Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Laugardágur 23. marz 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
VALTÝR STEFÁNSSON
OG ÍSLENZK
BLAÐAMENNSKA
l/’altýr Stefánsson var brautryðjandi í íslenzkri blaða-
* mennsku. Hann leit á hana stórum augurn og var þess
fullviss að hlutverk blaðamannsins í nútíma þjóðfélagi væri
í senn auðgandi og ábyrgðarmikið. Hann var sannfærður
um, að forsenda góðrar og heilbrigðrar blaðamennsku væri
frelsi til orðs og æðis. Hann kappkostaði alla tíð í löngu og
fjölþættu starfi sínu að færa okkur heim sanninn um, að
hvorugt gæti án annars verið, frelsið og blöðin. Upp úr þess-
um akri sannfæringar hans og trúar á yfirburði lýðræðis-
Iegrar hugsunar yfir kúgun og ofbeldi hefur sprottið það
bezta í íslenzkum blöðum samtíðarinnar. Fyrir brautryðj-
andastarf sitt verður Valtýs Stefánssonar ávallt minnzt,
þegar þeirra verður getið sem bezt stóðu vörð um frelsi og
mannréttindi á íslandi.
Þessi trú Valtýs Stefánssonar á arf íslendinga var rtá-
fengd starfi hans í þágu íslenzkrar skógræktar og gróður-
menningar. Hann var alinn upp við þau orð Jónasar, að
dalurinn væri fagur og fylltist skógi, þegar sól nýrrar aldar
Ijómaði yfir landinu. — Og hann var sannfærður um, að
starf blaðamannsins ætti að renna stoðum undir þá nýju
öld framkvæmda og framfara, sem við blasir. Blöðin eiga að
vera vopn þjóðarinnar í baráttu hennar að því marki að
auka hagsæld og bæta lífsskilyrðin, um þau eiga að leika
stormar nýrra hugsjóna, en ekki lognmolla kyrrstöðunnar.
I>au eiga að vera skóli, góður skóli. Sú var trú Valtýs.
Þegar Valtýr Stefánsson eitt sinn talaði um hlutverl
blaðanna, komst hann m.a. svo að orði:
„Eins og að líkum Iætur, hef ég oft og einatt hugsað um
starf blaðamannsins. í einu fyrsta blaðinu, sem við Jón
Kjartansson gáfum út, er fjallað um hlutverk blaðanna, og
er ég enn sammála ýmsu því, sem þar segir: „Aðalhlutverk
dagblaða er, að greina frá því, sem er að gerast hér og er-
lendis, að skýra lesendum sínum sem fljótast og gleggst frá
öllum þeim atburðum, er nokkru varða, og þeim straumum
í viðskiptum og menningu þjóðanna, er nokkru máli skipta.
Og eftir því sem þjóðin er minni og í lífi sínu öllu og
viðskiptum háðari umheiminum, eftir því er það nauðsyn-
legra að þetta starf sé rækt vel.
Þeir, sem hafa haft tækifæri til þess að fylgjast með
blaðamennsku landanna síðustu 20 árin, og einkum árin
fyrir 1914, þeir bafa bezt getað séð, hvernig hægt er að
rekja saman blaðamennskuna og afdrif þjóðanna ... “
Valtýr Stefánsson var þeirrar skoðunar, að þá aðeins
gæti blað verið gott, að það væri óháð og lyti engum hús-
bónda, nema eigin sannfæringu. Sjálfstæði blaðanna var
honum því mikið kappsmál. En samfara þessu sjálfstæði
þyrfti að vera rík ábyrgðartilfinning og löngun til að vinna
þjóð sinni og landi allt það gagn, sem unnt væri. Með lífi
sínu og störfum undirstrikaði hann þessa skoðun sína áblaða-
mennskunni og getur engum, sem fylgzt hefur með íslenzku
þjóðlífi undanfarna áratugi blandazt hugur um, að það var
mikil gæfa fyrir íslenzka blaðamennsku og þjóðina í heild,
að Valtýr Stefánsson skyldi hafa þá trú á hlutverki blað-
anna, sem raun ber vitni. Hann var í senn brautryðjandi og
auðmjúkur þjónn mikilla hugsjóna. í anda hans mun Morg-
unblaðið leitast við að halda áfram að þjóna lesendum sín-
um og íslenzku þjóðinnL
Ræktunar-
hugsjónin
var grunn-
tónninn
LÍTILL DRENGUR vakir yfir tún
inu norður að Björgum í Hörgár-
dal. Stórbýlið og skólasetrið
Möðruvellir nytjar þessa litlu
jörð. Tún hennar er ógirt svo það
verður að gæta þess i gróandan-
um.
Inni í torfbænum á Björgum er
gömul kona að heyja sína síðustu
baráttu. Það er hlutverk hins
unga vökumanns að líta til með
henni á daginn, þar sem hún er
ein á bænum. Hann reynir að
hlúa að henni og gera henni sitt-
hvað til dægrastyttingar meðan
hún bíður eftir lausninni.
Tæp 50 ár líða. Þá ritar dreng-
urinn, sem var sýndur sá trún-
aður að vaka yfir túninu og gæta
gömlu konunnar, sem lá í bað-
stofunni söguna af því „Þegar
Guðrún á Björgum dó“. Hann lýs
ir því þegar hann kveður hana,
tekur varlega í magra hendi henn
ar. „Ég gat ekkert sagt, ekkert
við mig gert — nema ég hneigði
mig“.
„Guðrún andaðist um nóttina“.
„Næst þegar ég kom að Björg-
um stóð Guðrún enn uppi í skál-
anum. En þá hvíldi ekki lengur
drungi dauðans yfir staðnum. Þá
var allt heyskaparfólkið af heima
Júninu komið þangað til þess að
slá og raka. Þar voru múgar og
flekkir. Og það var glaðvært tal
röskra verkamanna og kvenna.
Þar var líf og fjör um allt. Og
skálaþilið var eins og það átti
að sér að vera.
Þannig gleymast þá þjáningar
þeirra, sem eiga bágt, hugsaði ég.
Gleymast fyrir öllu pví, sem þarf
að gera á vegum lífsins -Það var
þó ekki langt. síðan, að einmitt
þarna var gömul kona að berjast
hljóðlátri baráttu við dauðann.
Hún var þarna ennþá inni í skál-
anum og beið í kistunni, líkt og
hún hafði beðið í rúminu sínu,
eftir því að komast niður í kirkju-
garðinn.
Og þarna hafði líka verið lítill
drengur í vandræðum dag eftir
dag. Því hann vissi aldrei fyrir
víst, nema hann yrði einn í kot-
inu og þyrfti að ha.’da í aðra
hendina á gömlu konunni, þegar
maðurinn með ljáinn tók í hina“.
★
Hversvegna er þessí frásögn
nfjuð hér upp?
Það er vegna þess að hún
bregður upp svo skýrri mynd af
höfundi hennar, Valtý Stefáns-
syni, sem ritaði þessa bernsku-
minningu þegar hann stóð á há-
tindi þroskaferils síns.
Tvö megineinkenni hins snjalla
blaðamanns endurspeglast í þess-
ari yfirlætislausu sögu. Annars-
vegar hin ríka samúð hans með
sögupersónum sínum, djúpur
skilningur á baráttu og kjörum
lítilmagnans, hinsvegar hin
sterku tengsl við gróandi land,
ilm úr grasi og skógi, bernsku-
slóðirnar fyrir norðan.
Hvar sem ég er staddur á hnett-
inum er skammt heim í Fagra-
skóg, segir Davíð Stefánáson.
Valtý Stefánssyni var svipað far-
ið. Hvar sem hann fór og að
hverju sem hann starfaði leitaði
hugur hans norður að Möðruvöll
um. Þar mótaðist hans frjói bams
hugur og þar auðgaðist ímyndun
arafl hans við náttúruskoðun og
þjóðsögu. Hann slitnaði aldrei úr
tengslum við uppruna sinn. Rækt
unarhugsjónin var gmnntónninn
í öllu hans lífi og starfi, hvort
sem hann ferðaðist um landið
og mældi tún og ieiðbeindi um
ræktun eða vann á ritstjórnar-
skrifstofum og í prentsmiðju. Trú
in á landið og næmur skilningur
á „öllu því, sem þarf að gera á
1 vegum lífsins“ var leiðarljós hans
á erilsamri ævi og í stórbrotnu
starfi.
★
Valtýr Stefánsson fæddist að
Möðruvöllum í Hörgárdal 26.
janúar 1893. Var hann því rúm-
lega sjötugur að aldri er hann
lézt 16. marz sl. Foreldrar hans
voru Stefán Stefánsson, skóia-
meistari frá Heiði í Gönguskörð
um og kona hans Steinunn Frí-
mannsdóttir frá Helgavatni í
Vatnsdal. Stefán skálameistari
var hið mesta glæsimenni, gáfað
ur og fjölfróður náttúruskoðari,
grasafræðingur og frábær kenn-
ari. Foreldrar hans Stefán Stefáns
son á Heiði og Guðrún Sigurðar-
Valtýr Stefánsson stúdent
dóttir' Guðmundssonar skálds
voru einnig stórvel gefið fólk.
Dvöldu þau langdvölum á
Möðruvöllum á hinum efstu ár-
um sínum. Höfðu samvistirnar
við þau mikil áhrif á sonarson
þeirra.
Frú Steinunn Frímannsdóttir
stýrði fjölmennu heimili sínu og
manns síns af skörungsskap og
glæsibrag. Skólaæskan á Möðru-
völlum og síðar heimavist gagn-
fræðaskólans eftir að skóiinn
fluttist til Akureyrar upp úr brun
anum 1902 gaf þessu heimili sér-
stæðan og þróttmikinn svip. Þar
ríkti gleði æskunnar en jafnframt
alvara mikillar vinnu við nám og
kennslustörf. Þangað komu bænd
ur og menntamenn, þar var mið-
stöð menningar- og félagslífs. Á-
hrif hins norðlenzka skóla, arf-
taka hins forna Hólaskóla náðu
um land allt.
í þessu umhverfi, fyrst á Möðru
völlum en síðan á Akureyri ólst
Valtýr Stefánsson upp. Hin fagri
og gróðursæli Hörgárdalur tók
hann ungan í faðm sinn, fræddi
hann um grös sín og gróður undir
handleiðslu hins ágæta skóla-
manns og grasafræðings Að ioknu
gagnfræðanámi á Akureyrj hóf
Valtýr nám í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk þar stúdents-
prófi rúmiega 18 ára gamgll.
Hugði hann þá á búnaðarnám er-
lendis en fór fyrst í bændaskól-
ann á Hólum og stundaði nám þar
árið 1911—1912 til þess að búa sig
undir framhaldsnám í búnaðar-
fræðum. Síðan sigldi hann til
Kaupmannahafnar og hóf nám
við Landbúnaðarháskólann. Lauk
hann heimspekiprófi árið 1913 en
kandidatsprófi í búnaðarfræðum
árið 1914.
Síðan stundaði hann framhalds
nám við Landbúnaðarháskólann
árin 1915 til 1917 og vann þá einn
ig við jarðabótadeild danska
Heiðafélagsins frá árslokum 1917
til loka ársins 1918.
★
Valtýr Stefánsson stefndi þann-
ig í öllu námi sínu rakleitt að lífs
starfi í þágu íslenzks landbúnað
ar. Að því hnigu í senn uppruni
hans, uppeldi og hugsjónir. Hann
kom heim fullur af áhuga á bætt
um búnaðarháttum, aukinni rækt
un, bættum húsakynnum og efna-
hagslegri viðreisn landbúnaðar-
ins. Gerðist hann nú um skeið
sýslubúfræðingur í Skagafirði, en
árin 1920—1923 var hann ráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands.
Ferðaðist hann þá um mestan
hluta landsins og öðlaðist víð-
tæka þekkingu á öllum búnaðar-
og landsháttum. Kom sú þekking
honum að ómetanlegu gagni I
blaðamennskunni síðar. Arin 1923
til 1925 var hann ritstjóri og með
útgefandi búnaðarblaðsins ,Freys*
og braut þar upp á ýmsum nýung
um, sem voru bændum og land-
búnaðinum gagnlegar.
Þegar Valtýr Stefánsson hóf
störf sín í þágu íslenzks land-
búnaðar mótaðist barátta hans og
leiðbeiningarstarfsemi af eldleg-
um áhuga fyrir umbótum og
framförum í sveitum landsins.
Þótti sumum hann jafnvel fara
of geyst er hann boðaði hið nýja
landnám og möguleikana í ís-
lenzkum sveitum. Einu sinni hafði
hann flutt búnaðarerindi í norð
lenzkri sveit fyrir ailmörgum
bændum. Þótti sumum þeirra
framtíðin máluð nokkuð björt-
um litum í ræðu hins unga og lítl •
reynda háskólamanns.
Varð einum þeirra þá að orðií
„Hann ætti að vita, hvernig
það er að verða heylaus, matar-
laus og taðlaus“.
Svona stutt er í fátæktina og
umkomuleysið á íslandi.
En það var einmitt á hendur
þessu umkomuleysi, >sem hinn
ungi búfræðingur hafði lýst yfir
stríði. Einn þátturinn í ræktunar
störfum Valtýs Stefánssonar var
barátta hans fyrir skógrækt á ís-
landi. Skógræktin var ein stærsta
hpgsjón hans. Fyrir henni barð-
ist hann af eldlegum áhuga og
móði, sem jaðraði við ofurkapp.
★
Rétt eftir þrítugsaldur verða
þáttaskil í lífi Valtýs Stefánsson
ar. Hann gengur blaðamennsk-
unni á hönd. Fyrsta apríl 1924 tek
ur hann víð ritstjórn Morgun-
blaðsins með Jóni KjartanssynL
Því starfi gegndi hann í tæp 40
ár.
Morgunblaðið er hið mikla lífs
verk Valtýs Stefánssonar. Hann
gekk að uppbyggingu þess með
ótrúlegum dugnaði og hug-
kvæmni. Hann var vinnuharður
við sjállfan sig og hlífði sér
hvergi. Þessvegna hefur hann
sennilega enzt verr en skyldL
Næturvökur og lýjandi ferðalög
voru daglegt brauð. Morgunblað
ið skyldi verða fullkomið og gott
fréttablað, aflvaki á sviði menn
ingar og lista, brunnur fróðleiks
og fræðslu.
í baráttunni að þessu takmarkl
vann Valtýr Stefánsson eins og
hamhleypa meðan honum entist
heilsa. Og engum er gert rangt tii
þótt það sé fullyrt, að hann hafi
með þrotlausri vinnu, hugkvæmni
og áræði átt langmestan þáttinn
í uppbyggingu og útbreiðslu b’.aða
ins á ritstjórnartímabili sínu.
Hann hóf útgáfu Lesbókar MbL
árið 1925 og vann stöðugt að
stækkun blaðsins og aukinni fjöl
breytni þess.
Það var honum mikil gleðl-
stund þegar Mbl. flutti í ný og
glæsileg húsakynni vorið 1956,
enda þótt starfskraftar hana
væru þá þverrandi.
Valtýr Stefánsson gerði miklar
kröfur til blaðamanna sinna. En
hann var þeim ljúfur og góður
yiirboðari, oft eins og bezti faðir,
sem fylgdist með þroska þeirra
og persónulegum hag af við-
kvæmri umhyggju. Þessvegna
þótti þeim öllum vænt um hann,
og báru fyrir honum virðingu.
Valtý Stefánssyni voru falin
fjölmörg trúnaðarstörf í þágu
Framh. á bls. 14