Morgunblaðið - 04.04.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 04.04.1963, Síða 8
8 1 í.iú'. i > ■> I MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 4. aprfl 1963 Framkvæmdaáætlun til stöðvunar flóttanum frá Vestfjörðum Á FUNDI sameinaðs þings í gær gerði Gisli Jónsson grein íyrir þingsályktunartillögu sinni og Kjartans J. Jóhannssonar þess efnis, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að fela Fram- kvæmdabanka íslands að semja fimm ára framkvæmdaáætlun í samráði við stjóm atvinnubóta- sjóðs til þess að stöðva fólks- flóttann úr Vestfjarðakjördæmi. Einkum skal miða framkvæmda- áætlunina við það, að fram- kvæmdirnar verði þáttur í upp- byggingu þeirra staða, sem fólks fækkunin hefur gert illkleift að halda í byggð, þótt öll skilyrði séu þar til góðra lífskjara, ef búið væri að þeim á borð við aðra staði. Sé áætluninni lokið fyrir lok þessa árs og hún lögð fyrir Alþingi ásamt tillögum um fjáröflun. Fólksfækkunin varð s.l. 25 ár Gísli Jónsson (S) vísaði í upp- hafi máls síns til hinnar ýtar- legu greinargerðar, sem gerð er fyrir tillögunni og til fylgiskjals, sem með henni fylgir, en þar koma fram raunhæfar tölur um fólksfækkun þá, sem orðið hefur í Vestfjarðakjördæmi frá 1912. Bætti hann þó þar við, að öll fólksfækkunin hefur raunveru- lega orðið síðustu 25 árin. íbúa- tala héraðsins var 1927 alls 13.213 íbúar og hafði þá fjölgað um 93 íbúá frá 1912. í árslok 1962 er íbúatalan komin niður £ 10.534 íbúa eða sem svarar til þess, að fimmti hver maður hafi á þessu tímabili flutt úr héraðinu auk eðlilegrar fólksfjölgunar. Er hér um svo alvarlega fækkun að ræða, að óhjákvæmilegt er að gera skynsamlegar, jákvæðar að- gerðir til að stöðva þennan flótta, ef ekki á stjórtjón að hljótast af íyrir þjóðina. Einkum þar sem vitað er, að ein- mitt þetta hérað veitir fólki því, sem þar býr, meiri tekjur en margir aðrir stað ir í landinu og býr yfir auðlind- um, sem mörgum þætti mikill feng ur að, auk þess sem það fólk, sem þar býr, fram- leiðir tveimur og hálfs sinnum meiri útflutningsverðmæti á íbúa en meðalútflutningur á íbúa í öllu landinu nemur. Má segja, að þar vinni hver hönd að því að skapa erlendan gjaldeyri fyrir þjóðina, en það er landinu höfuð skilyrði, að gert verði í vaxandi mæli í framtíðinni. Flóttann verður aff stöffva f»á veik alþingismaðurinn að því, að ávallt þætti hið mesta áfall, þegar land, héruð eða sveitir misstu stóran hóp íbúa sinna, hvort heldur það stafar af harðæri, dauðsföllum, slysum eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Eru þá jafnan margir fúsir að ljá þeim lið, sem eftir sitja, ekki aðeins einstaklingar heldur og félagsheildir og ekki sízt opinberir aðilar, sem þykir nauðsynlegt að stuðla að því, að héraðið eða hluti þess farí ekki í auðn vegna áfalla, sem yfir hafa dunið. Á FUNDI sameinaðs þings í gær héldu áfram umræffur um þings- ályktunartillögu fjölmargra fram sóknarmanna um rafvæðingu landsins og lauk henni ekki i gær. Staffiff viff 10 ára áætlunina Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra sagði m. a., að allir væru sammála um, að því yrði að hraða sem mest, að allir íslend- ingar fengju þægindi raforkunn- ar sem fyrst, en hins vegar hefði samþykki þingsályktunartillögu þeirrar, sem fyrir lægi, þar engin áhrif á. Lesa hefði mátt út úr ræðu Gísla Guðmundssonar, sem hann hélt um málið á dögunum, að rafvæðingaráætluninni hefði seinkað og að nú hefði komið í ljós, að um 11 ára áætlun hafi verið að ræða en ekki 10 ára áætlun. Ætti honum þó að vera kunnugt um, að 18'55'var áætlun- inni breytt í 11 ára áætlun með þvi, að nokkrum dreifilínum var bætt við hina upphaflegu áætl- un. Lagði ráð- herra síðan áherzlu á/ að ekkert útlit væri fyrir annað en að framkvæmdun- um yrði lokið 1964, eins og ákveð ið var 1955 að verða mundi, og væri tilgangslaust að reyna að læða öðru inn hjá almenningi. Því til staðfestu upplýsti ráð- herra, að aldrei hefðu eins mörg býli verið rafvædd á ári eins og á árunum 1960, 1961 og 1962, og vitnaði 1 skýrslu raforkumála- stjóra í því sambandi. Vantaffi i útreikningana Þá veik ráðherrann að því, að í ræðu sinni á dögunum hefði GG haft yfir tölur um raforku- framkvæmdir á hinum ýmsu árum, en í þeim útreikningi hefði öllum töum verið breytt þannig, að þær eru miðaðar við verðlag 1962, ekki þó rafvæðingavísitölu heldur byggingarvísitölu. Reyndi GG síðan að gefa villandi mynd ‘af raforkuframkvæmdunum með því að sleppa ýmsum framkvæmd um úr, svo sem línunni, sem lögð var á Reykjanes 1959, vegna þess eins og GG sagði, að sú lína hefði verið lögð í þágu varnar- liðsins. Er það þó staðreynd, að gamla línan hafði ekki lengur nægilega flutningsgetu til Suður- nesja, þótt varnarliðinu hefði verið sleppt, enda sagði í skýrslu raforkumálastjóra, að það beri að reikna línuna suður á Reykjanes með að öðru leyti en því, sem kostnaður við spennibreyti á Keflavíkurvelli nemur, þar eð byggja þurfti línuna hvort eð var. Þá nefndi GG heldur ekki jarð- Á Vestfjörðum stafar fólks- íækkunin að vísu hvorki af dauðs föllum pé harðæri. Heldur hinu að fólkið leitar frá erfiðari bar- áttu til léttari viðfangsefna, frá fáihenni í fjölmenni. Sýnir reynsl an daglega, að jafnvel hæstu tekj ur stöðva ekki þennan flótta bein línis vegna þess, að mönnum eru ekki búin viðhlítandi skilyrði til að notfæra sér tækni hins nýja tíma. Flytur þó margur maður- inn sárnauðugur, hrópar á hjálp um »ð verða stöðvaður á flóttan- um, en fær ekki þá áheyrn, sem dugir. Hyggilegt aff halda dyrunum opnum Þá veik alþingismaðurinn að því, að búskaparhættir þjóðar- innar hefðu breytzt svo ört og stórkostlega, að menn hefðu ekki gefið sér tóm til að íhuga, hvert við í raun og veru stefnum. Enn síður hefðu ráðamenn þjóðfélags- ins gert sér ljóst, að við verðum að gera nauðsynlegar ráðstafan- hitarannsóknirnar, sem eru mun meiri síðan núverandi ríkis- stjórn kom til valda. Hann nefndi ekki virkjunarrannsóknirnar, sem námu 25 millj. kr. á árinu 1962 en aðeins 4 millj. kr. á ár- unum 1857 og 1958. Framhaldsáætlunin GG vitnaði í bréf raforkumála- stjóra, þar sem hann talaði um framhaldsáætlun og miðaði hana við 10 ár. Undirstrikaði ráðherr- ann í.þessu sambandi, að það væri raforkuráð og ríkisstjórn sem í samráði við Alþingi ákveddu, hversu langan tíma slík áætlun ætti að taka og væri hæg- ast að taka slika ákvörðun, þegar heildarkostnaðaráætlun lægj fyrir. í viðtölum sínum við raforkumálastjóra og einnig á raforkuráðsfundum hefur það komið fram, að nauðsyn bæri til, að landið verði rafvætt ekki seinna en 1970. í þingsályktunar- tillögunni væri að vísu miðað við 1968. Kvað ráðherra það þó ekki skipta mestu máli, hvort um fjögurra, fimm eða sex ára áætl- un verður að ræða. Aðalatriðið er, að áætlunin verði gerð og að menn taki höndum saman um að framkvæma hana, með því að út- vega það fé til framkvæmdanna, sem með þarf. GG taldi það mest til gildis til iögunni, að hún mundi flýta fyrir, að framhaldsáætlunin yrði gerð. En í bréfi raforkumála- stjóra segir, að hann geri ráð fyrir, að áætluninni verði lokið seinni hluta þessa árs og að á engan hátt tefji fyrir framkvæmd um, þótt áætluninni verði ekki lokið fyrr en í haust. Er því m.ö.o. gert ráð fyrir því í bréfi raforkumálastjóra að áætluninni verði lokið á sama tíma og til- lögumennirnir leggja til. Hallarekstur rafmagnsveitnanna Þá veik ráðherra nokkuð að hallarekstri rafveitnanna. Upp- lýsti hann í því sambandi, að raf- magnsveiturnar skulduðu ríkinu Á FUNDI sameinaðs þings í gær kvaddi Eysteinn Jónsson (F) sér hljóðs utan dagskrár og mæltist til þess, að skýrsla ríkisstjórnar innar um efnahagsbandalagsmál ið yrði tekið á dagskrá. Út af þessum tilmælum EJ kvaddi Pétur Sigurðsson (S) sér hljóðs og kvað það tímabært að sú ósk kæmi fram frá þing- mönnum, sem hefðu borið fram þingsályktunartillögur, að reynt yrði að ganga á þær, svo að þær ir til að tryggja, að þjóðarsálin liði ekki alvarlegt tjón af völd- um hinnar ört vaxandi velmegun ar, sem þjóðinni fellur í skaut frá ári til árs, vegna þess flótta, sem velmegunin hefur valdið frá strjálbýlinu til þéttbýlisins. Má líkja þessum flótta við flóttann til Canada, þegar allar þjóðir kepptust við að komast þangað, njóta þeirra lífsgæða, sem þar voru á boðstólum i miklu stærri stíl en heimalöndin gátu veitt. í framhaldi af þessu benti alþingismaðurinn á, að nú, þegar flest lönd í Evrópu bæta kjör sín, svo að þau hafa aldrei verið betri, herjar atvinnuleysi og erfiðleikar Canada, svoNað þar eru nú engu minni erfiðleikar nú en áður í þeim löndum, sem fólkið flúði frá. Er vert að gefa því gaum í tíma, hvort ekki gæti farið svo hér, að hyggilegt væri að halda dyrunum opnum til þeirra staða hérlendis, sem fólk- ið er að flýja frá, svo að þar Framh. á bls. 23 meira en öllum halla þeirra næml eða m.ö.o. 112 millj kr. í árslok 1962, en þá mun hallinn alls 79 millj. kr. Kvaðst hann því telja, að meðan ríkið léti sér lynda að eiga slíka fjárhæð hjá rafmagns- veitunum og greiddi úr fjármál- um þeirra með þeim hætti, sen» það hefði gert, svo að tryggt yrði, að framkvæmdirnar gætu hald- ið áfram með fullum hraða, væri það ekki ámælisvert. Hins vegar mætti jafnan deila um það, hvort fjárframlög hefðu átt að vera hærri eða ekki. Ríkisstjórnin hefur gert sér grein fyrir því, að koma þarf traustum grundvelli undir raf- magnsveiturnar. Var þess vegna snemma á árinu 1962 skipuS nefnd fróðra manna til að gera tillögur í þessu efni, en í henni eiga sæti Jóhannes Nordal, bankastjóri, Sigtryggur Klemenz- son, ráðuneytisstjóri, og raforku- málastjóri, Jakob Gíslason. Kvaðst ráðherra hyggja, að nefnd in væri sammála um, að rekstrar grundvöllur fáist ekki hjá raf- veitunum nema þær fái tekjur annars staðar frá. Eru þar að sjálfsögðu ýmsar leiðir fynr hendi, en enginn ákvörðun hefur þó verið tekin í því efni. Kvað ráðherra þó ljóst, að þótt nokkrir erfiðleikar væru þá fyrir hendi, eru þar þó engin óyfirstíganleg vandræði á ferð og því ættu menn að geta verið sammála um að horfa megi með bjartsýni á framkvæmd fram- haldsáætlunarinnar. Gísli Guðmundsson (F) og Skúli Guðmundsson (F) lögðu báðir áherzlu á, að mikið gagn yrði að samþykkt tillögunnar. Hins vegar ítrekaði Gísli Jóns- son (S) fyrri ummæli sín um, að samþykki tillögunnar væri gagn- laust, eins og glögglega hefði verið sýnt fram á. Bjöm Pálsson (F) kvað aðalatriðið í þessu máli að framkvæmdaráætluninni yrði flýtt. Loks ítrekaði Ingólfur Jóns son raforkumálaráðherra fyrri ummæli sín vegna ýmissa full- yrðinga í ræðum GG og SkG. yrðu ræddar. Hins vegar hefði efnaha.gsbandalagsmálið verið rætt í sameinuðu þingi og auk þess fléttazt inn í umræður um önnur mál. Friffjón Skarphéffinsson (A) benti á, að efnahagsbandalags- málið hefði þegar verið rætt á fiinm fundum og hefði EJ m.a. talað tvisvar, en samkvæmt þing sköpum væri honum ekki heim ilt að tala oftar, þótt hann mætti gera stutta athuigasemd. Nýkomið frá Finnlandi: Blómavass]1 Loftljós Veggljós Teiknað af: Tapio Wirkala Timo Sarpaneva Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. — Sími 13879. Staðið við rafvæðingaráætlunina Efnahagsbandalagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.