Morgunblaðið - 31.03.1963, Page 13

Morgunblaðið - 31.03.1963, Page 13
Sunnudagur 31. marz 1963 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Forseta íslands boðið til Bretlands P Með boðinu til forseta Islands og forsetafrúarinnar um að koma í opinbera heimsókn til Bret- ' lands, vill brezka ríkisstjórnin auðsjáanlega votta íslenzku þjóðinni vinsemd og virðingu. Hún staðfestir á þennan hátt, að landhelgisdeilan sé nú fyrir fullt og allt úr sögunni. Ekki er unnt að fá skýrari vitnisburð um, að Bretar hyggja ekki á nýjar kröf- ur í þessum efnum, kröfur, sem óhjákvæmilega mundu leiða til ýfinga og óvildar á milli þjóð- anna. Allir góðviljaðir menn /f>(ww.. w?.w v. •••• • m • ? **«*» v ***♦**#: «' «• :ií ■ i ■ ■■ 'íss4®'i f **** St"^ “ ‘ aiwrrrr { ** * ly **jj>*kj *Sa" Sé^ frá Sjómannaskólanum norðaustur yfir borgina. REYKJAVÍKURBRÉF hljóta að gleðjast yfir því, að Bretar gera þannig sitt til, að gamall ágreiningur megi fyrnast og sátt og samlyndi koma í hans stað. Þetta er eitt merki þess, hversu vel tókst til með samn- ingsgerðinni í marz 1961. Sá góði árangur var því að úakka, að Bretar sjálfir gerðu sér ljóst, að þeir höfðu látið kommúnista leiða sig í gildru. Eftir að Mac- Millan, forsaetisráðherra, hafði fyrir atbeina og skýringar Ólafs Thors gefið sér tóm til að setja sig inn í málið, tókst að leiða það til farsælla lykta. Ógæfan var, að ekki skyldi strax á árinu 1958 efnt til sliks fundar æðstu manna, eins og Sjálfstæðismenn stungu upp á. Meðan kommúnistar voru í stjórn mátti ekki heyra á slíkt minnzt vegna þess að þeir vildu auka á vandræðin en ekki draga úr þeim. Tæot ár eftir H Hinn takmarkaði, tímabundni réttur Breta til fiskveiða innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi var framlag íslendinga til að eyða þessari stórhættulegu deilu. Sá takmarkaði veiðiréttur ' fellur niður að tæplega ári liðnu. Þó að hann hafi orðið okkur að litlu tjóni er hann að sjálfsögðu hvim- leiður, enda hefur ekki komið til mála, að hann yrði endurnýjaður eða framlengdur. Öruggt er, að brezkum stjórnarvöldum hefur aldrei til hugar komið að fara slíks á leit. Þau töldu og telja deilunni lokið með samnings- gerðinni frá 1961. Grunnlínu- breytingarnar, sem þá fengust, voru okkur ólíkt meira virði en hinn takmarkaði, tímabundni fiskveiðiréttur var Bretum. Svo hefur reynzt nú þegar, og er þess þá ógetið, að grunnlínu- breytingarnar standa um alla framtíð, þar sem réttur Breta takmarkast við einungis þrjú ár. En stjórnarandstæðingar segja, að þetta skipti minnstu máli. Hitt sé meira um vert, að við 'höfum um alla framtíð afsalað okkur rétti til alls landgrunnsins. Með þeirri fullyrðingu er stað reyndum alveg snúið við. Islendingum til hags Sannleikurinn er sá, að i samn Ingnum við Breta segir berum orðum: „Ríkisstjórn Islands mun halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. xnaí 1959 varðandi útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við Island, en mun tilkynna ríkisstjórn Bret- lands slíka útfærslu með 6 mán- aða fyrirvara og rísi ágreiningur um slíka útfærslu skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins“. Þarna áskilja íslendingar sér allan rétt og tryggja, að við Laugard. 30. marz beitingu hans komi ekki á ný til samskonar öngþveitis og 1958. Auðvitað er það hinum máttar- minni frekar til hags en þeim máttarmeiri, að úr réttarágrein- ingi sé skorið af Alþjóðadóm- stólnum en ekki með valdbeit- ingu. Þetta skilur hver sá sem ekki er blindaður af ofstæki eða vill koma illu af stað. Vinstri stjórnm bauð gerðardóm Framsóknarmenn og kommún- istar skilja þetta ekki síður en aðrir. eÞir áttu m.a. hlut að því, að Islendingar éreidJu á tveimur alþjóðaráðstefnum, bæði 1958 og 1960, atkvæði með því að 12 mílna fiskveiðilandhelgi skyldi verða samningsbundin al- þjóðaregla. Að vísu reyndu ís- lendingar á báðum þessum ráð- stefnum að fá settan fyrirvara um frekari friðunarheimildir til handa strandríki, sem sérstak- lega væri háð fiskveiðum. En á hvorugri ráðstefnunni hafði sá fyrirvari nægilegt fylgi og hefðu íslendingar þess vegna orðið að una 12 mílna ákvæðinu, ef það hefði náð fram að ganga, eins og litlu munaði 1960. Jafnvel þótt fyrirvari okkar liefði hlotið nægan stuðning ann- arra, vorum við sízt betur settir eftir honum en nú. Meginatriði þeirrar tillögu, sem Lúðvík Jós- efsson ákvað að lögð skyldi fyr- ir ráðstefnuna 1953 og aftur var tekin upp með samþykki hans og Framsóknar 1960, var sem sé það, að ef ágreiningur yrði, skyldi gerðardómur skera úr. Það var þannig tvívegis ágrein- ingslaust berum orðum gert að beinni tillögu af Islands hálfu á alþjóðavettvangi, að ráðstafanir utan 12 mílna fiskveiðilögsögu yrðu ekki gerðar nema ágreining ur út af þeim yrði borinn undir dóm. Allt tal Framsóknarmanna og kommúnista um réttindaaf- sal með samningnum 1961 er sannanlega gegn betri vitund. Afturhalds- samasti þing- maðurinn Daginn eftir að landskjálfta- kippir hristu allt ísland hélt Ein- ar Olgeirsson eins og oftar ræðu á Alþingi. í þetta skipti brýndi hann svo röddina, að hvein í þinghúsinu, svipað og sumstaðar heyrðist rétt á undan mestu jarð- hræringunum nóttina áður. Elztu þingmenn mundu ekki eft- ir því, að í annað skipti hafi hærra látið í Einari. Orsök ólát anna var sú, að Einar fór að bera saman áhrif heiðindóms og kristni í sögu íslendinga. Hann taldi það hin mestu firn, að Ágúst Þorvaldsson hafði í umræðum um Skálholtsfrumvarpið sagt ís- lendinga eiga kirkjunni mikið að þakka. Þetta þoldi Einar ekki og fullyrti flesta góða kosti og afrek íslendinga eiga rætur sínar að rekja til heiðindómsins. Var svo að heyra um skeið sem Einar hygði sig standa á Lögbergi árið 1000 og halda þar þrumandi ræðu gegn kristnitöku. Vildi hann þó, þegar í honum fór að sljákka, ekki með öllu neita því, að eitt hvað gott hefði af kristindómin um leitt, en þá einungis vegna þess að hann hefði aldrei til fulls unnið bug á heiðninni hér landi! Vafalaust hefur Einar þarna mælt af sinni innstu sannfær- ingu. Þessi skoðun er síður en svo í ósamræmi við aðrar skoð- anir hans. Hann og hans sálufé lagar eru einu formælendur ein- ræðis hér á íslandi. Einræði hef- ur fylgt mannkyninu svo lengi sem sögur grejna og er heiðn inni ámóta gamalt, þótt það hafi enzt betur. Það er þrautseigt stjórnarform, sem tekur á sig nýjar og nýjar myndir. Nú i dögum hafa arftakar zardæmis ins rússneska t.d. tekið á sig mynd kommúnismans. Eðlið er hið sama, þótt hinn ytri búnaður sé annar. Sönnum afturhalds- manni, er vill hafa þúsund ára sögu að engu, sæmir því jafnvel að taka upp vörn fyrir heiðin- dómi sem einræði. „Helvíti á jörðuí4 I Reykjavíkurbréfi hefur stundum verið látin uppi undrun yfir því, að Einar Olgeirsson skuli ekki hafa manndóm í sér til þess að rísa gegn kommún- ismanum, eftir að menn hafa fengið innsýn í örlítið af þeim glæpum og hryðjuverkum, sem í nafni kommúnismans hafa verið og enn eru framin. Skýringin virðist vera inngróin afturhalds semi. Á milli Einars Olgeirsson- ar og flestra annarra Islendinga er ekki aðeins öld heldur árþús und. Sem betur fer fylgjast sumir af kommúnistum með tím anum. Einn þeirra, John Santo að nafni, Ungverji að upphuna hefur nýlega skýrt frá reynslu sinni af hinni kommúnísku kenn ingu, sem hann, eins og Einar, tók ungur tryggðir við. Santo þessi er nú 55 ára gamall og vann fyrir flokkinn í 28 ár. Um skeið dvaldi hann áður fyrri Bandaríkjunum, en var vísað úr landi 1948 vegna þjónustu sinn ar í þágu kommúnista. Hann fór þá til Ungverjalands og var 7 ár embættismaður ungversku stjórn arinnar, en hraktist þaðan 1956 Hann segir, að á meðal ástæðn anna til þess að hann gafst upp á kommúnismanum, hafi verið að hann fékk nóg af ranglátum réttarhöldum og dómum, pín ingum, „ósýnilegri stjórn“ leyni lögreglunnar og þrælkun verka- lýðsins. Lífið í Ungverjalandi hafi verið „helvíti á jörðu“, (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Ureltir lifnaðarhættir í skýrslu sinni segir Santo orð- rétt: „I skemmstu máli er svarið andstaðan á milli ljómandi feg urðar hinnar kommúnísku kenn- ingar og þess, sem hún hefur reynzt í framkvæmd, þ.e. dýrs- legir, spilltir, úreltir lifnaðar- hættir, stjórnarkerfi falsks sið ferðis, öfugsnúinnar siðfræði, ó hagkvæms efnahagslífs, skelfi legra stjórnarhátta og píningar verkalýðsins“. Santo segist hafa séð rúss neska skriðdreka skjóta á konur, sem voru í biðröð eftir brauði meðan stóð á uppreisninni í Ung verjalandi haustið 1956: „Þetta var stríð gegn saklausu kvenfólki í Búdapest, ætlað til þess að hræða íbúana til undir- gefni, til skilyrðislausrar, blindr ar, þrælslegrar hlýðni". „Brýuasti kommúnismi íslendinga4i Ljót er þessi saga, sögð af milljónum manna, ekki aðeins í Ungverjalandi heldur hvarvetna þar sem kommúnistar hafa náð yfirráðum. Það þarf mikla for- herðingu til að afneita öllum þessum vitnisburðum. Einar Ol- geirsson brynjar sig gégn stað- reyndunum með því að hverfa þúsund ár aftur í tímann. Jóhann es skáld frá Kötlum reynir að forða sér frá veruleikanum, fram kvæmd kommúnismans, með því vikulega að vaða elginn í Þjóð- viljanum, öllum andstæðingum kommúnista til óblandinnar ánægju. I síðasta pistli sínum segir Kötluskáldið: „Kjarnorkustórveldin standa vetnisvædd hvort gagnvart öðru og fyrir lítið kemur að rífast endalaust um það hvoru megin glæpurinn sé meiri — staðreynd- in blasir við, ægileg, óbifanleg. Eins og sakir standa ér brýnasti kommúnismi íslendinga sá, að af- neita þessari glæpsamlegu þróun á báða bóga“. „Brýnasti kommúnismi íslend- inga“ á ekki að vera „kommún- ismi samkvæmt rúsánesku eða kínversku rituali", enda hefur skáldið áður talað um „rúss neska eða kínverska glæpi“, að vísu í annarra orða stað. Sálarneyð eða sjónhverfing? Ef til vill segja sumir, að það sé illa gert að gabbast að skáld- inu fyrir vaðal þess, sem í raun og sánnleika lýsi sálarneyð ör- vinglaðs manns. En því miður er það ekki svo. Vaðallinn er orðagkvaldur páfagauks, sem bú- inn er að heyra svo mikið að hann er orðinn ruglaður í rím inu, en fer þó inn á milli með þulu, sem húsbændurnir hafa kennt honum. Af öllu skvaldrinu má hevra. að enn er það glöggt hvað þeir vilja. Helzta áhugamálið er ætíð að gera ísland varnarlaust, svo að það geti orðið einni hleypi- skútu að bráð, eins og Jón Sig- urðsson varaði menn við fyrir meira en hundrað árum. Glæpir kommúnista eru nú of alkunnir til þess að þeim tjái að neita. Þess vegna á fordæming þeirra orði að verða svefnþorn, sem íslendingar séu stungnir með meðan þeir eru dregnir inn í glæpaveldið. Undirbúiiingur tollskrár líflátssök? Afneitun kommúnistadeildar- innar á Islandi á glæpum sinna rússnesku húsbænda stoðar dindlana lítt. Þeir geta aldrei dul ið hrosshófinn. Maðurinn, sem fyrir nærri þremur árum hótaði með „Alþingi götunnar", ef land- helgisdeilunni við Breta yrði eytt, umhverfist nú yfir því, að tollskráin nýja skuli hafa verið vel og vandlega undirbúin. Hann skrifar um það í Þjóðviljann, að í sumum löndum, þ.e. Rússlandi, mundi líflátshegning liggja við, ef með mál hefði verið farið svo sem um tollskrána hefur verið gert. Menn trúa vart sínum eig- in augum, þegar slíkar fjarstæð- ur eru lesnar. Þær sýna hvernig góðir og heilbrigðir stjórnar- • hættir verka á þennan óþokka- iýð. Öllum, sem málið kynna sér, l^emur saman um, að með samn- ingu hinnar nýju tollskrár hafi stórvirki verið unnið. Þar er flókin og nær óskiljanleg lög- gjöf ’ færð í svo einfaldan og skiljanlegan búning sem verða má. Margskonar misrétti og ósam ræmi er leiðrétt. Jafnframt eru tollar verulega lækkaðir án þess þó að líklegt sé, að það bitni svo nokkru nemi á ríkissjóði. Óhæfi- lega háir tollar hafa sem sé leitt til smygls og annarrar spilling- ar, sem af sjálfu sér hverfur, ef skynsamlega er að farið. Nú fyrst eru horfur á að öll kurl komi til grafar. Ríkissjóður njóti þess, sem honum lögum sam- kvæmt er ætlað. Að þessari rétt- arbót hefur verið unnið undir forystu Gunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra.- Hann og að- stoðarmenn hans eiga sannar- lega þakkir skilið fyrir hversu vel hefur tekízt. Ofsalæti Þjóð- viljans og undirspil Framsóknar staðfesta, að vel hefur verið á haldið. Alipov fylgdist vel með Réttlætistilfinning kommúnista lýsir sér í gremju þeirra yfir, að ekki skuli hafa verið höfðað mál gegn íslendingnum, sem kom upp um rússnesku njósnarana á dög- unum. Þjóðviljinn varast að hall- mæla sjálfum njósnurunum, en vill láta refsa þeim, sem ekki lét leiða sig í njósnaranetið. Blaðið gerir mikið úr því, að Alipov sendiráðsmaður hafi á sínum tíma leitað til Ragnars Gunnars- sonar í því skyni að fá fregnir af því, sem gerðist innan komm- únistaflokksins. Birta þeir eina setningu úr skýrslu Ragnars Gunnarssonar þessu til sönnun- ar, en sleppa annarri, sem þeim er þó ekki síður kunnugt upi: „Og í þau skipti sem ég hitti hann eftir þetta, snerist tal hans mestmegnis um málefni Sósíal- istaflokksins og íslenzk stjórn- mál. Var honum auðheyrilega fyllilega kunnugt um þau átök, sem átt hafa sér stað í Sósíal- istaflokknum og hafði áhuga á að kynnast þeim frá sem flestum hliðum“. Þjóðviljanum er þýðingarlaust að reyna að leyna því, að hinum sovézka sendiráðsmanni var „fyllilega kunnugt“ um ástandið innan þess flokks, sem hann var einn af eft.irlitsmönnuniim maA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.