Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 24
Jftlro0fltttMáfrt$ 80. tbl. — Föstudagur 5. apríl 1963 Tveir menn ráðasf á háseta um borð i togara: ændur, hótnð „Aldrei lent I öðru eins‘% segir vaktmaðurinn TVEIR piltar um tvítugt rændu háseta á togaranum Agli Skallagrímssyni í fyrra- kvöld, misþyrmdu honum illa, spörkuðu í hann og hörðu. Hásetinn, Guðmundur Sören Kristinsson, Langholts vegi 144, er það illa haldinn eftir árásina, að hann treysti sér ekki til að fara út með togaranum, sem átti að fara á veiðar í gærkvöldi. Þegar atburður þessi gerðist var Guðmundur í klefa sínum um borð í togaranum og var að skipta um föt, því hann hugðist fara á bingókvöld í Lidó. Komu þá tveir menn um tví- tugt inn í klefann og heimtuðu áfengL Ekki vildi Guðmundur verða við þeirri kröfu og sagði nei. Mennirnir tveir hlupu þá til og brutu allar ljósaperur í klef- anum, réðust svo á hásetann, börðu hann í gólfið. Rændu þeir 300 krónum, sem hann var með og ennfremur vínflösku. Árásarmennirnir heimtuðu meiri peninga, en þegar Guð- : Framsókn studdi komma Á FUNDI borgarstjórnar í gær voru kjörnir tveir menn í fasteignamatsnefnd og hlutu þeir Einar Kristjánsson og Guðmundur Hjartarson kosn- ingu, en varamenn voru kjörnir Valdimar Kristinsson og Bergur Óskarsson. Tveir listar komu fram, D- listi, sem fékk 10 atkvæði og G-listi, sem fékk 5 atkvæði kommúnista og framsóknar- manna og sannaðist þar enn, hve náin samvinna þeirra er í borgarstjórn Reykjavíkur. Þurfti hlutkesti að fara fram um það, hvor yrði kjör- inn, annar maður af D-lista, Gissur Simonarson, eða Guð- mundur Hjartarson af G-Iista og féll það svo, að Guðmund ur náði kosningu, sem fyrr greinir. Lengsta skip í Akraneshöfn TOGARINN Víkingur leggur af rtað í dag af heimamiðum með rúmlega 200 tonna afla og siglir til Bremerhaven og selur á mánu Norskt skip lestar hér 330 tonn *f lýsi frá síldarverksmiðjunnL Er þetta lengsta skip, sem lagzt hefir í höfn hér á Akranesi. — Oddur. mundur kvaðst ekki hafa meira fé, hótuðu þeir honum lífláti og undirstrikuðu orð sín. með bar- smíðum og sparki. Guðmundur sá það ráð vænst, að segjast hafa meira fé heima hjá sér. Tókst honum að komast í klefadyrnar á meðan hann var að sefa árásarmennina með þessu. Einmitt á sama andartaki bar þarna að vaktmanninn í togaran- um. Guðmundur greip þá tæki- færið og hljóp út á sokkaleistun- um en skóna höfðu árásarmenn- imir tekið af honum. Hann fór beinustu leið upp á lögreglustöð og bað um hjálp. Lögreglan fór þegar um borð í togarann, en þá voru árásar- mennirnir allir á bak og burtu. Lögreglan leitaði þeirra um og nóttina, en þá var hvergi að finna. Hásetinn kannaðist við annan árásarmanninn, því að þeir höfðu unnið saman áður fyrr úti á landi. í gærdag fór Guðmundur til að leita læknis, enda var hann mjög marinn og bólginn í andliti, skaddaður á eyra og hafði eymsli fyrir brjósti og í baki. Er hann var staddur í Austur- stræti, ásamt félaga sípum, sá Togarasölur SL. þriðjudaig seldi Hvalfell í Grimshy 138 lestir fyrir 7962 sterlingspund ag Skúli Magnús- son einnig í Grimsby 138 lestir fyrir 8300 pund. í gær seldi Pét- ur Halldórsson í Grimsby 167% lest fyrir 10.088 pund. Á miðvikudag seldi Sigurður í Cuxhaven 34 lestir af síld fyrir 19.655 mörk og 265 lestir af öðr um fiski fyrir 160 þús. mörk. Freyr á að selja í dag í Þýzka- landi og er það síðasta togara- salan á erlendum markaði í vik unni. hann allt í einu þann árásar- manninn, sem hann þekkti frá fornu fari. I Félagi Guðmundar hljóp þegar á lögreglústöðina og gerði aðvart en lögregluþjónar þustu út 1 Austurstræti og tókst að ná árás- armanninum. Hins er enn leitað. Ráðgert var, að togarinn Egill Skallagrímsson færi á veiðar í gærkvöldi, en hásetinn var það illa haldinn eftir misþyrming- arnar, að hann treysti sér ekki til að fara á sjóinn. Brottför togarans hefur nú verið frestað þar til í dag. Sá árásarmannanna, sem hand- tekinn var, situr nú í fangelsi, en hann er vel þekktur hjá lög- reglunni fyrir mörg og margvís- leg afbrot. Árásarmennimir forðuðu sér í skyndingu. Blaðamaður frá Morgunblað- inu og ljósmyndari fóru um borð í Egil Skallagrímsson í gærkvöldi til að hitta éaktmanninn um borð. Þeigar blaðamaðurinn opnaði Framh. á bls. 23 Frá árásarstaðnum. Einar Bjarnason, vaktmaður, bendir á koju Guðmundar Sörens í forlúkar togarans. — Ljósm. Sv. Þ. Ibúðir fyrir aidrað fúlk fcomið á fót heimilishjálp og heilsugæzlu á vegurn Reykja- víkurborgar Á fundi borgarstjórnar í gær var einróma samþykkt við fyrri umræðu tillaga borgarráðs þess efnis, aS borgartjórn telji æski- legt, að öldruðu fólki verði gert kleift að dveljast sem lengst í heimahúsum. Beindi borgarstjórn þeim tilmælum til ríkisstjórnar- innar, að með aðgerðum ríkis- valdsins verði stuðlað að þeirri þróun. Byggja skal íbúðir, sem séu Ieigðar eða seldar öldruðu fólki með sérstökum. kjörum. Skrifstofa félags- og fram- færslumála skal annast heimilis- hjálp fyrir aldrað fólk og gefa upplýsingar varðandi velferð þess, þ.á.m. útvegun starfs við þess hæfi. Veriö að bjóða út Vestur- bæjarhitaveituna Nærri milljón kr. munur a tilboðum í 'íælustöðina UM ÞiESSAR mundir er verið að bjóða út og semja um hin ýmsu verk í sambandi við lagn- ingu hitaveitu í þann hluta Vest urbæjar, sem ekki hefur þegar fengið hitaveitu. Byrjað er á svo nefndri Vesturbæjaræð, samið hefur verið við lægstbjóðanda um byggingu dælustöðvarhúss við Fornhaga og verið er að bjóða út kerfislögnina í Vestur- bænum. Það er Sandver h.f. sem sér um lagningu vesturbæjaræðar- innar, en hún á að flytja heita vatnið írá Eskitorgi, undir Reykjanesbraut meðfram Hring- brautinni vestur undir stúdenta- garðinn og endar lögnin í dælu- stöðinni við Fornhaga. Elr það verk þegar hafið. Sex tilboð komu i dælustöðina, sem er rúmlega 800 kúbikm. að stærð. Lægsta tilboðið kom frá Hauki Guðjónssyni, Fornhaga 22 og samþykkti borgarráð á síð- asta fundi sínum tillögu frá Inn kaupastofnuninni um að semja við hann. Var hans tilboð 1.780.000 kr., en hæsta tilboð 2.678.000 kr., nálega einnar millj. kr. munur á ekki stærra verkL Kerfislögnin hefur einnig ver- ið boðin út og er það stórt verk, ekki talið óliklegt miðað við fyrri útboð að það sé 8—11 millj. kr. verkefni. Er þetta kerfislagn- ing á srvæinu vestur að Kapla- skjólsveg og suður að Ægissíðu og ShellvegL Heilsuvemdarstöðinni er fal- ið að efla hjúkrun aldraðs fólka í heimahúsum, eftir því sem þörf krefur, og kanna, hvemig heilsu- gæzlu þess verði hagkvæmast fyrir komið. Að tilhlutan borgarstjóra unnu borgarlæknir, skrifstofustjóri fél- ags- og framfærslumála ásamt Þóri Kr. Þórðarsyni að undir- búningi málsins. Framh. á bls. 18. 100 slysa- flutningurinn frá áramótum DRENGUR á reiðhjóli varð fyr ir bíl á gatnamótum Nóatúns og Borgartúns um kl. 5,30 , gærdag. Hann heitir Ásþór Guðmundsson Suðurlandsbraut 106. Ásiþór var ffluttur í Slysavarð- stofuna. Hann hafði meiðst á höku og neðri vör, en meiðsli 'hans voru ekki talin alvarleg* eðlis. Slökkviliðið annaðist þennan slysaflutning sem venjan er og var þetta 100. slysaflmtningurina síðan um áramót. Segja slökkvi- liðsmenn að alltaf aukizt slysa- flutningarnir, séu þeir aldrei orð ið færri en einn á dag. Síðdegis féll maður af bílpalll á Hringbrautinni og handleggs- brotnaði. Var hann fluttur 1 Slysavarðstofuna. ; Með lausan ketil í GÆR kom togarinn Hafliði inn frá veiðum, þar eð ketill skips- ins hafði losnað. Liggur hann 1 Reykjavíkurhöfn. _ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.