Morgunblaðið - 15.03.1963, Side 17

Morgunblaðið - 15.03.1963, Side 17
Föstudagur 15. marz 1963 M OR CT’V rt T 4 fíl D 17 Anna Softía Árnadóttir — Minning | KVEÐJA AB NORÐAN. 1 „l>ín minning geymist hlý í Tina-hjörtum, hjartans þakkir íyrir liðinn dag.“ Það mun öllum finnast eðli- legt, að aldnar bjarkir sem stað- ið hafa í útjaðri fagurra ættar- lunda, falli og hverfi ein eftir aðra. í»ær hafa kanns'ke um langt skeið staðið beinar, ilm- ríkar og fagurlaufgar og veitt hlé fyrir stormúm og næðingi hinum ungu björkum, sem vaxið hafa upp í skjóli þeirra. Sökn- uður fyllir hugann og við finn- um til tómleika við að sjá auða blettinn. — Og hugurinn leitar langt til baka, á vit minning- anna. Þriðja janúar síðastliðinn, lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík, ekkjan Anna Soffía Arnadóttir frá Skóg- um í Öxnarfirði 93ja ára að aldrL Hún var fædd 19- júlí 1869, að Ytra-Álandi í Þistilfirði. For- eldrar hennar voru Árni Björns- aon frá Laxárdal í sömu sveit, og Rannveig Gunnarsdóttir Siig- urðssonar frá Skógum í Öxar- firði. Systkinin voru 7 að töiu og var hún sú þriðja í röðinni. öll hafa þau náð óvenjulega háum aldri, •— að undanskilinni einni dóttur, sem dó ung, — en eru nú dáin nema elzta syst- irin Sigurveig, sem nýlega varð »5 ára og býr hjá syni sínum og tengdadóttur í Reykjavík. Þessi stóri systkinahópur ólst upp hjá foreldrum sinum til full orðinsára. Snemma á búskapar- árum sínum, flutti Árni að aust- an, vestur í Kelduhverfi, með fjölsikyldu sína og bjó þar á fleiri stöðum í nokkur ár þar til 1884, að hann byggði upp jörðina Bakka í Keldubverfi. Húsaði hann jörðina með hinum mesta myndarbrag hins ötula bónda og haga manns. Þótti þar allt með sama svip, innan bæj- ar og utan. Voru öll þessi syst- kini umtöluð fyrir glæsimennsku, listhneigð og hagleika. Anna fluttist í Skóga í öxar- íirðb árið 1895, og giftist þar um sumarið 1. júlí Gunnlaugi elzta syni Björns Gunnlaugssonar bónda þar, sem var alkunnur sveitarhöfðingi. Hjálpsamur við alla sem til hans leituðu og ljúf ur í hvívetna. Var Skógaheimili þá þegar umtalað sem framar- lega í þessu héraði, fyrir höfð- ings og glæsibrag. Þetta haust dó Björn bóndi, fyrir aldur fram, •g við tók með umsjá búsins þá Gunnlaugur sonur hans- Voru börnin mörg og mannvænleg, búið stórt eftir mælikvarða þess tíma, og allur rekstur þess sam •iginlegur. En nú reýndist sem oftar tkammt stórra högga milli, því eftir 2Ms ár, 9. des. 1897 dó Gunn- laugur á afmælisdag sinn 23. ára og var jarðsettur að Skinnastað á Þorláksdag þ. ár. Þ'au hjónin Gunnlaugur og Anna höfðu þá eignast dóttur, Arnþrúði að nafni, sem þá var tæpra 4ra mánaða gömul að •ldrL Nærri má geta, hversu miikill harmur hefir verið kveðinn að hinni ungu ekkju, en einmitt þá, og æ síðan vakti það aðdá- un ailra sem til þekktu hvað milkið sálarþrek og stillingu hún sýndi í hinni sáru sorg og án efa hefur ekkert hjálpað henni eins í gegnum svartamyrikur sorg arinnar og sólargeislinn fagrL litla dóttirin unga, og hin óbif- anlega lifandi trú á framhald lífsins og endurfundi. Þarna í Skógum dvaldi hún næstu árin, þar til hún giftist mági sínum Sigurði Björnssyni haustið 1904, og fluttu þau næsta vor á eignarjörð sína Hafrafells tungu í sömu sveit. Þar byggði Sigurður snoturt íbúðarhús, stór fjárhús og ræktaði stóran tún- auka. Síðla vetrar 1932 dó Sig- ttrður úx botniangabólgu og var öllum harmdauði. Fluttist þá Anna til dóttur sinnar og tengda sonar Einars J. Reynis, og dvaldi hjá þeim til æfiloka. Samiband þeirra mæðgnanna og tengdasonar hennar, sem í öllu reyndist henni sem bezti sonur, — var eitt hið ástrík- asta er ég hefi þekkt- Börnin þeirra áttu ætíð örugg skjól og skilning á öllum sínum æsku- sorgum hjá henni ömmu, sem aldrei brást. Elzta dóttirin heit- ir hennar nafni, og mun alla æfi minnast og þakka alla þá umhyggju ást og blíðu er hún naut frá fyrstu æskudögum. — Eftir svona langan starfsdag væri margt hægt að segja, því þó þeir virðist líkir hver öðrum í lífi og starfi okkar húsmæðra sem búum í sveit, á þó hver sína sögu, og hefur því hér aðeins verið drepið á það helzta. Anna var í mörgu, óvenju vel gefin kona og glæsileg svo af bar. Fi'emur smá vexti og fín gerð. Svipurinn bjartur og hiýr og traust skapgerð. Prúð í öllu dagfari, leysti hvert mál með rólegri yfirvegun, og tók ætíð málstað þess sem á var hallað. — Alveg sérstaklega fallegt handbragð einkendi allt sem Anna gjörði. Hvort sem hún prjónaði á prjónavélina sína, saumaði allskonar fatnað eða fékkst við venjuleg búsýslustörf. Hún var snemma hneigð fyrir allskonar fallegan útsaum, sem hún gat þá ekki • gefið sig við fyrir öðrum störfun? fyr en á seinni árum æfinnar og eru til hjá dóttur hennar alveg dásam- leg stykki eftir hana, bæði vegg- teppb púðar og dúkar, enda voru þær mæðgur svo samhentar um að skapa fagurt heimili, hvar sem þær bjuggu, að af bar, og mun lengi verða minhst af þeim sem til þeirra komu. Það var líka gaman að mæta þeirri innilegu hlýju og alúðargestrisni sem var þeim öllum svo eðliieg. — Þar var öllum gott að koma. Til fleiri ára, lá hún margar þungar iegur í óvenjulega kvala fullri bakveiki, sem enginn læknir náði að bæta henni, en einmdtt þá sýndu þau hjónin bæði bezt, alla þá einstöku um- hyggju og hlýju sem unnt var að veita, og hjálpuðu henni bezt til að þola allar þjáningar. Anna var allt frá æsku, bók- hneigð mjög og hafði yndi af lestri góðra bóka, og hverja þá stund er hún þoldi við í þessum löngu legum sínum, las hún ósköpin öll, en einkum þó síðari árin og þá helzt bækur um trúmál og dulræn efni, sem voru hennar mestu hugðarmál, því hún var trúkona mikil- Þegar ég kvaddi hana síðast í sumar, hneigðist tal okkar að þeim málum, eins og oft áður. Hún vissi vel, að nú var dagur að kveldi kominn, og hugur hennar var fullur af þakklæti við lífið, fyrir ailt sem hún naut. Hún fann að fyrir nokkru var hún hætt að taka þátt í starfi ástvina sinna, en yfir þeim mundi hún vaka og þá verma og styðja, hennar beztu móður- bænir. — Það var kvöld, þegar — Gubmundur G. Hagalin Framh. af bls. 13. sína þjónustu á sama hátt og einræðisherrar hafa um aldir tíðkað og tíðka sumstaðar enn. Ég hef bent á það i bók minni Gróður og sandfok, hve skyld er trúin á óskeikulleika páfans og hin heiltæka trú náttúru- kommúnistans á alvizku æðstu preláta kommúnismans í Ráð- stjórnarríkjunum. Lúðvík 14. sagðist hafa þegið vald sitt af Guði, og hann sagði einnig: „Ríkið, það er ég.“ Þetta gæti hentað hinum kommúnistíska páfa og kardinálum hans. „Tíml Eyjólfs kemur" Sakir skilnings síns á áhrifum ódauðleikatrúarinnar og rökræns samhengis breytni manna í þessu lífi og hlutskiptis þeirra annars heirns harmar Matfchias dey fð og máttleysi íslenzkrar kirkju, og í öðrum kafla í fyrsta þætti bókar sinnar birtir hann við- ræður sínar við Magnús Má pró- fessor á ferðalagi austur í Skál- holt um þátt kirkjunnar í menn- ingarlegri þróun okkar íslend- inga fram á 18. öld. Þar eð Matthías hefur háskólapróf í ís- lenzkum fræðum, mun mörgum, sem kunna veruleg skil á þess- um áhrifum, þykja hann spyrja hinn lærða mann frekar fávís- lega annað veifið, en víst mundi það gert viljandi — í þeim til- gangi að láta hinn lærða mann vitná sem gleggst um mikilvægi alvarlega starfandi og áhrifa- ríkrar kirkju og klerkastéttar. Annars er ég ekki ýkja hrifinn af sumum svörum prófessorsins, t.d. því, að hann nefnir legu ís- lands sem eylands — og annað ekki — sem Orsök þess, að mið- ;Stöð norrænnar sagnaritunar varð hér, en ekki í Noregi, og ennfremur tel ég frekar fátæk- lega skýringu hans á þeirri grundvallarstaðreynd islenzkrar þjóðmenningar, að íslendingar rituðu á móðurmáli sínu, en ekki á latínu. Þá kemur mér það ærið furðulega fyrir, þegar pró- fessorinn segir: „Nei, það er ó- mögulegt að tala um Jon Vídálin, hann er svo ómerkilegur." Það Rlíða KIRK JUBÆJ ARKLAXJSTRI 12. marz. — Hér er sama blessuð blíðan eins og annars staðar á landinu og er manni löngu Orð- ið orðvant til að dásama þessa einstötku vetrarfcíð. Fé er samt alls staðar gefið nema á bezfcu beifcarjörðumum. Þar mun ekki nema sumt af þvi koma að húsi. Heilsufar er hér gott. Enn hef- ur innfluenzan ekki borizt hing- að, þrátt fyrir dagiegar samgöng- ur rrveð mjólkurbUnum undan- farna daga. ég fór, dimmt í lofti en þegar ég sneri mér við í dyrunum og lyfti hendi til síðustu kveðju sýndist mér herbergið fullt af himneskum ljóma. t t VINA MÍN! í kvöld hefur m,; d þin ekki horfið úr huga mínum. Ég geng út í frostkalda vetrar nóttina. Dimmblár himininn með leiftrandi stjörnuljósum lykur um hauður og haf. Friður og Þögn yfir öllu. Aðeins þungur niður úfchafsins berst upp til landsins og seiðir fram í huga minn lagið: „Allt eins og blómstr ið eina,“ og öldurnar velta upp að söndunum utan við Bakka og Skóga, syngja svo fallega í kvöld. — Það er sigursöngur lífs ins um liðinn fagran dag, og bjartan morgun hins eilífa dags. Við vinir þínir og sveitungar sem stöndum hér enn við strönd- ina sendum þér hinztu hjartans kveðju yfir hafið mikla, og tök- um undir með dóttur þinni, sem minnist þín svo fagurlega í ný- komnu bréfi til mín. „Guði sé lof fyrir, hvað við áttum hana lengi." Blessuð sé minning hennar- Halldóra Gunnlaugsdóttir. er auðsætt af svarinu, að pró- fessorinn er tiltölulega ungur maður og ekki uppalinn á ís- iandi. Vídalínspostilla var lesin á hverju íslenzku heimili í hálfa aðra öld og víða allt fram að síðustu aldamótum, ekki vegna guðfræðinnar, sem þar er að finna, heldur vegna orðsnilli, andheitrar mælsku og skarprar athugunar á skapgerð manna og daglegu liífi, og álhrifin voru feiknamikil og víðtæk. Það má vel vera, að sitthvað í predikun- um Vídalíns sé síður en svo fruim legt að hugsun, heldur hafi hann þar haft erlendar fyrirmyndir, en sá íslenzki búningur, sem hann sneið hugsunum og athug- /unum, er svo áhriafmikiU, að mikið væri til þess vinnandi, að islenzk kirkja ætti nú þó ekki væri nema einn svipaðan predik- ara, enda hef ég oft undrazt, að enginn skuli hafa gerzt til að taka sér meistara Jón til fyrir- myndar, freista að taka samtið- ina hliðstæðum tökum og hann sína öld. Auðsætt er af þeim viðtölum Matthíasar, sem þarna birtast, við ýmsa menn, sem gæddir eru dulargáfum, að hann lítur þann- ig á, að hin dulrænu fyrirbrigði geti orðið kirkjunni vegvísir og bjargað þjóðinni frá því að missa til fulls trú sina á æðri máttarvöld, lífið eftir dauðann og þar með þá upphafningú, sem því hefur fylgt að líta á mann- inn sem ódauðlega veru, guðlegs uppruna. Og hvað væri mann- helginni til varnar, þegar svo væri komið? Honum er Ijóst, að hinn kaldi réttrúnaður hefur lagzt gegn lífinu, ef til vill minna hér á landi en í ýmsum öðrum löndum, en þó svo, að þröngt hefur orðið um frelsi ís- lenzkrar menningar. Og hér er komið að sameiginlegu einkenni hinna myrktrúuðu rétttrúnaðar- manna og náttúrukommúnista. Matthías segir: „Sumir hafa allt á hornum sér, þeir sjá aldrei sólskinsblett í heiði, en taka þeim mun betur eftir rigningardögunum. Það hlýtur að vera undarlegt fólk, sem lætur allt fagurt og skemmti legt fara fram hjá sér, én hefur ekki við að eyða ævinni í það, sem er ljótt og leiðinlegt.... Þetta fólk lifir fyrir að láta feg- urðina ganga sér úr greipum. Það á engan grænan blett í brjósti sínu. Og eina gleði þess er að geta képpzt við að taka fram hjá lífinu . ..“ Hann segir ennfremur: „Við látum rannsaka jökla og ár, sjó og gróður — allt, sem er fyrir utan dulræna reynslu og skyggnigáfu; en þetta tvennt virð ist, þótt undarlegt sé, hálfgerð móðgun við svokölluð vísindi... Erum við of merkileg il að þekkja okkar eigin sál Og þær vistarverur, sem.henni eru bún- ar? Sigurður Nordal hefur sagt mér, að hann hafi fært það í tal við Julian Huxley, þegar hann kom hingað í fyrirlestraferð, hvort ekki væri rétt að koma hér á fót alþjóðlegri vísinda- stofnun, sem annaðist rannsókn- ir á dulrænum efnum og dauð- anum með þeim hætti, að enginn gæti borið brigður á niðursböð- ur hennar. Huxley sagði, að sér hefði einmitt dottið eitfchvað svip að í hug. En því miður hefur þessari merku hugmynd ekki verið hrundið í framkvæmd, ann ars vegar af ótta við píetism- ann, hins vegar af hræðslu við dungalismann." Nýlega kom einhver fram á ritvöllinn, sem þykir kirkjan a- hrifalítil. Hann fann það ráð henni til handa, að hún viki frá embætti öllum þeim klerkum, sem vilja hjálpa trúleysi fólks- ins með svipuðu móti og Krist- ur, þegar hann sagði við Tómas: „Kom hingað með fingur þina og sjá hendur mínar, og kom með hönd þina og legg í síðu mína; og vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður." — En Matthías segir óbeint — en þó afdráttar- laust: Hví fcekur ekki kirkjan ís- lenzka þessi mál alvarlegum rannsóknartökum, leitar aðstoð- ar vísindanna um þjónustu öryggisaðferða þeirra í stað þess að ýmist daðra við dulræn fyrir- brigði eða fordæma alla athugun á þeim í krafti forboðs í lögmáli Móse? Trúlausir efahyggjumenn eiga annað tveggja að fara á mis við náðargjafir trúarinnar eða öðlazt þær í krafti bænar- innar. Hvort er þá rétttrúnaðar- mönnum meira virði ein gyðing- leg kredda, sem þeir hafa tekið tryggð við, samtímis því, sem þeir hafa fleygt hundruðum ann- arra, heldur en frelsun mikils meiri hluta þjóðar sinnar frá eilífri útskúfun — já, sálarheiil allra þeirra á jörðinni, sem ekki hafa öðlazt þá trú, sem rétttrún- aðarmenn líta á sem skilyrði fyr- ir sáluhjálp eftir dauðann? Þeir Haraldur Níelsson og Einar H. Kvaran töldu sig hafa fengið við rannsókn dularfullra fyrir- brigða óyggjandi sannanir fyrir ódauðleika mannssálarinnar. og þeir boðuðu þjóð sinni án afláts kristindóm og siðfræði í ljósi þessara sannana og höfðu áreið- anlega víðtækari áhrif á hugar- far mikils hluta þjóðarinnar en kirkjan hefur haft á þeim rúm- lega sex tugum ára, sem af eru þessari öld. „Trú er nauðsynleg, en hún er ekki einhlít," segir Matthías. Hann segir ennfremur: „Sá, sem kallar samstarf trúar og vísinda barnaskap eða guðlast, er eins og snígillinn, sem hefur aldrei séð sólina og heldur að guð fyrirgefi allt, en mundi hann fyrirgefa nokkrum þá dauða- synd að kappkosta að vera ekki 'maður, heldur snigill?" Matthías kaliar fyrsta kafla fyrsta þáttar þessarar bókar „Tími Eyjólfs kemur.“ Þar skír- skotar hann til Eyjólfs Eyfells listmálara, sem er gæddur mikl- um og margvíslegum dulargáf- um og er hinn vandaðasti og trúverðugasti maður í hvívetna. Ég trúi þessu með Matfchías. Ég er eindregið og ynnilega viss um, að þá rennur upp var- anleg og sannsiðræn menningar- leg blómgun. Þar mun uppeldis- lega verða að því stefnt, að hverjum og einum verði lifandi veruleiki orð Krists um hinn minnsta bróður. Öll samfélags- leg skipan, öll list orðs, lita, lína og tóna, sem og leiksviðsins og hins hvíta tjalds, rnun verða til — þrátt fyrir margvislegar veilur, villur og mistök, — í sólbjarma þeirrar vitneskju, að vitsmuna- verur allra efnisheima, allra hnatta, allra sólkerfa, allra vetrarbrauta hins óendanlega geims eigi fyrir sér líf og þróun, er sé gædd þeim varanleik, sem innblásnir sjáendur meðal mann anna hafa táknað — til þóknun- ar þörf og tilihneigingu manns- ins til biimaskyns — með hinu svimfagra orði eilífð. Þessi skip- an mun og formast a< rökrænni vissu þess, að á braut þróunar- innar eftir dauða hins jarðnesika Mkarna ’ gildi þessi orð Krists: „Með þeim mæli, sem þér mæl- ið, mun yður aftur mælt verða“. Mér er það fyllilega og ógleym anlega ljóst, bæði vegna per- sónulegrar reynslu bernsku- og æskuára og langrar athugunar á menningarsögu okkar íslendinga, að þrátt fyrir það, þótt íslenzk kirkja gleymdi því stundum, að enginn kann tveimur herrum að þjóna, og þrátt fyrir þá stað- reynd, að kirkjan reyndi um skeið, raunar í góðri trú, að tortíma hér menningarlegum erfðaverðmætum, þá á þjóðin henni og þjónum hennar mikið og margvíslegt að þakka, enda hefur hún aldrei reynzt slíkur þjóðmenningarlegur skaðvaldur, -sem kirkjan hefur orðið 1 sumum öðrum löndum á vissum tímabilum sögunnar. Þess vegna óska ég þess, að íslenzkri kirkju mætti auðnast að leiða þjóðina inn í þá veröld, er yfir mun bregða þeim heita Ijóma lífs og sannrar guðstrúar, sem hvergi birtist, svo að ég múni til, af jafn sannri og heitri tilfinningu og í einum sálmi hins innblásna skálds úr kotinu í Skógum vestra, vorsálminum, lofgjörð- inni, sem hefst á þessu versi: „í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli, drottinn, þinn, í myrkrin út þin elska kal.Iar og allur leiftrar geimurinn og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sóL“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.