Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 8

Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 8
8 UOKCTnSBtABIB Laugardagur 23. marz 1963 Skiptar skoöanir um afhendingu Skálholts Öliklegt að />or verbi biskupssetur gegrt vilja kirkjuvalda Á FtTNDI neðri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjóm- arinnar um, að Skálholtsstaður yrði afhentur þjóðkirkjunni tek- ið til 2. umræðu, en ekki hafði náðst eining innan menntamála- nefndar um málið og lýsti einn nefndarmanna, Einar Olgeirsson, sig andvígan frumvarpinu. Ekki nafnið eitt Alfreð Gíslason (S) gerði grein fyrir áliti meirihluta nefnd- arinnar. Sagði hann m. a., að nefndin hefði talið sjálfsagt, að leitað yrði upplýsinga um, hver verðmæti ríkissjóður vaeri hér að láta af hendi endurgjaldslaust og gerði því fyrirspurn til landbún- Somkomur Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.a0: Hermanna- samkoma. Sunnudag: Samkomur kl. 11 Og 8.30. Hermannavígsla. Velkomin. aðarráðuneytisins um stærð jarð- arinnar, jarðgæði og húsakosti. Land staðarins mun vera um 18 ha og nær allt grasi vaxið. Sumt af því er mjög auðræktanlegt en annað erfitt til ræktunar. Húsa- kostir jarðarinnar er íbúðarhús, fjárhús fyrir 350 fjár, fjós fyrir 20 kýr auk mjólk- urhúss, hesthúss yfir 6 hesta, auk þess hlöður fyrir téðan búpening, þar á meðal tvær votheygryfjur við fjóshlöðu. Verkfærahús um 200 fermetrar að stærð. Felst af þessu eða allt nema fjárhúsið eru vandaðar byggingar, auk þess er svo prestsbústaður og kirkja í smíðum. Um hlunnindi jarðarinnar segir, að lax og silungsveiði sé bæði í Hvítá og Brúará, en þó ekki í stórum stíl. Jarðhiti er a. m. k. á fjórum stöðum í iandi Skálholts. Þar af eru tveir á landi, * Iftgerðarmenní Að gefnu tilefni bendum vér yður á, að láta oss annast út- vegun á skipsskrúfum fyrir báta með Mannheimvélum. Fjórblaða Zeise skrúfur með grönnum blöðum óg hæfilegri stigningu hæfa bezt fyrir úthafssjávar- lag íslenzkra fiskimiða. Stu&laugur Jónsson & Co Sími 14680. — Vesturgötu 16. LONDON Dömudeild — — Austurstræti 14 Fermingargjafirnar í ár eru vatteruðu nylonsopparnir frá okkur. Verð kr.: 560,00. 10 Hl D 0 l\l dömudeilk Glæsilegt 500 ferm iðnaðarhúsnæði til leigu. — Tilboð sendist í pósthólf 126. einn við Hvítá og einn úti i sjáifri ánni. Fyrir tveim til þrem árum var byrjað að bora eftir heitu vatni heima í Skálholti, og náði sú borhola 142 m að dýpt og kom þar upp 50° heitt vatn, en talið er, að bora þurfi a.m.k. niður 500 m dýpi til þess að veru- legur hiti komi upp. Af þessu sést, að það er ekki nafnið eitt, sem ríkissjóður afhendir þjóð- kirkjunni endurgjaldslaust. Endurreisn biskupsstóls Við 1. umræðu hefðu margir tekið til máls og lýst stuðningi sínum við frumvarpið í því formi, sem það er borið fram, en aðrir virtust harma, að í frumvarpinu skyldu ekki felast ákvæði þess efnis, að biskupsstóll yrði endur- reistur á Skálholtsstað og staður- inn afhentur þjóðkirkjunni með þeim forsendum, að þar yrði biskupssetur í framtíðinni. í at- hugasemdum við frumvarpið segir, að það sé fram komið vegna eindreginna óska 3. kirkjuþings þjóðkirkju íslands s.l. haust sam- kvæmt ályktun, sem einróma var samþykkt á kirkjuþinginu. Hins vegar hefur engin ósk eða tilmæli komið frá kirkjuþinginu þess efnis, að biskupsstóll yrði þar endurreistur, enda er frumvarp- ið í algeru samræmi við óskir kirkjuþings. Hvað snertir endurreisn biskupsstóls í Skálholti þá er það ijóst, að frumvarpið útilokar ekki, að svo megi verða. Þvert á móti er það sett á vald kirkju- valda, hvort svo verður eða ekki, sem verður að kalla eðlilega lausn á málinu því að með ólíkindum er, að Alþingi samþykki nokkru sinni biskupssetur í Skálholti þvert ofan í vilja kirkjuþings og annarra kirkjuyfirvalda. Það ec og eðlilegast, að sú eina starf- ræksla eða stofnun verði í Skál- holtsstað, sem kirkjan sjálf eða yfirstjórn hennar vilja hafa þar. Einar Olgeirsson (K) kvaðst andvígur afhendingu Skálholts- staðar og boðaði sérálit. Vill hann, að í Skálholti verði komið upp skólabæ og menntasetri og tilefndi hann alls konar fræðslu og visindastofnanir í því sam- bandi. Óskar Jónsson (F) mælti fyrir breytingartillögu við frumvarp- ið þess efnis, að þegar biskup verður aftur í Skálholti, falll staðurinn og stofnanir hans undic þann biskup. Að ræðu hans lokinni var um- ræðu frestað. Hluti Kjalarneshrepps scmeinisf MosfelIshreppi Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær gerði Guðmundur í Guð- mundsson utanríkisráðherra grein fyrir frumvarpi sínu þess efnis, að sá hluti Kjalarnes- hrepps, sem liggur austan Kleifa á Kjalarnesi, skuli innlimaður í Mosfellshrepp. AÐ ÓSK ÍBÚANNA. Guðmundur f Guðmundssson, utanríkisráðherra kvað frumvarp ið flutt að ósk íbúa þess hluta Kjalarneshrepps sem liggur aust- an Kleifa. Vegna legu þess hrepps hluta hafi mestöll félagsleg sam- skipti íbúanna þar fyrr og síð- ar verið við íbúana í Mosfells- hreppi enda í rauninni enginn önnur tengsl milli hreppsihlut- anna en þau sem eru þeirri stað- reynd samfara, að þeir tilheyra að formi til sama sveitarfé- lagi. En land- fræðileg lega umrædds hluta K j a i a rneshr epps og náin sívax- andi félagsleg samskipti fólksins austan Kleifa við fólk í næsta nágrannahreppnum að sunnan, Mosfellshreppi, gera það í alla staði eðlilegt og sjálfsagt, að sá hluti Kjalarneshrepps, sem er austan Kleifa, verði samein aður Mosfellshreppi svo sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu. í lok ræðu sinnar mœltist ráð- herrann til þess, að frumvarpið yrði sent til umsagnar hrepps- nefndum Kjalarnes- og Mosfells- hrepps og svo sýslunefnd Kjósar- sýslu. Frumvarpið er illa undirbúið. Matthias Á. Mathiesen (S) kvað það rétt vera, að deilur hefðu risið í Kjaiarneshreppi vegna staðsetningar félagsheimil- is þar. Mál þetta hefði verið lengi á döfinni og reynt að ná samkomulagi, en hins vegar því ekki á móti mælt, að ákvörðun- in um staðsetningu félagsheim- ilisins hefði verið löglega tekin. Benti alþingismaðurinn á vill- andi og rangar upplýsingar í greinargerðinni, og að þar væri reynt að færa félagsleg og landfræðileg rök að skiptingu hreppsins og með því reynt að dylja hina raunverulegu á- stæðu fyrir flutn Wk ingi frumvarps- ins, sem er deila sú, er risið hefur vegna stað- setningar félagsheimilisins. Að sjálfsögðu er ekki hægt á þessu stigi málsins að taka af- stöðu til frumvarpsins, því að hvorki liggur fyrir umsögn hreppsnefndar þess hrepps, sem lagt er til að kljúfa, né þess, sem ætlað er að taka við fólkinu og þaðan af síður sýslunefndar, sem að sjálísögðu mun fjalla um mál- ið. En áður en þessir aðilar hafa fjallað um frumvarpið og um- sögn þeirra liggur fyrir, verð- ur efnisafstaða ekki tekin. Eðli- legast hafði verið og rétt máls- meðferð, að flutningsmaður hef'ði aflað þessara gagna, enda hefði það flýtt fyrir afgreiðsu frum- varpsins, hafi flutningsmanni það þá verið nokkurt kappsmál. Jón Skaftason (F) sagði að þetta væri furðulegasta mál, sem komið hefði fyrir alþingi þau fjögur ár, sem hann hefði setið á þingi. Hélt hann því fram, að frumvarpið gengi gegn sveitar- stj órnarlögunum, en í þeim væri meðal annars gert ráð fyrir að viðkomandi hreppsnefndir fjöll- uðu um slík mál, áður en loka- ákvörðun yrði tekin í þeim. Tók hann undir það með MÁM, að eðlilegra hefði verið að umsagn- ir hreppsnefndanna og sýslu- nefndar hefðu fylgt frumvarp- inu og kvaðst þess fullviss, að frumvarpið kæmi ekki aftur úc þeirri nefnd, sem því yrði vísað til. — Þdtttako síldarverksmiðjanna í útgerðarfélagi ú Sigluíirði RÍKISSTJÓRNIN hefur Iagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis, að Síldarverksmiðjum ríkisins sé heimilt að leggja fram allt að tveim millj. kr. sem hluta fé í hlutafélagi, sent. stofnað yrði á Siglufirði í samvinnu við Siglu fjarðarkaupstað til að eiga og reka vélbáta frá Siglufirði, svo og botnvörpunginn Hafiiða, sem nú er í eigu Siglufjarðarkaup- staðar. Framlag sildarverksmiðj- anna verði 55%. í athugasemduim við frum- varpið segir m.a., að með því að síldarverksmiðjunum sé hag- kvæmt að reka frystihúsið í Siglufirði og halda þannig í slaifs fólk, sem þær nauðsynlega þurfa á að haida sumarmánuðina, og sú ráðstöfun styrkir almennt at- vinnuástand í Siglufirði, sé eðli- legt, að síldarverksmiðjurnar taki þátt í þeirri útgerð, sem nauðsynleg er til að frystilhúsið fái nægilegt hráefni. Leiðréttinfl; ÞESSI tvö nöfn féllu niður i gær í upptalningu á þeim sem Alþingi hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt: Csillag, Rozália, f. Szatmári, Reykjavík og Hor- váth, Gabriela (Þórðarson), Reykjavík. Félagslíi Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild 2. og 3. flokkur. Fjölmenn útiæfing verður í dag kl. 5. Notið góða veðrið. Þjálfarar. Valsmenn Fjölmennum í skálann um helgina. Ferðir frá B.S.R. á laugardag kl. 2 og 6 og á sunnudag kl. 10 og 1. Skíðadeildin. K.R. knattspymumenn Æfingar í dag, laugardag, verða á Háskólavellinum, sem hér segir: 3. flokkur kl. 3.30. 4. flokkur kl. 4.30. Munið að mæta al-lir á Háskólavellinum. Þjálfarinn. Glimumenn — Ármann Aríðandi æfing í kvöld kl. 7. Fjölmennið. Stjórn G.G.A. Víkingar, knattspyrnudeild Útiæfingar verða fyrst um sinn sem hér segir: 2. og 1. fl. laugardag kl. 4. 3. fl. laugardag kl. 4. 4. fl. sunnudag kl. 10.30. 5. fl. laugardag kl. 3. Mætið vel búnir. Verið með frá byjun. Stjórnin. TBR — Valshús Reykjavíkurmeistaramót I Badminton hefst kl. 2.30. Þróttarar, knattspymumenn Útiæfing á Melavellinum í dag kl. 2.00 fyrir meistara-, 1. og 2. flokk. Áríðandi að þeir mæti, sem ætla að vera með í sumar. Mætið stundvíslega. Knattspyrnunefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.