Morgunblaðið - 04.04.1963, Page 3
3
í.'í'SÍ'í’
Fimmtudagur 4. apríl 1963
Si- i i- i ‘H f, -r' "j ,,!i :?:j ’H
MORCVNBL4ÐIÐ
VIÐ ERUM staddir 1 hinni
rúmgóðu og vistlegu skrifstofu
Vilhjálms Þ. Gíslasonar, út-
varpsstjóra í Fiskifélags-
húsinu við Skúlagötu Oig
horfum út yfir sundin á Akra-
fjall og Esjuua, sem standa að
hálfu niður undan skýjahett-
unum, sem hvíla þunglama-
lega á þ-eim. Á götunni langt
fyrir neðan sp'.gspora nokkrir
rónar letilega, — entla er
mol'luiveður og gróðrarilmur
í lofti, næstum vorlegt, þótt
enn sé marz.
— Við erum stundum í hálí-
gerðum vandræðum með róna
greyin, segir Viihjálmur. Þeg-
ar vont er veður, leita þeir
hérna inn í anddyrið. í dag
væsir ekki um þá.
Auk Vilhjálms er þarna
staddur Pétur Sigurðsson, fyrr
verandi háskólaritaæi, en nú
eru iiðin 40 ár síðan þeir fél-
agar luku fyrstir manna
meistaraprófi 1 norrænum
fræðum frá Háskóla íslands.
— Að hugsa sér hvað það
er lahgt síðan við vorum í
Menntaskólanum, Pétur, segir
Vilhjáknur. Ég man vel eftir
því, þegar Steingrímur Thor-
steinsson, sem þá var rektor,
var að segja föður rnínum frá
Pétur Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason glugga saman í
bók í skrifstofu Vilhjálms. Á veggnum fyrir aftan hangir
málverkið Útvarp eftir Kjarval.
Þeir gengu um í
með harðan hatt
og staf
ir menn, einkum stúdentar,
verzlunarmenn og kontóristar
voru pjattaðir, segir Vilhjálm
ur. Mitt fyrsta verk eftir
stúdentsprófið var að fá mér
sj akket, harðan hatt, staf og
hanzka.
— Þessi sjafeket-öld hófst í
stríðinu, segir Pétur. Þegar ég
kom heim frá Kaupmanna-
höfn skipaði pabbi mér strax
að fá mér sjakket. Allir mín-
ir bekkjabræður áttu sjakk-
et, og hann sagði, að ég gæti
ekki verið þekktur fyrir að
ganga öðruvísi kiæddur. Mér
rennur til rifja að sjá, hvern-
ig stúdentarnir eru til fara nú
orðið.
— Hvernig voru kennararn
ir ykkiar?
— Þeir voru lærðir og ágæt-
ir menn og hjálpsamir við
nemendur sína.
— Var námsefni til meistara
prófs í norrænum fræðum
líikt því, sem nú gerist?
— Já, ég held að það sé
mjög svipað, segir Vilhjélmur
nema hvað við þurftum að
skila prófritgerðinni á 6 vik-
um. Ég man gerla hvenær við
fengum verkefnið í hendur.
Það var 16. september 1922.
Ég fékk það nefnilega í af-
mælisgjöf.
— Hvaða verkefni fenguð
þér?
— Áhrif uppfræðingarstefn
unnar á Fjölnismenn og starfi
semi þeirra.
— En hvert var yðar verk-
efni, Pétur?
— Hlutur Sturlu Þórðar-
sonar í Sturlungasögu og
helztu einkenni sagnaritunar
hans.
—Og það er enniþá hlezta
grundvallarrit um það efni,
segir Vilhjálmur.
— Svo þurftum við að balda
fyrirlestra í heyranda hljóði,
segir Pétur, Vilhjálmur um
aldur Eddukvæðanna, en ég
um Vísnabók Guðbrands bisk
ups.
— Sótti fólk fyrirlestrana
„pereatinu“, en hann var sjálf
ur einn höfuðpauranna í því.
Hann sagði ýmislegt um af-
stöðu fólfcs, einkum foreldra
skólapilta, til pereatsins. Fjöl-
skyldurnar og Stiftyfirvöldin
stóðu með strákunum á móti
Sveinbirni.
— Eruð þið samstúdentar?
spyr ég.
— Nei, Pétur varð stúdent
1914, en ég 1917, svarar Vil-
hjálmur. Pétur var hins veg-
ar fjóra vetur í Kaupmanna-
höfn hjá Finni Jónssyni.
Aðils dó tók Páll Eggert Oiars
son við af honum.
— Hvernig fór um ykkur
þarna í Alþingishúsinu?
— Það var þröngt, segir
Vil'hjálmur, en ósköp rólegt.
Við kunnum vel við okkur í
suðurstofunni, sem snýr út að
garðinum.
— Svo var stundum verið
að spila lander í kompunni
fyrir framan, skýtur Pétur
inn. Við spiluðum upp á
kringlur. Þá voru sumarþing,
svo að við vorum einir í hús-
stúdentafundir, og í „Mensa
academica“ fór fyrsta rússa-
gildið fram.
— Settu stúdentar ekki tals-
verðan svip á bæjarlífið á þess
um árum?
—Jú, en einna helzta ein-
kenni þessa tírna er, hvað ung
vel?
—Já, það var húsfyllir á
báðum.
— Komuð þið upp í nokkru
ólesnu?
— Nei, það var ebki verið
að fara í neina skanka af efn-
inu, heldur það, sem máli
skipti, segir Pétur. Ö
Fara utan til að unriir
— Fjóra vetur alls, segir
Pétur, en ekki þó óslitið, sem
betur fer. Það hefði verið öm-
urlegt að liggja úti í Höfn
í spönsku veikinni 1918.
— Voruð þið fyrstu nem-
endur norrænudeildarinnar?
— Nei, þegar hún var stofn
uð 1911 komu hingað tveir
Norðmenn og var annar hér
í eitt ár, hinn í tvö. 1913 inn-
ritaðist Geir Einarsson frá
Bofig í deildina, en dó skömmu
síðar. Voru siðan engir nem-
endur í norrænu fram til 1917.
Allan þann tíma voru þó haldn
ir fyrirlestrar, sem almenning-
ur sótti.
— Svo byrjuðuð þið 1917.
— Já, og ári seinna bætt-
ust við Anna Bjarnadóttir,
síðar prestkona í Reykholti,
og Stefán Einarsson. Prófess-
orarnir í deildinni, þegar við
byrjuðum, voru Sigurður Nor-
dal og Jón Aðils, en Björn
M. Ólsen hafði veikzt um
haustið. Einnig kenndu þeir
Alexander Jóhannesson, Hol-
ger Wiehe, sendikennari í
dönsku og Bjarni frá Vogi,
sem kenndi okkur miðalda-
latínu. Jakob J. Smári flutti
litoa fyrirlestra um setninga-
fræði einn vetur. Eftir að Jón
ínu.
— Árið 1918 var þing um
veturinn, — 180 daga þingið,
segir Vúhjálmur. Þá krafðist
þingforseti þess, að stúdentarn
ir tækju ofan fyrir þingmönn-
um.
— Við. vorum þingskrifarar
þá, Vilhjálmur og ég, segir
Pétur. Við gegndum því starfi
oft og þótti gaman að. Þar
kynntumst við mörgum merk-
um mönnum.
■— Hvað voru margir í Há-
skólanum á þessum árum?
— Um það bil hundrað nem-
endur.
— Var námið yfirleitt vel
stundað?
— Já, ég held að óhætt sé
að fullyrða það, segir Vil-
hjálmur. Þó voru miklar frá-
tafir og öflugt félagslif. Við
höfðum stúdentafélag, mál-
íundafélag norrænt súdenta-
félag o.fl. Svo var stúdenta-
ráð stofnað árið 1920, og var
-ég fyrsti formaður þess.
— Hvar fór félagsstarfsem-
in fram?
— Að mestu í Alþingishús-
inu, en oft var líka komið sam
an í „Mens’a academica" í
Lækjargötu. Þar borðuðu
margir, bæði stúdentar og aðr-
ir. Stundum voru haldnir þar
búa Færeyiaflugið
FLUGFÉLAGI fslands hefur nú
borizt orðsending frá dönskum
stjórnarvöldum og er hún sama
eðlis og fréttir þær, sem birtar
voru í blöðunum ekki alls fyrir
löngu. Danir munu með öðrum
orðum veita Flugfélaginu leyfi
til að fljúga milli Þórshafnar og
Kaupmannahafnar, þ.e.a.s. þegar
nauðsynlegum öryggisútbúnaði
hefur verið komið fyrir á flug-
vellinum í Færeyjum. Ekki er
ljóst hve langan tíma það tekur
Dani að koma þessum tækjum
fyrir og gera aðrar þær endur-
bætur, sem þeir telja nauðsyn-
legar — og er því enn ekki end-
anlega ákveðið hvenær farið
verður í fyrsta Færeyjaflugið. í
morgun fór sendinefnd frá Flug-
félaginu utan, til Kaupmanna-
hafnar, til þess að ræða við dönsk
flugmálayfirvöld um framkvæmd
málsins og kynna sér betur það,
sem Danir hyggjast endurbæta
í Færeyjum áður en flugferðir
verða hafnar. Fundur íslending-
anna og Dana ytra verður á
föstudaginn.
Kammerhljóm-
leikar í kvöld
Kammermúsikklúbburinn held
ur 4. tónleika sína á þessu starfs-
ári í samkomusal Melaskólans
í kvöld kl. 9. Leikinn verður
strengjakvartett í D-dúr K499
eftir 'Mozart og strengjakvartett
í C-moll, op. 18, nr. 4 eftir Beet-
hoven.
Næstu tónleikar verða í maí
og verður þá m.a. fluttur einn
Brandenborgarkonsert eftir J. S.
Baoh.
Síðustu tónleikar starfsiársins
verða svo um miðjan júní og
munu þá Kristinn Hallsson og
Árni Kristjánsson flytja ljóða-
fiokkinn „Sohwanengesang“ eft-
ir Schubei't.
Meðlimir eru um 160 og er
hægt að bæta við enn. — Klúbb-
urinn var stofnaður 1957.
STAK8TEIIVAR
Deilt um rík ‘sábyrgðil
Nokkrar umræður hafa orðið
á Alþingi í þessari viku um rík-
isábyrgðir. Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, hefur tekið
upp þá sjálfsögu stefnu, að
reyna að koma reglu á ábyrgðar-
skuldbindingar ríkissjóðs. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
hafa hins vegar talið það sýna
fjandskap Viðreisnarstjórnariivn-
ax við uppbyggingu og framfar-
ir í landinu, að hún hefur reynt
að tryggja hag ríkissjóðs betur
en áður hefur verið gert.
Hér í blaðinu í gær var sagt
frá ræðu fjármálaráðherra um
þetta mál á Aiþingi, en þar
komst hann m.a. að orði á þessa
leið:
„Núverandi ríkisstjórn er að
sjálfsögðu á þeirri skoðun, að
nauðsynlegt sé að styðja upp-
bygginguna í landinu, bæði
sveitarfélaga og einstaklinga,
með ríkisábyrgðum, enda hafa
margar ábyrgðir verið veittar í
tíð núverandi ríkisstjórnar, ekki
sízt til framkvæmda í hinni
strjálu byggð. En hins vegar
að kanna eigi möguleikana til
að standa í skilum. Ef þeir eru
litlir sem engir, verður að koma
framkvæmdunum á með bein-
um styrkjum. En að blekkja sig
og aðra, þótt augljóst sé að ekki
verði staðið í skilum, er siðspill-
andi í fjármálum og verður að
uppræta“.
Undarleg tilkynning
Fyrir um það bil einum mán-
uði síðan skýrði blað kommún-
ista á Siglufirði frá því, að Ragn-
ar Arnalds mundi verða efsti
maður á framboðslista kommún-
ista í Norðurlandskjördæmi
vestra. Síðan hefur hvorki heyrzt
meira um þennan framboðslista
kommúnista né aðra. Finnst
mörgum fyrir norðan það ein-
kennilegt, að kommúnistablaðið
á Siglufirði skuli skýra frá fram
boði eins manns á væntanlegum
lista flokksins, en síðan skuli
ekkert gerast um sköpun hans.
Fyrir norðan er þetta talin enn
ein sönnun fyrir þeim glund-
roða og upplausn, sem ríkir í
röðum kommúnista. Eins og
kunnugt er stórtöpuðu kommún-
istar fylgi á Siglufirði í síðustu
bæjarstjómarkosningum. Em
engar líkur taldar til þess að
þeim takist að rétta hlut sinn í
alþingiskosningunum I sumar.
Áburður og sement
lækkar
Það eru vissulega gleðiieg tíð-
indi, að verð á tilbúnum áburði
og sementi skuli nú lækka. Er
það enn einn árangur þeirrar
jafnvægisstefnu, sem Viðreisn-
arstjórnin hefur markað í efna-
hagsmálum landsmanna. Því
miður hefur andstaðan gegn
jafnvægisstefnunni verið svo
hörð af hálfu stjórnarandstöð-
unnar, Framsóknarmanna og
kommúnista, að hún hefur ekki
að öllu leyti náð þeim árangri,
sem að var stefnt. Þess vegna
hafa hækkanir orðið á ýmsum
sviðum, og afkomu bjargræðis-
veganna verið stefnt í nokkra
hættu.
En fleiri og fleiri íslendingum
verður það stöðugt ljóst, að raun
hæfasta kjarabótastefnan er fólg-
in í því að tryggja heilbrigðan
grundvöll atvinnulífsins, fast og
öruggt gengi íslenzkrar krónu og
vaxandi þjóðarframleiðslu. í
baráttunni að þessu taikmarfki
hefur Viðreisnarstjórninni orðið
mikið ágengt. Þess vegna ríkir
í dag meiri velmegun á íslandi
en nokkru sinni fyrr. En því að-
eins tekst að tryggja áframhald
þeirrar velmegunar, að þjóðin
standi trúan vörð um jafnvægis-
stefnuna og komi í veg fyrir
það, að óargadýri verðbólgunn-
ar verði að nýju hleypt laus-
beizluðu á almenning.