðslusalur verður
byggður út í portið, að baki bank
ans, aðgengur frá báðum eldri
sölunum. í kjallara undir honum
verður snyrtiherbergi starfsfólks
bankans.
hið mesta mdidi, að Jónas skyldi
ekki slasast meira en raun VóU-ð
á. Hlaut hann nokkurn áverka á
læri og málmflís gekk inn í
brjóstvöðva. Var hann fluttur í
Slysavarðstofuna. Hinir þrír
mennirnir stóðu lengra frá vinnu
borðinu, þar sem sprengingin
varð og sluppu alveg við meiðsl.
Tjáði rafveitustjórinn, Gísli
Jónsson, blaðinu, að strax í fyrra
kvöld hefði verið hafin rannsókn
á sprengingunni, en enn þá væri
ekki hægt að fullyrða hvað henni
hafi ollið. Hann vildi þó taka
fram, að hún hefði ekki orðið í
logsuðutækinu. Allt benti til þess
að sprengingin hafi orðið undir
vinnuborðinu. — G. E.
Skíðin sett undir Gljáfaxa.
Skíðavél Flugfélagsins tilbúin
til Grænlandsfarar
í GÆR var lokið við að setja
slciði undir Gljáfaxa, eina af
Douglas DC-3 vélum Flugfélags-
ins, og verður hún send til Græn
Iands um helgina. Þar verður
flogið með vistir og ýmsan út-
búnað milli staða samkvæmt
samningum við Konunglegu
Grænlandsverzlunina.
Skíðin, með öllum útbúnaði,
vega liðlega hálft tonn. Þau voru
smiðuð í Kanada en sett undir
vélina hér heima, og er það í
fyrsta sinn, að Flugfélagsmenn
búa flugvél skíðum. Til þess að
varna því að skíðin frjósi föst
við hjarnið eru þau plasthúðuð
að neðan. Þau draga örlítið úr
flughraða vélarinnar og raska
einnig jafnvægishlutföllum vél-
arinnar, þannig að vélina verður
að hiaða öðru vísi en áður, sagði
Brandur Tómasson, yfirmaðux
véladeildar félagsins, er blaða-
menn litu sem snöggvast út á
flugvöll í gær. /
Brandur sagði, að töluvert mas
væri við að koma skíðunum und-
ix vélina. Þeim er stjórnað með
Samúðarverkfall hjá
frönskum járnbraulum
Sólarhiingsverkfall 350 þúsund manna
t gær tók ljósmyndari blaðsins þessa mynd af beði af út-
sprungnum gulum krókusum og hefðu það einhvern tíma þótt
tíðindi um miðjan marzmánuð. Þessi fallegu blóm eru sunnan
undir Dómkirkjunni, en þar í skjólinu má einmitt oft sjá fyrstu
utsprunguu blómin á vorin. (Ljósm. Sv. Þorm.j,
París, 14- marz — AP-NTB
S A M T Ö K starfsmanna við
frönsku jámbrautirnar hafa
boðað sólarhrings verkfall,
sem hefst kL 2 á föstudags-
morgun (ísl. tími). Er verk-
fall þetta gert í samúðarskyni
með námamönnum, sem ver-
ið hafa í verkfalli í 14 daga,
en stéttafélög námumanna og
járnbrautarstarfsmanna eru í
sömu heildarsamtökum. — í
stéttarfélagi jámbrautarstarf-
manna em um 350 þúsund fé-
lagar, en alls eru námumenn
um 240 þúsund.
Þegar verkfall jámbrautar-
— Churchill
Framhald af bls. 1.
undan. Nú hefur hann hins
vegar gefið í skyn að sér
væri miikil ánægja að taka við
þessari miklu virðingarnafn-
l>ót. Talamaður OhurcíhililiS
benti þó á að ekki væru mikl-
ar líkur fyrir því að Churc-
hill, sem er 88 ára, geti komið
til Bandaríkjanna í þessu saim
bandi.
Við atkvæðagreiðslu í Full-
trúadeildinni risu þingmenn
upp hver af öðrum til að bera
lof á ChurchiH. Einn þeirra,
Bmanuel Celler frá New
York, sagði m.a.: „Hann er
einn af mestu Englendingiuan,
sem uppi hafa verið, og þar
að auki háilf-bandarískur", og
vísaði til þess að móðir sir
Winstons, Jennie Jerouae, var
bandari.sk.
starfsmanna hefst, hefur lestar-
stjórum verið fyrirskipað að
halda ferðinni áfram til næstu
járnbrautarstöðvar, en ekki
lengra. Ekki er enn ákveðið
hvort verkfallið verður til þess
að stöðva neðanjarðarbrautirnar
í París, én allár ferðir járnbrauta
frá úthverfunum leggjast niður.
De Gaulle forseti og ríkisstjórn
hans vinna nú mjög að því að
reyna að finna einhverja lausn á
kjaradeilunum. Hélt forsetinn í
morgun fund með Pompidou for-
sætisráðherra, d’Estaing fjár-
málaráðherra og ýmsum efna-
hagsráðunautum stjórnarinnar,
og mun tilefni fundarins hafa
verið að finna möguleika á út-
vegun fjár til að standa undir
hækkuðum launum námumanna.
Eitt Parísarblaðanna spáði því í
dag að hækkað kolaverð og nýir
skattar væru á næstu grösum.
Franska stjórnin hefur ákveð-
ið að skipa nýja nefnd til að
kanna möguleika á samrýmingu
launa starfsmanna ríkisfyrir-
tækja. Segja talsmenn námu-
manna að þetta sé að vísu sigur
fyrir þá, en ekki nægilegur, og
verði því verkföllum haldið á-
fram. Segja verkfallsmenn að
ríkisstjórnin hafi enn enga á-
kvörðun tekið varðandi kröfur
þeirra um 11% launhækkun.
Eða, eins og einn af talsmönnum
námumanna sagði í dag: „Við
viljum hærri laun, ekki fleiri
nefndir“.
vökvakerfi, sem leiða verður
fram í stjórnklefa.
Fluigstjóri á Gljáfaxa verður
Jóhannes Snorrason. Verður flog
ið frá Meistaravík og Kulusuk
til ýmissa staða á austurströndl
Grænlandis, einkum veðurathug-
unarstöðva, og lent þar á hjarni,
Mun það taka nokkrar vikur að
sjá þessum stöðvum fyrir vistuna
og útbúnaði, en annars er ráð-
gert, að slíkir flutningar farl
fram bæði vor og haust.
Varningnum, sem dreift er
milli stöðvanna á ströndinni, er
komið til Grænlands ýmist með
skipum eða flugvélum. — Námu
félagið, sem undanfarin ár hefur
starfað í Meistaravík, hefur haft
skíðavél til umráða til eigin
starfsemi. Þetta er tveggja
hreyfla Dornier, sem í vetur hef-
ur verið geymd á Reykjavíkur-
flugvelli. Fyrir nokkrum dögum
tóku bæði Jóhannes Snorrason og
Henning Bjarnason, flugstjóni.
próf á þessa vél, því gott getur
verið að grípa til hennar, ef þörf
krefur.
V Ö T
' ÁRjSHÁTÍÐ Hvatar, félags
Sjálfstæðiskvenna, sem vera átti
18. þm., er frestað til 25. marz-
Gullbringusýsla !
FUNDUR verður haldinn í Full-
trúaráði Sjálfstæðisfélags Gull-
bringusýslu í kvöld kl. 21 í nýj*
samkomuhúsinu Njarðvíkum. —
Dagskrá: Kosning fulltrúa á 18.
landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Önnur mál. — Sverrir Júliusson
og Axel Jónsson mæta á f und-
inum.
Norðurlandskjör-
dæmi, vestra
AÐALFUNDUR kjördæmisráð*
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra, verður
haldinn á Sauðárkróki föstudag-
inn 22. marz nk. og hefst kl. 20.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Gengið frá framboðslista
flokksins við alþingiskosningarn-
ar i sumar.
Sala bv. Víkings
BV. VÍKINGUR seldi í Cuxhav-
en á miðvikudag 179,9 tonn fyrir
111.096 mörk.
Akureyrí
MUNIÐ kjörbingó-kvöld Sjálf-
stæðisfélaganna að Hótel KF.A
n.k. sunnudagskvöld kL 20,30. —
Glæsileg verðlaun. — Forsala a#»
göngumiða er á skrifstofu flokks-
ins kL 2—4 á sunnudag. — Síml
1-578. Síðast seldist upp! ;.
FUS Vorður.