Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 24

Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 24
SUPUR 69. tbl. — Laugardagfur 23. marz 1963 Formaður danska sjómannasamLandsins segir: Korkeinangruð skip eru púðurfunnur Rætt vii> Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóra DÖNSKU blöffin hafa skrifað mik ið um brunann í Gullfossi og sum haldið bví fram, að kork- einangrun, eins og er í kælilest skipsins, sé hættuleg. Árhúsablaðið Demokraten hef ur það eftir formanni danska sjómannasambandsins, Svend From Andersen, að korkeinangr uð skip séu beinlínis púðurtunn ur og mikil hætta í vændum brjótist út eldur í slíkri einangr un á hafi úti. Annars brennur korkur ekki auðveldlega, en hins vegar er erf itt að slökkva eld í honum eins og allri einangrun yfirleitt. Kork ur er algengur í kælilestum, en sjaldgæft er að þar komi upp eldur, nema bá helzt í farmi, sagði skipaskoðunarstjóri. Hann sagði ennfremur, að þeg ar Gullfoss var bygigður hafi ekki veriö um aðra einangrun að ræða en kork. Hins vegar hafi engir gert ráð fyrir því, að kveikt yrði í 50 tonnum af Olíu undir- skipinu. Ekki sé hægt að reikna með slíku. Öll einangrun arefni hefðu látið undan slíku báli. Það hefur sýnt siig, að korkur inn kemur alltaf aftur og aftur, þó aðrar einangrunartegundir hafi verið reyndar í skipum, sagði Hjálmar Bárðarson. Frumvarp rikisstjórnarinnar um Hefur blaðið það eftir for- manninum, að sambandið muni leggja til að korkeinangrun verði bönnuð í skipum. Talsmaður danska skipaeftir- litsins hefur skýrt frá því, að mjög algengt sé að korkur sé notaður sem einanigrunarefni í skipum, en hins vegar sé hægt að nota ýmis önnur efni, t.d. ýms ar tegundir af plasti. Morgunblaðið hefur snúið sér til Hjálmars Bárðarsonar, skipa skoðunarstjóra, og leitað álits hans á þessu máli. Hjálmar sagði, að korkur sé algengur sem einangruharefni í íslenzkum skipum. Hér ha." ver ið reynd ýmis önnur efni til ein angrunar t.d. ýmis plastefni og steinull. Plastefriin hafi hins veg ar reynzt misjafnlega, sum séu ekki hættuleg, en dragi til sín raka og bleytu og því slæm fyrir fiskiskip. önnur séu hins vegar eldfim. Steinull er ekki eldfim, sagði skipaskoðunarstjóri en hún dreg ur mjög til sín raka og hefur ýmsa aðra ókosti. Reynt hafi ver ið að húða steinull með asfalti til varnar rakanum, en þá sé eldhættan aftur til staðar. ☆ ■ ■ ÍSLENDINGUBINN Guðmund ur Helgason var meðal þeirra sem björguðust af norska skip- inu Höegh-Aronde undan strönd Marokko aðfaranótt sl. fimmtudags, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Guðmundur er Keflvíking- ur, sonur Helga Kristinssonar stofnun Tækni- skóla Islands RÍKTSST J ÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stofnun Tækniskóla ísilands, en markmið hans skal vera það að veita nemendum tæknilega og almenna menntun, sem gerir þá hæfa til að takast sjálfstætt á hendur tæknileg störf og ábyrgð- arstöður í þágu. þjóðarinnar. Námstími er þrjú ár og skulu deildirnar vera þessar: Rafmagns deild, véladeild, byggingadeild, fiskideild óg Vélstjóraskóli. Heim ilt er að stofnun skólans fari fram í áföngum. Stofnun tækniskóla tímabær. í athugasemdum við frumvarp- ið segir m.a. : „Nefndin telur, að fyrir lig'gi tvær grundvallarstaðreyndir, sem sanni betur en annað nauð- synina á því að stofna þennan skóla. Önnur er sú, að atvinnu- vegina vantar í sívaxandi mœli tæknimenntað fólk, hin er sú, að þörf unglinga á aukinni og fjölbreyttari menntun er stöðugt vaxandi. Af þessum staðreyndum verður dregin sú ályktun, að tímabært sé nú að koma -hét upp tækniskóla, sem leysi úr þessum þjóðfélagsþörfum. Þessar staðreyndir, athugaðar hvor um sig og báðar í sameiningu, sýna, að þörfin á stofnun tækniskóla er svo mikil, að dráttur á stofn- un hans mundi verða til alvar- legrar hindrunar á tæknilegri og fjárhaglegri þróun þjóðfélags- ins. Einn alvarlegasti gallinn á hinu íslenzka skólakerfi er ein- mitt fólginn í því, hversu einhliða fræðslan er, það vantar einn þýð- ingarmesta þáttinn í nútima framíhaldsnám, tækninámið. Frumvarpið er samið af nefnd er Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra skipaði háustið 1961, en í henni áttu sæti: Ás- geir Pétursson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, formað ur, Gunnar Bjarnason, skóla- stjóri Vélstjóraskólans og próf- essor Finnbogi R. Þorvaldsson. Guðmundur Helgasonar Guðmundur HeBgason í þriðja skipti skipreika og Inger Nilsen, sem þar búa. Hann fór í siglingar í fyrsta skipti árið 1941, 16 ára gamall. Var hann þá á norska skipinu To’-denskjold. Hefur hann rerið í siglingum alltaf síðan, aðeins komið tvisvar sinnum heim, en festi hér ekki yndi og fór aftur í siglingar. Þetta mun vera í þriðja skiptið sem Guðmundur lend ir í skipreika, því á stríðsár- unum var tvisvar sinnum sökkt skipum sem hann var á, en hann hjargaðist. Árið 1961 fór hann á skipið Höegh-Aronde frá Bergen, en það hefur mest verið í Afríku- siglingum og var það enn þeg ar það fórst á fimmtudag. í gær fengu foreldrar Guð- mundar skeyti frá útgerðar- félaginu A/S Ocean Trans- port í Bergen, þar sem skýrt var frá því að Guðmundur hefði bjargast. Hann mun vera einn þeirra 14 manna, sem björguðust af skipinu, en annarra 14 er enn saknað. f FYRRINÓTT tók varðskipið Óðinn brezka togarann Carlisle frá Grimsby að ólöglegum veið um 1,1 sjómílu inni í einu frið aða hólfinu út af Faxaflóa, en 3 sjómílur iiyian 12 mílna mark anna. Var skipstjóri togarans tekinn til yfirheyrzlu um horð í Óðin, en var hinn hortugasti. Meðan yfirheyrslan stóð yfir versnaði mjög veðrið en þarna var suðaustan rok, svo að Óð- inn varð að fara með togarann um 30 mílna leið nörður á Skarðs vík, til að koma skipstjóranum aftur um borð. Óðinn kom með toigarann- til Reykjavíkur kl. 3 í gær, og í dag eiga að hefjast réttarhöld í máli hans. Þórarinn Björnsson, skipherra á Óðni, og aðrir af skipshöfninni koma í land til að geta verið við réttarhöldin, en á meðan verður önnur skips- höfn flutt yfir á Óðin. Vísitalan KAUPbA GSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun marzmánaðar 1963 oig reyndist hún vera 129 stig eða 1 stigi hærri en í febrúarbyrjun 1963. Brezki háset inn faldi sig meðan leitað var O’FLAGHERTY, brezki háset- inn, sem saknað var af togaran- um Maohbeth, er fundinn. Hafði honum litizt vel á sig á Islandi og ætlaði að fela sig þangað til togarinn væri farinn, gefa sig þá fram og fá atvinnu og dval- arleyfi. í gærmorgun var froskmaður látinn leita í höfninni, þar sem togarinn hafði legið, og síðdegis var áformað að slæða höfnina. En þá hringdi maður til brezka sendiráðsins og sagði að maður- inn væri á lífi og ekki þyrfti að leita dauðaleit að honum. En hann hafði lofað sjómanninum að segja ekki til hans og gerði ekki. Vill hann ekki strokumanninn, sem verður því sennilega sendur utan við fyrsta tækifæri. Líkams- árás RÁÐIZT var á drukkinn mann um kl. 4 í fyrrinótt í Austur- stræti. Kom hann allblóðugur Útlendingaeftirlitið hafði svo upp á manninum „eftir króka- leiðum“, eins og Jón Sigurpáls- son orðaði það í viðtali við blað- ið. Var pilturinn á Hverfisgötu hjá brezkum og dönskum piltum. En situr nú í Steininum á Skóla- vörðustíg. Nýir menn frá Englandi. Skipstjórinn á togaranum var búinn að gera ráðstafanir til að fá 2—3 menn frá Englandi, því auk þess sem einn háseta vant- aði, voru aðrir með influenzu, og koma nýju mennirnir í dag. inn á lögraglustöð og kærði verkn aðinn og kvaðst hafa verið bar- inn í götuna. Lögreglan fór & staðinn, en varð ekki vör við neitt grunsam legt. Maðurinn vissi ekki hver hafði ráðizt á hann og var flutt ur á Slysavarðstofunar, þar sem gert var að áverkum hans. Málið er enn I rannsókn, en lögreglan hefur fengið upplýs- ingar um mann, sem vai á ferli í Austurstræti um þetta leyti, sem er talinn liklegur til að hafa framið verkinaðinn. S/álfstœðisfólk! munið Varðarkaffið í Valhöll í dag kl. 3—5 e.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.