Morgunblaðið - 15.03.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 15.03.1963, Síða 24
 -★ BPDIMGAR • *“ *■ 62. tbl. — Föstudagur 15. marz 1963 Cloudmaster-flugvél yfir miðbænum í Reykjavík eftir flugtak í norðurátt af Reykjavíkurflugvelli. • I* Brautir Reykjavíkurfiugvallar of stuttar Cloudmaster-flugvélarnar nýtast ekki til fulls þar REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR er of lítill fyrir Cloudmasterflug- vélar flugfélaganna. Þetta hefur komið fram í greinum yfirflug- stjóra beggja íslenzku flugfélag- anna í Mbl. undanfarna daga. Einnig hafa verið raddir uPpi um það meðal almennings, að þessar þungu flugvélar fari lágt yfir húsum bæjarins, er þær taka sig upp og setjast á Reykjavíkurflug völL Mbl. leitaði til fjögurra af flug stjórum félaganna til að fá nánari skilgreiningu á þessu, og er það álit þeirra allra að brautirnar séu of stuttar til að full nýting fáist á Cloudmasterflugvélamar, þar eð ekki er leyfilegt að fullhlaða þær til lendinga og flugtaks á brautum Reykjavíkurflugvallar. Verður að hafa á þeim leyfilegan hámarksþunga og ef félögin halda sig við hann telja flugstjórarnir ekki að hætta eigi að vera á ferð um fyrir flugvélar eða umhverfi. Fréttamenn blaðsins reyndu að ná í framkvæmdastjóra flugfé- Iaganna í þessu sambandi, en það ;ókst ekki í gærkvöldi. En spurn ingin var lögð fyrir stjórnarfor mann Loftleiða. Fer álit hans og flugstjóranna hér á eftir: Bílstjóri manni úr A MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ féll skipverji á togaranum Geir milli skips og bryggju. Leigubíl- stjóri, sem var að bíða eftir hon- um sá þegar slysið varð óg kom honum til hjálpar. Þetta gerðist um kl. 9,30 um kvöldið. Hafði “loftskeytamaður- inn ætlað að skreppa um borð og beið leigubíll eftir honum. Er hann kom niður landganginn, sem var venjulegur stigi og ekkert til að halda sér í til stuðnings, féll Vöruskiptajöfn- uður hagstæður Vöruskiptajöfnuðurinn í janú- armánuði 1963 var hagstæður um 69.189.000 krónur. Útflutt var i þeim mánuði fyrir 335.838.000 kr. (í fyrra fyrir 305.852.000 kr.) og innflutt fyrir 266.649.000 kr. (í íyrra fyrir 227.140.000 kr.). bjargar höfninni hann úr honum og í sjóinn milli skips og bryggju. Bílstjórinn hljóp til og gat aðeins greint manninn í myrkr- inu. Reyndi hann fyrst að losa stigann til að komast niður eftir honum, en hann var fastur í skipinu. Hljóp hann þá eftir kaðli sem iá á bryggjunni, og kastaði honum til mannsins, sem náði taki á honum. Hrópaði bilstjór- inn nú á hjálp, þar sem hann hélt í hinn enda kaðalsins og gat ekki sleppt. Eftir nokkra stund heyrði maður það um borð og kom hlaup andi. Tók sá kaðalinn, en bíl- stjórinn fór um borð og sótti mannskap, sem dró skipverjann upp. Var hann þá búinn að vera góða stund í sjónum og hafði eitt hvað sopið á sjó, en ekki varð honum meint af. Telur bílstjórinn lausa stiga, sem notaðir eru á þennan hátt fyrir landgang, alltof hættulega og ekki er öruggt að einhver sjái til er mönnum skrikar fót- ur í þeim. Jóhannes Markússon, yfirflug- stjóri Loftleiða sagði: Eins og fram hefur komið í blaðagreinum þá eru brautir Reykjavíkurflugvallar ekki nægi lega langar til flugtaks fyrir Cloudmasterflugvélar fullhlaðnar í logni og er því flugtaksþungi þessara flugvéla af flugvellinum verulega takmarkaður, skv. þar að lútandi reglum. Af þessum sök um verða flugvélar Loftleiða oft að lenda á Keflavíkurflugvelli til að geta tekið nægilegt elds neyti til flugs yfir hafið. í»að má því segja að Reykjavíkurflug völlur sé ekki lengur hlutverki sínu vaxinn sem millilandaflug- völlur og að Keflavíkurflugvöll- ur hljóti að taka við því hlut- verki í framtíðinni. Jóhannes Snorrason, yfirflug- stjóri hjá Flugfélagi íslands sagði að það sem hann hefði átt við í grein sinni væri þetta: Lengsta flugbrautin á Reykja- víkurflugvelli er 1750 m löng. í logni getur Cloudmasterflugvél ekki hafið sig til flugs af henni nema með þungann 46.700 kg, en fullhlaðnar mega þessar vélar vera 48.580 kg. Þama vantar þvi 1880 kg. upp á það að Cloudmast erflugvél geti hafið sig til flugs af þessum flugvelli fullhlaðin. Af þessari ástæðu verða Loftleiðir t.d. oft að lenda á Keflavíkur- flugvelli til að bæta á sig á leið vestur. Þegar lagt er upp á fullri leyfi- legri vigt af Reykjavíkurflug- velli, á það teoretiskt að vera í lagi og ekki hættulegt. En ýmis Framh. á bls. 23 Loðnan enn í Keflavíkurhöfn Keflavík, 14- marz. — Loðnu- veiðin í Keflavíkurhöfn hélt á- fram í allan dag. Sömu fjórir bátar voru að veiðum, og saman- lagðuT afli þeirra var 1300 tunn- ur. Virðist enn vera mikil loðna í höfninni, og verður veiðum haldið áfram, ef veður spillir ekki. V.b. Vonin, sem stundar loðnu- veiðar á rúmsjó, fékk lítinn afla, eða um 60 tunnur, en fékk hins vegar nokkur tonn af ýsu í nót- ina. — hsj. Barn týnist ■ Borgartirði Umfangsmikil leit ÞRIGGJA ára gamall dreng- ur frá bænum Giljahiíð í Flókadal í Borgarfirði týnd- ist klukkan rúmlega 6 í gær- kvöldi. Leit var hafin rétt fyr- ir kl. 7 og í gærkvöldi flaug Björn Pálsson með sporhund- inn Nonna að Stóra-Kroppi til að aðstoða við leitina. Litli drengurinn hafði ver- ið að leika sér úti og varð fólkið síðast vart við hann um kl. 6 síðdegis. Um kl. 7 átti að taka drenginn inn, en þá fannst hann hvergi. Drengurinn heitir Þorsteinn Berg. Hann er sonur hjónanna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Mein hart Berg, sem búa að Giljahlíð. Fólkið á bænum hóf þegar leit, en hún varð árangurslaus. Flestir gangfærir menn úr Reyk- holtsdal og Reykholtsskóla komu til að aðstoða við leitina, en þegar hún bar ekki árangur var leitað eftir að fá sporhundinn Nonna frá Hafnarfirði til leitar innar. Björn Pálsson, flugmaður, fór í gærkvöldi með sporhundinn og tvo gæzlumenn hans fljúgandi að Stóra-Kroppi. Lenti Björn kl. rúmlega 10. Þá var mjög hvasst og nokkuð kalt. Björn flaug þegar aftur til Reykjavíkur. Einar 8—10 bifreiðir lýstu upp lendingarbrautina. Farið var með sporhundinn að Giljahlíð og hann látinn þefa af fötum barnsins. Hófst svo leit að nýju. Tók hundurinn á rás upp á háls einn í nágrenninu. Þegar Morgunblaðið fór i prentun, höfðu ekki borizt frétt- ir um hvort árangur hefur orðið af leitinni. Fresturinn framlengd- ur enn .! f DAG, 15. marz, er útrunn- . inn frestur sá, er fulltrúar ! BSRB og ríkisins höfðu fengið til þess að koma sér saman um launakjör opinberra starfs . manna. Samkomulag hafði ekki náðst í gær, og var þá y ákveðið að framlengja frest- inn til 1. apríl n.k. i Mánafoss sigldi hrezkan fiskibáf í kaf við Hull Báturinn sigldi í veg fyrir skipið — Áhöfnin bjargaðist HIÐ nýja skip Eimskipafélags íslands, Mánafoss, sigkli niður brezkan fiskibát um kl. 7 s.l. miðvikudagskvöld, er skipið var á leið til hafnar í Hull. Bátur- inn sökk samstundis, en áhöfn- in, 3 menn, björeuðust um borð í Mánafoss. Þegar slysið varð var diirnn- viðri og þoka. Fiskibáturinn, sem var 20 tonn að stærð, var á leið á miðin, en báturinn lét ekki að stjórn, þar sem stýri hans var bilað. Ekki urðu slys á mönnum, en bátuxinn söikik samstundis við áreksturinn. Skemmdir urðu eng ar á Mánafossi. Hafnsögumaður var um borS í Mánafossi ,þegar árekstuxina varð. Sjópróif hófust í Húll strax daginn eftir. Kom í ljós, sam- kvæmt framiburði formanns fiskj bátsins, að hann lét ekki að stjóra og sigldi í veg fyrir Mánafoss. Mánafoss er væntanlegur til Reykjavikur í dag. ____

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.