Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 10
M o n C IJ TS n J. A Ð i Ð
ILsugardaguf 29. >marf 1983
*
anna“ vestan við Kyjar, og til
síldarinnar stendur löngum
hugur Haraldar. Hann geíur
skipun um að sigla suður fyrir
Reykjanesið og heldur í átt-
ina til Vestmannaeyja. Honum
er ekkert að vanbúnaði með
veiðarfæri, því nótin, sem
hann hefur um borð, er stór-
riðin síldarnót.
Á leiðinni austur siglir hann
grunnt og leitar fiskjar, en
verður einskis var. Brátt fara
að berast fréttir um að aðrir
þorskanótarbátar, sem höfðu
verið í Röstinni, hafi kastað á
ýsu grunnt út af Stafnesi, þar
sé talsverður fiskur og næði til
veiða. Upp úr hádeginu ákveð
ur Haraldur að snúa við, enda
er veður að spillast við Eyjar,
og við erum komnir aftur í
Röstina laust fyrir klukkan
fjögur,
-- XXX ----
Ekki má farast hjá að skýra
aðeins frá þrettánda skipverj-
anum, skipshundinum, sem ber
nafnið Depill, en það er engu
líkara en að hundar séu orðnir
eins algengir á fiskiflotanum
og upp til sveita. Depill nýtur
greinilega hylli allrar skips-
hafnarinnar og stendur að virð
ingu til einna næst skipstjór-
anum sjálfum, enda veitir Dep
ill honum margvíslegar ráð-
Haraldur og skömmu síðarr —
Látið fara!
Nótin rennur út stjórnborðs
megin, um leið og báturinn
tekur krappa beygju í þá
stefnu.
Nótin er ekki fyrr komin út
en byrjað er að snurpa. Neðri
teinninn er dreginn inn á dekk
spilinu, og jafnframt er byrj-
að að draga saman nótina að
ofan og korkteinninn, eins og
efri teinninn er kallaður, dreg
inn inn á akkerisvindunni uppi
á hvalbak og línuspili á dekk
inu. Þegar búið er að loka nót
inni, er annar endi hennar
settur fastur frammi á skip-
inu en hinn endinn er dreg-
inn inn með kastblökkinni,
sem er á bátadekkinu, rétt fyr
ir aftan brúarvæng.
Eftir að nótin hefur verið
dregin inn og hún myndar
þröngan poka utan á skipshlið
inni, kemur í ljós, að kastið
hefur mistekizt, því það eru
ekki nema 40—50 þorskar, að
vísu vænir, í nótinni.
Þegar búið er að háfa úr
nótinni er kveikt á fisksjánni
aftur og farið að leita að ann-
arri torfu.
— xxx —
Það hefur löngum verið al-
mannarómur, að fiskni skip-
stjóra og formanna væri að
miklu leyti samofin hjátrú
þeirra, og hafa verið sagðar
ýmsar sögur um mikla fiski-
menn, sem skyndilega hafa
misst þann hæfileika að geta
dregið bein úr sjó.
Ekki er mér grunlaust um,
að enn á öld tækninnar, þegar
ratsjár, fisksjár, miðunartæki
og talstöðvar hafa rutt sér til
rúms í stýrishúsunum á skip-
um fiskiflotans, haldi afla-
mennirnir fast við sína hjá-
trú, þótt ekki séu þeir marg-
málir um hana.
Haraldur svaraði því reynd-
ar til, þegar við spurðum hann,
hvort hann væri ekkert bang-
inn við hafa skipshundinn sem
þrettánda skipverjann um
borð, að hann héldi að hann
hefði sízt orðið sér til óheilla.
En þess ber líka að gæta, að
þótt allur þorri manna líti á
töluna 13, sem óhappatölu, eru
þeir margir, sem telja hana
sína happatölu.
Eftir þetta fyrsta kast, þeg-
ar straumurinn í Reykjanes-
Svona fdr um sjóferð þá
Skroppið á þorskanót með
m.b. Guðmundi Þórðarsyni
Þegar við komum um borð
í Guðmund Þórðarson, er Har-
aldur Ágústsson, skipstjóri, að
fá sér kaffisopa aftur í matsal,
og þegar við berum upp við
hann erindið, kveðst hann en
ekki hafa neitað blaðamönn-
um að fljóta með.
— Það rifnaði hjá' okkur
nótin í dag, en ætli við verð-
um ekki búnir að gera við
hana um þrjú leytið. Þið getið
þá komið hingað.
— x x x —
Þegar við komum niður á
Granda laust fyrir kl. 3, er
Haraldur kominn upp í brú, al
búinn að leggja úr höfn. Við
siglum í kjölfarið á smærri bát
út úr höfninni, en strax og
við erum komnir út fyrir Sund
in, skilja leiðir. Hann stefnir
nor'ður undir Jökul, en við
suður í Reykjanesröst, þar sem
þorskanótarbátarnir hafa und-
anfarið fengið feiknamikinn
afla.
— X X X -----
Um áttaleytið erum við
komnir í Röstina, og þar eru
þegar fyrir bátar úr Keflavík
og Sandgerði — og Reykjavík
urbátar og bátar frá Akranesi
eru óðum að koma á miðin.
Bátarnir sigla fram og til
baka, en skipstjórarnir standa
í glugga á stýrishúsunum og
skima eftir fuglahópum.
— Stjórn, segir Haraldur,
hægir á vélinni og snýr sér að
fisksjánni, sem er komið fyrir
á vegg í stýrishúsinu. Hún sýn
ir ekkert annað en loðnuna,
sem þarna er uppi um allan
sjó, en undir henni sést eng-
in torfa af stærri fiski, þótt
fugl hafi hópað sig yfir.
— Hún er farin að drepast,
loðnan, og þá lítur þorskur-
inn ekki við henni, enda sjálf-
sagt búinn að fá nóg undan-
farið, segir Haraldur.
-- XXX -----
Á tíunda tímanum verður
vart við allþykka þorsktorfu
á um 30 faðma dýpi. Skip-
stjórinn siglir nokkrum sinn-
um yfir torfuna og umhverfis
hana, unz hann ákveður, hvern
ig skuli kasta á hana.
— Klárir, segir hann við há-
setann, sem er á stýrisvakt,
og hann fer og ber boðin um
skipið.
Skipverjarnir tínast upp á
þilfarið og færa sig í galla, og
hver tekur sína stöðu.
— Út með baujuna, segir
Það er verið að draga inn nótina sjálfa a kastblokkinni,
og það urgar í henni, því nótin er stór og þung, ekki hvað
sízt ef einhver afli er i henni.
Fiskurinn er háfaður sprelllifandi úr nótinni og blóðgaður
jafnóðum og hann kemur inn á dekkið. í nótinni er iðandi
kös af fallegri ýsu og loðnu.
röstinni bar hann ofurliði,
og eftir' að hafa lónað um mið-
in skimandi út á sjóinn og rýn
andi á fisksjána — og eftir að
hafa borið saman bækur sín-
ar við fleiri alkunna afla-
menn þarna á miðunum, sendi
Haraldur niður í káetu sína eft
ir peysu, þótt þá væri heldur
að hlýna í veðri með hækkandi
sól, og seinna, þegar hann
hafði enn lónað órangurslaust
um miðin drykklanga stund,
dró hann ofan af talstöðinni
ljósbleika silkislæðu, sem ekki
virtist vera mikið notuð, og
hnýtti um háls sér.
Sögur um hjátrú íslendinga
og hindurvitni hafa flogið yfir
höfin að undanförnu, og mörg
um þótt miður, en hins mætti
einnig minnast, að trúlega hef
ur hjátrúin jafnframt lagt
fram sinn skerf í þjóðarbú okk
ar íslendinga.
— xxx —
Loks gefst Haraldur upp á
leitinni, enda hefur hann þá
heyrt ávæning af að nokkrir
Eyjabátar hafi fengið stóra og
fallega hafsíld „milli Drang-
ar honum að skima út á sjóinn,
jafnvel úr stól skipstjórans,
og fylgjast með ferðum og hátt
erni hinna skipverjanna.
Auk þess hvílir á honum það
starf að halda uppi he^ðri skips
ins gagnvart öðrum skipum á
miðunum. Þannig kemst eng-
inn bátur í geltfæri, svo hann
haldi ekki stíft fram hlut síns
farkosts, sinnar skipshafnar og
aflabragða þeirra, og lætur
Depill ekki kveða sig í kútinn
í þeirri viðureign.
Ekki vantar það heldur, þeg
ar mikið liggur við og erfið-
lega gengur að draga inn nót-
ina, að hann leggi fram aðstoð
skolta sinna, auk þess sem
hann kemur áleiðis boðum
skipstjórans. Depill fer allra
sinna ferða um skipið án að-
stoðar og lætur ekki hurðir
tefja ferðir sínar, heldur bít-
ur í húnana og opnar þær
þannig, hvort sem þær opn-
ast að honum eða frá.
Depill er eins og sjá má í
miklum metum um borð, enda
nýtur hann þess fullkomlega á
Framhald á bls. 15.
ÞAÐ ER að nálgast miðnætti,
þegar við komum að Hafnar-
voginni vestur á Grandagarði,
til að leita fregna af aflabrögð
um. Þó liðið sé langt á kvöldið
er enn nóg að gera, eða ef til
vill er réttara að segja, að vinn
an standi sem hæst. Bátarnir
eru sem óðast að koma að
landi, bæði neta- og þorska-
nótarbátar; aflinn er misjafn,
en vigtarmennirnir sjá það
gleggst, að safnast þegar sam
an kemur.
Fáir fylgjast ein vel með
aflabrögðum Reykjavíkurbát-
anna og vigtarmennirnir 4
Grandagarði, og þegar við
spyrjum þá, hvert sé bezt að
leita til að komast í sjóferð
með þorskanótarbát, ljúka þeir
upp einum munni:
— Þegar nót er annars veg-
ar, er sjálfsagt að fara með
Guðmundi Þórðarsyni. Hann
liggur hérna úti á Granda
núna.
— xxx —
Haraldur Ágústsson, skipstjóri, var fyrstur manna til að nota kastblökkina hér á landi á
bátnum Guðmundi Þórðarsyni. Framan af var hún eingöngu notuð á síld, fyrst á sumarsíld-
veiðum fyrir norðan, síðan á vetrarsíldveiðum við Suðurland og nú er að lokum farið að
nota hana í allmiklum mæli við þorsk og ýsu veiðar. Þetta hefur því reynzt hinn mesti
happagripur, og hér sjást saman, kraftblökkin. Haraldur og farkosturinn.
9
k'J