Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 20
20 m on c-r isn t 4 ðío Föstudagur 5. apríl 1963 DUNKERLEYS 23. — Mér er meinilla við að hitta ókunnugt fólk. — i>ú ættir að hætta við þess- ar ímyndanir þínar, Elsie. Hún skaut hendinni yfir borð- ið í áttina til hans. — ímynd- andr? Heldurðu, að þetta sé ekki annað en imyndanir Hann greip hönd hennar og klappaði henni íneð báðum sínum Það fór ofurlítill hrollur um hann, eins og jafnan, er hann snerti þessa hönd, sém hans eig- in bráðlyndi hafði afmyndað svona. Hann hélt í hana stundar- korn en sleppti henni svo aftur. — >ú ert of hörð við mig, Elsie, sagði hann. En þá fór hún að gráta. Hann gekk kring um borðið, féll á kné hjá henni og greip báðum örmum utan um hana. — Elsie, við höfum bæði orðið að þola sitt af hverju, á einn og annan hátt. Við skulum ekki vera að búa tíl þjáningu til óþarfa. Þú mátt ekki misskilja mig, þegar éig segi, að þú sért með ímynd- anir. Ég á bara við það, að þeg- ar þú horfir á höndina á þér, starir þessi eyðilagði listarferill þinn beint í augu þér. Þú heyrir alla tónlistina, sem þú getur aldrei leikið. Þú manst eftir þess um hræðilegu atvikum, sem ullu þessU' og að það var ég, sem. ... — Nei! æpti hún ailt í einu og sleit sig lausa. — Nei! Það hef ég aldrei haldið. Það var allt sjálfri mér að kenna. Alec stóð upp og hallaði höfð inu fram á arinhilluna, og spark- aði, eins og utan við sig í glóðar- kögglana, sem voru farnir að spúa frá sér gasi og gulum reyk. — Ég er að reyna að skýra fyrir þér, hvernig ég lít á þetta, Elsie. Ég býst við, að þetta sé allt í huga þínum, þegar þú leyfir hon- um að fjalla um þetta. En þú skilur, að það getur ekki verið í huga þess fólks, sem þekkir alls ekki aðstæðurnar. Það sér ekki annað en þessa bækluðu hönd. Og það hugsar bara sem svo; — og hann sneri sér að henni og reyndi að brosa — Það er leiðinlegt, að svona lagleg stúlka skuli vera svona fötluð. Þú getur verið viss um, að þegar þínum eigin hugsunum sleppir, er ekki meira gert úr þessu en svona. — Er það kannski ekki nóg? — Stundum, svaraði hann raunamæddur, — er þetta meira en ég get þolað. Það getur verið gott og vel fyrir þig að segja Nei, nei, þegar ég man eftir hvað ég gerði. En ég get ekki gleymt því. Og þessvegna er það, að ég verð svo feginn, þegar ég sé þig geta gert eitthvað nýfct með hendinni, án þess að hugsa þig um. í hvert skipti, sem þú lyftir bolla ósjálfrátt, eða skerð ket eða þværð disk, þá gleðst ég. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEH v o R I Ð N Á L G A S T Eruð þér farin að hugsa | til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGAl VOLKSWAGEN er 5 manna bíll VOLKSWAGEN kostar aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubíll VOLKSWAGEN er vandaður og sígildur. VOLKSWAGEN er örugg fjárfesting. VOLKSWAGEN hentar vel íslenzkum vegum og veðráttu. VOLKSWAGEN er með nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN ér því eftirsóttasti billinn. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. Og þú veizt, að nú orðið er svo margt, sem þú getur gert. Eg dáist að því, hvernig þú hefur getað sigrazt á þessum ann- marka þínum. — Já, það er satt, svaraði hún og blíðkaðist ofurlítið, — það er nú líka annaðhvort fyrir Dillworthsystkinin að reyna að hafa ofan af fyrir sér. Setztu niður og kláraðu matinn þinn, áður en kaffið er orðið kalt. Alec settist niður með ánægju- bros á andlitinu. — Hversvegna hefurðu boðið þessari Lewison-stelpu? spurði Elsie allt í einu. — Hefurðu lesið söguna henn- ar? — Já. — Heldurðu þá ekki, að það geti verið gaman að kynnast svona fólki? Hún hefur mikla hæfileika. Og nú er hún nýbúin með aðra bók. — En hversve.gna bauðstu ein- mitt henni? Eins og engir hæfi- leikamenn skrifi i blaðið nema hún. — Það er nú enmitt verkur- inn, svaraði Alec hreinskilnis- lega. — Þetta er hræðilegasta moð. Getur þú kannske lesið smá- sögurnar sem bar birtast? — Já, og haft gaman af þeim. —■ Já, þarna sérðu. Það er þessvegna, sem það er svo út- breifct. — Þakka þér, sagði Elsie og glaðnaði við. — Nei, það er raunverulega skelfilega ómerkilegt, en þetta er nú það, sem fólkið vill — sem betur fer fyrir okkur. Sagan hennar Hesbu Lewison er enn sem komið er, það eina í blað- inu, sem hver sæmilegur blek- bullari hefði ekki getað samið. — Ég hlakka til að hitta þetta viðundur. Og svona ung! — Þú ætlar þá að hitta hana. — Ætli það ekki. — Hún kemur nú ekki fyrr en eftir matinn, upp á eitt glas eða svo. Hún er í boði hjá hinum ágæta Dan Dunkerley. Það var eins og Elsie yrði hissa. Nú? Það var skrítið. Erum við henni þá ekki samfooðin? — Þú getur verið samiboðin hverjum sem er í allri Lundúna- borg, Elsie. — En þú þá Ég ætla ekki að þola hvorki Hesbu Lewison né neinum öðrum að líta niður á þig- — Vertu alveg óhrædd, sagði Alec. — Hún hafði þegið þetta boð áður en ég talaði við hana, það er allt og sumt. Og það er okkur heiður, að hún skuli fara þaðan og til okkar. Hann efaðist alls ekki um, að hún mundi koma. 13. Á jóladagsmorguninn vaknaði Hesba og var hálfringluð í hug- anum, en brátt jafnaði hún sig og tók að hugsa um það, sem gerzt hafði kvöldinu áður Þeg- ar hún gekk með Alec Dillworth milli borðanna, sem öll voru set- in, var hún að horfa á stúlkuna, sem þau vóru á leiðinni til — sysfcur Alecs — og hún varð snortin af því, sem hún sá. Þetta — Maðurinn minn er að fara í svíðaveiziu í skattstofunni. eins og úfið, föla andlitið og nautnasvipurinn á munninum, oig þessi hálf-þokukenndu grænu augu — allt þetta fannst henni hvorttveggja í senn, óvenjulegt og eftirtektarvert. Það var erfitt að hugsa sér, að þessi fallega stúlka væri skyld Alec — ekki af því að maður myndi ekki taka eftir honum í stórurn hóp, heldur af hinu, að svipur þeirra systkina var svo gjörólíkur og hans svipur bar fyrst og fremst með sér mótlæti og þjáningar. En það var nú samt enginn vafi á því, að þetta var stúlkan, sení hún átti að hitta, því að Isam- bard Phyfe var þarna með henni og enginn, sem átti viðskipti við Dunkerleys, gat annað en þekkt hann. Hesfoa gekk nú að borðinu og rétti Elsie höndina , en Elsie hvorki stóð upp né heilsaði á móti. Aðeins kinkaði hún kolli — og það eins og drottning — en engu að síður kom það illa við Hesbu, að kveðju hennar skyldi tekið svo kuldalega, þegar hún var í svo góðu skapii sjálf. En andartaki seinna uppgötvaði hún, hvað að 'henni gekk, og skildi, hversvegna hún rétti ekki fram höndina. .Og jafnvel þá hefði allt getað verið í lagi, ef ekki Elsie hefði komið með þessa athugasemd sína: „Fallegt, finnst þér ekki?“ Svo komst allt á ringulreið á sama andartaki. Elsie var staðin upp og sagðist j**rfa að fara heim, og Alec, sem reyndi fyrst að sefa hana, var fölur af gremju. Án þess að segja.orð við Phyfe eða Hesbu, elti hann,Elsie, sem var þegar komin á leið til dyranna, og hann beit á jaxlinn, svo að strikkaði á hverri taug í andlitinu. Þegar þau voru farin, vissi Phyfe ekki, hvað hann átti aj» sér að gera. Hann sagði bara „jæja“ og bauð síðan Hesbu hæ- versklega upp á eitt glas. Það var ekki annað hægt að gera en slíta samkvæminu, samkvæmt þessum alvanalegu kurteisisregl- um. Hún lauk því úr glasinu, kvaddi svo Phyfe og lagði af stað heim. Hún var algjörlega miður sín. Hún hafði hlaupið úr einkennilega rauða hár, sem var samkvæminu hjá sir Daniel í KALLI KUREKI - * — Teiknari; Fred Harman — Við getum búið okkur til oxul. Aksturinn verður rólegur, en það ætti að geta gengið samt. — Ég má engan tíma missa. Lög- reglan er á hælunum á mér. Hún neglir mig niður á staðnum. — Lögreglan er að elta big? Hún eegir þá sannleikann. — Hvemig væri, ef við héldum henni rólegri og fælum vagninn? Það gæti átt sér stað að hann riði bara framhjá. — Ef hann er ekki beinlínis blind- ur horfir hann í kringum sig og sér hvar vagnslóðin endar. — Það er ekki eins og þú heldur. Pabbi hennar er lögreglustjóri í Burro Flats. Hann hatar mig af því að ég kvæntist þessari hófróðudóttur hans og ætlar sér að nota hvaða tækifæri, sem honum gefst til að losna við mig í eitt skipti fyrir ÖU. einhverju ævintýraskapi, eða réttara sagt af persónuleguia áhuga á Alec Dillworth, og svo hafði hún lent í kriftigiumstæðum. sem hún gat ekki ráðið fram úr — og hún varð hreinskilnislega að játa, að báru hana ofurliði. Það var ekki annað um það að segja en „jæja“, eins og hr. Phyfa hafði þegar sagt. gfllltvarpiö Föstudagur 5. apr_ 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tonleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld söguna „Gesti“ eftir Krist- ínu Sigfúsdóttur (15). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðugarðinn frægan"; (Guðmundur M. Þorláksson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningc. . 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Safnaðarprédikunin og saga hennar (Séra Jakob Jónsson). 20.30 Dönsk nútímatónlist: „Örlaga ljóð“, op. 28 eftir Poul Rovs- ing Olsen (við kvæði eftir Hölderlin) — Karen Heerup syngur. Septett úr hljómsveit inni „Collegium Musicum" í Kaupmannahöfn leikur með. Lavard Friisholm stjórnar. 20.45 í ljóði: Alþýðufólk, þáttur 1 tnmsjá Baldurs Pálmasonar. Lesarar: Gerður Hjörleifs- dóttir og Lárus Pálsson. Dr. Róbert Abrahám Ottósson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson XIX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (47). 22.20 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds- son). 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassisk tón list. 23.20 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltafil Hæstu vinningar 1/2-milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Benedikt Blöndai héraðsdomslögmaður Austurstræti ó. — Simi 10233 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.