Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. apríl 1963 M O R C V y B L A fí ! Ð GUÐMUNDUR Helgason, ís- lendingurinn sem komst lífs af þegar norska skipið Höegh- Aronde fórst undan strönd Marokko í síðasta mánuði, kom til landsins í gærkvöldi með flugvél Loftleiða frá Osló. Þegar fréttaimenn MW. komu í afgreiðslu Loftleiða, beið faðir Guðmundar, Helgi Krist innsson, komu sonar síns þar, en móðir hans Inger Nilsen átti ekki heimangéngt. Við tókum Helga tali meðan við biðum eftir fluigvélinni og spurðum hann meðal annars hvernig honum hefði orðið við er hann frétti um sjóslysið. — Eg kom inn í búð í Keflavik þar sem ég á heima og afgreiðslumaðurinn var þá rétt að ljúka við að'lesa Morg unblaðið. Hann sagði mér að Guðmundur hefði lent í sjö slysi en bjargazt. Mér varð eðlilega mikið um þetta, en það lagaðist fljótlega, því öll sagan var þarna í blaðinu. — Þið hjónin hafið svo fljótlega frétt um þetta Feðgarair við heimkomu Guðmundar í gaerkvöldi. Frétti um björgun sonar síns eftir Morgunbiaðinu Gu£mundur Helgason kom hecm í gærkvöldi frá honum sjálfum? — Hann sendi okkur kort með mynd, sem vár tekin af honum og skipshöfninni á gríska skipinu, sem bargaði honum. Hann lét ákaflega vel af að vera þar' um borð og sagði, að það hefði verið stjan að við sig á alla vegu. Það hefur verið langur fcimi fyrir hann að busla , sjónum í meira en 12 tíma áður en honum var bjargað. Hann skrifaði að hann hefði heyrt í félögum sín um í sjónum umhverfis sig, en þá hefði svo rekið frá sér. Hann hefur alltaf verið svo rólegur, hann Guðmund- ur. Kvikmyndasýn- ing Germaníu Á MORGXIN, laugardag, verður Þegar vélin var lent og Guð mundur var búinn að heilsa föður sínum, spjölluðum við við hann stundar-korn — Þetta gekk allt eins Og í sögu eftir að ég bjargaðist. í Barcelona tók ræðismaður- inn mér ákaflega vel og bauð mér meira að segja heim til sín. Eg ætlaði að fljúga heim beint þaðan, en við urðum all ir að fara til Osló til að vera viðstaddir sjóprófin. — Hvað ætlast þú nú fyrir? — Eg hef ekki ráðið þgð við mig ennþá, en ég býzt ekki við að ég kunni við mig, nema að fara í siglingar aft- ur. Útgerðarfélagið lét mig vita, að ég gæti fengið skips- rúm hjá þeim hvenaer sem ég vildi, ég þyrfti bara að skrifa þeim. Annars hefur útgerðin komið alveg sérstaklega vel fram gagnvart öllum, bæði þeim sem komust af og eins aðstandendum þeirra sem fór- ust. Aðstandendunum var öll- um greiddar 15 þúsund norsk um krónum hærri bætur en þeim bar, og við fengum bætt allt tjón, sem við urðum fyr- ir, þótt þeir þurfti ekki að bæta nema sem svarar tvö þúsund krónum. Eg fékk til dæmis greidda ferðina hingað heim og sömuleiðis allt uppi- hald á leiðinni. Flugfélagið innheimt- ir eftirkröfur Barizt í Laos Vientiane, 4. apríl. — NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA Laos, Souvanna ’ Phouma, prins, skýrði frá því í dag, að barizt sé á Krukkusléttu. Hafi bardagar staðið frá því á laug- ardag. Sagðist ráðherrann hafa gefið skipun um, að bardögum skyldi hætt. Alls hafa um 20 manns týnt lífinu í bardögun- um. Slæmt ástand ríkir í land- inu, vegna morðsins á utarf- ríkisráðherransum, Quinim, sl. þriðjudag. Ánægjulegur af- mælisfagnaður Hvatar MÁNUDAGINN 25. marz sl. hélt sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt 26. afmælisfagnað sinn í Sjálfstæðis húsinu. Formaður félagsins María Maack setti.hófið csg stjórnaði því. Hófst það með sameiginlegu borð haldi kl. 7,30 e.h. Á meðan setið var undir borð um voru sungin og spiluð ætt- jarðarljóð. Þá flutti frú Auður Auðuns alþingismaður minni Hvatar og Sjálfstæðisflokksins. Einnig tóku til máls frú Kristín Sigurðardóttii*, er flutti minni ís* lands og frú Guðrún Magnúsdótt ir skáldkona flutti félaginu kvæði. Eftir borðhald skemmti söngvar inn Marcel Achille. Því næst var stiginn dans af miklu fjöri til kl. 1. Afmælisfagnaður þessi var fjölmennur og þótti takast með ágætum. Síðasta sýning Filmíu Síðasta mynd ársins verður í Filmíu í kvöld og morgun og lýkur þar með tíunda starfsári félagsins. Það er „The Savage Aye“, bandarísk mynd frá 1959, leikstjóri JoSheph Strick, sá sami sem nýlega gerði myndina The Balcony eftir Genet. Þykir hún nýstárleg að gerð og efni og hefur hlotið mikið lof. lð þús. kr. norskar gjöf frá Braathen LUDVIG G. Braathen, skipaeig- andi í Olsó, hefur enn einu sinni sent Skógrækt ríkisins gjöf að upphæð n.kr. 10.000.—, með hlýj- um og góðum óskum um fram gang skógræktar á íslandi. á Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum og Eyjum kvikmyndasýning í Nýja bíó á vegum félagsins Germanía, og verða að venju sýndar frétta- og fræðslumyndir. Fréttamyndimar eru um helztu viðbdrði í Vestur-Þýzkalandi mánuðina október og nóvember, þ.á.m. frá opnun mikillar iðn- aðarsýningar í Berlin og knabt- epyrnukiappleik í Hamtoorg, þar sem Santos frá Braziiíu keppa við Þjóðverja. Fræðslumyndimar verða tvær, önnuf þeirra er garoanmynd um dýralhald á heimilum, en hin kvikmyndin nefnist „Þar sem þiðurinn gargar". Er hún í lit- uro og sýnir ýmsa lifnaðarhætti hinna villtu dýra, er lifa á sömu slóðum og þiðurinn. Kvikmyndasýningin hefst kl. 2 e.h., og er öllum heimill ó- keypis aðg£ingur, bömum þó ein ungis í fylgd með fullorðnum. FLUGFÉLAG íslands hefir nú ákveðið að taka upp nýja tegund þjónustu við þá, sem senda vör- ur innanlands með flugvélum fé- lagsins. Skrifstofur Flugfélags íslands á Akureyri, ísafirði, Egils stöðum og Vestmannaeyjum, munu framvegis taka að sér að innheimta eftirkröfur fyrir send endur vörunnar og hefir þetta mikið hagræði í för með sér, fyrir bæöi sendanda og viðtak- anda. Eins og kunnugt er, hafa þeir sem senda vörur sínar flugleiðis innanlands tryggt greiðslu vör- unnar við afhendingu með því að senda jafnframt eftirkröfu í pósti. Sendandi hefir þá fyrst orðið að fara með vöruna til afgreiðslu Flugfélagsims og síðan með eftirkröfuna til pósthúsins. Við- komandi skrifstofa Flugfélags ís lands á ákvörðunarstað hefir síðan ekki afhent vöruna, fyrr en möttakandi hefir greitt and- virði hennar í viðkomandi póst- húsi og haft í höndum frumrit flugfylgibrófsins. Eins og sjá má af þessu er þetta talsvert snumngasom af- greiðsla. Enfremur getur það valdið óþægindum, þegar varan er komin á ákvörðunarstað, en eftirkrafan hefir af einhverjum ástæðum ekki komið í pósti með sömu flugferð og þess vegna ekki 'hægt að greiða vöruna og fá hana afhenta. Sérstaklega er þetta bagalegt þegar um er að ræða vörur sem mikið liggur á, svo sem meðöl, varahlutir og ýmis- legt fleira, og sem sendar eru flugleiðis fyrst og fremst þess vegna. Fyrir því hefir Flugfélag fs- lands ákveðið að bjóða viðskipta vinum sinum að innheimta fram vegis andivirði vörunnar fyrir þeirra hönd á ákvörðunarstað. Síðan mun aðalskrifstofa félags- ins í Reykjavík senda sendanda vörunnar greiðsluna þegar hún hefir borizt. Gjöld fyrir þessa þjónustu verða þau sömu og eru nú í gildi hjá Póststjórninni I Reykjavík. Eftirkröfurnar eru aðeins gefn ar út í Reykjavík og eru eins og að framan greinir fyrst um sinn sendanlegar til ísafjarðar, Akur eyrar, Egilsstaða og Vestmanna- eyja. Við ofangreindar eftiúkröfur verða notuð sérstök eftirkröfu- bréf sem liggja frammi á vöru- afgreiðslu félagsins í Reykjavik. (Frétt frá F.Í.). STAK8TEIIVAR Tollal£3kkunin um 100 milljónir Þótt margupplýst sé, að tolla- lækkun sú, sem Viðreisnarstjórn in beitir sér ijtir, sé um 100 millj. kr., hel^w Tíminn áfram að hamra á P^, að aðeins sé um 42 millj. kr W ræða. Segir blað- ið að þetta wyggist á því, að nú verði innheimtur einn tollur til ríkisins og þar með falli niður hluti sá, sem sveitarfélögin hafa fengið í aðflutningsgjöldum. í sjálfri greinargerðinni með tolla lagafrumvarpinu.er það rækilega tekið fram, að bæta eigi sveitar- félögunum þessa tekjurýraun og margyfirlýst er, að það verði gert án þess að nýir tollar eða gjöld verði á lögð. Það er því ó- umdeilanleg staðreynd, sem jafnvel kommúnistar viðurkenna að tollar verða nú lækkaðir um nálægt 100 millj. kr. Reynslan varð sú, þegar tolla- Iækkunin var gerð 1961, að toll- tekjur ríkisins minnkuðu ekki heldur uxu, vegna þess að mjög dró úr smygli og innflutningur jókst. Að undanförnu hefur vel- megun almennings farið mjög vaxandi og mun halda áfram að vaxa eftir því sem viðreisnin verður traustari. Þess vegna má gera ráð fyrir auknum tolltekj- um ríkisins og kynni svo að fara eins og 1961, að ekki yrði um raunverulega tekjurýmun að ræða, heldur bætti vaxandi inn- flutningur upp tollalækkunina. Sirkusinn í Sósíalistaflokknum í flestum „menningarþjóðfé- lögum“ gefst mönnum kostur á að skemmta sér við sirkussýn- ingar. Þann þátt hefur til skamms tíma vantað i íslenzkt þjóðlíf, hvort svo sem menn telja það nú sérstaklega hryggilegt eða ekki. Flokkur manna virðist nú ætla að bæta úr þessu, þótt hug- myndin hafi verið, að einskorða sýningarnar við takmarkaðan hóp manna. í kommúnistaflokkn um fara nú fram kátbroslegustu pólitiskar hundakúnstir, sem um getur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Og í gær skýrði MbL frá einum þætti þess nautaats, sem þar er nú háð, svo að les- endur blaðsins gætu fengið svip- mynd af sálarástandi þeirra manna, sem ætla að bjóða is- lenzkri alþýðu forystu sína. Hafa ekki rússnesku ráðin Sem betur fer hafa kommún- istar hér á landi ekki á taktein- um þau ráð, sem bezt hafa gef- izt fyrir austan tjald, þ.e.a.s. að sá, sem duglegastur er að grafa undan keppinautum sínum og safna i kringum sig óaldarlýð, kemur andstæðingunum fyrir kattarnef, ýmist með því að gera þá höfðinu styttri eða koma þeim undir járn og slá. Hér verða hinir kommúnísku valdastreitu- menn þess vegna að beita öðr- um ráðum, og hæst ber þar róg, klíkuskap og svik. Þar treystir enginn maður orðið öðrum. AU- ir sitja á svikráðum við alla og engum manni dettur í hug að hugsa 'um neitt annað en per- sónulega pólitíska upphefð. I leiknum hefur að undanförau verið samfelldur stígandi eins og vera ber. Nú fer lokaþáttur- inn að nálgast og ekki þarf að efa að þar verði um hið full- komna drama að ræða; þar sem margir liggja í valnum. Óljóst er þó enn hverjir það muni verða og eykur það að sjálfsögðu á spenn- inginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.