Morgunblaðið - 31.03.1963, Side 24

Morgunblaðið - 31.03.1963, Side 24
Þór kannar sjávarbotninn á jarðskjálftasvæðinu VARÐSKIPH) ÞÓR mun í dag kanna sjávarbotninn út af Skaga firSi og Siglunesi með dýptar- mælingum vegna jarðhræring- anna þar undanfarna daga. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, 'sagði blað inu í gær, að þessi athugun væri aðeins sjálfsögð varúð, ekki væri að vita nema einhver breyting hefði orðið við þessar náttúru- hamfarir. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði hefur þá frétt að segja, að breytingar hefðu komið fram á sjávarbotninum á landgrunn- inu út af Siglunesi, samkvæmt dýptarmæli á Særúnu SI 50, og virtust vera komnar grynningar, þar sem allmikið dýpi á að vera. „Klassisk messau í Laugarneskirkju „Klassisk messa“ verður flutt í Laugarneskirkju í dag kl. 8:30 s.d. Messan verður flutt sam- kvæmt hinni nýju messubók fyrir presta og söfnuði, sem sr. Sig- urður Pálsson hefir gefið út. Þeir sem vilja njóta messunnar til fulls, verða að hafa messu- bókina í höndum eða m.essuform- ið sem fæst sérprentað, hvoru- tveggja í bókaverzlunum Lárusar Biöndals. Messuformið fæst einnig við innganginn í kirkj- una. LEIKRITIÐ HART í bak eftir Jökul Jakobsson hefur nú verið sýnt 55 sinnum og jafnan fyrir fullu húsi. Hafa færri komizt að en vildu. Þessi mynd var tekin að lokinni fimmtugustu sýningu, þegar leikarar og starfsfólk gæddu sér á kaffi og pönnukökum niðri í kjallara í Iðnó. Fremst á myndinni er Lilja Þórðar- dóttir hárgreiðslukona. En vinstra megin við hana er Brynjólfur, Jóhannesson, þá Jóhanna Kristjánsdóttir, (eig- inkona Jökuls), Steindór Hjörleifsson, Theódór Hall- dórsson, Helga Valtýsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Sigurðs- . son, Gissur Páilsson og Gísli i Halldórsson. Hins vegar var skipstjórinn sofandi, þegar báturinn fór/þarna yfir fyrst. Síðar hefðu þessar Eðlilegur komutími lóunnar f GÆR átti blaðið tal við dr. Finn Guðmundsson fuglafræð ing og spurði hann um komu lóunnar í sambandi við frétt Markúsar á Borgareyrum í blaðinu í gær. Dr. Finnur sagði að þetta væri eðlilegur komutími ló- unnar. Hún kæmi oft um þessi mánaðamót. Þetta væri raunar nokkuð misjafnt eftir árum, en þegar lóan kæmi í fyrra lagi væru hinar fyrstu oft hér síð- ustu vikuna í marz og jafn- vel ein og ein um miðjan marz. Alla jafna er lóan komin hing- að um miðjan apríl. Gaf sig fram UM 6 leytið í fyrrakvöld var ekið á dreng á reiðhjóli í Kópa- vogi. Bíllinn, ók á brott af staðn- um. í gær gaf sig fram maður hjá Kópavogslögreglunni vegna þessa slyss. Taldi hann sig hafa verið á ferð þarna um svipað leyti og slysið varð, en kvaðst ekki hafa orðið var við það. Hafnarfjörður LANDSMÁLAFÉLAGIÐ FRAM heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8.30. Rætt verð- ur um stjórnmálaviðhorfið og alþingiskosningamar. Frummæl- endur verða Axel jónsson og Sverrir Júlíusson. Félagsrr.-'nn eru hvattir til að fjölmenna. Akranes SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna, sem ákveðið var n.k. fimmtudag færist yfir á þriðju- daginn 2. apríl. grynningar ekki fundizt á dýpt- armælinn. Skipstjórinn á Særúnu, Númi Jóhannsson, fór í róður í fyrra- kvöld og ætlaði að athuga svæð- ið aftur í gær, en báturinn var ekki kominn inn þegar blaðið fór í prentun. Owen Hellyer nýlega látinn NÝLEGA lézt að heimili sinu í Suður-Devon Owen Stooks Hell- yer, sem um áraraðir var einn umsvifamesti útgerðarmaður í Hull og hafði m. a. mikla útgerð og fiskverkun í Hafnarfirði á ámnum kringum heimsstyrjöld- ina fyrri. Owen Hellyer var 83 ára að aldri er hann lézt. Hann stofnaði fyrirtækið Hellyer Bros, ásamt Orlando bróður sínum 1918. Á styrjaldarárunum hafði hann mikil afskipti af fiskkaupum Breta frá íslandi. Fljótlega eftir síðari heims- styrjöldina dró hann sig í hlé frá útgerð og fiskiðnaði og sett- ist að á búgarði sínum. Allir þekkja De Gaulle, Frakklandsforseta, en þelr em færri, sem þekkjá girðingarstólpana við Vatnsdalsá, (Ljósm. Peter Kidsðn). i Verulegar tollalækkanir á umbúðum og pappír ÞÝÐINGARMIKILL þáttur í kostnaði og útgjöldum atvinnu veganna allra og ekki sízt verzlunarinnar er umbúðir og efni í þær. Hefur ákaflega mikils glundroða og ósamræm is gætt í tollaálagningu á þær vörur, sem sést af því, að tollur á umbúðum hefur í rauninni verið frá 4% upp í 100% og jafnvel upp í 132%. Hefur mikil vinna verið í það lögð við samnin,gu hinnar nýju tollskrár að samræma þá hluti. Prent- og skrifpappír verð ur nú 30% í stað 33%. Einn- ig verður 30% tollur á kraft pappír og kraftpappa (nú 45%), svo og bókbandspappa, umbúðapappír og veggpappa (nú ýmist 52%, 54% eða 56%) Hand,gerður pappír og pappi lækkar úr 107% niður í 30%. Pergamentpappir, sem vegur allt að lOOg/m 24% eins og nú, en annars 30% (nú 107%). Bylgjupappír og pappi verð- ur með 40% í stað 52%, á- prentaður paþpír og pappi með 60% í stað 107%. Hvað umbúðir snertir, lækka pappakassar og öskjur úr 106% niður í 60%, pappírs- pokar almennt úr 106% í 50%, en pappírspokar sérstaklega fyrir vélpökkun úr 106% í 40%, svo og plastpokar til vél- pökkunar, en þeir eru nú með 132% tolli. Hinsvegar hafa svo blöð, þynnur og hólkar eða filmur úr plasti til umbúða, sem fyrir mistök og i algeru ósamræmi við allt annað hef- ur verið tollað með 4% verið sett í 35% toll til samræmis. Þegar litið er á umbúðir al- mennt og pappírsvörur, er því um mjög verulegar tollalækk- anir að ræða, sem eiga að koma atvinnuvegunum öllum til góða. Minnmgarathöfn um flugmennina NÆSTKOMANDI þriðjudag verður minningarathöfn um flugmennina Stefán Magnússon og Þórð Úlfarsson, sem fórust með flugvél Flugsýnar á hafinu rniili Nýfundnalands og Græn- lands fyrir skemmstu. Minningarathöfnin fer fram i Dómkirkjunni og annast hana sóknarprestar hinna látnu, þeir sr. Jón Auðuns og sr. Jakob Jónsson. Félag íslenzkra atvinnuflug- manna og Loftleiðir hf ganvast fyrir athöfn þessari ,sem verður útvarpað. Brotizt inn í Hafnarbíó BROTIZT var inn í Hafnarbíó i fyrrinótt. Þjófurinn komst inn með því að skrúfa lamir af ör- yggishurð á sýningarsalnum. Stolið var sælgæti og noikkr- um krónum í skiptimynt. Sœluvika Skagfirðinga Sauðárkróki. , SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki í dag, sunnu- dag. — Eins og undanfarin ár gengst Félagsheimilið Bifröst fyrir þessari gleðihátíð Skagfirð- inga. Mjög fjölbreyttar skemmt- anir verða í pifröst alla daga vikunnar og þar munu koma fram um 170 manns. Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Fjalla-Eyvind“ eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri er Ey- þór Stefánsson. Hér er um af- mælissýningu að ræða, því á þessu ári eru liðin 75 ár frá stofnun leikfélags á Sauðárkróki. Hann verður sýndur öll kvöld vikunnar og má gera ráð fyrir mikilli aðsókn, þar sem hér er um eitt af öndvegisverkum ís- lenzkra leikbókmennta að ræða. Leikfélagið hefur vandað mjög til sýningarinnar. Leiktjöld eru viðamikil og vönduð og búning- ar eru flestir frá Þjóðleikhúsinu. Þrír karlakórar koma fram og eru það „Heimir“, „Feykir“ og Karlakór Akureyrar. • Kvenfélag Sauðárkróks skemmtir gestum vikunnar með revíu, leikþætti, söng og listdans Rigmor Hanson o. fl. Sauðárkróksbíó sýnir úrvals- mýndir alla vikuna, m.a. „Nunn- una“, „La Paloma“ o. fl. Dansað' verður á fimmtudags-, föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Hljómsveit Hauks Þor- steinssonar leikur fyrir dansin- um. Mánudagurinn 1. apríl er sér- staklega helgaður börnum. Þá verður kvikmyndasýning, leik- sýning, „Fjalla-Eyvindur“ og dansleikur. Gera má ráð fyrir að mikill fjöldi fólks taki þátt í gleði sælu- vikunnar eins og undanfarin ár, Veðurblíða hefur verið í Skaga- firði undanfarið og allir vegir færir eins og að sumarlagi. <■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.